Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 9 FRÉTTIR Nýjar reglur um hættumat vegna snjófióða væntanlegar í lok mánaðarins 275 hús í Neskaupstað eru innan hættusvæðis SAMKVÆMT snjóflóðahættumati sem gert hefur verið fyrir Neskaup- stað eru 275 húseignir í bænum innan skilgreinds hættusvæðis og er brunabótamat eignanna um 4,5 milljarðar króna. Aætlað er sam- kvæmt nýjum tillögum um snjó- flóðavamir fyrir ofan bæinn að kostnaður við þær verði um 600 milljónir króna, en þar af þarf bæj- arfélagið að greiða 60 milljónir króna. Þetta kom fram í erindi sem Guðmundur Bjamason, bæjarstjóri í Neskaupstað, flutti á ráðstefnu um byggð og snjóflóð sem haldin var á vegum Verkfræðingafélags íslands og Byggingaþjónustunnar í Ráð- stefnumiðstöðinni Borgartúni 6 í gær. Guðmundur sagði að hættumatið, sem gert var 1992, hefði ekki verið kynnt formlega fýrir íbúum Nes- kaupstaðar þar sem beðið hefði ver- ið eftir að nýtt mat kæmi í sam- ræmi við endurskoðaða reglugerð um gerð hættumats. Hann sagði að íbúum bæjarins yrði kynnt hættu- matið í sumar og drög að snjóflóða- vörnum sem byggjast á netum og jarðvegskeilum. Hann sagði að reiknað væri með að leggja tvær milljónir á ári til snjóflóðavarna á móti 18 milljónum úr Ofanflóða- sjóði. „Við erum ekki bjartsýnni en það að framlagið verði svona 20 milljón- ir á ári til Neskaupstaðar í snjóflóða- vamir. Það þýddi að við gætum klár- að þetta á 30 árum, og það er kannski ekki of langur tími til að ganga fyrir snjóflóðavörnum fyrir svona byggðarlag, sérstaklega ef keypt eru hús þama að hluta,“ sagði hann. I máli Guðjóns Petersen, fram- kvæmdastjóra Almannavarna ríkis- ins, kom fram að um 800 hús eru innan þeirra snjóflóðahættusvæða sem skilgreind eru á landinu í dag eða vitað er að lenda innan hættu- svæða samkvæmt nýjum reglum um hættumat sem tilbúnar verða í lok þessa mánaðar. Samkvæmt þeim verður heimilt að nota gerð fleiri en eins reiknilíkans við gerð hættu- mats, og við bætast ákveðin svæði sem hugsanlega verður heimilt að nýta með vissum skilyrðum, og reynt verður að taka á mati um lík- legan endurkomutíma snjóflóða inn- an viðkomandi svæða. Tilkynningar borist um 32 snjóflóð á mannvirki og menn Jón Gunnar Egilsson, tæknifræð- . ingur hjá snjóflóðavörnum Veður- stofu íslands, flutti erindi á ráð- stefnunni um eðli og orsakir snjó- flóða og í því kom fram að tilkynn- ingar hafa borist Veðurstofunni um 32 snjóflóð sem fallið hefðu síðast- liðinn vetur og lent hefðu á mann- virkjum og/eða fólk hefði lent í. Við nánari skoðun snjóflóðanna hefði m.a. komið í ljós að flest þeirra hefðu fallið af náttúrulegum orsök- um, en öðrum hefðu menn komið sjálfir af stað. Flest þeirra hefðu fallið í því sem kalla mætti snjó- flóðaveður og þijú flóðanna hefðu farið út fyrir mörk útreiknaðra og samþykktra hættusvæða. Jón Gunnar sagði að sökum anna í vetur hefðu starfsmenn snjóflóða- varna og annarra deilda Veðurstof- unnar ekki haft tíma til að vinna úr nema litlum hluta þeirra gagna sem safnast hefðu saman, en þó væri komið í ljós að í vetur hefði norðaustanátt verið óvenju algeng og lítil hlé milli áhlaupa. Þá hafi verið kaldara en venjulega yfir vetr- armánuðina og lítið um hlákur. Hann sagði að úrvinnsla og rann- sóknir á gögnum vetrarins væru þó óðum að fara í gang og fróðlegt væri að sjá hvað út úr þeim kemur og þá sérstaklega nánari greiningu á veðri vetrarins. „Síðustu mánuðir hafa verið mjög óvenjulegir hvað snjóflóð varðar og kostað okkur alltof miklar fórnir. Það hlýtur að vera skýlaus krafa að þessir atburðir verði teknir sem aðvörun fyrir framtíðina og að menn læri af þessu, en geri ekki sömu mistökin oftar. Það er hægt ef vilj- inn er fyrir hendi,“ sagði Jón Gunn- ar. Viðlagatrygging hefur greitt 400 milljónir á 13 árum I erindi Ama Jónssonar verk- fræðings um afleiðingar og áhrif snjóflóða og varnir gegn þeim kom fram að frá árinu 1982 til apríl 1995 væri upphæð greiddra tjóna- bóta frá Viðlagatryggingu íslands í heild rúmar 400 milljónir króna á núvirði, og þar af væru um 200 milljónir króna vegna atburðanna síðastliðinn vetur. Enn þann dag í dag hefðu þó ekki öll tjón verið gerð upp. Arni sagði að svo virtist sem ekki hefði verið haldið sérstaklega utan um kostnað almennra tryggingafé- laga vegna snjóflóða, en þau greiða fyrir tjón á skipum, bílum, og bátum og rekstrarstöðvun ef tryggt er fyr- ir slíku. Líftryggingafélög greiða fyrir manntjón ef viðkomandi eru líftryggðir, en af þeim 15 íslending- um sem létust af völdum snjóflóða í vetur voru aðeins tveir líftryggðir. I erindi sem Karstein Lied, yfir- maður snóflóðadeildar norsku jarð- tæknistofnunarinnar, flutti á ráð- stefnunni kom fram að í Noregi berast árlega um 2.000 tilkynningar um snjóflóð af einhveiju tagi, og að meðaltali væri 13. hvert ár mik- ið snjóflóðaár þar í landi. Að meðal- tali yrðu 10-20 dauðsföll árlega af völdum snjóflóða og væri þar aðal- lega um skíðamenn að ræða. Árlega eyðilegðust að meðaltali 39 hús og væru fjallakofar þar í vaxandi meiri- hluta. Karstein Lied sagði að með tilliti til gerðar hættumats hefði verið lögð á það áhersla að búa til líkön sem segðu til um lengd snjóflóða á við- komandi stöðum, en því miður hefði nákvæmni þeirra ekki reynst meiri en svo að það skakkaði 100 metrum til eða frá. Framundan að setja reglur um kaup á húseignum Guðmundur Bjarnason, umhverf- isráðherra, sagði í ávarpi við setn- ingu ráðstefnunnar að það væri brýnt verkefni stjórnvalda að efla undirstöðuþekkingu varðandi snjó- flóð og snjóflóðavamir hér á landi, styrkja grunnrannsóknir og skoða forvarnir frá öllum hliðum. Sér hefði verið það sérstakt ánægjuefni að fyrsta mál hans á fyrsta fundi nýrr- ar ríkisstjórnar hefði verið að mæla fyrir og fá samþykkt að efla starf- semi Veðurstofu íslands á sviði rannsókna, snjóflóðavarna og hættumats. Veðurstofan lagði til að ráðnir yrðu tveir sérfræðingar er sinntu snjóflóðaverkefnum m.a. til að efla eftirlit og ráðgjöf, auk þess sem nauðsynlegt væri talið að setja upp sameiginlegan gagnagrunn snjó- flóða og veðurs. Sagði Guðmundur að um væri að ræða 9 milljóna króna framlag á þessu ári og tryggingu fyrir fjárveitingum til áframhald- andi starfs. Guðmundur sagði að það vanda- sama verkefni væri nú framundan að setja reglur um kaup á húseign- um á hættusvæðum í stað annarra varnaraðgerða sem ofanflóðasjóður íjármagnar að hluta eða öllu leyti. „Með breytingunum sem sam- þykktar voru í vetur á lögunum um snjóflóð og skriðuföll var þetta heimilað, og því er brýnt að kveða nánar á um það með hvaða skilyrð- um unnt sé að fara í húsakaup í stað annarra varnaraðgerða,“ sagði hann. Fyrsta Ford-sýn- ing Brim- borgar hf. BRIMBORG sýnir um helgina Ford í fyrsta skipti sem nýr um- boðsmaður Ford á íslandi. Lögð verður megináhersla á Ford Esc- ort, Ford Mondeo og Ford Escort Van á þessari fyrstu sýningu. Sýn- ingin verður um næstu helgi og er opið frá kl. 12-17 á laugardag og frá kl. 13-17 á sunnudag. Ford Escort er nýr og gjör- breyttur frá fyrri gerð. Hann er fáanlegur í þrennra dyra, fernra dyra, fimm dyra og langbaksút- færslum. Ford Escort er meðal mest seldu bíla í sínum stærðar- flokki í Evrópu og á eflaust eftir að blanda sér í toppbaráttuna hér á landi. Ford Escort verður boðinn á betra verði en evrópskir og jap- anskir keppinautar og einnig betur búinn en þeir. Escort verður boð- inn á verði frá kr. 1.138.000 kr. Ford Mondeo Ford Mondeo var valinn bíll ársins í Evrópu 1994 og hefur fengið frábæra dóma víðsvegar um heiminn. Brimborg býður Mondeo á betra verði en áður og einnig verður kynnt ný útfærsla með 1,8 lítra vél en 2,0 lítra vélin verður fáanleg áfram. Mondeo fæst fernra dyra, fímm dyra og í langbaksútfærslu. Mondeo verður boðinn á verði frá kr. 1.648.000 kr. á götuna. Ford Escort Van er sendibíll af minni gerð og er byggður á Esc- ort fólksbílnum. Flutningsrými er það stærsta í þessum flokki sendi- bíla og er mjög aðgengilegt. Esc- ort Van verður boðinn á götuna á 998.000 kr. án virðisaukaskatts. Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 73 milljónir Vikuna 27. apríl til 3. maí voru samtals 73.227.753 kr. greiddar út í happdrættisvéium um allt land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staður: Upphæö kr.: 27. apríl Blásteinn 166.728 28. apríl Mamma Rósa, Kópavogi.. 84.173 28. apríl Rauöa Ijóniö 70.037 28. apríl Pizza 67, Hafnarfirði 122.012 29. apríl Mónakó 71.265 30. apríl Sjallinn, ísafiröi 157.539 1. maí Háspenna, Hafnarstræti... 148.696 1. maí Mamma Rósa, Kópavogi.. 78.405 3. maí Háspenna, Laugavegi 53.306 3. maí Háspenna, Hafnarstræti... 358.612 3. maí Mamma Rósa, Kópavogi.. 100.913 Staöa Gullpottsins 4. maí, kl. 11:00 var 5.674.215 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir f 2.000.000 kr. og hækka síöan jafnt og þétt þar tii þeir detta. Franskar dragtir og kjólar með stuttum jökkum - Verið velkomin - TESS neðst við Dunhaga, sími622230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. Skyrtur og bindi í miklu úrvali BOSS HUGO BOSS (ilORGIO \RMAM * Sœvar Karl Olason Bankastræti 9, sími 551-3470. Herraskór, reimaðir Herra mokkasínur Verð: Kr. 3.990,- Verð: kr. 3.790,- Opiökl. 12-18.30 Laugard. kl. 10-16 Sími S81 1290. Sendum í póstkröfu. ÞOllPII) BORGARKRINGLUNNI ítalskir leðurskór með „Luftpolster-“ sóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.