Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ1995
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
UPPLYSINGAMIÐ-
STÖÐ MYNDLISTAR
UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ myndlistar hefur verið sett
á laggir hér á landi. Þar með hefur langþráður
draumur myndlistarfólks orðið að veruleika.
Árið 1993 hófust umræður menntamálaráðuneytis,
Sambands íslenzkra myndlistarmanna, fulltrúa frá lista-
söfnum og fleiri aðilum um þetta efni. Það var síðan eitt
af síðustu verkum Ólafs G. Einarssonar, fyrrv. mennta-
málaráðherra, að hnýta endahnútinn á málið, en áformað
er að verja tæpum tíu milljónum króna til Upplýsingamið-
stöðvar myndlistar á næstu fjórum árum.
Samkvæmt samstarfssamningi sem menntamálaráðu-
neytið, SÍM og Myndstef hafa gert með sér verður hlut-
verk miðstöðvarinnar meðal annars að koma á fót gagna-
banka, sem hafi að geyma upplýsingar um íslenzka
myndhöfunda og verk þeirra. Miðstöðinni er jafnframt
ætlað að kynna íslenzka myndlist hein^a og heiman. Hún
sinnir upplýsingum um sýningartilboð, söfn og sýningar-
sali hérlendis og erlendis, sem og námsframboð, vinnu-
aðstöðu, styrki, myndlistarviðburði o.fl. Hún veitir og
myndlistarmönnum aðstoð við umsóknir, samningsgerð
og útboðsgögn.
Fyrir er starfandi Islenzk tónverkamiðstöð, sem hefur
með höndum hliðstætt kynningarstarf. Hún sinnir og
útgáfustarfsemi og varðveitir stórt íslenzkt nótnasafn.
Með Upplýsingamiðstöð myndlistar er stigið stórt skref
inn í framtíð, sem vonandi felur í sér betri tíð með blóm
í haga fyrir list og menningu í landjnu; framtíð, sem
ræður yfir fjölmörgum nýjum leiðum, eins og tölvunetum
og geisladiskum, til að kynna og njóta myndlistar - og
til að miðla fróðleik um list og listamenn.
ÓRÓIÁ VINNUMARKAÐI
SJÓMENN á fiskiskipum hafa boðað verkfall frá 25.
maí nk. og krefjast breytinga á verðmyndun á fiski.
Verkalýðsfélagið á Húsavík telur forsendur kjarasamn-
inga, sem gerðir voru fyrr á þessu ári, brostnar og skor-
ar á félög að segja upp samningum. Benedikt Davíðs-
son, forseti ASÍ, mótmælir þessu sjónarmiði og segist
ekki vita á hvaða forsendum ályktun verkalýðsfélagsins
á Húsavík byggi. Mjólkurfræðingar hafa boðað tímabund-
in verkföll og svo er um nokkur önnur launþegafélög.
Það eru aðeins liðnir rúmlega tveir mánuðir frá því,
að samningar tókust á almennum vinnumarkaði og við
flesta aðra aðila, sem koma að kjarasamningum þ.ám.
kennara. Þegar þeir samningar voru gerðir mátti ætla,
að vinnufriður hefði verið tryggðpr um tveggja ára skeið.
Þessi vinnufriður er forsenda þess, að okkur takist að
nýta þá uppsveiflu í efnahagsmálum, sem augljóslega
er hafin. Vinnufriður er líka forsenda þess, að takast
megi að draga úr atvinnuleysi, sem er umtalsvert.
Af þessum sökum valda þær vísbendingar, sem nú
liggja fyrir um óróa á vinnumarkaðnum áhyggjum. Verk-
fallsboðun sjómanna á fiskiskipum kemur mönnum í
opna skjöldu. Ályktun verkalýðsfélagsins á Húsavík vek-
ur upp spurningar um það, hvort fleiri verkalýðsfélög
leggi svipað mat á þá kjarasamninga, sem gerðir hafa
verið í kjölfar almennu samninganna og Húsvíkingar
virðast gera. Það er ljóst, að í kjarasamningunum eru
ákvæði, sem gera verkalýðsfélögunum kleift að hafa
samninga opna um áramót.
Órói og áhyggjur af þessu tagi vinna gegn hagsmunum
félagsmanna verkalýðsfélaganna. Um leið og atvinnufyr-
irtækin fá pata af því, að óvissuástand geti skapast í
nálægri framtíð á vinnumarkaði halda þau að sér höndum
og fresta þeim fjárfestingum, sem mörg þeirra hafa
haft uppi áform um undanfarna mánuði. Áhyggjur af
framþróun á vinnumarkáðnum geta haft sömu áhrif á
uppsveifluna í efnahagsmálum og of mikil vaxtahækkun.
Hvoru tveggja getur kæft uppsveifluna í fæðingu.
Þess vegna er yfirlýsing forseta ASÍ mikilvæg. Hún
bendir til þess að afstaða verkalýðsfélagsins á Húsavík
njóti takmarkaðs stuðnings. Þess vegna skiptir líka miklu
máli, að deilur sjómanna og útgerðarmanna lendi ekki í
þeirri hörku, sem landsmenn urðu vitni að fyrir nokkrum
misserum.
Umræðan um gjal
mun vaxa stöði
Alit sérfræðinga við HI á hugmyndum Arna Vilhjálmssc
*
Hugmyndir Ama Vilhjálmssonar, prófessors
og stjórnarformanns Granda hf., um gjaldtöku
fyrir veiðiréttindi, mælast yfirleitt nokkuð vel
fyrir meðal fræðimanna sem Morgunblaðið
spurði álits hjá á ummælum Áma.
RAGNAR Árnason, prófessor
við viðskipta- og hagfræði-
deild Háskóla íslands, segir
að ef ákveðið verði að leggja
á veiðileyfagjald sé það kerfi sem Arni
Vilhjálmsson hafi stungið upp á tals-
vert álitlegt.
„Rök hans fyrir því að þessi leið sé
betri en til dæmis árlegt uppboð á
veiðirétti eða gjald á aflaeiningu virð-
ast vera góð og trúverðug. Mér líst
því nokkuð vel á þetta fyrirkomulag.
Hins vegar er ástæða til að íhuga
málið nánar ef til þessa kemur og virð-
ist líka í fljótu bragði geta komið til
álita að taka upp kerfi þar sem menn
greiða ákveðið gjald fyrir aflaeiningu
við löndun,“ sagði Ragnar.
Hann sagðist einnig telja þau rök
góð og gild sem Árni og fleiri hefðu
sett fram um að gjaldtaka væri nauð-
synleg forsenda þess að sátt næðist
um fiskveiðistjórnunarkerfið.
Að sögn Ragnars er hugsanlega
einn galli á útfærslu Árna. Ef útgerð-
armenn greiddu gjald fyrir veiðirétt í
eitt skipti fyrir öll, mætti gera ráð
fyrir að sumir fengju lán í stað þess
að staðgreiða gjaldið og greiddu af-
borganir og vexti í nokkur ár. „En
eftir einhvern árafjölda er öllum
greiðslum lokið og þá hættir þjóðin
að sjá sína hlutdeild í auðlindarent-
unni. Að því leytinu til er betra að
borga afgjaldið af auðlindaretunni
jafnt og þétt með aflanum," sagði
Ragnar.
Hann Bagðist telja víst að umræðan
um gjaldtöku færi vaxandi á næstu
árum. „Endurskoðun á kvótakerfínu
stendur .fyrir dyrum á kjörtímabilinu.
Það er alveg augljóst að þetta verður
mjög alvarlega í umræðunni,“ sagði
Ragnar.
Eitt brýnasta hagsmunamál
þjóðarinnar
„Ég býð Áma Vilhjálmsson hjartan-
lega velkominn í hóp þeirra, sem hafa
skynsamlega skoðun á sjávarútvegs-
málum. Margir helstu forystumenn
sjávarútvegsfyrirtækjanna í landinu
hafa barist hatramlega gegn veiði-
gjaldi. Barátta þeirra gegn veiðigjaldi
er í mínum huga ómeðvituð barátta
fyrir áframhaldandi hnignun íslensks
efnahagslífs. Rökin fyrir veiðigjaldi,
bæði hagkvæmnisrökin og réttlætis-
rökin, eru svo sterk að minni hyggju,
að þau hljóta að sigra á endanum.
Nú er launþegahreyfingin líka loksins
búin að lýsa yfir stuðningi við veiði-
gjald, eins og fram kom 1. maí. Bat-
andi mönnum er best að lifa,“ sagði
Þorvaldur Gylfason, prófessor við við-
skipta- og hagfræðideild HÍ.
„Álagning veiðigjalds er eitt brýn-
asta hagsmunamál þjóðarinnar. Við
megum ekki missa of mikinn tíma.
Það er því slæmt, að sú ríkisstjórn,
sem nú er nýsest að völdum, virðist
ætla að leiða veiðigjaidsmálið hjá sér.
Svo mikill er máttur hagsmunahóp-
anna. Þeim getur tekist að tefja málið
eitthvað enn um sinn, en á endanum
mun fólkið í landinu knýja stjórnvöld
til að leiða málið til lykta. Andstæðing-
arnir munu lyppast niður einn af öðr-
um, uns málið kemst í höfn. Þetta
má samt ekki taka of langan tíma.
Þó er ærin ástæða til að óttast skað-
ann, sem enn frekari töf kann að valda.
Skjótar umbætur bera allajafna mest-
an árangur. Of hægum umbótum
hættir til að koðna niður,“ sagði hann.
„Sú útfærsja veiðigjaldshugmynd-
arinnar, sem Árni Vilhjálmsson sting-
ur upp á, er hins vegar gölluð. Hann
stingur upp á eingreiðslum, sem eru
mun minni en efni standa til, en það
er aukaatriði. Hitt skiptir miklu meira
máli að taka höndum saman um fram-
gang málsins. Útfærslan er tæknilegt
úrlausnarefni og kemur af sjálfri sér.
Góðar hugmyndir stranda áldrei á
útfæreluatrlðum. Það er löngu tíma-
bært, að embættisstofnanir ríkisins
og ráðuneyti, til dæmis Þjóðhags-
stofnun og Fjármálaráðuneyti, skili
rækilegri greinargerð um áhrif og
útfærslu veiðigjalds og leggi á ráðin
um ýmis framkvæmdaratriði, til
dæmis um hagkvæmasta fyrirkomu-
lag álagningarinnar. Slík undirbún-
ingsvinna myndi draga úr óvissu og
greiða fyrir framgangi málsins til
hagsbóta fyrir fólkið í landinu," sagði
Þorvaldur að lokum.
Efasemdir um útfærsluna
Snjólfur Olafsson dósent við við-
skipta- og hagfræðideild, segir að hug-
Ragnar Þórólf
Árnason. Matthí;
►Líst nokkuð vel á ►Einhversk
þetta fyrirkomulag. greiðsla þar
koma til.
Þorvaldur
Gylfason.
Snjó
Ólafs
► Andstæðingarnir
munu lyppast niður
einn af öðrum.
►Hugmynt
er að ræða
myndir Áma Vilhjálmssonar séu út-
færsla á veiðileyfagjaldi sem komi vel
til greina að hans mati. „Þetta er hug-
mynd sem er vert að ræða og .það er
gleðiefni, að þeim fer sífelR fjöigandi
sem styðja hugmyndir um veiðileyfa-
gjald og hafa skilning á því að það
sé nauðsynlegt til að auka stöðugleika
í fískveiðistjórnunarkerfinu, þannig að
óvissan minnki og fyrirtækin hafi betri
forsendur til að gera áætlanir og reka
þau skynsamlega," sagði hann.
„Ég hef í sjálfu sér efasemdir um
að þetta sé besta útfærslan en hún
kemur alveg til greina og það er rétt
að ræða hana eins og aðra mögu-
leika,“ sagði Snjólfur ennfremur.
Hann sagði að hugmynd Árna væri
ekki ný af nálinni. Ókostir hennar