Morgunblaðið - 27.04.1995, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
IMEYTEIMDUR
Stefanía Runólfsdóttir hefur rekið verslun í 50 ár
Morgunblaðið/Kristinn
STEFANIA Runólfsdóttir er elsti kaupmaðurinn við Laugaveginn.
Aldrei
þurft að
taka víxil
SÚ SEM lengst hefur verslað
við Laugaveginn, eða í fimmtíu ár,
heitir Stefanía Runólfsdóttir. Hún
hefur átt og rekið verslunina Blóm
og húsgögn að Laugavegi 100.
Stefanía er 83 ára gömul og vinn-
ur ennþá nær fullan vinnudag. Hún
afgreiðir í versluninni eftir hádegi
en notar morgnana til útréttjnga.
Þá skýst hún gjarnan upp í Árbæ
til að kaupa inn blómin fyrir búð-
ina.
„Þegar ég stofnaði verslunina
hét hún Blómabúð Austurbæjar.
Skilyrði til verslunarrekstrarins
voru ágæt. Ég var í eigin hús-
næði. Maðurinn minn og ég byggð-
um húsið á Laugavegi 100. Hann
var með húsgagnaverkstæði og
verslun á horninu. Þar smíðaði
hann og seldi eigin framleiðslu auk
þess sem hann flutti inn húsgögn.
Blómaverslunin er Snorrabrautar-
megin,“ segir Stefanía.
Einfalt og gamal-
dags bókhald
„Ég hef alltaf séð um alla þætti
verslunarinnar, innkaup, af-
greiðslu, fjármál og bókhald. Bók-
haldið er nú ósköp einfalt og gam-
aldags hjá mér. Ég er ekki einu
sinni með tölvu og ætla ekki að
læra á tölvu,“ segir hún ákveðin.
„í rekstrinum hef ég aldrei þurft
að taka víxil og ég tek heldur ekki
við plastkortum sem greiðslu en
verslunin hjá mér hefur lítið liðið
fyrir það.“ Stefanía útskrifaðist frá
Verslunarskólanum árið 1930 _og
hóf fljótlega eftir það störf í Út-
vegsbankanum. Eftir 13 ár í bank-
anum fór hún að vinna við hlið
mannsins síns í húsgagnaverslun-
inni, þar til hún stofnaði sína eigin.
„Ég hef alltaf verið sjálfstæð
og fundist við konur ættum að
hafa sama kaup og karlmenn fyrir
sömu vinnu. Ég var með tvö börn
en vildi samt vinna úti. Móðursyst-
ir mín bjó á heimilinu og gætti
barnanna. Við bjuggum fyrir ofan
verslunina, þar sem ég bý enn. Ég
gat skotist heim til mín ef ég þurfti
þess með. Ég hef líka alltaf haft
stúlkur til að vinna á móti mér.
Nú hef ég haft sömu stúlkuna í
tuttugu ár svo okkur hlýtur að
koma vel saman,“ segir hún og
brosir. En reksturinn á blómaversl-
uninni breyttist í tímans rás.
Allir eru almenni-
legir við mig
„Þegar maðurinn minn missti
heilsuna færðum við húsgögnin
yfir í blómaverslunina. Núna versla
ég aðallega með blóm og gjafavör-
ur. Ég er ekki með neinn lager,
það sem er til er hér frammi í
búðinni," segir hún og bendir í
kringum sig. „Ég fæ að kaupa
nokkur stykki af hverjum hlut í
einu. Það eru allir svo almennileg-
ir við mig.“ Við spyrjum hvort
blómasmekkur fólks hafi breyst á
þessum árum.
„Hér áður fyrr keypti fólk eina,
þijár, fimm eða sjö rósir og þá
vissi ég alltaf hvað hver vildi. Nú
kaupir fólk bara eins margar og
því sýnist allt frá einni rós upp í
tugi rósa. Ég bjó líka til skreyting-
ar hérna í gamla daga e'n er hætt
því. Já, ýmislegt hefur breyst,"
segir hún. „Áður voru viðskiptavin-
irnir miklu nær manni. Nú er þetta
fólk komið á elliheimili eða undir
græna torfu. Annað sem var
skemmtilegra var að garðyrkju-
bændurnir komu sjálfir með blómin
í verslunina. Ég þurfti bara að
sækja þau út í bílinn þeirra.“
— Hvernig finnst þér að reka
verslun við Laugaveginn?
„Laugavegurinn er yndisleg
gata. Ég er fædd og uppalinn á
þessum slóðum. Ég ætla að reka
verslunina meðan ég hef heilsu til
þess. Hvað ætti ég annars að
gera?“ segir þessi ágæta kona, sem
ennþá er full af eldmóði og áhuga
á starfi sínu.
Ostur í lok máltíðar
TANNLÆKNUM ber saman um
að heppilegast sé að bursta tennur
eftir hveija máltíð. Sé þess ekki
kostur mæla sumir með tyggi-
gúmmíi í staðinn. Nýlega var bent
á það í tímaritinu First að hollt
og gott væri að borða ost í lok
máltíðar, sérstaklega ef tannbursti
og tannkrem væru ekki innan seil-
ingar. Vitnað er í bandaríska tann-
lækninn John J. Hefferen, sem
jafnframt er prófessor við Kansas-
háskóla, sem segir að gamlir sviss:
neskir ostar séu góður kostur. „í
þeir er mikið af fosfórum sem
vega upp á móti sýrum sem
skemma tennur.“
Geir Jónsson, forstöðumaður
rannsóknarstofu Osta- og smjör-
sölunnar, segist álíta að íslenskur
gouda-ostur geri sama gagn og
sá svissneski, enda sé hann ríkur
af steinefnum, meðal annars fos-
fór. „Minni fosfór er í ostum eins
og kotasælu og íjómaostum. í
smurostum er 'hann aftur á móti
í talsvert ríkari mæli.“
FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 13
■■■■■ :■ :
' .
í
: ' : . ' :
A ,■■¥ ' *
LON D
ScimIu piintunarstiðilimi i pósli cða hringdtt:|ia pantaðu Fiocmutis viirulislaiin.
Við sondum Iiann lil [nn í póstkriifu samdffegurs.
nafn_____________________________
heimilisfang__________________________
póstnr.,_________ $taður________________
kennitala__.’:.■..' y
Ustinn kostar 490 kr. sem dregst fró fyrstu pöntun.
Sendist til: FKEEMAN, BÆJAHHRAUNI 14,
222 HAFNAKFJ<>KÐU H.
SÍMl 565 3900
Sínd: 565 3900
PARIS
Frá kr. 22.000*
Beint leiguflug íjúlí og ágúst
Heimsferðir bjóða nu vikuferðir sínar til
Parísar þriðja árið í röð og glæsileg ný hótel.
Tryggðu þér sæti meðan enn er laust.
Flug og bíll í viku: Frá kr. 29.300
Flug og hótel í viku: Frá kr. 36.600
*lnnifalið í verði: Flug og flugvallaskattar.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562-4600
wlett-Packard prentara
Liturinn ergaldurinn. Hewlett-Packard ertrygging fyrirgæðum, endingu
og endalausri ánægju í litaútprentun.
Hátækni til framfara
* s
HP LaserJet 4L geislaprentarinn.
Tilvalinn prentari fyrir
einstaklinga og smærri fyrirtæki.
Tilboðsverð:
kr. 59.900 stgr.
HP ScanJet llcx litaskanninn.
Glæsilegur hágæða borðskanni.
Hérá stórlækkuðu verði.
Tilboðsverð:
kr.
99.900 stgr.
Tæknival
Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664