Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Fiskveiðislj órnunar- kerfi án heildarsýnar - vandamál nýrrar ríkisstjórnar VIÐ fiskveiðistjórnun þarf að gæta' þess að hafa heildarsýn yfir alla mikiivæga þætti. Sú umræða sem hefur átt sér stað undanfarið um fiskveiðistjórnunarkerfi íslend- inga hefur því miður ekki einkennst af víðsýni. Gunnar Ragnarsson framkvæmdarstjóri ÚA kemst rétti- lega að orði í grein sem birtist í Morgunblaðinu fyrir skömmu þegar hann segir að athyglisvert sé að nær allir sem krefjast veigamikilla breyt- inga á fiskveiðistjórnunarkerfinu geri það vegna eiginhagsmuna eða sérhagsmuna þeirra byggðarlaga sem þeir eru talsmenn fyrir. Þessi sjónsfrmið endurspegla ein- mitt aðalvandamálið í sjávarútvegi okkar sem er skortur á heildarsýn og skilningi á því hversu margir þættir það eru sem leggja grundvöll- inn að öflugum sjávarútvegi. Kjarn- inn er sá að það eru ekki bara sér- hagsmunahópar sem þetta á við um. Slík vinnubrögð einkenna einnig stjómvöld og fískveiðistjórnunar- kerfið í heild sinni. Að mínu mati er skortur á heildarsýn stjórnvalda einmitt orsök þess hversu erfitt reyn- ist að móta fiskveiðistjórnunarkerfí sem almenn sátt getur ríkt um. Við- brögð sérhagsmunahópanna eru eðlileg afleiðing af fiskveiðistjórnun sem ekki byggist á heildarsýn. Hér verða menn að greina á milli orsak- ar og afleiðingar. Það er ekki við hæfi að koma með slíka gagnrýni án frekari rökstuðn- ings. Eg nefni því hér nokkur atriði í rekstrarumhverfi kvótakerfisins sem varpa ljósi á vandamál sem ein- kenna sjávarútveginn og fram- kvæmd fiskveiðistefnunnar. Menntun í sjávarútvegi Góð menntun á öllum stigum sjáv- arútvegsins er forsenda þess að hér sé hægt að byggja upp og viðhalda öflugum sjávarútvegi. Menntun í sjávarútvegi er hins vegar bágborin samanborið við margar atvinnu- greinar. Með fullri virðingu fyrir stjómendum útgerða og fískvinnslu- fyrirtækja þá verður ekki horft fram- hjá því að æskilegt er að fleiri stjórn- endur sjávarútvegsfyr- irtækja hafi haldgóða þekkingu á þeim fræð- um sem að fiskveiði- stefúan byggir á. Þetta á einnig við um okkar ágætu skipstjóra. Hérna á ég aðallega við fög eins og fiskifræði, fiskihagfræði, hafrétt og fiskveiðistjórnun. Ef sátt á að nást um fisk- veiðistjórnun framtíð- arinnar, verða bæði þeir sem móta fískveiði- stefnuna (stjórnvöld) og þeir sem lúta henni (sjómenn og útgerðarmenn) að tala sama tungu- mál, þ.e. að þekkja þau fræði sem hún byggist á. Því þarf að efla menntun skipstjóra og stjórnenda fyrirtækja í sjávarútvegi. Það er athyglisvert hversu lítið er af háskólamenntuðu fólki í stjórn- unarstöðum í sjávarútvegi okkar Is- lendinga. Ástæðan fyrir þessu' er sú að háskólamenntun Islendinga hefur verið úr tengslum við aðalatvinnuveg þjóðarinnar. Á hinum hefðbundnu námsbrautum Háskóla íslands hefur nemendum ekki verið gefinn kostur á að tengja menntun sína við fræði sem einkenna sjávarútveginn. Af- leiðingin er sú að fólk með háskóla- menntun hefur ekki sótt í sjávarút- veginn og sjávarútvegurinn hefur ekki sýnt þessu fólki mikinn áhuga. Tilkoma sjávarútvegsbrautar við Háskólann á Akureyri ásamt meist- aranáms i sjávarútvegsfræðum og endurmenntunarnámskeiðum fyrir stjórnendur sj ávarútvegsfyrirtækja við Háskóla Islands er mikilvægt skref í rétta átt. Það bætir þó ekki þann skaða sem skilningsskortur undanfarna áratugi á mikilvægi menntunar í sjávarútvegi hefur vald- ið. Vandi fiskvinnsl- unnar/byggðarlaganna Hugtakið byggðarstefna er í hug- um fólks oft samnefnari óbreytts ástands í byggðum landsins. Slík byggðarstefna er mjög kostnaðar- söm fyrir þjóð sem byggir lífsviðurværi sitt á sjávarútvegi. Kvóta- kerfið felur væntanlega í sér ákveðna atvinnu- °g byggðarþróun sem hefur hagsmuni sjávar- útvegsins og þjóðarinn- ar að leiðarljósi, þ.e. hámörkun fiskveið- iarðsins. Sú hagræðing sem kvótakerfið á að hafa í för með sér er háð því að vinnslan í landi aðlagi sig að breytingum á veiðun- um. Hér erum við kom- in að kjarnanum í því vandamáli sem ein- kennt hefur fiskveiðistjómun síðustu ára. Eiginhagsmunir og sérhags- munir einstakra byggðarlaga hafa með því að viðhalda þeirri atvinnu- starfsemi sem einkennir byggðarlög- in unnið gegn þeirri þróun sem kvótakerfið stuðlar að, og þar með komið í veg fyrir æskilega atvinnu- þróun. Ástæðan fyrir þessu er sú að fískveiðistjómunin hefur of mikið verið sniðin að fiskveiðunum. M.ö.o. hefur fiskvinnslunni og byggðarlög- unum ekki verið skapað það um- hverfi sem þarf til að geta aðlagað sig að þeim breytingum sem kvóta- kerfið veldur. Afleiðingin er stöðnun eða hnignun í atvinnustarfsemi margra sveitarfélaga. Því er ljóst að það þarf að verða viðhorfsbreyt- ing á stjórnskipulagi því sem ein- kennt hefur sjávarútvegsstefnuna og byggðir landsins. Að mínu mati er lausnin á þessu vandamáli í aðalatriðum tvíþætt. I fyrsta lagi verður að sjá til þess að skipun sveitarfélaga verði ekki til þess að koma í veg fyrir æskilega framþróun sjávarútvegsins (atvinnu- lífsins) í landinu. Það liggur í augum uppi að fámenn sveitarfélög hafa ekki bolmagn til að halda uppi þeirri sérþekkingu og starfsemi sem þarf til þess að ýta undir þá atvinnuþróun sem þarf að eiga sér stað samhliða þeim breytingum sem hagræðing í sjávarútvegi (og öðrum atvinnu- greinum) veldur. Með sameiningu sveitarfélaga skapast svigrúm til þess að koma á stjórnskipulagi þar Hermann Bárðarson Lenging húsnæðislána NÚ ER í tisku að tala um að lengja lánin í húsbréfakerfinu úr 25 árum í 40 ár og að það leysi allan vanda fjöl- skyldunnar. Minnugur þess sem gerðist í húsbréfakerf- inu 1991-2 þegar ein- hver snillingur leysti vanda fjölskyldunnar með greiðsluerfiðleika- lánum í húsbréfum með 25 prósent afföllum, ein milljón af hveijum íjorum út um gluggann, gat ég ekki kyngt þessu ómeltu og fór að velta því fyrir mér, eins og fleiri, hvað fleira en minni greiðslubyrði fylgdi þessu. Það er nefnilega svo, þótt krafta- verkamennirnir hafi ekki lært það ennþá, að þótt það spari létta- drengnum sporin að skvetta úr föt- unni upp í vindinn þá fylgir því sá ókostur að hann gerir það bara einu sinni. - ' Lengra láni hlýtur að fylgja auk- inn fjármagnskostnaður. Eg er ekki reiknimeistari, en ef ég nota þumai- puttaregluna, þá er mánaðargreiðsla af 3ja milljóna króna fasteignaveð- bréfí til 25 ára um það bil 21.000 kr. Ef sama lán yrði lengt í 40 ár yrði mánaðargreiðslan um það bil 18.000 kr. að öðru óbreyttu. 3.000 kr. á mánuði eru líka pen- ingar, en ef þeir kosta 1.700.000 á tímabilinu eru það dýrir peningar. En ekki eru öll kurl komin til grafar. í dag eru afföll húsbréfa um 11 prósent. Vísir menn segja mér, að við leng- ingu bréfanna hækki ávöxtunarkrafa mark- aðarins afföllin í 19 pró- sent. Það væri sennilega hægt að draga úr þeim áhrifum með því að gefa út 2 sinnum 20 ára húsbréf á móti 40 ára fasteignaveðbréfi, og 15 ára bréf á móti 25 ára bréfunum jafnóðum og þau eru dregin út. Djúpt held ég að sé á því fjármagni sem þyrfti í þetta og auknu framboði fylgja aukin af- föil svo ekki er ijarstætt að afföllin fari í 23-25 prósent. Hveijir fá þetta svo í andlitið? Ekki kraftaverkamennimir, heldur íbúðakaupendur, því þetta endar auðvitað í hærra fasteignaverði. Og þá líka hærri fasteignagjöldum og eignaskatti ef lengra er skoðað. Þetta er svolítið skondið, því ein- hver sagði mér að laun sem þarf til að standa undir 3ja milljóna króna láni þyrftu að hækka um liðug 3 prósent til að leysa þennan sama vanda, og þar þyrftu ekki að koma til nema hverfandi aukaverkanir. Lengra láni fylgir auk- inn fjármagnskostnað- ur, segir Tryggvi Hjör- var, sem hér fjallar um lengingu lána í hús- bréfakerfinu. En því er ég að fjasa um þetta. Ég vildi að einhver reiknimeistarinn reiknaði þetta út í hörðum tölum og áætluðum áhrifum markaðarins. Hann gæti sett upp í fallegu súlu- riti í næsta blaði hvað íbúðarkaup- andi tapaði miklu á lengingu lán- anna, og hvað greiðslubyrðin ykist til lengri tíma litið. Við skulum ekki gleyma því að 65 prósent greiða af lánum sínum á gjalddaga þótt það sé sjálfsagt í járnum hjá mörgum, en á móti kem- ur að þeir hinir sömu eru að eign- ast eitthvað meira í íbúðinni fyrir utan rekstrarkostnað. Það er hægt að gera margt til að létta þessa byrði á fjölskyldunni, en það felst ekki í kraftaverkum. Það felst, eins og lífið sjálft, í mörg- um smáum aðgerðum og sívakandi auga á því sem er að gerast hveiju sinni. Höfundur er kerfisfræðingur. Tryggvi Hjörvar Ég skora á Morgunblað- ið að beina umræðunni inn á þær brautir, segir Hermann Bárðarson, að hún verði málefna- legri og einkennist af heildarsýn fremur en hagsmunatogstreitu. sem þekking og fjármagn verður nýtt til skynsamlegri þróunar at- vinnulífsins. í öðru lagi þurfa sveit- arfélögin í auknum mæli að taka við því atvinnuþróunarstarfi sem hefur verið í höndum ýmissa sjóða og stofnana s.s. Atvinnutryggingasjóðs og Byggðarstofnunar. Það er engin skynsemi í því að láta íbúa sveitarfé- laganna vera áhorfendur að mið- stýrðu sjóðakerfi sem oft og tíðum hefur haft skaðleg áhrif á atvinnulíf- ið í landinu. Það þarf að virkja íbúa sveitarfélaganna til að móta at- vinnuþróun innan þeirra, Þjóðin þarf á fræðslu að halda Hrun margra mikilvægra fiski- stofna víðs vegar í heiminum er skýr- asta dæmið um það hversu fiskveiði- stjómun er vandmeðfarin. Því er ljóst að þeir sem móta fiskveiðistjómunina í landinu verða að koma með skýr og vel studd rök fyrir ágæti þessarar stefnu. Fræðslan verður að ná til þeirra sem starfa í sjávarútvegi sem og þjóðarinnar í heild. Ranghug- myndir sem hafa verið uppi um kvótakerfið endurspegla hversu al- menningur og margir sem starfa í sjávarútveginum era illa upplýstir um núverandi fiskveiðistjómunarkerfi. Þjóðin krefst þess af sitjandi ríkis- stjórn hvers tíma að hún komi með skýr og vel studd rök um ágæti fisk- veiðistjómunarkerfísins. Þessu hefur fráfarandi ríkisstjórn ekki sinnt nógu vel og því er skiljanlegt að óánægju- raddir um núverandi kerfi verði sí- fellt háværari. Lokaorð Umræðan um fiskveiðistjórnun hefur of mikið snúist um einstaka þætti sem snúa að sjálfum fiskveið- unum og kvótakerfinu. í þessari grein hef ég bent á nokkra þætti sem snúa að því starfsumhverfi sem kvótakerf- ið þarf að hafa til að geta náð þeim árangri sem því er ætlað. Það er von mín að ný ríkisstjóm sýni meiri skiln- ing á þvi hvernig þarf að hlúa að hinum ýmsu þáttum í rekstraram- hverfi sjávarútvegsins. Aukinn skiln- ingur á þessu er forsenda þess að kvótakerfið geti verkað eins og því er ætlað og þar með einnig forsenda þess að almenn sátt geti náðst um kvótakerfið meðal þjóðarinnar. Að lokum vil ég skora á Morgunblaðið að reyna að beina umræðunni um stjómun fiskveiða inn á málefnalegri brautir sem einkennast af heildarsýn en ekki eiginhagsmunatogstreitu. Höfundur er sjávarútvegs- fræöingur og starfsmaður Hagfræðistofnunar Háskóla Islands. Greinin lýsir þó einungis sjónarmiðum höfundar en ekki Hagfræðistofnunar. Afengi á ekki erindi á HM VOND tíðindi hafa borist frá undirbúningi Heimsmeistaramótsins í handbolta. Forráða- menn handboltans á Is- landi leita nú eftir því að draga áfengi að íþróttakappleikjum og bijóta þar með blað í íþróttasögu landsins. Vandséð er hvernig for- eldrar geta treyst slík- um aðilum fyrir æsku- lýðsstarfi; aðilum sem nú vilja stíga þau skref að tengja áfengi við íþróttir meðan aðrar þjóðir eru að reyna að ijúfa þessi tengsl; aðilum sem halda.því á lofti að íþróttastarf sé forvamastarf. Átakið Stöðvum unglingadrykkju varar eindregið við þessari þróun og færir gegn henni mörg rök. • íþróttir og áfengi fara ekki sam- an. • Hátt hlutfall áhorfenda eru börn og unglingar. Óheppilegt er að þeir þurfi að horfa á áfengis- neyslu hinna fullorðnu á leikjun- um. • Aldurstakmörk vegna áfengisveit- inga og -sölu er 20 ár. Börnum eða ungmennum innan 18 ára aldurs er jafnframt óheimill að- gangur og dvöl á stöðum sem hafa leyfi til áfengisveitinga nema í fylgd með forráðamönnum. Ekki má bera áfengi út af sölustað. Lögreglunni ber að hafa eftirlit með að reglur séu virtar. Ólíklegt er að það takist vegna anna við önnur verkefni á mótinu. • Evrópusamningur frá 1986, sem ísland er aðili að, kveður á um að banna eigi og takmarka veru- lega meðferð áfengis í tengslum við íþróttaviðburði. • Hætta er á að ölvunarakstur auk- ist, sem og aðrar „óvæntar" uppá- komur, en slíkt yrði landi og þjóð lítt til sóma. • Ólíklegt er að erlendir gestir sæk- ist mikið eftir að kaupa bjór á því verði sem hann er boðinn hér á landi. • Áfengissala nú hlýtur að Ieiða af sér þrýsting um slíkar veitingar á öðram íþróttaviðburðum hér- iendis í framtíðinni. Til þessa hefur algjör sam- staða ríkt hér á landi um að halda áfengis- neyslu sem mest frá íþróttakeppni og öðrum íþróttaviðburðum. Verði áfengissala leyfð í tengslum við HM er verið að veita vafasamt fordæmi sem trauðla er í þágu íþróttahreyf- ingarinnar. • Áfengisneysla er víða hvati og fylgifiskur óláta og ofbeldis á íþróttaleikum erlendis. Með því að selja áfengi á HM er að nauð- synjalausu verið að tefla öryggi mótsgesta í tvísýnu. Verði áfengissala leyfð í tengslum við HM, seg- ir Valdimar Jóhanns- son, er verið að veita vafasamt fordæmi. Auk þess að skora á lögreglu- stjóra að veita ekki fyrirliggjandi leyfi mun átakið fylgjast með að allar reglur um íþróttakappleiki verði virtar hvað þetta varðar. Ef svo illa skyldi til takast að HM fengi leyfi til áfengissölu mun verða fylgst með því hvort ungmenni innan 18 ára aldurs fái aðgang að veitingasvæð- um, án fylgdar forráðamánna sinna. Ef veitingasvæðin verða þá ekki nægjanlega afmörkuð og þeirra gætt að þessu leyti mega ungmenni undir 18 ára aldri ekki fá aðgang að leikjunum sjálfum nema „í fylgd með foreldri, öðrum forsjáraðila eða maka“ eins og segir í lögum um vernd barna og ungmenna og er efnislega samhjóða áfengislögunum. Höfundur er framkvæmdastjóri átaksins Stöðvum unglingadrykkju. Valdimar Jóhannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.