Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 2c LISTIR A rauðum skóm QUO Vadis - hvert ligg’ur leið?, var yfirskrift óvenjulegrar sýn- ingar sem var í St. Mariæ kirkj- unni á Helsingjaeyri í Danmörku fyrir skömmu. Þar sýndi lista- konan Kirsten Dufour 4.000 pör af notuðum skóm, sem raðað var upp eins og á skákborði. Innsetn- ingin var seld í lokin og prýða rauðu skórnir nú heimili víðs vegar um Danmörku. Tímarit • HAUSTIÐ 1994 kom útfyrsta bindi Proxima Thulé en það er nýtt tímarit á sviði norrænna fræða. Er það jafnframt fyrsta tímarit á franskri tungu sem er helgað þessum fræðum. Að út- gáfunni steudur Félag norrænna fræða í Frakklandi, sem hefur aðsetur við Ecole pratique des Hautes Études í París. Ritsljóri tímaritsins er Fran^ois-Xavier Dillmann, en honum til ráðgjafar er fjölmenn ritstjórn sérfræð- inga. I formála að ritinu er greint frátilurð þess. Vorið 1992 stóð École pratique des Hautes Étu- des fyrir nokkrum fræðafundum í tilefni af sýningunni „Les Vik- ings ... Les Scandinaves et „Europe 800- 1200“. Áþessum fundum kom fram sú hugmynd að gefa út tímarit um norræn fræði á frönsku. Proxima Thulé er helgað vísindalegri umfjöllun um forna norræna menningu og sögu, s.s. bókmenntir, rúna- fræði, trú og goðafræði og alla aðra helstu þætti á sviði bók- menntafræði, textafræði, sagn- fræði og fornleifafræði er varða þetta efni. I hveiju bindi er ráð- gert að greinarnar varði einkum tiltekið meginefni. í þessu fyrsta bindi eru átta greinar. Frédéric Durand gefur sögulegt yfirlit um athuganir á óvenjulegum forngrip sem fannst við Uunartoq-fjörð á Grænlandi sumarið 1948. Else Roesdahl fjallar um hringvirkin í Danmörku, þ.e. Trelleborg á Sjálandi, Nonnebakken á Fjóni og Aggersborg og Fyrkat á Jót- landi. Lucien Musset birti ritdóm um bók Niels Lund: De hærger og de brænder, en hún fjallar um samskipti Danmerkur og Englands á víkingaöld. Gillian- Fellows-Jensen birtir grein um norræn örnefni í Normandie. Vladimir Vodoff skrifar um vík- inga á austurvegi. Pirkko-Liisa Lehtosalo-Hilander fjallar um vitnisburð fornleifafræðinnar um skartgripi og klæði frá vík- ingaöld í Finnlandi. Jan Ragnar Hagland segir frá nýlegum upp- götvunum á rúnaristum í Björg- vin og Þrándheimi og túlkun á þeim. Loks er að finna bókfræði- legt yfirlit um norræn fræði síð- ustu ára sem Fran?ois-Xavier Dillmann hefur tekið saman. Nýjar bækur • BARÁTTA um vald. Konur í bæjarsljórn Reykjavíkur 1908- 1922 eftir Auði Styrkársdóttur háskólakennara er komin út. Bókin skiptist í fimm megink- afla, auk formála og samantekt- ar. Fyrsti kafli fjallar um upphaf kvenréttindabaráttu erlendis á 19. öld og stjórnmálaþáttöku kvenna með kvennaframboðum í byijun 20. aldar, bæði hér heima og erlendis. Annar kafli rekur sögu stjórnmálafélaga í Reykjavík í byijun þessarar ald- ar, þátttöku kvenfélaga og fram- Iag til bæjarstjórnarmála og við- horf ráðamanna til stjórnmálaaf- skipta kvenna. I þriðja kafla er greint ítarlega frá framboðum og kosningaúrslitum í Reykjavík á árunum 1908-1918. í fjórða kafa segir frá stefnumálum kvenna í bæjarstjórn. Háskólaútgáfan gefur út. Bók- in er 136 bls. aðlengd ogíhenni eru 12 töflur þar sem m.a. eru sýndar niðurstöður kosninga í Reykjavík. Þar er einnigskrá yfir allar konur er setið hafa í bæjarstjórn, skrá yfir fjölda kvenbæjarfulltrúa flokkanna til þessa dags og ítarleg nafnaskrá. Barátta um vald fæst í flestum bókaverslunum ogkostar 1.790 kr. Háskólaútgáfan sér um dreif- ingu. ------» » ♦------ Listakonur frá Krist- iansand SÝNING á listaverkum eftir norsk- svissnesku listakonuna Ninu Gjest- land og norsk-dönsku listakonuna Ann Rasmussen verður opnuð á laugardag kl. 15 í Heklusalnum á Akureyri. Báðar eru þær búsettar í Krist- iansand og eru þekktar fyrir lista- verk sín í Noregi og þá sérlega fyrir veflistaverk. Þær eiga víða verk í opinberri eigu í Noregi, bæði altaristeppi og annan myndvefnað. Þá sýnir Ann Rasmussen einnig minni verk sín, sem eru útsaumur og málaðar glermyndir, í Gallerí Allrahanda í Listagilinu. Þessar listakonur hafa aðstoðað veflistakonuna Else Maria Jakobs- en sem sýnir verk sín í Listasafni Akureyrar á sama tíma í tilefni Kirkjulistaviku á Akureyri. Allt að 70% afsláttur Mikið úrval af vönduðum skíðabúnaði, útivistarfatnaði, viðlegubúnaði, skíðasamfestingum og mörgu öðru. Það munar um minna þessa dagana. Verið velkomin á bílskúrsdagana 27. apríl - 10. maí *Gegn staðgreiðslu. Póstsendum samdægurs Snorrabraut 60 • Sírni 561 2045 (Peningar eða Debetkort.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.