Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Hæfileikinn til að undrast
BOKMENNTIR
Skáldsaga
VERÖLD SOFFÍU
Skáldsaga um heímspekina eftir Jo-
stein Gaarder. Aðalheiður Stein-
grímsdóttir og Þröstur Asmundsson
þýddu. Bókin er prentuð í Svíþjóð.
Mál og menning 1995.489 síður.
2.700 kr. í apríl.
JOSTEIN Gaarder er einn hinna
fáeinu norrænu höfunda sem vakið
hafa heimsathygli. Veröld Soffíu
eftir hann hefur víða orðið met-
sölubók, meðal annars í Þýskalandi
og engilsaxneska heiminum sem
ekki er vandalaust. Einkum hefur
Gaarder verið lofaður fyrir að
koma fróðleik um heimspekina á
framfæri á aðgengilegan hátt.
Kennslubók verður
skáldsaga
Sagt er að Jostein Gaarder hafi
upphaflega hugsað sér Veröld
Soffíu sem kennslubók í heim-
speki, enda hefur hann fengist við
heimspekikennslu. Unglingabók
hans, Kabalemysteriet (1990),
hlaut góðar viðtökur og naut að
nokkru heimspekiþekkingar höf-
undarins. Hann ákvað að blanda
saman skáldskap og heimspeki í
Veröld Soffíu.
Þótt Veröld Soffíu sé fyrst og
fremst saga heimspekinnar nýtur
bókin þess að Jostein Gaarder er
unglingasagnahöfundur og fléttar
inn í frásögn af ungri stúlku sem
fær dularfull bréf og boð. Sú frá-
sögn er einhvers staðar mitt á
milli nútímalegs reyfara og Lísu í
Undralandi. Það að geta undrast
er afar mikilvægt að dómi Josteins
Gaarders.
Aðspurður kveðst Gaarder ekki
eiga sér neinn uppáhaldsheimspek-
ing og er ekki reiðubúinn til að
svara hvaða heimspekingar hafi
skipt hann mestu máli. En eitt sinn
var hann spurður hveija þeirra
hann vildi helst hitta í himnaríki
og svaraði: Búdda, Sókrates og
Jesú. Hann bætti við
að enginn þeirra hefði
skilið eftir sig neina
ritaða orðsendingu.
Veröld Soffíu er
doðrantur, hátt í 500
síður í stóru broti.
Þetta er að mestu leyti
læsileg bók. Frá þýð-
ingunni hefði þójiurft
að ganga betur. Ahugi
á heimspekilegum
efnum sakar ekki, en
það sem um er rætt
varðar alla. Því má þó
velta fyrir sér hvort
efni bókarinnar sem slíkt hafi
nægilegt aðdráttarafl til að gera
bókina að metsölubók og þar með
að eins konar stöðutákni.
Greinar á sama meiði
Hætt er við að leikmaður í heim-
speki sem ekki hefur hæfileika til
að undrast lesi Veröld Soffíu með
takmörkuðum áhuga eða gefíst
jafnvel upp á miðri leið. Það er
stundum eins og heimspekikenn-
ingarnar séu allar eins eða líkar,
enda margar þeirra greinar á sama
meiði.
Margt má rekja til Grikkja í
heimspeki jafnt sem öðrum fræð-
um. Það er því engin furða þótt
ferðin um Grikkland sé löng, kenn-
ingar þeirra Sókratesar, Platons
og Aristótelesar fyrirferðarmiklar.
Sókrates komst reyndar að nið-
urstöðu sem á vel við í heimspek-
iumræðu. Hann gerði sér grein
fyrir að hann vissi ekkert um h'fíð
og heiminn, sagði að hann vissi
aðeins eitt - það að hann vissi
ekkert.
Lærimeistari Soffíu Amundsen
ályktar samkvæmt þessu:
„Sá er því heimspekingur sem
áttar sig á að það er ekkert smá-
ræði sem hann skilur ekki. Og það
þjakar hann. Frá því sjónarmiði
séð er hann samt sem áður vitrari
en allir þeir sem monta sig af því
að hafa þekkingu á hlutum sem
þeir í raun og veru vita ekkert um“.
Eins og fyrr segir er auðvitað
margt líkt með heim-
spekikenningum sem
runnar eru frá Grikkj-
um. Milli trúarbragða
og heimspeki er þó
ekki alltaf breitt bil.
Búdda og Hume setja
til dæmis fram hug-
myndir sínar um
mannlífíð á líkan hátt
eins og Gaarder sýnir
fram á.
í Veröld Soffíu eru
það heillavænlega ein-
föld dæmi úr hvers-
dagslífínu sem látin
eru skýra speki og spakvitrar
kenningar. Þetta tekst stundum
eftirminnilega, en það gerist líka
að jarðsamband vantar.
Heimspekingar fá misjafnt rúm.
A kenningar sumra er rétt drepið.
Þetta merkir ekki endilega að gert
sé upp á milli þeirra. Ágætlega
tekst í fáum orðum að segja frá
til að mynda Kierkegaard, Marx
(með greinilegri samhygð þótt bent
sé á að Marx var ekki alltaf sam-
mála marxistum), og Freud. Um
Darwin er fjallað ítarlega og af
aðdáun.
Nútíminn
Þess er getið að Jean-Paul Sar-
tre styðjist í tilvistarstefnu sinni
við ákveðin höfuðatriði í kenning-
um Hegels og Marx. Það gildir
sérstaklega um „fírringuna“, það
að sú tilfínning að heimurinn sé
manninum framandi valdi örvænt-
ingu og ieiða.
Nútíminn mótast af tækniþróun,
auknum samskiptum milli manna
í krafti fjarskipta. Heimspekingar
eru því ekki jafn einangraðir og
áður var, að minnsta kosti þarf
ekki að taka aldir að koma sjónar-
miðum sínum til annarra.
Nýaldarritum er líkt við drasl
og svindl, en á það er minnt að
ekki hæfí heimspekingum að draga
allt í sama dilk. Sannir heimspek-
ingar verða að hafa augun opin.
Jóhann Hjálmarsson
Jostein
Gaarder
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
LEIKHÓPURINN sem tekur þátt í leikritinu Hart í bak.
Hart í bak í
V estmannaeyjum
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
LEIKFÉLAG Vestmannaeyja
frumsýnir á föstudaginn leikritið
Hart í bak eftir Jökul Jakobsson.
Uppfærsla verksins er 132 verkefni
Leikfélagsins og jafnframt er með
þessari uppfærslu minnst 85 ára
afmælis Leikfélags Vestmannaeyja
á þessu ári.
Leikfélag Vestmannaeyja er nú
að taka Hart í bak til sýningar í
annað sinn en áður var verkið sýnt
á fjölum Bæjarleikhússins í Vest-
mannaeyjum fyrir 20 árum. Þá
léku Sigurgeir Scheving og Sveinn
Tómasson, Jónatan skipstjóra og
Stíg, og aftur í uppfærslunni nú
fara þeir Sigurgeir og Sveinn með
sömu hlutverk og fyrir 20 árum. í
samtali við Morgunblaðið sögðu
þeir að það væri gaman að taka
þátt í uppfærslu leikritsins á ný
og það rifjaðist fljótt upp en þó
viðurkenndu þeir að nú hafí. þeir
verið lengur að læra textann sinn
en þá. Talsvert er liðið síðan Sigur-
geir lék síðast á sviði en hann hef-
ur undanfarin ár sett upp mörg
verk með leikfélögum víðsvegar um
land sem leikstjóri. Sigurgeir sagð-
ist strax hafa verið til í að taka að
sér hlutverk Jónatans og hefði haft
virkilega gaman af því. Sveinn
sagði að hann hafí verið búinn að
neita því staðfastlega að taka að
sér hlutverk í leikritinu en síðan
hafí þau komið til sín í Ríkið, þar
sem Sveinn er útibússtjóri, Jóhann,
formaður Leikfélagsins og leikstjór-
inn, klukkan fimm á föstudegi þeg-
ar sem mest var að gera og náð
að snúa upp á hendina á sér þar
til hann sagði já. Hann sagðist
reyndar ekki sjá eftir því þar sem
virkilega gaman sé að taka þátt í
uppfærslunni.
Þegar Hart í bak var sett upp í
Eyjum árið 1975 þótti Sigurgeir
Scheving takast einstaklega vel upp
í hlutverki Jónatans enda segir
hann sjálfur að Jónatan sé uppá-
halds leikpersóna hans í gegnum
tíðina og hefur hann þó leikið fjöl-
mörg hlutverk. Þeir Sveinn og Sig-
urgeir voru sammála um að Hart í
bak væri besta leikrit Jökuls Jak-
obssonar og að með því hefði hann
brotið ákveðinn ís meðal íslenskra
leikritahöfunda.
Með helstu hlutverk í uppfærsl-
unni, auk Sigurgeirs og Sveins,
fara Jóhanna G. Guðmundsdóttir,
Bjarki Bragason, Ingunn Sæ-
mundsdóttir og Jónína Snorradóttir
en alls taka ellefu leikarar þátt í
sýningunni og leikstjóri sýningar-
innar er Akureyringurinn Gunnar
Gunnsteinsson.
Hart í bak verður frumsýnt í
Bæjarleikhúsinu í Vestmannaeyjum
á föstudaginn klukkan 20, en síðan
verða sýningar sunnudaginn 30.
apríl og mánudaginn 1. maí.
Kreppuárin ljúfu
TONLIST
íslcnska ðpcran
KARLAKVARTETTSTÓN-
LEIKAR
íslenzk og erlend karlakvartettslög.
Söngkvartettinn Út í vorið. Bjarni
Þór Jónatansson, píanó.
Sunnudaginn 23. apríl.
ÞAÐ var dúndrandi stemning,
húsfyllir og §ör í íslensku óper-
unni á sunnudagskvöldið, þegar
þeir Einar Clausen, Halldór Torfa-
son, Þorvaldur Friðriksson og Ás-
geir Böðvarsson efndu til tónleika
undir kvartettsnafninu Út í vorið
ásamt undirleikara og þjálfara
þeirra, Bjarna Þór Jónatanssyni.
Söngvararnir eiga allir rætur að
rekja til kórs Langholtskirkju, og
undirtektimar voru í samræmi við
þann frísklega anda sem ríkir þar
á bæ, því allt ætlaði nánast um
koll að keyra, og aukalögin í tó-
leikalok urðu ekki færri en fjögur.
Það fór því ekki á milli mála,
að áheyrendur kunnu að meta
framlag þeirra félaga. Það mátti
líka til sanns vegar færa, að söng-
urin var vel samstilltur, hreinn og
mjúkur, þó að hefði mátt hugsa
sér ögn meiri kraft á stöku stað.
Hann á þó sjálfsagt eftir að aukst,
því kvartettinn er enn ungur að
árum, hóf starfsemi haustið 1992.
Sama verður ekki sagt um við-
fangsefnin. ÚÍV hefur tekið fyrir
lagaval frá gullöld íslenzkra karla-
kvartetta (ca. 1930-60) ogeinkum
sótt í efni MA-kvartettsins, sem
hætti 1942, og Leikbræðra. Út-
setningamar voru flestar eftir Carl
Billich, en nokkrar vom eftir
Magnús Ingimarsson og Bjarna
Þór Jónatansson, þar á meðal eina
radda útsetningin, Noctume eft-
ir Evert Taube, þar sem píanistinn
hóf upp raust sína með þeim fjór-
menningum. Var það jafnframt
eina „a cappella" lag kvartettsins,
en verður það vonandi ekki í fram-
tíðinni, því aukna fyllingin sem
fímmta röddin gæddi „satzinn" var
hreint ótrúleg. Þessi frábæra út-
setning Bjama Þórs bar höfuð og
herðar yfír flestar aðrar.
Maður skyldi halda, að íslenzk
kvarlakvartettslög allt frá kreppu-
ámnum væm gengin sér til húðar
og þjónuðu einungis nostalgískri
þörf gamalmenna nú á tímum, en
svo furðulega vildi til, að fjöldi
yngra fólks var meðal tónleika-
gesta og lét ekki sitt eftir liggja,
þegar launa átti lófum. Kannski
er einnig komin til ákveðin ósk um
hvíld undan þeirri amerísku sveiflu
sem gegnsýrt hefur flesta létta
tónlist hér upp frá því er Kanar
stigu á land í júlí 1941. Alltjent
var swing ekki sterkasta hlið UÍV,
eins og heyra mátti í Night and
Day Porters, að vísu í settlegri
útgáfu Comedian Harmonists.
Klassíska deildin tókst aftur á
móti með ágætum, og naut fágað-
ur söngstíll þeirra félaga sín að
fullu í Rósin, Sylvia og Vögguljóð
eftir Schubert og Ástarkveðja eftir
Elgar.
Fyrir undirrituðum kom
„poppaðasta“ efni fyrri tíma einna
sízt út, þ.e.a.s. dægurlög eins og
Haf, blikandi haf, Capriljóð, Bei
Ami og Suður um höfin, sem hefði
mátt taka með meiri trompi, enda
ferskleiki þeirra tekinn að dofna
og í hugum margra jafnvel tengd-
ur rútubílum, fjallaskálum og
slarki. En heildaráhrif tónleikanna
voru engu að síður góð, enda undir-
tektir áheyrenda sem fyrr sgaði
með fádæmum.
Ríkarður Ö. Pálsson.
Seljur og
Karlakór
syngja saman
SELJUR og Karlakór Slökkviliðs
Reykjavíkur syngja á tónleikum í
Seljakirkju laugardaginn 29. apríl,
kl. 17.
Kórarnir munu syngja hvor í
sínu lagi, en einnig nokkur lög
sameiginlega. Kóramir hafa báðir
starfað í um það bil fjögur ár.
Stjómandi Karlakórs Slökkvil-
iðsins er Kári Friðriksson og undir-
leikari Jónas Sen. Stjórandi
Kvennakórsins er Kristín Sæunn
Pjetursdóttir og undirleikarar
Daníel Arason og Erlendur Bjöms-
son. Daníel mun einnig leika ein-
leik á píanó. Einsöngvari með Selj-
um er Þóra Þórisdóttir.
Miðasala verður við innganginn.
G MG AEG AEG AEG AEG
AEG
BOO
.sem ekki verður enduptekið!
Aðeins þessi eina sendini
Umboðsmenn um land ullt.
- ASC;
mmmmmtmmm
AEG
Þvottavél Lavamat 6251
Vinduhraði 1000 og 700 snúningar á mín.Ullarvagga..
UKS kerfi. Bíó kerfi. Takki fyrir aukaskolun.
Orkunotkun 1.8 kwst.Oko kerfi. Variomatik vinding.
Verb nú 89.140Stadgr. kr. 82.900,-
Venjulegt verb á sambœrilegri vél er a.m.k.
12.000,- kr. hærra.
BRÆÐURNIR
=)] ORMSSQN HF
Lágmúla 8, Sími 38820
ií/jýgtfjíígíjgílíjftfjjítíjjgfc