Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Málverkasýning- Sigrúnar Eldjárn í Norræna húsinu Ahrif, hugmynd- ir og tilfinningar Morgunblaðið/Þorkell „MYNDIRNAR eru ekki þrungnar af táknum og boðskap," seg- ir Sigrún Eldjárn um verkin á sýningunni í Norræna húsinu. „ÉG HEF mikla þörf fyrir að búa til myndir og það sem mér finnst skipta einna mestu máli í myndlist- inni er að reyna að vera sjálfri mér trú og þróa áfram vinnu mína en eltast ekki við línur sem aðrir leggja,“ segir Sigrún Eldjárn en sýning á verkum hennar stendur nú yfir í Norræna húsinu. „Það er sjálfsagt að vera opinn fyrir áhrif- um hvaðanæva, frá fiskbúðinni, listasafninu, náttúrunni eða fólkinu í kringum mann. En að lokum á maður það aðeins við sjálfan sig hvað út kemur.“ Á sýningunni eru liðlega þrjátíu málverk frá undanfömum þremur árum. Öll eru þau unnin með olíu á striga. Viðfangsefnið er nú sem fyrr mannfólk, landslag og uppstill- ingar; allt saman sígild myndefni sem Sigrún kveðst nálgast á sinn hátt. „Myndimar eru ekki þmngnar af táknum og boðskap. Að baki þeim liggja ekki miklar hugmynda- fræðilegar pælingar heldur eru þær litir, form og myndbygging, áhrif, hugmyndir og tilfínningar. Mig langar til að koma kyrrðinni til skila en líka því óvænta. Kraftinum sem fólginn er í einni appelsínu, físki eða mannveru, landi, vatni og lofti og sambandinu sem myndast milli þessara þátta." Tengir fletina saman Þótt viðfangsefni Sigrúnar séu hefðbundin em verkin nýstárleg. Mörg þeirra em nefnilega samsett af nokkmm smærri verkum og mynda þarínig eina heild. Form sem minnir á altaristöflur. „Mig langaði að prófa að fara út úr þessu fer- kantaða formi og fá nýja vídd inn í verkin. Maður getur ekki alltaf hjakkað í sama farinu." Mikil birta býr í verkunum á sýn- ingunni en Sigrún fullyrðir að hún hafí ekki markvisst verið að mála björtu hliðarnar á tilvemnni. „Myndimar urðu bara svona.“ Birt- an er henni þó síður en svo á móti skapi enda á hún vel við á þessum árstíma. Sigrún segir líka að marg- ir sýningargestir hafí látið svo um mælt að sýningin hafí glatt þá. Sigrún efndi síðast til einkasýn- ingar fyrir tvelmur ámm en sýning- in í Norræna húsinu er fjórtánda einkasýning hennar. Hún segir að verk sín hafí ekki tekið stakkaskipt- um frá síðustu sýningu en vonar að einhver þróun hafi átt sér stað. „Eflaust hefur eitthvað breyst hjá mér. Það vona ég að minnsta kosti.“ Sigrún nýtur þess út í ystu æsar að vera myndlistarmaður en viður- kennir fúslega að erfitt sé að lifa af listinni. Engu að síður segir hún að mikil gróska sé í íslenskri mynd- list og mun meiri íjölbreytni en verið hefur. Sigrún segir að engin ákveðin stefna ráði ríkjum og sú staðreynd veiti listamönnunum meira frelsi. „Ég veit til dæmis ekki hvort ég tilheyri einhveijum ákveðnum stíl eða stefnu. Ég reyni bara að skila mínu.“ Með barnabók í smíðum Sigrún hefur jafnan í mörg hom að líta en hún hefur einnig fengist við að rita bamabækur á liðnum ámm. Listakonunni hefur reyndar tekist að sameina ritstörfín og myndlistina á þeim vettvangi þar sem hún myndskreytir bækur sínar sjálf. Næsta bók hennar, Skordýra- þjónusta Málfríðar, er nú í smíðum og kemur að líkindum út í haust. „Eg mun vinda mér í að klára hana þegar sýningunni lýkur.“ Málverkasýning Sigrúnar Eld- járn í Norræna húsinu er opin dag- lega frá 14-19 en henni lýkur sunnudaginn 14. maí. ÞAÐ er eitt af meginmarkmið- um Félags íslenskra hákóla- kvenna að auka víðsýni meðal félagsmanna og með því fororði gengst félagið nú fyrir kynn- ingu á japanskri menningu, list- um og menntum. Kynningin verður haldin á japönskum veit- ingastað í Reylgavík en þar á að snæða hefðbundinn japansk- an mat. Einnig verða fengnir fjórir gestir til að halda fyrir- lestra um japanskt_þjóðfélag, menningu og siði. Ölöf Haf- steinsdóttir mun fjalla um fæðu- menningu Japana, Kristín ísleifsdóttir talar um mennta- og þjóðfélagsmál, Katrín Þor- valdsdóttir talar um þarann sem efnivið í sköpun og að lokum mun Ragnar Baldursson flytja erindi um siðvenjur í Japan. Brynja Runólfsdóttir, gjald- keri félagsins, segir að fundir sem þessir séu haldnir u.þ.b. fjórum sinnum á ári. Áður hafa verið haldnir fundir um Wagner og Niflungahringinn og einnig um Karen Blixen svo eitthvað sé nefnt, en nú hefur verið ákveðið að gera eitthvað nýstár- legt. „Það er einnig tilgangurinn að vinna betur úr þeim menning- artengslum sem eru þegar á milli Islands og Japans,“ bætir Geirlaug Þorvaldsdóttir, for- Japönsk menn- ingarveisla Morgunblaðið/Kristinn GEIRLAUG og Brynja halda hér á japanskri matarskál og sam- urai-sverði. Fyrir aftan er japönsk mynd af búddisku tákni um náð og miskunn. maður félagsins, við. Tengslin segir Geirlaug ennfremur, t.d. eru raunar meirí en margur eru hinar hefðbundnu japönsku heldur á milli þessara þjóða, matarskálar notaðar á svipaðan hátt og gömlu íslensku askarnir og fleira mætti nefna. Á stefnuskrá félagsins er nú að opna félagið meira en hefur verið og stefna inn á nýjar brautir í starfsemi þess. Félagið ætlar að standa fyrir ýmsum námskeiðum fyrir konur, t.d. um stjórnun, en eitt slíkt var haldið í febrúar síðastliðnum og þótti takast vel. Brynja segir að þegar eftir fundinn hafi komið fram óskir um framhaldsnámskeið sem bendir til að nokkur þörf sé á leiðbeiningu í stjórnun fyr- ir konur. „Að mínu mati,“ segir Brynja, „eru konur ekki nógu áræðnar. Það þarf eilítið að byggja konur upp í þessum efn- um.“ Félagið ætlar einnig að standa fyrir námskeiði um eitt- hvert tiltekið skeið í íslenskrí menningarsögu sem Jón Böð- varsson, íslenskufræðingur, ætl- ar að hafa umsjón með. Geirlaug og Brynja vildu taka það fram að þessi námskeið væru öllum opin, bæði konum og körlum innan sem utan fé- lagsins. Þetta á einnig við um japönsku menningarkynning- una, en hún fer fram á þriðju- daginn 9. maí kl. 19.30 á veit- ingahúsinu Samurai en þátttöku þarf að tilkynna til félagsins fyrir mánudagskvöld. Kennslustundin eftir Ioneseo í nýrri þýðingu LEIKARARNIR Gísli Rúnar Jóns- son, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Guðrún Þ. Stephensen leiklesa einþáttunginn Kennslustundina eft- ir Eugene Ionesco næstkomandi mánudag í Listaklúbbi Leikhús- kjallarans. Einþáttungurinn er í nýrri þýðingu Gísla Rúnars Jóns- sonar, undir stjórn Bríetar Héðins- dóttur. Á undan talar Örnólfur Ámason rithöfundur um Ionesco og leikhús fáránleikans. Kennslustundin er íslenskt heiti einþáttungsins „La Lecon" sem Io- nesco skrifaði á frönsku, tungu for- feðra sinna í móðurætt, árið 1950. Leikurinn var frumsýndur á Théa- tre du Poche, þann 20. febrúar 1951 í leikstjóm Marcel Cuvelier. „íslenskum leikhúsgestum var fyrst kynnt Kennslustundin í sam- sýningu með einþáttungnum Stól- arnir hjá Leikfélagi Reykjavíkur þann 13. apríl 1961. Leikstjóri var Helgi Skúlason en með hlutverkin fóm Gísli Halldórsson (prófessor- inn), Guðrún Ásmundsdóttir (nem- andinn) og Árni Tryggvason (ráðs- konan). Leiklesturinn í Listaklúbbnum á mánudagskvöldið hefst kl. 20.30. Öllum er heimill aðgangur og er aðgangseyrir kr. 500, en kr. 300 fyrir félaga í Listaklúbbnum. STEINUNN Ólína Þorsteins- dóttir, Gísli Rúnar Jónsson og Guðrún Þ. Stephensen. Söngtón- leikar á Flug Café TÓNLISTARSKÓLINN í Keflavík stendur fyrir söngtónleikum á Flug Café á sunnudagskvöld og hefjast þeir kl. 20. Þar munu kórar skólans ásamt söngnemendum flytja fjöl- breytta efnisskrá. Þama er um að ræða barnakór skólans og kór söngnemenda, en eldri nemendur barnakórsins tóku meðal annars þátt í landsmóti barnakóra um síðustu helgi í Kópa- VOgi. Stjórnandi bamakórsins er Gróa Hreinsdóttir, en söngkennari skól- ans er Árni Sighvatsson. Undirleik- ari er Ragnheiður Skúladóttir. Hándel, Bach og Schubert FYRSTU vortónleikar Nýja tónlistarskólans verða hljóm- sveitartónleikar sunnudaginn 7. maí kl. 20.30, í tónleikasal F.Í.H. í Rauðagerði 27. Á efnisskrá tónleikanna á sunnudaginn er Rinaldo-svítan eftir Hándel, sem gerð er upp úr samnefndri óperu hans. Fjórði Brandenborgarkonsert Bachs er annað verkefni tón- leikanna. Hann er sá með ein- leiksflautunum tveim en tveir nemendur skólans, þær Magna Joensen og Halldóra Ingimars- dóttir leika á flautumar. Fiðlu- leikshlutverkið í konsertinum, sem leynir mjög á sér, er í hönd- um eins kennara skólans, Zbigniews Dubik. Síðasta verkið á tónleikunum er Sinfónía nr. 5 í B-dúr eftir Schubert. Þá bætast í hópinn kennarar skólans svo og blást- urshljóðfæraleikarar úr Sinfó- níuhljómsveit íslands. Hljóm- sveitarstjóri verður Ragnar Bjömsson. Bottesini- septettinn í Bústaða- kirkju BOTTESINI-septettinn heldur sína fyrstu tónleika í Bústaða- kirkju á sunnudag 7. maí. Á efnisskrá verða verkin Plus Sonat, Quam Valet, Kvartett fyrir hom og strengi eftir Þor- kel Sigurbjömsson, Till Eu- lenspiegel - Einmal Anders sem er útsetning Franz Hasenöhrl á Till Eulenspiegels Lustige Streicher eftir Richard Strauss fyrir kvintett og loks Septet Op. 20 eftir Beethoven. Bottesini-septettinn skipa: Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla, Herdís Jónsdóttir lágfiðla, Sig- urður Halldórsson, selló, Þórir Jóhannsson, kontrabassi, Ár- mann Helgason, klarinett, Darren Stonham, fagott og Emil Friðfínnsson, hom. Aðgangseyrir er 1.000 en 500 kr. fyrir nemendur. Styrktar- tónleikar í Selásskóla GARZIELLA Provedel heldur styrktartónleika á vegum Sorp- timistaklúbbs Reykjavíkur í hátíðarsal Selásskóla á sunnu- dag kl. 14. Garziella er fædd á Torino á Ítalíu. Hún er sorptimista-systir og fyrrverandi formaður í Cat- anzaro klúbbnum. Graziella Provedel er prófessor í píanóleik í Cosenza á Ítalíu. Graziella hefur leikið í öllum stærstu borgum Ítalíu, einnig víða um Evrópu og fengið góðar viðtök- ur. Á efnisskrá eru verk eftir Grieg, Clementi, Debussy og Granados. Skólalúðra- sveit í Ráðhúsinu ÚRVALSSVEIT Landssam- bands íslenskra skólalúðra- sveita leikur í Ráðhúsi Reykja- víkur á sunnudag kl. 17. Stjóm- andi er Robert Darling. Á efnisskránni eru verk eftir Dysðrí, Purcell, Bizet, Jacob, Bach, Bender og Grainger. Næsta landsmót SíSL verður haldið á Neskaupstað 2.-4. júní nk. í samtökunum em 40 lúðra- sveitir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.