Morgunblaðið - 13.04.1995, Side 90
90 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
HASKOLABIO
SÍMI 552 2140
Háskólabíó
* STÆRSTA BÍÓIÐ.
ALLIR SALIR ERU
FYRSTA FLOKKS.
I borginni Macon elur gömul kona son sem
menn trúa að sé heilagur og systir hans þykist
vera móðirin og hefur að selja blessun barnsins.
Glæsileg sjónræn veisla og ögrandi eins og
Greenaway er von og vísa þar sem hann spinnur
saman dýrlingasögur og misnotkun á börnum í
auglýsingaskini í nútímanum.
Aðalhlutverk: Ralph Fiennes (Listi Schindlers,
Quiz Shpw ) og Julia Ormond (Legends of the
Fall). Leikstjóri: Peter Greenaway (Kokkurinn,
þjófurinn, kona hans og elskhugi hennar).
SÝND KL. 3, 5.30 OG 9.
ATH! Ekki Ísl. texti. Bönnuð innan 16. ára.
6 Óskarsverðlaun
Tom
Hanks er
FORRESTA
GUMP w
Sýnd kl. 6.30 og 9.15.
OPNUNARTIMI UM PÁSKANA
LL er einnig til
sem úrvalsbók
Sýnd kl. 3, 5 og 7.
FOSTUDAGURINN LANGI - LOKAÐ.
LAUGARDAGURINN 15 APRÍL - OPIÐ EN
ENGAR ELLEFUSÝNINGAR.
PASKADAGUR-LOKAÐ
ANNAR í PÁSKUM - OPIÐ.
Nýtt í kvikmyndahúsunum
Háskólabíó
frumsýnir
Barnið
frá Macon
HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýning-
ar á myndinni Barnið frá Macon
eftir breska leikstjórann Peter
Greenaway sem frægastur er fyrir
listaverkið Kokkurinn, þjófurinn,
kona hans og elskhugi hennar. I
aðalhlutverkum eru Ralph Fiennes
og Julia Ormond.
Bamið frá Macon gerist í leik-
húsi í sveitahéraði á miðri sautjándu
öld. Plága hetjar á samfélagið og
íbúamir hafa látið dómkirkjuna í
Macon grotna niður og trúa þeir
því að guð sé að refsa þeim. Kona,
íöngu komin úr bameign, verður
þunguð og elur heilbrigðan gullfal-
legan dreng á sviðinu og trúa menn
því að hér sé heilagt barn á ferð-
inni. Ríkar frúr bjóða dóttur kon-
unnar fé fyrir að leyfa þeim að
snerta barnið í von um að þær verði
frjósamar fyrir vikið. Dóttirin geng-
ur of langt, klæðir sig upp sem
Maríu mey og reynir að tæla barn-
ið, hún vill gera hann að Jósef. Af
þessu leiða ýmsar hörmungar.
Sambíóin sýna myndina
I bráðri hættu
SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga
spennumyndina „Outbreak" eða í
bráðri hættu eins og hún hefur
verið nefnd á íslensku. Með aðal-
hlutverk fer Dustin Hoffman sem
sést nú aftur á hvíta tjaldinu eftir
nokkurt hlé. í öðrum stórum hlut-
verkum eru Rene Russo, Morgan
Freeman og Patrick Dempsey.
Mynd þessi segir frá dr. Sam
Daniels, vísindamanni í bandaríska
hernum, sem sendur er til regn-
skóga Áfríku til að rannsaka út-
breiðslu hættulegrar veim. Þegar
til Afríku er komið finnur Daniels
þorp þar sem allir íbúarnir eru látn-
ir af völdum veirunnar. Daniels
hræðist að veiran gæti verið á leið
til Bandaríkjanna og sendir viðvör-
um til yfirmanna sinna. Hann lætur
jafnframt fyrrverandi konu sína
vita, en hún vinnur við rannsóknir
á smitsjúkdómum.
Án nokkurra skýringa er Daniels
látinn hætta öllum rannsóknum og
hvorki yfirmaður hans né yfirmaður
smitsjúkdómastofnunar fara að
ráðum Daniels og aðstoðarmanna
hans í málinu. Daniels og kona
hans búast við hinu versta og þegar
fréttir berast af undalegri flensu í
smábæ í Kaliforníu vita þau að
veiran er að verki. Fólk sem smit-
ast verður strax alvarlega veikt og
flestir deyja aðeins nokkrum
klukkustundum eftir smit. Verstu
spár Daniels hafa ræst og nú verð-
ur að stöðva útbreiðslu veirunnar,
hvað sem það kostar.
Leikstjóri myndarinnar er Wolf-
gang Petersen sem áður hefur leik-
stýrt m.a. „In The Line of Fire“ og
„Das Boot“.