Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 47 FRÉTTIR Fyrirlestur um stór áfallaviðbúnað GUÐLAUG Einarsdóttir, núverandi formaður félagsins, afhendir presthjónunum heiðursskjal. Heiðursfélagar í Kirkju- félagi Digraness 3. LANDSÞING Landsbjargar, landssambands björgunarsveita, verður haldið í Félagsheimili Kópa- vogs, Fannborg 2, dagana 5. og 6. maí. Á föstudeginum kl. 13.30 verður haldinn fyrirlestur um stóráfallavið- búnað. Fyrirlesturinn er opinn öllu áhugafólki um þessi mál. Fyrirlest- urinn flytur Josef Hopf, forstöðu- maður rannsóknarstofnunar í snjó- flóðum og skriðuföllum í Týról í Austurríki. Hann mun koma víða við í sínu erindi og byggja á reynslu sinni og starfi til langs tíma. Að loknum fyrirlestri Josefs fara fram pallborðsumræður undir stjórn Vordagarí Hafnarfirði FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ J.C. Hafnar- fjarðar og Miðbæjar verður haldin dagana 5. og 6. maí í Miðbæ í Hafn- arfirði. í dag, föstudag, verður forsala aðgöngumiða á HM á íslandi 1995, kökubasar Barnakórs Þjóðkirkjunn- ar, Ostahúsið verður með kynningu á framleiðslu sinni og snyrtivöru- kynning verður á Mariu Calland í Dísellu. Á laugardag kynnir Junior Cham- ber í Hafnarfirði starfsemi sína, for- sala verður á aðgöngumiðum HM, útileiktækjakynning frá versluninni Leikbær/Ritbær, ratleikur verður í verslunum Miðbæjar, kökubasar Barnakórs Þjóðkirkjunnar, boðið verður upp á andlitsmálun í umsjón Leikfélags Hafnarfjarðar, víking- arnir koma í heimsókn í tilefni af kynningu Ferðamálaráðs Hafnar- fjarðar, verðlaunaafhending fer fram í ljósmyndamaraþoni Æ.T.H. og Filmur og framköllun, keppni verður í streetball á vegum J.C. Hafnarfjörður, grillkynning í boði 10-11 og Pepsi Cola, hjólaskoðun, hjólreiðaþrautir fyrir 9-12 ára, No Name snyrtivörukynning í Dísellu, sumarlína í hársnyrtingu verður kynnt á Hársnyrtistofunni Carter og Snæfinnur vinur Búnaðarbankans kemur og sprellar. Aðstoðarprest- ur í Grafarvogi SÓKNARNEFND Grafarvogssafn- aðar hefur kjörið Sigurð Arnarson, guðfræðing, bind- andi kosningu sem aðstoðarprest í Grafarvogi. Grafarvogur er fjölmennasta sókn landsins. Sigurður verður fyrsti prest- urinn sem þangað er vígður og mun biskup íslands, herra Olafur Skúla- son, vígja hann þann 21. maí nk. kl. 10.30 í Dómkirkjunni. Málþing um breytingar á ljósmæðra- þjónustu UÓSMÆÐRAÞING verður haldið dagana 5. og 6. maí nk. í BSRB-saln- um, Grettisgötu 89. Þar verður fjall- að um stefnur og strauma í faglegum málefnum stéttarinnar og m.a. mun dr. Ulla Waldenström, dósent við Stokkhólmsháskóla, kynna niður- stöður umfangsmikillar rannsóknar á nýrri ljósmæðraþjónustu við Suður- sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Það er Ljósmæðrafélag íslands sem stendur fyrir málþingi þessp. Þar verður fjöldi fyrirlestra m.a. um hlutverk Ijósmæðrafélagið, siðaregl- ur ljósmæðra, stöðuna í menntunar- málum stéttarinnar og faglegt sam- Sigmundar Ernis Rúnarssonar fréttamanns. Þar verður leitast við að svara eftirfarandi spurningum. Eru íslensk stjórnvöld undirbúin undir stóráföll? Skilja þau mikilvægi sjálfboðaliðasamtaka á hættutím- um? Þátttakendur verða dr. Ólafur Proppé, formaður Landsbjargar, Kristbjörn Óli Guðmundsson, ritari Slysavarnafélags íslands, Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkrunar- fræðingur landlæknisembættisins, sr. Kristján Björnsson, sóknarprest- ur Hvammstanga og Kristján Þór Júliusson, bæjarstjóri á ísafirði. starf ljósmæðra og fæðingarlækna. Einnig verður rætt um breytingar á ljósmæðraþjónustunni hér á Iandi og skýrt frá niðurstöðum könnunar á heimaþjónustu ljósmæðra. Þá verður þátttakendum á Ljósmæðraþingi skipt í umræðuhópa og niðurstöður kynntar. Þingið hefst eins og áður sagði föstudaginn 5. maí árdegis og lýkur um hádegi á laugardag. Að þinginu loknu efnir Ljósmæðrafélag íslands til aðalfundar síns. Velferð kom- andi kynslóða DR. TAE-CHANG Kim, prófessor við Háskólann í Kyushu í Japan og forseti Institute for Integrated Study of Future Generations í Osaka, flytur laugardaginn 6. maí fýrirlestur á vegum Heimspekideildar Háskóla Islands í samvinnu við Iðntækni- stofnun. Fyrirlestur Dr. Kims nefnist Um- hyggja fyrir velferð komandi kyn- slóða og verður fluttur á ensku. í lestri sínum ræðir Dr. Kim um eðli framtíðarfræða, helstu viðfangs- efni þeirra og um nokkrar þær ólíku leiðir sem fara má til að hugsa um, spá um og e.t.v. móta framtíðina. Kjaminn í erindi hans varðar hugtak- ið „velferð" - hvernig hægt sé að bera umhyggju fyrir hag komandi kynslóða og hvaða ábyrgð núlifandi kynslóðir beri á framtíðarheill mann- kyns, svo og jarðarinnar sem það byggir. Fyrirlestur Dr. Tae-Chang Kim verður fluttur í stofu 101 í Odda, hann verður um klukkustundar lang- ur og hefst kl. 17. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Sýning stóð- hesta í Gunn- arsholti ÁRLEG vorsýning Stóðhestastöðvar ríkisins verður haldin í Gunnarsholti laugardaginn 6. maí. Sýningin hefst kl. 14. Á dagskrá hennar er hópreið Hestamannafélagsins Geysis kl. 14, árvarp formanns stjórnar Stóðhesta- stöðvarinnar, sýning á stóðhestum NÝJAR VÖRUR NÝ SNIÐ D A N M A R K Borgarkringlunni Sumartilboð til 10. maí Afabolir -20% Á FUNDI Kirkjufélags Digranes- prestakalls í Kópavogi 27. apríl sl. voru sóknarpresturinn sr. Þor- bergur Kristjánsson og kona hans frú Elín Þorgilsdóttir kjörin heið- ursfélagar og þökkuð mikilvæg og heillarik leiðtogastörf í félag- inu frá stofnun þess. sem tamdir voru og þjálfaðir veturinn 1994-1995 og verðlaunaafhending. Sýndir verða í reið þeir fjögurra og fimm vetra folar á stöðinni sem tamdir hafa verið og þjálfaðir í vet- ur. Verðlaunagripir verða veittir efsta hesti í þessum aldurshópum á Stóðhestastöðinni. Gripir þessir eru gjöf frá Stofnlánadeild landbúnaðar- ins. Ennfremur verða sýndir og kynnt- ir margir efnilegir stóðhestar víðs vegar að sem dæmir hafa verið nú síðustu daga. Aðgangseyrir að sýn- ingunni verður 500 kr. fyrir 14 ára og eldri. Að lokinni sýningu verður kven- félagið Unnur með kaffisölu í húsa- kynnum Landgræðslunnar. Islandsmót í Svarta-Pétri ÍSLANDSMÓT í Svarta-Pétri verður haldið á Sólheimum í Grímsnesi laug- ardaginn 6. maí í 7. sinn. Fresta varð mótinu vegna veðurs en til stóð Félagið var stofnað árið 1975. Allt starf félagsins hefur verið unnið til styrktar líknarmálum hverskonar og til uppbyggingar félagslegra samskipta og samveru safnaðarfólks á kristilegum grunni. að halda það 1. apríl sl. Keppt er um Svarta-Péturs-styttuna sem er farandbikar, en einnig verður veittur fjöldi aukaverðlauna. Allir þátttak- endur fá viðurkenningarskjöl. Hlé verður gert á mótinu um kaffi- leytið og þátttakendum boðið upp á pylsur og gos. Eins og áður verður brugðið á það ráð að setja saman tvo stokka af spilum þannig að eins spil parast saman (karlkyn- karlkyn, kvenkyn-kvenkyn) og gefa með því fleirum tækifæri til að vera með. Mótið er fyrst og fremst hugsað fyr- ir þroskahefta en er opið öllum sem áhuga hafa. Aðstoðarfólk verður við hvert spilaborð. Þátttökugjald er 300 kr. á mann. Sætaferðir verða frá Umferðarmið- stöðinni í Reykjavík kl. 13 og kosta 1.000 kr. á mann og frá Árnesti, Selfossi, kl. 14.10. Styrktaraðilar að þessu sinni eru SS, Myllan, Egill Skallagrímsson, Nói-Siríus, SBS, Is- landsbanki, Selfossi, og Foreldra- og vinafélag Sólheima. Mótið hefst í íþróttaleikhúsinu kl. 15 og áætluð mótsslit eru kl. 18. Námskeið um málefni fatlaðra FFA, fræðsla fyrir fatlaða og að- standendur, sem Landssamtökin Þroskahjálp, Sjálfsbjörg, Landssám- band fatlaðra, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélag van- gefinna eiga aðild að, stendur fyrir tveimur námskeiðum laugardagana 6. og 13. maí nk. Námskeiðið 6. maí ber heitið Að flytja að heiman. Námskeiðið er ætl- að þroskaheftum einstaklingum, 18 ára og eldri, og foreldrum þroska- heftra. Námskeiðið laugardaginn 13. maí ber heitið Að eiga fatlað barn. Nám- skeiðið er ætlað foreldrum fatlaðra bama á aldrinum 6-12 ára. Nám- skeiðið er unnið í samvinnu við for- eldra fatlaðra bama á þessum aldri og í samræmi við óskir þeirra um hvað þeir vilji helst sjá á námskeiði sem þessu. Boðið verður upp á barna- gæslu meðan á námskeiðinu stendur. Þema námskeiðsins verður hið fatl- aða barn og fjölskylda þess. Frekari upplýsingar em veittar hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Garðyrkjusýn- ing í Mosfellsbæ SAMTÖK garðyrkju- og umhverfis- stjóra á íslandi standa fyrir garð- yrkjusýningu í Áhaldahúsi Mosfells- bæjar, Völuteig 2, 5.-7. maí. Áðaláherslan verður lögð á vélar og verkfæri til notkunar í skrúðgarð- yrkju. Einnig er sýnishorn af safn- haugagerð og greinatætara í vinnslu. Kynning á leiktækjum, ráðgjöf í garðyrkju o.fl. Enginn aðgangseyrir er og er veit- ingasala á staðnum. Sýningin verður opnuð föstudaginn 5. maí kl. 15 að viðstöddum boðsgestum. Sýningin er opin laugardag og sunnudag kl. 10-18. ■ JASSBARINN Á föstudags- og laugardagskvöld leikur Tríó Þóris Baldurssonar, á sunnudag leikur síðan Tríó Ólafs Stephensens frá kl. 22 tU 1. ■ CAFÉ ROYALE Á laugardags- kvöld leikur hljómsveitin Hunang blandaða danstónlist fyrir gesti. ■ HÓTEL STYKKISHÓLMUR Hljómsveitin Sixties leikur föstu- dags- og laugardagskvöld. Plata hljómsveitarinnar kemur út 20. maí. ■ SKÁLAFELL MOSFELLSBÆ Á föstudagskvöld leikur hljómsveitin Hunang. Á laugardagskvöldinu verður tískusýning, undirfatasýning og leikþáttur verður s<mdn«-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.