Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ1995 43 * Sigurganga Ivan- tsjúks heldur áfram SKAK Atskákmót Intcl og PCA MOSKVA, 27.-30. APRÍL ÚTSLÁTTARMÓT atvinnu- mannasambandsins PCA og tölvu- fyrirtækisins Intel eru nú hafin að nýju. Haldin voru fjögur mót á síð- asta ári og varð Vladímir Kramnik sigursælastur í heildarkeppninni. Nú eru mótin aftur farin af stað og fór það fyrsta fram í Moskvu um helgina. Eins og í fyrra varð mótið æsi- spennandi. Fátt var um óvænt úrslit framan af og stigahæstu keppend- urnir komust í undanúrslitin. Þar náði Anand að koma fram hefndum á Kasparov eftir hroðalegt afhroð i Evans- bragði á minningarmótinu um Tal í apríl. Úrslitaviðureign An- ands og ívantsjúks varð æsispenn- andi og fóru báðar skákimar út í langt endatafl. í seinni skákinni hafði ívantsjúk sannfærandi og er það enn ein fjöðurin í hans hatt á þessu ári. Skemmst er að minnast sigursins í Linares í mars. 1. umferð: Ívantsjúk-Nikolic 2-0 Kortsnoj-Azmajparasvíli 1V2-V/2 Júsupov-Vyzmanavín 2-0 Kramnik-Smirin V/2-V2 Morosevitsj-Gulko V/2-V2 Anand-Khalifman V/2-V2 Speelman-Topalov 2-1 Kasparov-Episín Vh-Vi Kortsnoj komst áfram því hann hélt jafntefli með svörtu í úrslita- hraðskákinni. Fjórðungsúrslit: Ívantsjúk-Kortsnoj 2-1 Kramnik-Júsupov 2-1 Anand-Morosevitsj 2-1 Kasparov-Speelman V/2-V2 Undanúrslit Ivantsjúk-Kramnik 2-1 Anand-Kasparov IV2-V2 Úrslit: Ívantsjúk-Anand IV2-V2 Kasparov náði sér ekki á strik í seinni skákinni við Anand: Hvítt: Anand Svart: Kasparov Sikileyjarvörn 1. e4 — c5 2. Rf3 — d6 3. d4 - cxd4 4. Dxd4 — Bd7 Kasparov óttast greinilega afbrigðið 4. - Rc6 5. Bb5 - Bd7 6. Bxc6 - Bxc6 7. Rc3 og síðan langhrókar hvít- ur. 5. c4 - Rc6 6. Dd2 - g6 7. Be2 - Bg7 8. 0-0 - Rf6 9. Rc3 - 0-0 10. Hbl - a6 11. b3 - Da5 12. Bb2 - Hfc8 13. Hfdl - Bg4 14. De3 - Rd7?! Kasparov er í vandræðum með stöður þar sem erfítt er að fínna áætlun. 15. Rd5! - Bxb2 16. Hxb2 - Bxf3 17. Bxf3 - e6 Akveður að fórna peði til að létta á stöðunni, því svarta peðið á d6 verður ekki valdað í framhaldinu. En Anand liggur ekkert á með að hirða peðið: 18. Rc3 - Hd8 19. Hbd2 - Rde5 20. Be2 - Rb4 21. h4! b c d • t g h Fjölnota leikur sem er sérlega óþægilegur í skák með svo stuttum umhugsunartíma. Hvítur loftar úr úr borðinu og hyggur jafnframt á kóngssókn. Svartur fær heldur ekki ráðrúm til að valda peðið. 21. — Dc7 er svarað með 22. f4. Leikurinn ber tilætlaðan árangur. Kasparov missir þolinmæðina og leggur út í vonlausa gagnsókn. 21. - b5? 22. cxb5 - axb5 23. Rxb5 - Rbc6 24. a3 - d5 25. exd5 - Hxd5 26. Hxd5 - exd5 27. b4 — Da4 28. Hxd5 og Kasparov gafst upp. Enn ein staðfesting á því að PCA- heimsmeistaraeinvígið í haust verður æsispennandi! Skólaskákmót Breiðholts Taflfélagið Hellir hélt einstak- lingskeppni fyrir grunnskóla í Breið- holti fímmtudaginn 27. apríl. Mótið fór fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Keppendur voru 54 og kepptu í fjórum aldursflokkum. Úr- slit urðu þessi: 8-9 bekkur: 1. Bergsteinn Einarsson, Breið- hoitsskóla 6 v. af 6 Uuglingalandsliðið, efri röð frá vinstri: Bergsteinn Einarsson, Jón Viktor Gunnarsson og Björn Þorfinnsson. Neðri röð frá vinstri: Einar Hjalti Jens- son, Haraldur Baldursson, far- arstjóri, og Bragi Þorfinnsson. 2. Davíð Guðnason, Hólabrekku- skóla 5 v. 3. Ingibjöm Ingibjörnsson, Hóla- brekkuskóla 4 v. 4. Egill Guðmundsson, Hóla- brekkuskóla 3 '/2 v. o.s.frv. 6-7. bekkur: 1. Atli Jóhann Leósson, Breið- holtsskóla 5 V2 v. af 6 2. Magnús Magnússon, Hóla- brekkuskóla 5 v. 3. Sævar Ólafsson, Hólabrekku- skóla 4 Vi v. 4. -5. Gunnar Örn Heimisson, Breiðholtsskóla og Valtýr Njáll Birg- isson, Hólabrekkuskóla 4 v. o.s.frv. 4-5. bekkur 1. Guðjón Heiðar Valgarðsson, Hólabrekkuskóla 6V2 v. af 7 2. Ingibjörg Edda Birgisdóttir, Hólabrekkuskóla 6 v. 3. Knútur Birgir Ottested, Hóla- brekkuskóla 5 v. 4. -8. Atli Rúnar Kristjánsson og Gunnar Örn Jóhannsson, báðir úr Breiðholtsskóla og Trausti Stefáns- son, Frosti Hallfríðarson og Brynjar Guðmundsson, allir úr Ölduselsskóla 4 v. o.s.frv. 1-3. bekkur: 1. Flóki Sigurðsson, Breiðholts- skóla 8 v. af 8 2. Daði Freyr Guðmundsson, Breiðholtsskóla 7 v. 3. Ingi Freyr Arnarsson, Hóla- brekkuskóla 5 v. 4. -5. Ámi Guðjón Brynjarsson og Sigrún Ólafsdóttir, bæði úr Hóla- brekkuskóla 4 v. o.s.frv. Unglingalandsliðið til Kanaríeyja Um helgina hefst Ólympíumót 15 ára og yngri á Las Palmas á Kanarí- eyjum. Islendingar senda öfluga sveit til leiks. í fyrra náði sveitin sjöunda sæti á Möltu, sem var frábær góður árangur, því flestallar Austur-Evr- ópusveitirnar sendu lið. Búist er við 40-50 þátttökusveit- Margeir Pétursson Mýjar íbúdir á einum besta stad í Reykjavík Nú stendur yfir sala íbúða í þessu fallega og nýstárlega fjölbýlishúsi í nýja Kirkjutúnshverfinu. * Um er að ræða afar vandaðar íbúðir í vel skipulögðu hverfi miðsvæðis í borginni. Stutt er í helstu verslanir og skóla og íþróttasvæðið í Laugardal er á næsta leiti. Húsið er átta hæða með fjórum íbúðum á hæð og er lyftu og stigagangi komið fyrir í miðju þess með opnu og björtu rými milli hæða. Það verður einangrað að utan, klætt með innbrenndu iituðu áli og gluggar álklæddir að utan þannig að viðhald verður í lágmarki. Svalir eru á öllum íbúðum. íbúðirnar eru 2ja til 4ra herbergja og verða seldar fullbúnar án gólfefna en baðherbergi verða með flísalögðu gólfi. Allar innréttingar verða íslenskar og mjög vandaðar. íbúðirnar verða afhentar snemma á næsta ári og kostar 97 fm meðalíbúð um 8,8 milljónir króna. Kynnið ykkur spennandi húsnæði á frábærum stað! n ÍSIAK ÁLFTÁRÓS Sími 562 2700 Sími 564 1340 *Kirkjutúnshverfið markast af Sigtúni í suðri, Nóatúni í vestri, Kringlumýrarbraut í austri og Borgartúni í norðri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.