Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
imm
Aðaltöiur:
1 )(i2)íi3;
Vínningstölur
miövikudaginn:
jjjlÚinningur for til Danmerkur (2)
15 20 47
BÓNUSTÖLUR
D®®
Heildarupphæð þessa viku:
48.960.938
1.248.938
UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11
LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVJLLUR
Aðalfundur
Dagsbrúnar
Aðalfundur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar verður haldinn
í Súlnasal Hótels Sögu laugardaginn 6. maí 1995 kl. 13.15.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Breyting á reglugerð styrktarsjóðs.
3. Kaffiveitingar.
Félagar fjölmennið.
Stjórn Dagsbrúnar.
V
s
EIRAPROl
Næsta
námskeið til
aukinna ökuréttinda
hefst þriðjudaginn
9. maí kl. 18
Námskeiðið kostar kr. 95.000 staðgreitt
Afborgunarkjör. __
Innritun eftir kl. 13 alla virka
daga f síma 670300.
0KUSK0LINNIMJ
arabakka 3, Mjóddinni, sírptjjm
0300
f (99<i f.
Isíandsmeistaral^eppni
í dansi meðgrunnaðferð
6—7. maí
í íþróttafiúsinuj Strandgötu,
Síafnarfirði
Keppni hefst kl. 11.00 báða dagana.
Húsið opnað kl. 10.00 báða dagana.
Einnig keppt í flokkum með frjálsri aðferð.
Verð 1 daaur 2daaar
Börn 4 OO 7OO
Fullorðnír í stúku 600 10OO
5asti við borð 10OO 1600
,5jáunist; hre&ö O0 k'át!
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Geðdeild
ÞAÐ ERU ekki allir sem
eiga heima á geðdeild.
Deildin er ekki fyrir fólk
sem kann að notfæra að-
stöðuna með leikaraskap.
Það fólk ætti bara heima
á leiksviði. Þeir, sem
geta útskrifast af deild-
inni, eiga ekki að vera þar
lengur eingöngu vegna
þess að þeir eiga ekki í
nein önnur hús að venda.
Það ætti að setja á stofn
heimili fyrir þetta hús-
næðislausa fólk þar sem
það getur dvalið.
Það má ekki misnota
geðdeildina því hún er ein-
göngu fyrir fólk sem er
veikt.
Almennt þakkar fólk
hvorki fyrir né kann að
meta að vera heilbrigt.
Leiksvið lífsins er nógu
stórt fyrir okkur öll.
Gígja Thoroddsen
Tapað/fundið
Perluarmband
fannst
PERLUARMBAND fannst
á Nesbala fyrir nokkru síð-
an. Uppi. í síma 611086.
Lyklar fundust
FIMM lyklar á kippu fund-
ust í Faxatúni í Garðabæ
á sumardaginn fyrsta.
Upplýsingar í síma
658512.
Hringur tapaðist
TVÍLITUR gull- og silfur-
hringur með bláum steini,
frá Jens, tapaðist í Vestur-
bænum við Nesveg eða
Vesturbæjarsundlaug sl.
miðvikudag. Finnandi vin-
samlega hringi í síma
5611534 eða 5880017.
Myndavél tapaðist
MINOLTA myndavél tap-
aðist á bílaplaninu fyrir
framan Sóiheima 25 rétt
eftir miðnætti aðfaranótt
sl. laugardags. Hafí ein-
hver fundið hana er hann
beðinn að hringja í síma
12193 eða 611280. Fund-
arlaun.
Bangsi fannst
í Hallarmúla
LÍTILL bangsi, sem fannst
í Hallarmúla, saknar eig-
anda síns. Upplýsingar í
síma 685990.
Svartur
reiðfákur
DIMMT ER á dökkum
miðum og depurð ríkir á
heimilinu. Af einhverjum
ástæðum hvarf svarti far-
arskjótinn hennar Helgu
þar sem hann stóð læstur
við heimili hennar í fyrri-
nótt. Fákurinn er alsvartur
af gerðinni TRECK með
ljósum að aftan og framan,
táklemmum, bögglabera
og ýmsum öðrum auka-
hlutum. Hnakkurinn var
teypaður með brúnu lím-
bandi fremst, gat var á
hægra handfangi. Hann
var eina farartækið á
heimilinu og sá um að
koma eiganda sínum úr og
í vinnu og annað snatt sem
til féll. Því er missir hans
mikill og er nú höfðað til
bestu tilfmninga þess sem
fékk hjólið lánað og er
hann, eða aðrir sem hafa
séð þennan kostagrip,
beðnir að hringja í síma
5544904 eða vinnusíma
691220. Helga.
Gæludýr
Týndur köttur
SMÁVAXINN grábrönd-
óttur köttur með hvítar
loppur og bringu hvarf að
heiman frá sér i Selja-
hverfí fyrir u.þ.b. viku.
Gegnir nafninu Cero, er
eyrnamerktur og var með
svarta 61 með bjöllu. Viti
einhver um ferðir hans er
hann vinsamlega beðinn
að láta vita í síma 72414.
Kisa er týnd
HÚN Fluga litla, 1 árs, þrílit læða (svört, ljósbrún,
hvít), fór ólarlaus í göngutúr á Lindargötu fimmtudag-
inn 27. apríl sl. og hefur ekki sést síðan. Hafi einhver
orðið ferða hennar var er hann vinsamlega beðinn að
láta vita í síma 21387.
HOGNIHREKKVISI
<s» HANN BR í STEyPUKCOSSONUAA .«
LEIÐRÉTT
Coldwater ekki
Iceland Seafood
Ranghermt var í fundar-
boði í blaðinu í gær að
Magnús Gústafsson væri
forstjóri Iceland Seafood
Corporation í stað Coldwat-
er Seafood Corporation og
er beðist velvirðingar á þvl.
Þess má reyndar geta að
upplýsingar um fundinn og
texti komu frá Verslunar-
ráði íslands.
Pétur en ekki Steini
Mishermt var í greininni „í
þá gömlu góðu daga“ í
blaðinu í gær að Skaga-
maðurinn Sigursteinn Há-
konarson hefði komið fram
á samnefndri skemmtun á
Hótel íslandi síðastliðið
sunnudagskvöld. Hið rétta
er að í forföllum Steina tók
Fram-arinn Pétur Krist-
jánsson nokkur lög við góð-
ar undirtektir.
Pennavinir
TUTTUGU og fjögurra ára
Ghanastúlka með áhuga á
bréfaskriftum, ferðalögum
o.fl.:
Salanmty Farouk,
P.O. Box 529,
Ayiko Ayikoo,
Ogvaa,
Ghana.
TUTTUGU og sjö ára
Ghanamaður með áhuga á
ferðalögum og íþróttum:
Maxwell Kweku
Andrew,
P.O. Box 802,
Cape Coast,
Ghana.
FRA Lettlandi skrifar kona
sem er í íslandsvinafélag-
inu en gleymir að geta um
aldur:
Vya Ganina,
Virsu Street 13-3,
226080 Riga,
Latvia.
Víkveiji skrifar...
VÍKVERJI hefur oftar en einu
sinni furðað sig á hversu líf-
seigar ýmsar gamlar hugmyndir um
mismun kynjanna eru. En látum
vera þótt fólk af eldri kynslóðinni
sé fast í sama farinu hvað þetta
varðar, enda oft erfitt að kenna
gömlum hundi að sitja. Hins vegar
þykir Víkveija afar sérkennilegt að
sjá þessa afstöðu í nýrri sjónvarps-
auglýsingu, sem er ætlað að hvetja
ungu kynslóðina til dáða. Auglýs-
ingin er til að vekja athygli á sam-
keppni um bestu, frumsömdu,
mjólkurauglýsinguna. Víkverji hef-
ur séð tvær útgáfur af þessari aug-
lýsingu. í báðum segir móðirin í
auglýsingunni að mjólk sé góð fyrir
ímyndunaraflið. Þetta sannast á
unglingspiltinum í fjölskyldunni,
sem lygnir aftur augunum og er í
huganum kominn á brunandi ferð
á snjóbretti, með ýmsum líflegum
tilburðum. Ónnur útgáfa auglýsing-
arinnar er framan af eins, en þegar
kemur að ímynduninni að þessu
sinni er það unglingsstúlkan á
heimilinu sem lætur sig dreyma um
fyrirsætustörf og gengur hálfnakin
eftir sýningarpalli. Víkverja finnst
afskaplega gamaldags að setja
drauma unga fólksins fram á þenn-
an veg; hann er svellkaldur og flink-
ur, hún falleg og kynþokkafull.
xxx
AÐ ER svo sem ekkert eins-
dæmi að hlutverkum kynjanna
sé stillt upp á þennan hátt. Undar-
leg afstaða til kynjanna veldur því
meira að segja að stundum búast
konur fastlega við að þeim sé This-
munað og karlar teknir fram yflr
þær. Víkveiji kann að segja af
þremur konum, sem allar sóttu um
sömu stöðuna innan bankakerfisins.
Þær voru allar viðskiptafræðingar
að mennt, en íjórði umsækjandinn
var karlmaður, sem ekki gat státað
af slíkri háskólamenntun. Fólkið
hafði starfað hjá bankanum áður,
en mislengi. Konurnar þrjár töluðu
þó um það sín á milli að þær gætu
víst allt eins átt von á því að- karl-
maðurinn, sem hafði einna minnstu
starfsreynsluna, yrði tekinn fram
yfir þær. En ekki endaði sagan svo
illa, þótt endirinn væri undarlegur.
Ein kvennanna fékk starflð. Hún
hafði minnstu starfsreynsluna af
konunum þremur og var nánast
nýbyijuð. Ög ástæðan, sem. gefin
var fyrir þessari ákvörðun? Jú, þessi
kona átti tvö böm og lýsti því yfír
að hún ætlaði sér ekki að eignast
fleiri. Hinar tvær voru barnlausar
og vinnuveitendumir litu greinilega
svo á að mikil „hætta“ væri á að
þær legðust í barneignir og yrðu
verri starfskraftar en ella. Miðað við
þetta mætti ætla að engin kvenn-
anna hefði fengið starfíð, ef þær
hefðu allar verið barnlausar. Hæfi-
leikar til að kljást við starf yfir-
manns virtust minnstu máli skipta.