Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VERIÐ er að mála Akraborgina og gera á henni annað árlegt viðhald.
Akraborg í slipp
AKRABORGIN er í slipp þessa dagana. Verið er
að mála skipið og sinna reglubundnu viðhaldi.
Á meðan sinnir Árnesið, sem er gamli Baldur,
flutningum milli Reylqavíkur og Akraness. Skip-
ið getur einungis flutt farþega og smávarning.
Það siglir eftir sömu áætlun og Akraborgin gerir.
Reiknað er með að vinnu við Akraborgina ljúki
á laugardag og að hún hefji siglingar að nýju á
laugardag eða sunnudag.
Búum við sambærilegt fjölmiðlafrelsi og Bandaríkjamenn
Fjölmiðlar sæta þrýst-
ingi frá efnahagslífinu
ISLENDINGAR eru meðal
þeirra fimmtán þjóða, sem
búa við hvað mest fjölmiðla-
frelsi í heiminum, samkvæmt
rannsókn bandarísku stofnunar-
innar Freedom House á fjölmiðlum
{ 187 ríkjum. Fjárhagslegt sjálf-
stæði íslenskra fjölmiðla er á hinn
bóginn ekki talið nægilegt til að
koma í veg fyrir áhrif valdamikilla
aðila í efnahagslífinu.
ísland stendur jafnfætis Banda-
ríkjunum samkvæmt könnuninni,
en níu ríki fengu betri einkunn.
Ríkjunum er skipt í þrjá hópa. Alls
töldust 63 ríki búa við frjálsa fjöl-
miðlun og fengu þau einkunn á bil-
inu 0-30. Fjölmiðlar í 63 ríkjum
voru sagðir frjálsir að hluta til og
fengu þau einkunn frá 31-60. 61
ríki fékk einkunnina 61-100 og
voru ijölmiðlar þar sagðir búa við
ófrelsi: Fjölmiðlar lytu þrýstingi
stjórnvalda og blaðamenn byggju
við hótanir um líkamsmeiðingar.
Óbreytt einkunn
„íslendingar eru ofarlega í fijálsu
skilgreiningunni," sagði Leonard
Sussman, sem stjómaði gerð könn-
unarinnar og kynnti niðurstöður
hennar, í samtali við Morgunblaðið.
„ísland hefur komið vel út alveg
frá því að Freedom House fyrst fór
að fylgjast með fjölmiðlafrelsi árið
1979 og fékk nú sömu einkunn og
í fyrra þegar við ákváðum að gera
könnunina viðameiri, en verið hafði.
Á þessum tíma hefur einkunn ís-
lands sveiflast upp og niður, en ís-
land hefur alltaf verið meðal þeirra
ríkja, sem teljast búa við fjölmiðla-
frelsi.“
Freedom House styðst við fjóra
þætti í gerð könnunarinnar. Lög
og reglugerðir sem hafa áhrif á
innihald fjölmiðla, pólitískan þrýst-
ing og vald yfir innihaldi fjölmiðla,
áhrif hagsmuna í efnahagslffi á
innihald flölmiðla og kúgunarað-
gerðir á borð við morð á blaðamönn-
um, að beita blaðamenn líkamlegu
ofbeldi eða eyðileggja búnað og
byggingar, ritskoðun, sjálfsritskoð-
Bandaríska stofnunin
Freedom House hefur
birt niðurstöður rann-
sóknar á frelsi fjölmiðla
í 187 löndum. Karl
Blöndal, fréttaritari
Morgunblaðsins í
Bandaríkjunum, kynnti
sér niðurstöðuna hvað
-----j--
Island varðar.
un, ofsóknir eða brottrekstra og því
um líkt.
í þremur fyrstu þáttunum er
gefið frá einum upp í tíu og telst
frelsið minna eftir því sem ofar
dregur. í fjórða þættinum er gefið
frá einum upp í tuttugu. Prent- og
ljósvakamiðlum er gefin einkunn í
sitt hvoru lagi.
íslenskir ijölmiðlar þykja búa við
nánast fullkomið fjölmiðlafrelsi hvað
varðar lög og reglugerðir og pólitísk-
an þrýsting og vald. í hvorum þætti
fengu prentmiðlar annars vegar og
ljósvakamiðlar hins vegar einn í ein-
kunn, eða hvað minnstan frádrátt.
Fréttaflutningur og
þrýstingur úr efnahagslífi
Frelsi íslenskra fjölmiðla var
helst ábótavant í þriðja þættinum,
að sögn Sussmans, sem er sérfræð-
ingur í fjölmiðlum og alþjóðamál-
um. Þar fengu ljósvakamiðlar þrjú
stig, en prentmiðlar fimm stig.
Hann kvað orsökina vera þá að fjöl-
miðlar væru fáir og fjár'nagslegt
sjálfstæði þeirra og bolmagn væri
ekki nægjanlegt til að koma í veg
fyrir að þrýstingur valdamikilla
aðila í efnahagslífinu hefði áhrif á
innihald. Hann tók ekki dæmi um
þrýsting af þessu tagi.
Sussman tilgreindi ekki einstaka
fjölmiðla, utan hvað hann sagði að
það hefði áhrif að á íslandi væru
prentmiðlar, sem væru málgögn
stjórnmálaflokka. Hann sagði að
könnunin væri byggð á ýmsum
heimildum, svo sem tímaritum,
mannréttindahópum og sérfræðing-
um og fræðimönnum í hveiju landi.
Ljósvakamiðlar í Bandaríkjunum
fengu einnig þrjá í einkunn í efna-
hagsþættinum og sagði Sussman
að það væri vegna þess að fjölmiðl-
ar væru að færast á færri hendur,
eigendur þeirra væru valdamiklir
og hagsmunir væru byggðir á því
að halda góðu sambandi við fjár-
mögnunaraðila. Prentmiðlar í
Bandaríkjunum fengu tvo í einkunn
í efnahagsþættinum.
Hins vegar hallaði á Bandaríkja-
menn í kúgunarþættinum, en þar
fékk ísland núll í einkunn. Til þess-
arar kúgunar taldi að blaðamenn
hefðu verið fangelsaðir fyrir að
neita að ljóstra upp um heimilda-
menn sína, eldsprengjum hefði ver-
ið varpað inn á ritstjórnir og blaða-
menn fengið hótanir vegna skrifa
sinna. Einnig taldi Sussman út-
varpsstöð, sem Bandaríkjaher lok-
aði á Haiti: „Við teljum slíkt með,
sama hver tilgangurinn er.“
Athygli vekur að Danmörk, Nor-
eguy og Svíþjóð eru ofar á blaði,
en Island.
„Þessi munur er óverulegur,"
sagði Sussman. „Hér er ekki neitt
eitt atriði, sem skilur að, heldur
þyrfti að bera saman einstök lönd.“
Ástralar og Belgar efstir
Ástralar og Belgar búa við mest
fjölmiðlafrelsi og fengu sjö stig.
Næst koma Bahamaeyjar, Nýja-
Sjáland og Noregur með átta stig,
Danmörk með níu og Lúxemborg,
Svíþjóð og Sviss með tíu. Bandarík-
in og ísland fengu tólf stig. Þess
má geta að af Norðurlöndunum rak
Finnland lestina með fimmtán stig.
Fjölmiðlar búa við mest höft í
Burma, Kúbu, Norður-Kóreu,
Tadjikistan og írak sagði í könnun
Freedom House.
Gatnaframkvæmdir í Reykjavík
Nýjar aðferðir
við merkingar
reyndar í sumar
ATNAMERKING-
I -wr AR í Reykjavík eru
meira og minna
horfnar eftir veturinn og
í sumar er ætlunin að
reyna nýjar og bættar
aðferðir við merkingarnar
sem vonast er til að hafi
í för með sér betri endingu
en verið hefur. Að sögn
Sigurðar I. Skarphéðins-
sonar, gatnamálastjóra,
er annars vegar um að
ræða kaup á mun slit-
sterkari massa en áður
hefur verið notaður, og
eins á að gera tilraun með
notkun plastefnis í stað-
inn fyrir hefðbundna
málningu.
„Þetta er hlutur sem
er að ryðja sér til rúms
víða erlendis og við ætl-
um að gera tilraun í
fyrsta skipti hér með slík efni.
Tilraunin með plastefnið er sam-
eiginleg með Vegagerðinni og
við reiknum með að mála með
þeim um 15 km af línum innan
borgarmarkanna og sjá hvernig
þetta reynist. Þetta er verulega
mikið dýrara en málningin, en á
hins vegar að endast tvöfalt á
við hana.“
- Hvernig kemur gatnakerfið
í Reykjavík undan vetrinum að
þessu sinni?
„Mér finnst gatnakerfið koma
heldur illa undan vetri. Maður
hefur svo sem séð það svartara,
en þetta er ekki gott ástand.
Malbiksviðgerðir eru að fara af
stað og við erum að byija að
skoða hugmyndir að yfírlögum.
Við erum búnir að skoða helstu
umferðargöturnar og þær eru í
frekar slæmu ástandi."
- Hver er helsta ástæða þess?
„Það er tíðarfarið. Það voru
langvarandi kaflar { vetur þar
sem það var mjög snjólétt og
gott færi, og jörð meira og minna
auð. Síðan er auðvitað verulegur
hluti bíla á nöglum, en þegar
þetta fer saman þýðir það aukið
hjólfaraslit. Malbik slitnar vegna
umferðar og síðan hefur það viss-
an líftíma og þá þarf að end-
umýja það, en það er ekki fyrr
en það er orðið mjög götótt eftir
viðgerðir, opið og ljótt. Þá er
skipt um þó slitið sé ekki orðið
mjög rnikið."
- Hver er áætlaður kostnaður
við viðgerðir á gatnakerfinu í
sumar?
„Samkvæmt framkvæmda-
áætlun er gert ráð —____________
fyrir að veija tæplega
200 milljónum króna
til viðhalds á malbiki
í sumar. Varðandi
annað viðhald og
Sigurður I.
Skarphéðinsson
►Sigpirður Ingi Skarphéðins-
son gatnamálasljóri er fæddur
18. mars 1948 á Akureyri. Hann
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1968 og
prófi í byggingaverkfræði frá
Norges Tekniske Hogskole í
Þrándheimi 1974. Sigurður var
verkfræðingur hjá Reykjavík-
urborg frá 1975 til 1980, deild-
arverkfræðingur frá 1980 til
1987, aðstoðargatnamálasljóri
frá 1987 til 1992 og gatnamála-
sljóri frá 1992. Eiginkona Sig-
urðar er Emilía Martinsdóttir
verkfræðingur og eiga þau þrjú
börn.
rekstur gatnakerfisins höfum við
gert heilmikið af viðgerðum á
gangstéttum, og í sumar er reikn-
að með að veija 55 milljónum til
viðhalds á gönguleiðum. Gang-
stíga- og stéttakerfið er víða illa
farið, þannig að það er enginn
hörgull á verkefnum á því sviði. “
— Hvað stendur helst upp úr
varðandi nýframkvæmdir í sum-
ar?
„Mest áberandi framkvæmdin
er auðvitað Höfðabakkabrúin
sem er samstarfsverkefni með
Vegagerðinni sem hefur umsjón
með því. Síðan erum við sjálfir í
miklum holræsaframkvæmdum í
Mýrargötu þar sem við erum að
reisa fyrstu hreinsistöðina. Áætl-
aður kostnaður við holræsaverk-
efnin í heild er 424 milljónir hjá
Reykjavíkurborg og síðan reikn-
um við með að fá 67 milljónir frá
nágrannasveitarfélögunum
vegna þátttöku þeirra. Þá erum
við með framkvæmdir í nýjum
íbúðahverfum í Borgarholti og
Víkurhverfi.
I sumar er svo lögð áhersla á
heilmikla gerð gangstiga og
gönguleiða, og miklar fjárveiting-
ar í því sambandi, eða alls 117
milljónir króna. Þar ber hæst stíg-
inn sem liggur frá Nauthólsvík
meðfram Oskjuhlíðinni. Síðan
verður byggð göngubrú á
Kringlumýrarbraut og svo verður
stígurinn lagður áfram upp allan
Elliðaárdal. Það verður lokið við
þetta verkefni i sumar og þannig
verður komin stígtenging nánast
alveg frá Skjólunum og upp allan
Elliðaárdal. Þetta er feikilega
skemmtilegt verkefni sem þá er
—----------------- gert átak í, en með
Gatnakerfið þessum framkvæmd-
komillaundan hæ&t að fara
vetrinum fiafÞaerssa lel* án hess
að fara nokkru smni
yfir mikla umferðar-
götu. Þetta er stærsta einstaka
framkvæmdin á þessu sviði, en
síðan verðum við með fram-
kvæmdir við það sem kallað hefur
verið innstræti í Austurstræti.
Það er stígurinn framhjá Hressó
þar sem Nýja bíó er fyrir endan-
um, en þama eru skúrar sem
ráðist verður í að rífa alveg á
næstunni. Þarna verður því opnað
í gegn og myndast þá mjög
skemmtileg gönguleið alveg yfir
{ Skólabrú. Hvað aðrar fram-
kvæmdir varðar verður óvenju-
miklu eytt i sumar í aðgerðir til
að auka umferðaröryggi, og eins
er nýr liður sem hefur fengið
sérstaka fjárveitingu, en það eru
endurbætur á aðgengi fatlaðra."