Morgunblaðið - 27.04.1995, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
LEIKLIST
Borgarlcikhúsiö
KERTALOG
LEIKHÓPURINN
ERLENDUR
Höfundur: Jökull Jakobsson. Leik-
gerð og leikstjórn: Ásdis Þórhalls-
dóttir. Leikmynd: Stígur Steinþórs-
son, Ásdís Skúladóttir og Gauja
Rúnarsdóttir. Lýsing: Vilhjálmur
Hjálmarsson, Ásdís Þórhallsdóttir
og Kár. Þriðjudagur 25. apríl.
EIGINLEGA vefst mér fíngur um
úlnlið þar sem ég sit við tölvuna og
velti því fyrir mér hvernig maður fer
að því að segja það sem þarf að
segja. Því miður eru ekki til neinar
bækur sem kenna manni það.
Sýninguna auglýsir leikhópurinn
undir nafninu Kertalog og kennir
við Jökul Jakobsson. Það sem hópur-
inn sýnir kallar hann hins vegar leik-
gerð í leikskrá, en er þó ekkert ann-
að en svo illa stytt útgáfa af verkinu
að ekki er hægt að kalla það annað
en limlestingu eða aflimun.
Þegar einstaklingur tekur sér það
vald að búa til leikgerð verður hann
að athuga að því fylgir ábyrgð og
eitthvað annað verður að vaka fyrir
honum en að bjóða upp á stutta leik-
sýningu. Ég vil taka það fram að
ég er þeirrar skoðunar að hægt sé
að gera leikgerðir en styttingar eru
ekki leikgerðir. Þær eru styttingar.
Það vald sem íslenskt leikhúsfólk
hefur áskilið sér til að sundurlima
verk þeirra leikhöfunda sem hafa
skrifað á íslenska tungu er komið
út yfir öll velsæmismörk. Út úr þeim
tilraunum kemur einatt ekkert nema
yfirborðsleg saga, í besta falli, og í
versta falli hafa leikgerðimar gefið
í skyn að eitthvað meira kjöt hangi
á beinunum í upphaflega verkinu og
er þá gjaman stokkið frá einum
hápunkti yfir á annan. Hvomgu er
til að dreifa í þessari sýningu, vegna
þess að hér er hápunktum verksins
sleppt og sagan er ekki einu sinni
yfirborðsleg, heldur samsafn af hol-
um og merkingarlausum sketsum.
Framvindu og samhengi verksins er
búið að bijóta og týna. Útkoman er
einhver hroði af fólki sem ráfar um
ganga og garða hælis og röflar um
hvað sé í matinn.
Kertalog hefur verið smækkað
niður í sársaukalaust hylki en með
því glatast merking verksins auk
þess sem dýpt þeirrar reynslu sem
maður fínnur í því hverfur; sjálf
ástæðan fyrir sögunni sem verið er
að segja. Þetta er einkum ergilegt
þar sem þetta verk er ekki oft sett
upp og það er mikið til af íslending-
um sem hafa ekki hugmynd um
hvað það snýst; hafa hvorki lesið
það né séð á sviði. Eftir að hafa séð
þessa sýningu gætu þeir, sem eru
að sjá og heyra það í fyrsta sinn,
haldið að nú hefðu þeir séð Kertalog
og ákveðið að vega og meta verkið
út frá þeirri reynslu — og hafa ekki
hugmynd um að þeir hafa aðeins séð
skuggann af Kertalogi. Hvemig í
ósköpunum á að vera hægt að fræða
þjóðina um þá hefð sem hér hefur
verið í þróun leikritunar í okkar
stuttu leiklistarsögu — hvað þá að
fá hana til að meta verkin að verð-
leikum — ef aðeins eru settar upp
sundurskomar útgáfur?
Ekki veit ég hvað höfundur leik-
gerðarinnar álítur verkið fjalla um.
Það er aldeilis óljóst, nema það eigi
að vera aumingja veika fólkið, sem
býr við fremur vistlega setustofu,
fallegan garð og spyr hvað sé í
matinn aftur og aftur — sem er
auðvitað ótrúlega tilgangslaus
spurning í leikriti svona ein og sér.
En þar emm við komin að kjarna
málsins.
Endurtekningin
Það sem einkennir mörg verka
Jökuls Jakobssonar er notkun hans
á endurtekningum og það stflbragð
nýtir hann rækilega í Kertalogi.
Strax í 2. atriði verksins kemur
frænka annarrar aðalpersónunnar,
Láru, í heimsókn. Hún spyr, meðal
annars, hvernig fæðið sé. I 4. atriði
koma Konan, maðurinn og þriðji
maðurinn fram og ræða hvað sé í
matinn. Þau eru ekki alveg með það
á hreinu því þau vita ekki hvaða
dagur er; klukkan er stopp. í fimmta
Skuggi
af Kertalogi
LEIKHÓPURINN Erlendur.
atriði fer Lára með stutt ein-
tal þar sem hún gerir grein
fyrir matseðli vikunnar. í
hvert sinn sem þremenning-
amir koma fram velta þau
matseðlinum fyrir sér; klukk-
an farin að ganga vitlaust,
enn ekki farin að ganga og
þar fram eftir götunum.
Tilgangur höfundar getur
varla verið einstakur áhugi á
matseðli stofnana eða sá að
hann kunni ekki á klukku,
heldur hlýtur hann að vera
sá að sýna fram á að tíminn
hjá þessu fólki stendur í stað
í eilífri hringrás einhæfni og vana.
Og ekki bara þessu fólki, heldur öll-
um þeim sem kjósa að veija líf sitt
fyrir utanaðkomandi áhrifum og til-
einka sér vanamynstur. Hælið sem
persónumar dvelja á, getur ekki
bara verið hæli, heldur er það sym-
bol fyrir stað þar sem einstaklingur-
inn vemdar sig og -kemur fram í því
að hveijum og einum er fijálst að
fara þaðan. Ef hælið hefði ekki þá
skírskotun, væri verkið einungis
skiljanlegt geðfötluðum og þeirra
aðstandendum.
Með því að klippa út þetta litla
eintal Láru um matseðilinn er verkið
rúið þessum mikilvæga þætti. Þre-
menningarnir sem spyija hvað sé í
matinn, em ekki að því vegna þess
að maturinn sé aðalatriðið, heldur
til að reyna að átta sig á tímanum.
Þau hafa ekkert annað til að miða
við. Framvinda dagsins miðast við
matmálstíma og framvinda vikunnar
við réttina sem á boðstólum eru. Á
sunnudögum er tii dæmis bæði de-
sert og terta. Þá vita þau að það
er sunnudagur og ná að hanga í
einhveiju tímatali, þrátt fyrir við-
burðasnautt og verndað vanalíf.
Þegar þessu eintali er sleppt eru
spurningarnar um matinn merking-
arleysa og í endurtekningu virka þær
á mann eins og höfundurinn hafi
ekki vitað hvað hann ætti að láta
persónumar segja, vegna þess að
hann viti ekki um hvað fólk á hæli
talar — og hann hafí frétt að stofn-
anamatur sé slæmur.
Ótti og sektarkennd
Þegar Lára og hin aðalpersóna
verksins, Kalli, hittast í fyrsta sinn
á hælinu, eiga þau stutt samtal sem
endar með því að Lára þrífur í hend-
ur hans, kippir honum upp af bekkn-
um og skipar honum að koma að
dansa. Kalli verður felmtri sleginn,
stirðnar upp, rekur síðan upp sker-
andi vein eins og hann hafí verið
stunginn — samkvæmt upphaflega
verkinu. Þetta vantar í leikgerðina
en er eitt af grundvallaratriðum
verksins. Kalli óttast eitthvað og
þetta eitthvað sér hann í Láru en
ekki vegna þess að hún sé geðfötl-
uð, heldur vegna þess að hún er
kona og hann óttast skipanir hennar
og snertingu. Þessi ótti er ástæða
þess að hann er á hælinu, þótt sagt
sé að það sé vegna þess að hann
hafí skotið bíl föður síns í tætlur.
Líka ástæða þess að Lára er á hæl-
inu, þótt af ólíkum orsökum sé:
Ástæða þess að einstaklingurinn
dregur sig í hlé frá samfélaginu eða
þeim átökum sem fylgja mannlegum
samskiptum og kýs að lifa í þröngnm
heimi, ferköntuðum eins og herberg-
in á hælinu; vernda líf sitt. Ennú
aftur hlýtur verkið að skírskota út
fyrir persónulega reynslu einstakl-
inganna sem birtast á sviðinu.
Faðir Kalla kemur í heimsókn og
færir honum plötu. Lára lýsir því
yfir að hana langi til að eiga svona
pabba og Kalli segir að hún megi
eiga hann. Hún er hrifín af piötunni
sem hann fær og hann gefur henni
hana, ásamt grammófóninum sínum.
Þetta vantar í leikgerðina og er það
árans miður. Ástæðan fyrir því að
hann gefur henni plötuna og fóninn
er sú að hann hefur sektarkennd.
Að því er virðist, stafar sú sektar-
kennd af því að hann hefur hrundið
Láru frá sér. En ástæðan á sér dýpri
rætur, sem á þessu stigi málsins er
ekki komin fram en kemur berlega
í ljós þegar Lára segir að Kalli sé
góður. Kalli æpir á hana að hann
sé ekki góður, spyr hvort hún skilji
það, hvort hún geti skilið það og
ítrekar að hann sé ekki góður. Auð-
vitað vantar þetta í leikgerðina þar
sem Lára getur varla sagt að hann
sé góður eftir að hann hefur ekki
gefið henni plötu Og ekki gefið henni
grammófón. Hann verður ennfremur
ær þegar hún segir við (í merking-
unni þú og ég) en eftir að hafa reiðst
við Láru biður hann hana fyrirgefn-
ingar á því að tala svona til hennar.
Önnur manneskja sem ekki má segja
við við Kalla er móðir hans. Allt
þetta gerist eftir að faðir hans kem-
ur í heimsókn. Það er einmitt hans
nærvera sem kyndir undir sektar-
kenndinni af þvílíku afli að Kalli
hefur enga stjórn á öðrum tilfinning-
um; hann gefur allt sem hann á í
þeim tilgangi að hreinsa af sér
vonskuna sem honum fínnst hann
greinilega búa yfir, gefur af ofsa
og reiðist af engu tilefni, að því er
virðist. Reiði er eitt af því sem Lára
óttast og ótti hennar brýst út í litlu
ævintýri um ástæðu þess að hún
dvelur á hælinu. Kalli áttar sig á
því að hún er veik; hún víkur sér
undan valdi reiðinnar og tapar þeim
kvenleika sem hann þekkir gerst um
leið; hann hefur ekkert að óttast.
Frásögn Láru er hér klippt úr leik-
gerðinni og því er algerlega óskiljan-
legt að þau skuli allt í einu verða
vinir, eða eiginlega alveg út í hött
að þau skuli ekki hafa orðið það
strax. Það hefur vantað óttann og
sektarkenndina í karakterinn; Kalli
bara verið luntulegur strákur og
óskiljanlegast að hann skuli vera
þama.
í verkinu er auðvitað ástæða fyrir
ótta Kalla við konur og sektarkennd
hans gagnvart föðumum og ekki að
ástæðulausu að í næsta atriði eftir
að Kalli vingast við Lám, birtist
móðir hans og á langt eintal, þar
sem hún er að útskýra fyrir læknin-
um hvers vegna Kalli er þama og
hvers vegna hann ætti ekki að vera
þama og hvers vegna hann ætti
samt að vera þarna. Hún talar í
hringi eins og þeir gera gjarnan sem
em að reyna að blekkja og passar
sig að koma hvergi nærri kjarna
málsins..
Ástæðan fyrir því að Kalli er á
hælinu er sú að hann hefur orðið
fyrir sifjaspellum. Móðir hans hefur
ægivald yfir honum og þessvegna
er hann hræddur við konur. Að vísu
fær þetta að koma fram í leikgerð-
inni en á ótrúlega máttlausan hátt,
það er að segja án ægivaldsins sem
móðir hans hefur; afleiðingar þeirra
sifjaspella em að engu gerðar.
Eftir að Kalli útskrifar sig af
hælinu, flytur hann í litla risíbúð —
ekki aftur í foreldrahús. Þangað
kemur Lára. Hún hefur treyst hon-
um fyrir sínu hroðalega leyndar-
máli; ástæðunni fyrir því að hún er
á hælinu, ekki bara í dulbúningi
ævintýrsins, og þau dragast óneitan-
lega hvort að öðm. Kalli er
drátthagur, vinnur á teikni-
stofu en langar til að mála.
Lára dáist að mynd eftir
hann og Kalli býðst til að
mála hana. Hann segir henni
að fara úr fötunum, þvi hann
verði að sjá línur líkamans.
í verkinu fer Lára úr öllum
fötunum, hann tekur utan
um hana, nefnir mömmu
sína og þau verða elskendur.
í sýningunni stendur hún
hins vegar á undirkjólnum
þegar Kalli fellur að fótum
hennar og nefnir mömmu
sína. Þá fer Lára út og inn kemur
móðir hans sem segist hafa frétt það
nýjasta og maður veltir því fyrir sér
hvort hún hafí virkilega frétt að
hann hafi ætlað að mála stúlku á
undirkjól en hún hlaupið út.
En það er bara vegna þess að 14.
atriði verksins hefur verið sleppt;
atriðinu þar sem Lára hefur verið
útskrifuð af sjúkrahúsinu og þau
Kalli eru farin að búa saman. Sú
sambúð er mikilvægt atriði í fram-
vindu verksins og með öllu óskiljan-
legt að því skuli sleppt. Þau eru
hamingjusöm og glöð og hún gefur
honum lærissneiðar með kartöflu-
mús og sultu, það besta sem hann
fær. Enn er það ekki vegna einstaks
áhuga höfundarins á matreiðslu,
heldur er þetta til að undirstrika það
frelsi sem þau Kalli og Lára eru að
velja sér. Tími þeirra stendur ekki
lengur í stað. Þau eru ekki lengur
háð hringrás vanans. Þau eru að
taka stjórn á eigin lífí í sínar hend-
ur. Meira að segja klukkan fer að
ganga.
Það er þessvegna sem mamma
Kalla kemur í heimsókn í 15. atriði
en ekki vegna þess að hann ætlaði
að mála stúlku á undirkjól. I sýning-
unni umlar hún eitthvað um dreng-
inn sinn, sest á stól fyrir aftan hann
og strýkur á sér lærin. í verkinu,
hins vegar, leitar hún á son sinn svo
ekki verður um villst. Hann man þá
loksins sjálfur hver ástæðan fyrir
þeim erfíðleikum sem hann hefur
átt í, reiðist móður sinni og vísar
henni út. Lára kemur inn og móðir
hans berháttar sig fyrir framan hana
og spyr Kalla hvort honum fínnist
Lára fallegri en hún. Hún vílar ekki
fýrir sér að ögra þeim báðum.
í 16. atriði er Kalli andstyggilegur
við Láru. Sjónarspil móður hans
hefur gert honum ljóst að Lára er
ekki lengur veik og hrædd. Hún er
kona. Kona sem er að ná undirtökun-
um í lífi hans með þjónustu við hann.
Hún býður honum steik og sultu,
móðir hans býður honum í ferðalög.
Þrer vilja báðar dekra hann til að
ná valdi yfír honum; verða ómiss-
andi í lífi hans. Andstyggð Kalla er
dregin mjög sterkum dráttum. Hann
segist ekki vilja sjá Láru bera —
aldrei aftur. Hann er orðinn hræddur
við hana aftur. Steikin og sultan eru
orðin að sama vananum og hringrás
matseðilsins á hælinu og það undir-
strikar Lára með því að segja að
hún hafí kjöt og sultu bara á sunnu-
dögum og á jólunum... Kalli er enn-
þá að festast í hringrás vana, ennþá
að afsala sér valdi á eigin lífi í hend-
ur annarra. Hann er alltaf að endur-
taka sama leikinn í breyttum mynd-
um, gerir sér grein fyrir því og verð-
ur að fara. Hann rekur Láru frá
sér, rétt eins og hann rak móður
sína frá sér, rétt eins og hann vísaði
vernd og forsjá hælisins frá sér.
En þetta atriði vantar að sjálf-
sögðu í sýninguna, þar sem_ Kalli
býr aldrei með Láru í henni. 1 lokin
heimsækir hann hana á hælið áður
en hann heldur til náms í arkitektúr
í Sviss, gefur henni ljóðabók og spyr
hvort hún sé sár. Þegar þau hafa
ekki búið saman; ekki einu sinni
verið elskendur, verður þessi spum-
ing út í hött. Hvers vegna skyldi
Lára verða sár yfír því að einhver
fyrrverandi samsjúklingur hennar
hefur náð bata og ákveður að fara
utan til að læra? Hún hefur aldrei
útskrifast af hælinu. Hann er löngu
útskrifaður, búinn að taka stúdents-
próf og allt.
Sú ályktun sem draga má af verk-
inu, eins og það er upphaflega, er
því glötuð. Eitt af því sem höfundur-
inn er að segja með því er að þeir
sem af ótta og sektarkennd eru til-
búnir til að lúta forsjá og valdi ann-
arra — láta vernda sig gegn hnjaski
— ráfa um í tilgangs- og tímaleysi.
Þeir koðna niður. Þeir verða aldrei
gerendur í sínu lífí. Gæfa mannsins
er undir því komin að hann stjórni
sjálfur lífi sínu og í lokin virðist
Kalli ætla að gera það, jafnvel þótt
hann bregðist væntingum annarra
með því og særi þá. Hvemig til tekst
hjá honum í framtíðinni, einkum
varðandi konur, er látið ósagt; verk-
ið fjallar aðeins um þann tíma sem
Kalli er að gera sér grein fyrir þeim
hindrunum sem gera honum ókleift
að lifa lífí sínu til fulls. Það svar sem
Lára gefur honum er dæmigert fyr-
ir þá sem hafa dregið sig í hlé og
fínnst þeir ekki eiga neitt gott skilið
og hafa svo lélegt sjálfsmat að þeir
gera engar kröfur. Hún segist ekki
vera sár; grúfír sig yfír saumaskap-
inn og afneitar sársaukanum. í hinum
vemdaða heimi er óþægilegum til-
fínningum á við sorg, sársauka og
reiði afneitað. Þessa merkingu undir-
strikar höfundurinn með texta
Mannsins, sem er sífellt að segja
sögur af mönnum sem hafa verið á
hælinu... og ætluðu að... en það varð
aldrei neitt úr því... Það sem þessir
menn ætluðu að minnkar eftir því
sem líður á verkið og í síðasta sinn
sem maðurinn ætlaði eitthvað, kemur
þögn. Maðurinn er ekki bara einhver
mgludallur sem fær óskiljanlegan
texta skrifaðan upp í sig, heldur er
hann að lýsa hræðilegum veraleika;
veraleika þeirrar manneskju sem á
sér háleit markmið en eitthvert innra
mein stöðvar hana í að láta drauma
sína rætast. Prósessinn sem kemur
fram í frásögn hans er sá að þegar
manneskjan svíkur drauma sína,
missir hún trú á sjálfa sig, fjarlægist
það stöðugt meira að vera gerandi í
lífi sínu, draumamir minnka, uns
ekkert er eftir nema þögn í sálinni.
Leikgerð sem er ekkert annað en
beinagrindin hefur ekki persónur,
aðeins leikara sem segja einhveijar
setningar sem skipta engu máli til
eða frá. Leikurum sýningarinnar var
enginn smávandi á höndum. í hlut-
verki Kalla er Vilhjálmur Hjálmars-
son og lék luntulegan strák, hafði
ekkert annað til að standa á. Rann-
veig Björk Þorkelsdóttir er í hlut-
verki Lára, Marteinn Arnar Mar-
teinsson í hlutverki föður Kalla og
Sigrún Gylfadóttir í hlutverki móður
hans. Það var átakanlegt að horfa
og hlusta á þau og kýs ég að fara
ekki nánar út í þá sálma.
Ljósið í sýningunni er Ragnhildur
Rúriksdóttir sem leikur Konuna.
Textameðferð hennar er mjög góð,
sem og raddbeiting. Hún hefur góð-
an sviðsþokka og efast ég ekki um
að hæfíleika sína getur hún nýtt
mun betur en hún fékk tækifæri til
hér. I hlutverkum Mannsins og
Þriðja mannsins era þeir Gísli 0.
Kærnested og Skúli Ragnar Skúla-
son. Þeir náðu að skapa ágætar týp-
ur og af öllum þeim ástæðum sem
hér að framan greinir fékk þetta
þríeyki þungt vægi í sýningunni og
skyggði hressilega á aðalhlutverkin.
Halla Margrét Jóhannesdóttir leikur
lækninn en í sýningunni er hann
sambræðingur af því sem er frænka
Láru og læknirinn í verki Jökuls.
Ekki veit ég hvar leikstjórinn hefur
haldið sig á æfingatímanum. Það er
nánast engin hreyfíng í sýningunni
og enginn fókus. Leikaramir standa
mestan part kyrrir á sama stað og
flytja textann sinn. Það getur ekki
verið að nein vinna hafí átt sér stað
með þeim leikuram sem eru í aðal-
hlutverkum. Þagnir sem era mjög
mikilvægar í þessu verki eru líka
þurrkaðar út af þvílíkum skörungs-
skap að textinn rennur áfram í einni
áherslulausri síbylju. Fyrir bragðið
er sýningin gersamlega flöt; eins
steindauð og nokkur beinagrind getur
verið.
Súsanna Svavarsdóttir