Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ1995 29 AÐSENDAR GREINAR Agreiningur sjálfstæð- ismanna á Suðurlandi • Gísli Gíslason Árni Böðvarsson í MORGUNBLAÐ- INU 22. apríl sl. ritar Eggert Haukdal grein, sem ber sömu yfir- skrift og þessi. Eggert leynir ekki gremju sinni yfir að hafa misst þriðja sætið á lista sjálfstæðismanna á Suðurlandi, sem leiddi til klofningsframboðs hans sem bar nafnið Suðurlandslistinn. Ekki hlaut það fram- boð nægan hljóm- grunn til að fleyta hon- um á þing. Eggert rek- ur sögu og samskipti þeirra Þorsteins Pálssonar, Árna Johnsens og sín sjálfs, allt frá árinu 1983. Hans niðurstöðu um þessi samskipti má draga saman eitthvað á þessa leið. „Ámi og Þorsteinn, sem hafa komið flokknum í ýmsar ógöngur og skilja ekki sjónarmið bænda, vilja ekki vinna með honum og hafa með óheilindum bolað hon- um af lista sjálfstæðismanna, sem hefur leitt til þess að hann er nú fyrrverandi þingmaður og sjálf- stæðismenn hafa tapað einum manni í Suðurlandskjördæmi". Ekki virðist Eggert telja sig eiga nokkra sök á sundurþykkju þeirra þremenninga og ekki virðist hann á nokkurn hátt gera sér grein fyr- ir að sjaldnast er einn sekur þá tveir deila. Ákvörðun um prófkjör sjálfstæðismanna Aðdraganda þess að sjálfstæðis- menn efndu til prófkjörs má að nokkru rekja til stjórnarfundar kjördæmisráðs ungra sjálfstæðis- manna (símafund) á Suðurlandi, enda var meirihluti stjórnarmanna á því að æskilegt væri að viðhafa prófkjör til að stilla á framboðslista flokksins fyrir komandi alþingis- kosningar. Mönnum fannst þetta sérstaklega mikilvægt ef það sýndi sig að fleiri en þrír frambjóðendur sæktust eftir þrem efstu sætum á listanum, en Eggert lýsti því yfir að hann sæktist eftir öðru sæti, enda teldi hann það öruggt þing- sæti. Drífa Hjartardóttir lýsti því yfir að hún sæktist eftir þriðja sætinu, og Árni Johnsen sóttist eftir öðru sætinu. Almennt gerðu sjálfstæðismenn á Suðurlandi ekki ágreining um að Þorsteinn Pálsson skyldi leiða listann. Hér var því komin sú staða að fjórir frambjóð- endur sóttust eftir þrem efstu sæt- unum og voru stjórnarfulltrúar Kjördæmisráðs ungra sjálfstæðis- manna á Suðurlandi almennt á því að engin uppstillingarnefnd væri þess umkominn að gera upp á milli þessara ágætu frambjóðenda. Próf- kjör var því að okkar mati eina leiðin til að fá úr því skorið hvem- ig listi sjálfstæðismanna á Suður- landi skyldi líta út fyrir alþingis- kosningarnar og væri því lýðræðis- legasta og sanngjarnasta leiðin fyr- ir alla. Fyrir kjördæmisráðsfund sjálf- stæðismanna á Suðurlandi ákváðu formenn allra ungliðahreyfinga sjálfstæðismanna á Suðurlandi að leggja fyrir fundinn tillögu þess efnis að viðhaft skyldi prófkjör. Þetta var gert og samþykkti kjör- dæmisráðsfundurinn að sjálfstæð- Fullyrðing Eggerts Haukdals er kjánaleg, segja Gísli Gíslason og Árni Böðvarsson, sem hér fj alla um framboðsmál Sjálf- stæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi. ismenn á Suðurlandi skyldu viðhafa prófkjör. Atkvæðagreiðslan fór þannig að 45 greiddu atkvæði með prófkjöri gegn 44 atkvæðum, sem voru fylgjandi því að uppstillingar- nefnd skyldi raða á listann. Það var því ákveðið, með eins atkvæðis mun, að fara í prófkjörið, eins og Eggert réttilega segir í grein sinni. Eggert lýsir því yfir að strax síðastliðið haust hafi verið ljóst að það ætti að bola honum í burtu með uppstillingu á lista. Hinsvegar hafi prófkjör orðið niðurstaðan. Orðrétt skrifar hann „Ég hafði engin afskipti af því hvor leiðin var farin. Vissi að mér var ekki ætlað líf hvor leiðin sem yrði farin“. Það er rétt hjá Eggerti að hann hafði engin afskipti af því hvor leiðin væri farin, en það liggur í hlutarins eðli að í prófkjöri eru það sjálfstæð- ismenn á Suðurlandi sem raða í efstu sætin á listanum og það eru þeir sem ætla frambjóðendum líf eða ekki líf. Prófkjörið og alþingiskosningarnar 1995 Allir vita hvernig prófkjörið fór. Eggert hafnaði í fjórða sæti. í grein sinni segir Eggert orðrétt „Eftir að mér hafði verið hafnað í próf- kjöri að fyrirsögn efstu manna list- ans tók ég ekki sæti á listanum“. Hér fullyrðir Eggert að Þorsteinn Pálsson og Árni Johnsen hafi hrein- lega sagt hundruðum eða jafnvel þúsundum sjálfstæðismanna hvernig átti að kjósa í prófkjörinu. Þetta er kjánaleg fullyrðing og í raun móðgun við allt sjálfstæðis- fólk á Suðurlandi. Hitt er rétt sem Eggert skrifar, honum var hafnað í prófkjörinu og þeirri lýðræðislegu niðurstöðu hefði hann betur unað. Eggert klauf heldur flokkinn og fór fram með sérlista, sem skilaði hon- um ekki inn á þing. Aftur á móti hjálpaði Suðurlandslistinn með framboði sínu Alþýðuflokksmanni inn á þing og víst er að Jón Bald- vin fær seint fullþakkað Eggerti Haukdal fyrir hjálpina. Höfundar voru formenn Eyverja FUS i Vestmannaeyjum og Hjörleifs FUS í Vestur-Skaftafellssýslu þegar tillaga um prófkjör var afgreidd á kjördæmisráðsfundi sjálfstæðismanna á Suðurlandi haustið 1994. ZERO-3® Mjódd, sími 557-4602. Opið virka daga kl. 13-18, laugard. 13-16 Póstv.sími 566-7580. Gifstrefjaplötur til notkunar á veggi, loft og gólf * ELDTRAUSTAR * HLJÓÐEINANGRANDI I MJÖG GOTT SKRÚFUHALD * UMHVEFISVÆNAR PLÖTUR VIÐURKENNDAR AF BRUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS P. Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 • Reykjavlk • sími 38640 SPRENGJA DOMUDEILD KJÓLAR DRAKTIR DRAKTIR BUXUR BOLIR BOMULLARSKYRTUR RÓSÓTT VISCOSE DRESS BÓMULLAR PILS GLANS PILS SÍÐ HERRADEILD SKYRTURBÓMULL SMITHS BUXUR PEYSUR HERRA JAKKAR SUMAR STAKKAR JAKKAFÖT PÓLÓ BOLIR DR. MARTENS SKÓR VERÐ ÁÐUR Tt LBOCSVERÐ 3990,- 1990,- 12700,- 7990,- 7990,- 5990,- 3790,- 1990,- 1690,- 990,- 3290,- 2300,- 6980,- 3990,- 2990,- 1990,- 4790,- 3590,- VERÐ AÐUR TILBOÐSVERÐ 2990,- 1990,- 5790,- 3990,- 3990,- 2990,- 9990,- 6990,- 7990,- 5990,- 13990,- 9990,- 2490,- 1990,- 8490,- 4990,- ÁSAMT FJÖLDA SPRENGITI LBOÐA AÐEINS FIMMTUDAG, FÖSTUDAG OG LAUGARDAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.