Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMIIMGAR + Gunnar Öm var fæddur 12. jan- úar 1974. Hann lést af slysförum 28. apríl sl. Foreldrar hans voru Kristín Guðmundsdóttir og William Þór Dison. Foreldrar Kristínar voru Guðmundur Jónasson bifreiða- stjóri, frá Múla í Línakradal og Stefanía Eðvarðs- dóttir húsmóðir, frá Helgavatni í Vatnsd- al. Þau létust bæði árið 1985. Móðir Williams Þórs er Þórunn Ingimarsdóttir fyrr- um bankastarfsmaður frá Laugarási í Reykjavik. Systkini Gunnars eru Eðvarð Þór, fædd- ur 1. febrúar 1970, og Stefanía Sif, dædd 26. júlí 1975. Unnusta Eðvarðs Þórs er Margrét Sigrún Þorsteinsdóttir. Gunnar Örn verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. HANN Gunnar Örn er farinn á vit meira spennandi ævintýra en þessi heimur getur boðið upp á. Gunnar Örn lifði hratt og gerði flest það sem honum datt í hug. Hann var keppnismaður mikill og alltaf óragur við keppni hvort sem var á skíðum, hestum eða vélsleðum en það var nýjasta dellan hjá honum. Þetta keppnistímabil var hans fyrsta og var hann „bjartasta vonin“ að sögn þeirra er til þekktu og hafði gengið mjög vel í vetur. Allt í einu kom kallið stóra, honum var falið mikilvægara hlutverk á öðrum stað. Staðreynd sem við hin verðum að læra að lifa með og horf- ast í augu við. Sorg er ekki eitthvað sem líður hjá, hún varir að eilífu í hjörtum okkar. Gaidurinn^er sá að við lærum að lifa með sorginni og takast á við hana, en allt tekur sinn tíma. Fyrstu kynni mín af Gunnari Erni voru þegar við vorum krakkar í Garðabænum. Ég bjó í næsta lundi við þau systkinin og samgangurinn var þó nokkur. En svo kynntist ég fjölskyldunni aftur haustið 1989. Ég man hvað ég var feimin að koma aftur í Víðilundinn. Nú var ég orðin kærasta stóra bróður Gunnars og Stefaníu, krakkanna sem ég hafði verið að leika mér með í gamla daga. Heimurinn er svo lítill og tilviljanirn- ar svo margar. Gunnar Órn var einstaklega barn- góður og hjálpsamur. Minnisstæðast er auðvitað þegar við Eðvarð fluttum sl. haust. Þá var Gunnar Örn manna fyrstur til að bjóða fram aðstoð sína, ég held hann hafí helst viljað pakka fyrir bróður sinn, honum fannst þetta ganga svo hægt hjá honum. Gunnar sá nefnilega loksins fram á það að komast í stærra herbergi og vera meira út af fyrir sig. Nokkuð sem hann hafði dreymt um lengi. Þær eru ófár stundirnar sem ég átti með Gunnari Erni í vetur, því ég gat orðið stillt klukkuna eftir honum. Hálftíu mætti hann í morg- unmat til mín og þá var mikið spjall- að um heima og geima eins og hon- um einum var lagið. í dag kveðjum við drenginn okk- ar. Minning hans lifir í hugum okkar og Guð mun gefa okkur syrk í þess- ari erfiðu raun. Þó að kali heitur hver hylji dali jökull ber steinar tali og alit hvað er aldrei skal ég gleyma þér. ' (Vatnsenda-Rósa) Margrét Sigrún Þorsteinsdóttir. Það hefur oft verið sagt að lífið sé hverfult. Aldrei hefur mér orðið þýðing þessara orða jafn ljós og síð- astliðinn föstudag er mér var til- kynnt að frændi minn Gunnar Örn hefði látist af slysförum. Það er óskiljanlegt að ungur maður eins og hann eigi ekki eftir að fylgja okkur lengur á lífsbrautinni. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar tíðindi sem þessi berast. Strax í æsku var Gunnar Öm at- orkumikill drengur, hann fór ungur í sveit að Skarði í Landssveit og undi hann hag sín- um vel í sveitinni, enda nóg að gera fyrir ork- umikla drengi á stóm býli. Þekking hans á sveitastörfum kom honum síðar vel, er hann dvaldi sumarlangt á búgarði hér í Þýskalandi árið 1992. Eina helgina þetta sumar brá hann sér í heimsókn til mín suður til Augsburg og er þessi helgi mér að mörgu leyti minnisstæð, enda skemmtum við okkur vel. Við brugð- um okkur að sjálfsögðu út á lífið eins og kallað er, en tækifæri til þess höfðu víst ekki verið mörg í sveitinni þetta sumarið. Er heim var komið ákváðum við að fá okkur pönnukökur að íslenskum sið. Þegar gestgjafinn dró fram nýkeyptan raf- magnshandþeytara með nokkru stolti til þess að hræra deigið þótti Gunnari Erni nú tími til kominn að taka matseldina í sínar hendur, raf- magnstæki væri óþarfi í svona smá- ræði. Ekki mátti heyrast að gerðar yrðu þunnar pönnukökur, heldur átti pannan að vera barmafull af deigi svo þær yrðu nú vel matmikl- ar. Það er náttúrlega ekki að því að spyija að þetta urðu bestu pönnu- kökur sem ég hef smakkað. Margar fleiri skemmtilegar minningar koma upp í hugann þegar hugsað er til Gunnars Arnar, þótt þær verði ekki settar hér á blað. Elsku Kristín, Willi, Eðvarð, Stef- anía, Þórunn og Sigrún, guð blessi ykkur og styrki á þessum erfíðu tím- um. Þótt ævi Gunnars Arnar hafí verið stutt mun minningin um þenn- an væna dreng lengi lifa. Árni Gunnarsson, Miinchen, Þýskalandi. Elsku frændi. Mig langar að kveðja þig með nokkrum fátæklegum orðum. Vegir Guðs eru órannsakanlegir og erfítt er að skilja þegar ungur maður er hrifinn brott í blóma lífs- ins. Guð hlýtur að ætla þér stærra hlutverk hinum megin. Og við sem erum hérna ennþá vitum að afi okk- ar og amma hafa tekið vel á móti þér. Ég var átta ára þegar þú fæddist og mér fannst það stórmerkilegt. Þú varst fyrsta barnið sem ég fékk að skipta á. Það fannst mér mikill heiður. Skírnardeginum þínum man ég líka vel eftir, sólbjartur dagur í Garðakirkju. í jólaboðum hjá Dúfu ömmu á Miklubrautinni gast þú svo sannar- lega hieypt fjöri í hópinn og strítt okkur eldri frændsystkinunum. Kinningabrotin eru svo mörg, þau geymum við öll í hjarta okkar og þar lifír þú áfram. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ijúfu og hljóðu kynni af alíiug þökkum vér. s Þinn kærleikur i verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Davíð Stefánsson) Elsku Kristín, Willi, Eðvarð, Sig- rún, Stefanía, Björn, Þórunn óg aðr- ir ástvinir, ég vil biðja almáttugan Guð að gefa okkur styrk og þrek í þessari miklu sorg. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfír storð þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir) Blessuð sé minning þín. Guðrún Gunnarsdóttir og fjölskylda. Hann Gunnar Öm er dáinn, farinn frá okkur, elskulegi frændinn okkar, sem var samt bara 21 árs. Við stönd- um eftir með svo mikla sorg í hjört- um og reynum að skilja tilgang þess að svona ungum og lífsglöðum dreng skyldi ekki auðnast að vera lengur hjá fjölskyldu sinni og vinunum öll- um. Við sem höfum fylgst með honum alla tíð, munum svo vel litla strákinn sem endalaust kom okkur á óvart með uppátækjum sínum, stóra strák- inn sem var svolítill gaur og þurfti stundum að taka spor í sár hér og þar þegar kappið hafði verið of mik- ið. Duglega keppnisstrákinn sem vann ótal verðlaun bæði í skíða- keppni og eins fyrir hestamennsku þegar hann dvaldi í sveitinni hjá vin- um sínum á Skarði í Landsveit. Og unga manninn sem var kominn með meirapróf og frænka gamla átti bágt með að skilja að það væri rétt að hann Gunnar Örn væri orðinn svona gamall að hann gæti keyrt stóran farþegabíl. Og nú í vetur fór hann að taka þátt í keppni á vélsleðanum sínum og var þegar búinn að vinna til verð- launa. Hann sem var svo kátur þegar hann var að fara til Akureyrar til að taka þátt í véisleðakeppni og síð- an svo skyndilega var lífí hans hér lokið. Það er erfítt fyrir litlu frændurna að skilja að Gunnar Örn, stóri góði frændinn, sé dáinn, en Gunnar Óm var alveg einstaklega barngóður. Við verðum að trúa því að hans hafi beðið annað og meira verkefni að vinna. Við vitum líka að nú er hann hjá ömmu og afa sem þótti svo vænt um strákinn sinn. Hann kallar ekki framar sæl frænka mín eins og hann gerði allt- af svo hressilega þegar hann gekk fram hjá skrifstofunni minni en ein- mitt þannig ætla ég að muna hann brosandi og glaðan. Guð geymi strákinn okkar. Signý Guðmundsdóttir. Borinn er til hinstu hvílu í dag, frændi okkar og vinur, Gunnar Örn Williamsson. Það var á björtum vor- degi þegar sólin skartaði sínu feg- ursta að fregnin um að hann Gunn- ar Örn væri látinn barst okkur til eyma. Skyndilega var sem ský drægi fyrir sólu og það var myrkur í hug- um okkar. Maður spurði sig hvernig það mætti vera að drengur svo heil- brigður og hress væri nú frá okkur tekinn í blóma lífs síns. En þá rann sú blákalda staðreynd upp fyrir okkur að allt er í heiminum hverfult og svo er um okkur menn- ina líka. Gunnar Öm var alltaf þrótt- mikill og hafði ætíð nóg fyrir stafni. Hann varð snemma góður skíðamað- ur og þau voru ekki fá verðlaunin sem hann sópaði til sín á unglingsár- unum í skíðaíþróttinni. Seinna kynntist hann vélsleðaíþróttinni og það var ekki að sökum að spyrja að þar varð hann fljótt í fremstu röð. Alltaf naut hann dyggrar aðstoðar og stuðnings foreldra sinns og systk- ina við það sem hann tók sér fyrir hendur og er vart hægt að hugsa sér samhentari fjölskyldu. Eftir að hafa dvalist erlendis meira og minna í fjögur ár vom kynni okkar við Gunnar Örn að endurnýjast og styrkjast síðasta árið. Hann hafði svo einstaklega gott lag á bömum og var alltaf svo léttur og kátur. Það var því ekki auðvelt að útskýra fyrir Jónasi litla að frændi hans, sem hann hafði svo mikið dálæti á, væri látinn. Missir okkar og söknuður er nánast óbærilegur en eftir lifir minn- ingin um góðan dreng. Elsku Wiili, Kristín, Eðvarð og Stefanía, á sama hátt og Gunnari Erni tókst að taka hveiju sem að höndum bar með jafnaðargeði og æðruleysi, mun ykkur takast að vinna á sorginni með samheldni og viljastyrk. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur á þess- um erfíðu tímum. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (V atnsenda-Rósa) Stefán, Eyrún, Jónas og Signý. Föstudagurinn 28. apríl mun seint gleymast. Þá fengum við þær hræði- legu fréttir að besti vinur okkar Gunni væri fallinn frá. Fréttin kom sem þruma úr heiðskíru lofti og átt- um við bágt með að trúa þessu og á þessi atburður eftir að lifa með okkur um ókomna tíð. Svona hrika- legir atburðir vekja óneitanlega spurningar sem aldrei verður svarað og það eina sem maður getur er að halda lífinu áfram jákvæður. Leiðir okkar lágu saman þegar við vorum að æfa skíði hjá skíða- deild Armanns, um tíu ára aldurinn. A þessurn aldri kom Gunni okkur þannig fyrir sjónir að ekkert biti á hann. Hann var án efa konungur deildarinnar, en það tók ekki langan tíma að komast inn fyrir skelina og fljótlega vorum við orðnir bestu vin- ir. Margar af okkar bestu minning- um sækjum við í Bláfjöllin sem og í keppnisferðir sem við fórum og tengist Gunni þá óneitanlega aðal- hlutverkinu í einu og öllu, því að uppátækin hjá einum manni voru engu lík enda Gunni gjörsamlega óútreiknanlegur. Um bílprófsaldur- inn fór hugur okkar að leita annað og þótt við værum hættir að æfa skíði hélst vinskapurinn og styrktist sem á leið. Við fórum allir í fram- haldsskóla, við í bóknám en Gunni í iðnnám. Gunni eirði sér ekkert allt of lengi í skólanum því að lífskraftur- inn var svo mikill og áhugamálin mörg. Upp úr þessu fór Gunni að vinna á ýmsum stöðum allt frá því að mála biðskyldulínur upp í að baka brauð. Á þeim tíma átti bíladellan hug hans allan og er ekki hægt að segja annað en að ófáar glæsikerr- urnar hafí staldrað við í Víðilundin- um. Einnig hafði hann mjög gaman af því að kynna sér hegðun manns- ins og fóru flest allar mannlífskann- anirnar fram á skemmtistöðum borgarinnar. Upp á síðkastið átti svo sleðasportið hug hans allan, en í vetur bytjaði_Jiann fyrst að keppa og það með mjög góðum árangri, enda keppnisskapið óbilandi. Upp úr krafsinu hafði svo nokkrar medal- íur og tvær „dollur“ en það var hans skilgreining á verðlaunabikurum. Er óhætt að segja að Gunni hafi verið langhressastur af okkur öllum og það var ósjaldan sem hann fékk „slakaðu aðeins á“ þegar hann var að reyna að fá mann útúr húsinu, enda Gunni ekki týpan sem maður sér leggja kapal í rólegheitunum. Svo mikill var lífskrafturinn að oft fannst okkur hinum nóg um. Gunni var eins mikill og góður vinur og hugsast getur og náði vinskapurinn út fyrir allt og alla. Gunni hafði sín- ar ákveðnu skoðanir á hlutunum og fengum við vinirnir því óspart að heyra það ef honum mislíkaði það sem við vorum að gera, enda var Gunni með afbrigðum hreinskilinn. Að eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öilum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) I dag er komið að því að kveðja góðan vin. Við siík tímamót veltir maður fyrir sér hvers vegna Gunni fékk kallið svona snemma, en það hlýtur að vera satt sem þeir segja að þeir bestu fari fyrstir. Það sem situr eftir er minningin og ótrúleg tómleikakennd en við getum huggað okkur við að h'ann er nú á góðum stað og líður vel. Elsku Kristín, Willi, Eddi, Stefan- ía, Þórunn og Sigrún, við færum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð veri með ykkur í sorg- inni og gefi ykkur styrk til að tak- ast á við það sem framtíðin ber í skauti sér. Elsku Gunni, við eigum eftir að sakna þín sárt og þú munt alltaf lifa í minningu okkar. Hvíl í friði. Þínir vinir, Davíð, Haraldur og Pétur. Hún er konan, sem kyrrlátust fer og kemur þá minnst þig varir og les úr andvaka augum þér hvert angur, sem til þín starir. Og hún er þögul og ávallt ein og á ekki samleið með neinum. GUNNAR ÖRN WILLIAMSSON Því hún er sorgin, sem sefar hvert mein, og sífellt leitar að einum. (Tómas Guðmundsson.) Það voru sorgarfréttir sem Kristín færði mér á tvítugsafmælisdaginn minn 28. apríl síðastliðinn, að Gunn- ar Örn væri látinn. Það var mikið áfall að missa svo góðan vin sem Gunnar var. Ég kynntist Gunnari fyrir um það bil níu árum er ég hóf að æfa skíði hjá skíðadeiid Ármanns. Við urðum strax ágætis félagar sem betur fer, því upp frá því áttu leiðir okkar eft- ir að liggja mikið saman, hvort sem var með hinum strákunum, Stefaníu eða jafnvel með stelpunum f bekkn- um. Það var sama hvar maður var með Gunnari, í kringum hann var alltaf eitthvað að gerast og yfírleitt mikið fjör. Gunnar Örn var afskap- lega hress og myndarlegur strákur og það var ávallt gaman að fara með honum að skemmta sér því maður vissi aldrei upp á hveiju hann tæki. Ég man að það var ósjaldan að ég var í bænum að kvöldi til með vinkonum mínum að hann birtist með eitthvert skemmtilegt uppá- tæki. Margar góðar minningar um Gunnar rifjast upp fyrir mér þegar ég lít til baka, en á minni stuttu ævi hef ég aldrei kynnst jafn lífs- glöðum manni og Gunnar var. Hans ferðalag hér á jörðu var allt of stutt, en vegna þeirrar lífsgleði sem hann bjó yfir og hve kraftmikill hann var held ég að hann hafí gert jafn mik- ið og jafnvel meira en margir gera á langri ævi. Ég átti því láni að fagna að fá að kynnast honum og eiga með hon- um góðar stundir. Þannig minnist ég hans með miklum söknuði og ég veit að hann skilur eftir skarð í lífi flestra sem þekktu hann, sem erfitt verður að fylla. Það verður skrítið að hringja í Víðilundinn án þess að lenda á löngu snakki við Gunnar. Það verður erfitt að halda áfram ferðalagi lífsins eftir að hafa misst svo góðan vin sem Gunnar var, en við varðveitum minningarnar um hann í bijósti okkar. Við verðum þó að halda ferðalaginu áfram glöð og dugleg, svo við getum sagt honum frá því sem á daga okkar hefur drif- ið er við hittumst fyrir hinum megin. Nú er ferðalag hans að baki og eftir lifa minningar um góðan pilt. Blessuð sé minning vinar míns. Elsku Kristín, Willi, Eðvarð, Stef- anía og Þórunn. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi Guð styrkja ykkur og leiða í gegnum þennan erfiða kafla lífsins. Guðrún Jóhanna Georgsdóttir. Það var í vor að Gunnar Örn sagði mér frá því að hann hugðist taka þátt í vélsleðakeppni í vetur. Hann var alltaf að bralla eitthvað sem vakti áhuga minn á að fylgjast með og eins var það með vélsleðamennsk- una. Um leið og fyrstu snjóar féllu voru Gunnar Örn og hans félagi mættir til fjalla í nágrenni við bæ- inn, en þar stunduðu þeir félagarnir sínar íþróttir. Oft hittumst við við Litlu kaffístofuna en þar lögðu Gunnar Örn og félagar ávallt upp. Ég er nokkrum árum eldri en Gunn- ar Örn og félagar og hélt mér leyfð- ist að gefa þéssum ungu mönnum góð ráð. Eitt skipti sem við hittumst var ég að skammast yfír því að hann væri ekki með kompás með sér en í næsta skipti á eftir sem við rák- umst saman á fjöllum sýndi hann mér áttavitann að hann væri með- ferðis og ekki laust við að það væri smá stríðnisglott á bakvið hjálminn. Hann tók sportið alvarlega, stundaði æfingar af kappi, fór vel með vélsleð- ann og var varkár. Hann setti mark- ið hátt eins og tvö af mótum vetrar- ins bera vitni um en þar skipaði hann sér í efstu sæti. Þarna var á ferðinni efnilegur drengur. En að það skyldi enda svona. Maður fyllist reiði, sorg og söknuði í senn og spyr sjálfan sig af hveiju hendir þetta ungan og efnilegan mann sem lífíð blasti við. En engin svör fást. í dag kveðjum við Gunnar Örn Williamsson með söknuði og þökkum um leið fyrir þær stundir þegar leið- ir okkar lágu saman. Kristín, Willi, Stefanía, Eddi, Sig-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.