Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 49 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Bj örgunarsveit leitar aðstoðar / Otrúlegt úrval af jakkafötum Öðruvísi efni og öðruvísi snið HANZ KRINGLUNNI SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands undir stjórn Petri Sakari ásamt kór Fjölbrautaskóla Suðurlands. Tónlistaruppeldi - tónlistarkynning 'ptu tækifærið! Frá Hirti Þórarinssyni: GRUNNSKÓLARNIR á Selfossi í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suð- urlands og Tónlistarskóla Árnesinga hafa sl. þijú ár skipulagt og staðið að tónleikahaldi og tónlistaruppeldi meðal nemenda sinna. Þetta er iangtíma viðfangs- efni. Markmiðið er tvíþætt, annars vegar skemmtun á líðandi stundu og hins vegar mótun Hjörtur Þórarinsson framtíðarviðhorfs æskufólks til tón- listar. Á líðandi stund er þetta skemmt- un, fróðleikur og unaður þeirra sem fá þessa upplifun og opinberun á vettvangi tónlistarinnar. Þetta skerp- ir tilfinningu og skilning þess mikla fjölda nemenda sem nýta tómstundir sínar við tónlistariðkun. Jafnframt styrkist og eflist áheyrenda- og aðdá- endahópurinn, sem tónlistarfólkið okkar getur treyst á í framtíðinni. Stór hópur listamanna Sá stóri hópur listamanna sem komið hefur til okkar sl. þrjú ár, hefur lagt grunn að vaxandi hópi áhugasamra og virkra áheyrenda á tónlist. Stærstu og eftirminnilegustu stundirnar hafa verið þau tvö skipti sem Sinfóníuhljómsveitin kom. í fyrravetur náðum við til allra grunn- skólanemenda í Árnessýslu auk grunnskólanemenda á Selfossi. Haldnir voru tvennir nemendatón- leikar um daginn og síðan almennir tónleikar um kvöldið. 3.000 áheyrendur Áheyrendur þennan dag voru um 3.000. Hinn 28. marz sl. kom sinfón- íuhljómsveitin í annað sinn, en vegna þess að kennsla í grunnskólanum var ekki hafín og hafði fallið niður und- anfarnar vikur, tókst ekki að und- irbúa nemendur fyrir þessa tónleika eins og unnið hafði verið að af hálfu flytjenda og stjórnenda. Þess vegna var verkefnavali breytt og framsetn- ing þess bar heitið Almennir fjöl- skyldutónleikar undir stjórn Petri Sakari, kynnir og einleikari var Jón- as Ingimundarson. Jónas brá á leik með sinni tækni og tilfinningu fyrir túlkun á ungversku fantasíunni eftir Franz List. Áður aðstoðaði hann hljómsveitina við að kynna einstök hljóðfæri og hljóðfærafjölskyldur í tónverki B. Britten. Þá söng kór Fjöl- brautaskóla Suðurlands, kórstjóri Jón Ingi Sigurmundsson og ein- söngvari Kristjana Stefánsdóttir. Tvö síðustu verkin sem hljómsveitin flutti voru Dansar úr „Seldu brúðirtni“ eft- ir Bédrich Smetana og Karneval for- leikur eftir Antonin Dvorak. Þakkir og von um endurfundi íþróttahúsið á Selfossi var þétt setið og þétt staðið af fagnaðarsöm- um áheyrendum ungum og öldnum. Miklar þakkir skulu ítrekaðar til allra listamanna er fram hafa komið á þessum þrem árum og von um endurfundi á næstu árum og vissa um vaxandi áhuga unga fólksins á tónlistarupeldi og tónmenningu. HJÖRTUR ÞÓRARINSSON, rekstrarstjóri Tónlistarskóla Árnesinga. Upplýsingar um Intemettengingu við Morgunblaðið VEGNA fynrspurna varðandi Internet-tengingu við Morgun- blaðið, skal eftirfarandi áréttað: Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýs- ingar um blaðið, s.s netföng starfs- manna, upplýsingar um hvemig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á Internetinu Hægt er að nálgast Morgun- blaðið á Internetinu á tvo vegu. Annars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Strengur hf. annast áskriftar- sölu Morgunblaðsins á Internetinu og kostar hún 1.000 krónur. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Internetið noti netfangið: mbl@centrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upplýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir og myndir eins og fram kemur á heimasíðu blaðsins. Mismunandi tengingar við Internet Þeir sem hafa Netseape/Mos- aic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/ Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýsingar með Gopher- forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur vcrið_r*íst. Mótöld Heppilegast er að. nota a.in.k. 14.400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkastaminni mótöld með Gopher-forritinu. Frá Guðnýju Unni Jökulsdóttur: ATBURÐIR vetrarins minntu okkur enn einu sinni á nauðsyn þess að hafa sterkar og vel þjálfaðar björg- unarsveitir. Ef við gleymum því um stund er náttúran viss um að minna okkur fljótlega á það aftur. Þegar á reynir er fjöldi fólks úr Ingólfi, björgunarsveit Slysavarna- félagsins 5 Reykjavík, eins og öðrum björgunarsveitum á landinu, boðinn og búinn að fara hvert á land sem er og hvenær sem er og leggja tals- vert á sig til þess. Þau voru ófá skiptin í vetur sem við aðstoðuðum Reykvíkinga í vondu veðri og ófærð. Fyrst og fremst erum við björgunar- sveit Reykjavíkur þó við sinnum með glöðu geði útköllum hvar sem er á landinu séum við beðin um það. Við erum hluti af almanna- varnaskipulagi borgarinnar og höf- um lagt áherslu á að þjálfa meðlimi í björgunm fólks úr rústum, t.d. eftir jarðskjálfta. Ekki má gleyma stórum hluta starfs okkar sem er björgun og aðstoð á sjó og erum við eina björgunarsveitin í Reykja- vík sem sinnir því. Rekstur björgunarsveita er ekki ódýr, sama hversu mikið reynt er að halda rekstrarkostnaði niðri. Nauðsynlegt er að halda tækjum, bæði farartækjum og smærri bún- aði, í góðu ástandi svo þau séu tilbú- in þegar kallið kemur. Einnig verða félagarnir í sveitinni að kunna á búnaðinn sem kostar bæði tíma og peninga. Annað slagið kemur að þvi að björgunarsveitir leita til fólksins um aðstoð og nú er komið að því. í dag, föstudag, og á morgun, laugar- dag, verður merkjasala Björgunar- sveitar Ingólfs. Þá munu skólabörn ganga í hús í Reykjavík og bjóða merkin á 200 krónur. Það er því ósk okkar að Reykvíkingar taki börnunum vel og kaupi merki. Mun- ið að með því að styrkja björgunar- sveitina ykkar eruð þið að hjálpa okkur að hjálpa öðrum. GUÐNÝ UNNUR JÖKULSDÓTTIR, Björgunarsveit Ingólfs. Lukkuhappdrætti Alþýðuflokksins á Reykjanesi Þann 8. apríl sl. fór fram dráttur hjá sýslumanni Kópavogs í Lukkuhappdrætti Alþýðuflokksins á Reykjanesi. Vinningar komu á eftirtalin númer: Þrjár tölvur Hyundai 466G: 0545 1453 0463 Tíu utanlandsferðir tii Dublin, írlandi: 2171 1608 1925 1920 1738 2538 1930 1758 1165 1483 Fjörutíu vinningar á HM’95, tveir aðgöngumiðar á hvert númer: 1712 1114 2176 1680 2186 2535 1730 2131 2191 1733 1796 1168 1478 1725 1716 2637 1753 2260 0910 2708 1598 0501 0548 0355 2371 1448 2111 3000 1589 2878 2096 2211 2091 1624 0304 0552 2508 2999 1743 0354 Ferðavinningar eru afhentir gegn afhendingu vinningsmiða hjá söluskrifstofu Samvinnuferða/ Landsýnar, Hafnargötu 35, Keflavík, sfmi 92-13400. Miðar á HM’95 verða afhentir gegn framvísun vinningsmiða hjá Alþýðuflokksfélagi Kópavogs, Hamraborg 14a, 2.h. t.h., Kópavogi, s. 91-44700: Föstudag 5. maí nk. kl. 16.00—19.00 og laugardag 6. maí nk. kl. 10.00—13.00. Nánari upplýsingar s.s. um tölvuvinninga vera veittar í s. 91 -44700 á ofan- greindum dögum og timum. Alþýðuflokkurinn á Reykjanesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.