Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 17
MORG UNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 17
FORSTJÓRI Swissair, Otto Loepfe og Hannes Goetz stjórnarfor-
maður samsteypunnar með líkön af vélum félaganna tveggja.
Sabena íBelgíu
og Swissair
ínáið samstarf
Fjórða stærsta
flugfélag Evrópu
Briisscl. Reuter.
BELGÍSKA flugfélagið Sabena og
Swissair skýrðu í gær frá stofnun
bandalags, sem mun gera félögin
að stærsta flugfélagi Evrópu.
Swissair samþykkir að leggja
fram fjármagn í Sabena-félagið og
fær 49.5% hlut í því, en félögin
verða aðskilin og stjóm hvors fé-
lags um sig verður óbreytt.
Fjárfesting Swissair í Sabena
upp á 6 milljarða belgískra franka
verður liður í endurfjármögnun upp
á 10 milljarða franka.
Sabena fær lán upp á fjóra millj-
arða franka, sem verður greitt Air
France fyrir hlut þess félags í Sa-
bena.
Swissair, sem nú er 16. stærsta
flugfélag heims, .fær að auka hlut
sinn í Sabena síðar — en ekki fyrr
ern eftir aldamót.
Framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins verður að samþykkja
samninginn og ekkert er talið því
til fyrirstöðu.
Annað í gróða, hitt í tapi
Bæði félögin voru stofnuð á ár-
unum fyrir síðari heimsstyijöld og
Swissair hefur alltaf verið rekið
með hagnaði, en tap hefur verið á
rekstri Sabena' og félagið hefur
safnað skuldum.
Sabena var rekið með tapi upp
á 1,20 milljónir belgískra franka í
fyrra, en Swissair hagnaði upp á
23 milljónir svissneskra franká1.
Belgíska stjórnin mun ráða yfir
Sabena, en Swissair verður skráð
í Sviss.
Sabena flutti 4,3 milljónir far-
þega til 82 ákvörðunarstaða í
fyrra, en Swissair 8,4 milljónir
farþegar til 116 ákvörðunarstaða.
Sabena hefur á 39 flugvélum,
að skipa, en Swissair 62.
Starfsmenn Sabena eru 9.500
staff, en starfsmenn Swissair
16.156.
Mikið úrval af húsbúnaði og húsgögnum
á einstöku tilboði í Habitat
PACINO sófinn
með 20% afslætti
Vandað og sterkt, köflótt áklæði, í 4 litum.
Áður kr. 49.900 Núkr 39.920
WITNEY hillur og skápar
með 30% afslætti
Sem dæmi Witney glerskápur:
Áður kr. 59.500 Nú kr41.650
ALSACE borðstofustóll
með 30% afslætti
Áður kr 18.900 Nú kr 13.230
EINNIG:
Matar- og kaffistell,
borðdúkar, blómavasar,
tágavörur, rúmteppi,
gardínur, matborð o.fl.
á 20-40% afslætti.
Dow Corningíhug-
ar greiðslustöðvun
Midland. Reuter.
BANDARÍSKA fyrirtækið Dow
Corning skýrði frá því í gær að
tekjur þess hefðu aukist um 33%
á fyrsta fjórðungi ársins en fyrir-
tækið væri þó að íhuga að óska
eftir greiðslustöðvun vegna mála-
ferla sem tengjast framleiðslu þess
á silíkon-pokum til ígræðslu í bijóst
kvenna.
John Churchfield, fjármálastjóri
Dow Corning, sagði að stjórnendur
fyrirtækisins væru óánægðir með
hversu hægt miðaði í samningavið-
ræðum við lögfræðinga kvenna,
sem segjast hafa skaðast af völd-
um silíkonígræðslu og hafa krafíst
skaðabóta af fyrirtækinu. Enn-
fremur hafí gengið illa að fá nokk-
ur tryggingafélög til að bæta skaða
fyrirtækisins.
Tekjuaukningin á fyrsta árs-
fjórðungnum varð vegna aukinnar
solu, verðhækkana og sparnaðar í
rekstri. Fyrirtækið hefur hætt
framleiðslu silíkon-pokanna.
ATHUGIÐ: Á morgun er langur laugardagur! Opið frá 10.00 til 17.00.
Næg bílastæði. Verið velkomin.
Laugavegi 13 - Sími 562-5870
Sparísjóðimir bjóða hæstu innlánsvextina
#íl* 8É"
Verdtrygging + 5,6%
SPARISJOÐIRNIR
-fyrir þig og þína