Morgunblaðið - 05.05.1995, Page 23

Morgunblaðið - 05.05.1995, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 2c LISTIR A rauðum skóm QUO Vadis - hvert ligg’ur leið?, var yfirskrift óvenjulegrar sýn- ingar sem var í St. Mariæ kirkj- unni á Helsingjaeyri í Danmörku fyrir skömmu. Þar sýndi lista- konan Kirsten Dufour 4.000 pör af notuðum skóm, sem raðað var upp eins og á skákborði. Innsetn- ingin var seld í lokin og prýða rauðu skórnir nú heimili víðs vegar um Danmörku. Tímarit • HAUSTIÐ 1994 kom útfyrsta bindi Proxima Thulé en það er nýtt tímarit á sviði norrænna fræða. Er það jafnframt fyrsta tímarit á franskri tungu sem er helgað þessum fræðum. Að út- gáfunni steudur Félag norrænna fræða í Frakklandi, sem hefur aðsetur við Ecole pratique des Hautes Études í París. Ritsljóri tímaritsins er Fran^ois-Xavier Dillmann, en honum til ráðgjafar er fjölmenn ritstjórn sérfræð- inga. I formála að ritinu er greint frátilurð þess. Vorið 1992 stóð École pratique des Hautes Étu- des fyrir nokkrum fræðafundum í tilefni af sýningunni „Les Vik- ings ... Les Scandinaves et „Europe 800- 1200“. Áþessum fundum kom fram sú hugmynd að gefa út tímarit um norræn fræði á frönsku. Proxima Thulé er helgað vísindalegri umfjöllun um forna norræna menningu og sögu, s.s. bókmenntir, rúna- fræði, trú og goðafræði og alla aðra helstu þætti á sviði bók- menntafræði, textafræði, sagn- fræði og fornleifafræði er varða þetta efni. I hveiju bindi er ráð- gert að greinarnar varði einkum tiltekið meginefni. í þessu fyrsta bindi eru átta greinar. Frédéric Durand gefur sögulegt yfirlit um athuganir á óvenjulegum forngrip sem fannst við Uunartoq-fjörð á Grænlandi sumarið 1948. Else Roesdahl fjallar um hringvirkin í Danmörku, þ.e. Trelleborg á Sjálandi, Nonnebakken á Fjóni og Aggersborg og Fyrkat á Jót- landi. Lucien Musset birti ritdóm um bók Niels Lund: De hærger og de brænder, en hún fjallar um samskipti Danmerkur og Englands á víkingaöld. Gillian- Fellows-Jensen birtir grein um norræn örnefni í Normandie. Vladimir Vodoff skrifar um vík- inga á austurvegi. Pirkko-Liisa Lehtosalo-Hilander fjallar um vitnisburð fornleifafræðinnar um skartgripi og klæði frá vík- ingaöld í Finnlandi. Jan Ragnar Hagland segir frá nýlegum upp- götvunum á rúnaristum í Björg- vin og Þrándheimi og túlkun á þeim. Loks er að finna bókfræði- legt yfirlit um norræn fræði síð- ustu ára sem Fran?ois-Xavier Dillmann hefur tekið saman. Nýjar bækur • BARÁTTA um vald. Konur í bæjarsljórn Reykjavíkur 1908- 1922 eftir Auði Styrkársdóttur háskólakennara er komin út. Bókin skiptist í fimm megink- afla, auk formála og samantekt- ar. Fyrsti kafli fjallar um upphaf kvenréttindabaráttu erlendis á 19. öld og stjórnmálaþáttöku kvenna með kvennaframboðum í byijun 20. aldar, bæði hér heima og erlendis. Annar kafli rekur sögu stjórnmálafélaga í Reykjavík í byijun þessarar ald- ar, þátttöku kvenfélaga og fram- Iag til bæjarstjórnarmála og við- horf ráðamanna til stjórnmálaaf- skipta kvenna. I þriðja kafla er greint ítarlega frá framboðum og kosningaúrslitum í Reykjavík á árunum 1908-1918. í fjórða kafa segir frá stefnumálum kvenna í bæjarstjórn. Háskólaútgáfan gefur út. Bók- in er 136 bls. aðlengd ogíhenni eru 12 töflur þar sem m.a. eru sýndar niðurstöður kosninga í Reykjavík. Þar er einnigskrá yfir allar konur er setið hafa í bæjarstjórn, skrá yfir fjölda kvenbæjarfulltrúa flokkanna til þessa dags og ítarleg nafnaskrá. Barátta um vald fæst í flestum bókaverslunum ogkostar 1.790 kr. Háskólaútgáfan sér um dreif- ingu. ------» » ♦------ Listakonur frá Krist- iansand SÝNING á listaverkum eftir norsk- svissnesku listakonuna Ninu Gjest- land og norsk-dönsku listakonuna Ann Rasmussen verður opnuð á laugardag kl. 15 í Heklusalnum á Akureyri. Báðar eru þær búsettar í Krist- iansand og eru þekktar fyrir lista- verk sín í Noregi og þá sérlega fyrir veflistaverk. Þær eiga víða verk í opinberri eigu í Noregi, bæði altaristeppi og annan myndvefnað. Þá sýnir Ann Rasmussen einnig minni verk sín, sem eru útsaumur og málaðar glermyndir, í Gallerí Allrahanda í Listagilinu. Þessar listakonur hafa aðstoðað veflistakonuna Else Maria Jakobs- en sem sýnir verk sín í Listasafni Akureyrar á sama tíma í tilefni Kirkjulistaviku á Akureyri. Allt að 70% afsláttur Mikið úrval af vönduðum skíðabúnaði, útivistarfatnaði, viðlegubúnaði, skíðasamfestingum og mörgu öðru. Það munar um minna þessa dagana. Verið velkomin á bílskúrsdagana 27. apríl - 10. maí *Gegn staðgreiðslu. Póstsendum samdægurs Snorrabraut 60 • Sírni 561 2045 (Peningar eða Debetkort.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.