Morgunblaðið - 13.04.1995, Page 84
84 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
' \ZARSTU EKKJ BAfZA
PRAMAII Í£UPHÚSI ?
„Allt er gott.“ Þetta er Mér líkar það Ég veit ekki hvað það þýðir.
nýja heimspekin mín. vel... gott hjá
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Þakkarávarp
Frá Jóhanni Helgasyni:
í TILEFNI af áttatíu ára afmæli
mínu þann 14. september síðastliðinn
vil ég koma á framfæri þakklæti til
þeirra fjölmörgu sem gjörðu mér
þessi tímamót mjög ánægjuleg.
Með margra mánaða fyrirvara var
ég búinn að hugsa um hvemig þetta
ætti helst að vera. Eitt var það sem
ég var alveg búinn að slá föstu, að
eitt af mínum uppáhalds lögum,
Hríslan og lækurinn, yrði sungið á
þessum afmælisdegi. Ég átti lagið á
nótum fyrir einsöng, en ýmsir hafa
sungið lagið í tvísöng.
Nú hófst ég handa við að fínna
lagið á nótum þannig útsett. Ég
hringdi í fjölmarga aðila sem ég taldi
víst að gætu útvegað mér þetta. En
þeir fullyrtu allir að þetta væri ekki
til. Eftir þessa ítarlegu könnun virtist
ljóst að þessi ósk mín væri úr sögunni.
Atli Heimir greiðvikinn
Nokkrir dagar líða. Þá gerist það
snemma morguns að sem hvíslað
væri að mér. „Hringdu í eitt af okkar
bestu tónskáldum, Atla Heimi Sveins-
son“ sem ég umsvifalaust gerði.
Hann tók erindi mínu mjög vel, bað
mig að senda sér nótumar og eftir
örfáa daga fæ ég þær til baka með
bestu kveðju. Þá hafði hann skrifað
neðri röddina inn á blaðið sem ég
sendi og endurtek ég hér þakklæti
mitt til þessa mikla listamanns fyrir
stóran greiða. Sagt er að maður eigi
aldrei að gefast upp við það sem
mann langar til að gera fyrr en þá
allar hugsanlegar leiðir hafi lokast.
Og fyrir að gefast ekki upp við þetta
má ætla að ég sé sá eini hér á landi
sem á þetta gullfallega lag útsett
fyrir tvær raddir. Þetta var upphaf
að því sem á eftir kom.
Er afmælisdagurinn nálgaðist kom
í ljós að nokkrir af mínum nánustu
yrðu ekki á landinu þann dag. Var
þá brugðið á það ráð að fjölskyldan
kæmi saman að Skarði í Gnúpveija-
hreppi þar sem Jenný dóttir okkar
býr ásamt fjölskyldu. Þarna komu
saman um 40 manns í blíðviðri. Margt
var sér til gamans gert. Börn og
unglingar fóru í berjamó og útreiðart-
úra, sem ætíð vekur gleði fólks á
öllum aldri. Daguinn leið fljótt og
þökk sé öllum er gerðu hann ánægju-
legan.
Nú mætti ætla að setja mætti
punkt því nú beið ég bara eftir afmæl-
isdeginum þvl þá ætlaði ég að vera
að heiman eins og auglýst var. En
það er of snemmt að setja punkt því
margt átti eftir að gerast sem ég
hafði enga hugmynd um og kom mér
algjörlega á óvart en til mikillar gleði.
Bjartur dagur
Afmælisdagurinn minn rann upp
bjartur og fagur eins og raunar allir
dagar í mínu lífi í áttatíu ár. Akveð-
ið var að við hjónin yrðum hjá Odd-
fríði dóttur okkar og fjölskyldu þenn-
an dag.
í mínu ungdæmi var talið um að
gera að taka daginn snemma en
annað lá þar á bakvið en hér um
ræðir. Vitað er að sumir lesa ekki
auglýsingar og aðrir taka ekki mark
á þeim. Með það í huga var sú hætta
fyrir hendi að einhverjum dytti í
huga að líta inn snemma dags og
auðvitað velkominn en ekki hægt að
bjóða annað en svart kaffi og
kannski sykurlaust og slíkar trakter-
ingar þóttu í eina tíð ekki boðlegar
nema í ítrustu neyð. Við vorum því
sótt tímanlega og dagurinn leið í
góðu yfirlæti.
Er kvöld var komið ók fjölskyldan
okkur heim á leið. Mér þótti leiðn
heim dálítið óvenjulega valin, en fékk
þá skýringu að þau þyrftu að nota
ferðina til smá útréttinga. Eftir tals-
verða snúninga staðnæmdist bíllinn
við Langholtskirlqu. Tengdasonur
minn segist eiga erindi hér inn og
býður okkur að koma með sér.
Er við komum inn í anddyrið kem-
ur maður út úr salnum heilsar okkur
vingjamlega og segist sendur af syni
mínum til að bjóða okkur inn. Kórinn
var að ljúka við lag sem ég kannað-
ist ekki við en síðan söng hann tvö
lög sem ég þekkti og svo afmælis-
sönginn. Ekki er á hveijum degi sem
80 mannna kór syngur afmælissöng
fyrir áttræðan mann. Færi ég kórnum
og söngstjóranum, Jóni Stefánssyni,
mínar innilegustu þakkir fyrir listi-
legan söng. Megi þessum frábæra
kór vel vegna um ókomna framtíð.
Þannig leið þessi blessaði afmælis-
dagur 14. september og áttatíu ár
að baki.
Draumurinn rætist
Eðlilegt er að álíta að ekkert sé
meira af honum að segja en svo er
nú aldeilis ekki. Ég hafði í huga að
systkini mín litu inn en erfitt er um
vik því við búum á þriðju hæð og
ekki greið leið fyrir hjólastól. Úr
þessu rættist því Ragna dóttir mín
og hennar fjölskylda opnuðu hús sitt
og þessi samkoma var ákveðin laug-
ardaginn 17. september. Nú sá ég
hilla undir að draumur minn rættist,
þarna yrði kærkomið tækifæri til að
syngja nokkur lög og þá mitt uppá-
haldslag sem áður er á minnst. Að-
eins gafst tækifæri á einni æfingu
með undirleikara okkar Eiríki Gríms-
syni. Um kl. þijú var sest til borðs
og þá var komið að þeirri stund sem
ég hafði þráð en verið vonlítill um
að rættist. Tilkynnt var að ég ásamt
tveimur sonum mínum og bróður
myndum syngja tvö tvísöngslög við
undirleik Eiríks. Fyrra lagið var Und-
ir dalanna sól og hið síðara Hríslan
og lækurinn í útsetningu Atla Heim-
is. Söngnum var að sjálfsögðu vel
tekið og var ég sérstaklega ánægður
með að þessi draumur minn hafði
ræst.
Er gestir höfðu gætt sér á góð-
gjörðum og spjallað saman nokkra
stund stormar inn hópur karlmanna.
Þeir raða sér við píanóið og hefja upp
fjórraddaðan söng. Sonur minn einn
slæst í hópinn og sé ég þá að þar
er kominn bassinn úr kór Langholts-
kirkju. Sungu þeir fjögur lög og héldu
svo á brott. Þakkir mínar á staðnum
munu hafa verið í lágmarki og sendi
ég þeim bestu þakkir fyrir frábæra
skemmtun.
Þá var komið að fjöldasöng og
settist frændi minn, og undirleikari
á fjölskylduskemmtunum fyrr og síð-
ar, síra Gylfí Jónsson, við píanóið og
lék hvert lagið á fætur öðru.
Þá er komið að lokum þessarar
frásagnar. Aðaltilgangur hennar ver
að rifja upp ógleymanlega daga mér
til skemmtunar og færa öllum þeim
fjölmörgu sem lögðu hönd að og
færðu mér góðar gjafir innilegar
þakkir fyrir og bið þess að góðar
vættir megi vera þeim nálægar um
alla framtíð.
JÓHANN HELGASON
frá Hnausakoti.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.