Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Blindrafélagið veitir Morgunblaðinu viðurkenningu Framlag til byltingar í aðgengi blindra að upplýsingum 'TIfinrfraféfayið fiaAf/ar Morgunblaðlnu af afíiuy fyrirframfag iiffeirrar fiyfiingar / ahgenyi fjfindra oy sjónsÁerira ah uppfýsinyum, sem álgdfa JfCoryunSfahsins d rafrœnu formi er. CfA. CBfindraféfaysins 7!afnarJt JKtfmiuun. fi,rmniur Æéá Arni Magn- ússon að- stoðar Finn ÁRNI Magnússon hefur verið ráð- inn aðstoðarmaður Finns Ingólfs- sonar iðnaðár- og viðskiptaráðherra. Ámi er tæplega þrítugur að aldri. Hann lauk Sam- vinnuskólaprófi frá Bifröst en hef- ur starfað sem frétta- og dag- skrárgerðar- maður, m.a. á Tímanum, Ríkis- sjónvarpinu og Ríkisútvarpinu. ------» ♦ ♦----- Söfnun Krýsuvíkur- samtakanna 4 millj. söfnuðust FJÓRAR milljónir króna söfnuðust fyrir nýrri borholu við Krýsuvíkur- skóla í söfnun Krýsuvíkursamtak- anna á Rás 2 í gær. Að sögn Snor- ra Welding formanns samtakanna hafa samtökin þar með náð að safna fyrir 2/.i hlutum þeirra 6 milljóna sem áætlað er að kosti að bora nýja holu. Hitaveita skólahússins hefur verið í lamaséssi í annað ár og var efnt til söfnunarinnar til að bæta úr því. Snorri sagði að enn vantaði fé sem nemi virðisaukaskatti við fram- kvæmdina og viðgerðum og ýmsum framkvæmdum sem væru á áætlun- inni. Hann kvaðst vongóður um að fleiri framlög ættu eftir að bætast við, ekki síst þar sem óskir um framlög hefðu verið lagðar fyrir ýmis stórfyrirtæki sem ættu eftir að leggja erindi fyrir stjórnir sínar. Einnig kvaðst hann binda vonir við að Lionsklúbbar ættu eftir að bregðast við ákalli fjölumdæmis- stjóra Lions-hreyfingarinnar um að leggja málinu lið. Snorri sagði að sennilega hefðu 5-700 aðilar lagt söfnuninni lið, ein- staklingar, fyrirtæki, starfsmanna- hópar, lionsklúbbar, kvenfélög, kirkjusóknir og hvers kyns samtök. Hann sagði áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdir hæfust þann 15. þessa mánaðar og sagði að þessi niðurstaða ætti að geta gert það kleift, Snorri Welding vildi koma á framfæri þakklæti samtakanna til allra þeirra sem lagt hefðu málefn- inu lið. BLINDRAFÉLAGIÐ afhenti Morgunblaðinu í gær skjal, þar sem þakkað er af alhug það framlag blaðsins til bylt- ingar í aðgengi blindra og sjónskertra að upplýsingum, sem útgáfa Morgunblaðsins á rafrænu formi er, eins og segir í skjalinu. Nú stendur yfir ráðstefna norrænu blindrafélaganna hér á landi og ber hún yfir- skriftina Aðgangur blindra og sjónskertra að upplýsing- um og menningu. Gísli Helgason, sem á sæti í und- irbúningsnefnd ráðstefn- unnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Blindrafélaginu hefði þótt vel við hæfi að veita Morgun- blaðinu viðurkenninguna á ráðstefnu um þessi mál. „Morgunblaðið vann að und- irbúningi útgáfu blaðsins á raf- rænu formi um fjögurra ára skeið og við hjá Blindrafélaginu áttum ávallt mjög gott samstarf við blaðið. Þann 10. desember sl. hófst svo útgáfan, sem felst í því að texti Morgunblaðsins er sendur á tölvutæku formi til Blindrafélagsins og síðan er notaður talgervill til að lesa blaðið fyrir blinda og sjón- skerta," sagði Gísli. Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, kynnti sér raf- ræna útgáfu Morgunblaðsins í gær og sagði í ávarpi sínu á ráðstefnunni að ísland væri líklega 7. landið í Evrópu, þar sem dagblað er fært á rafrænt form með þessum hætti. Hlutverk bókasafna Á ráðstefnu norrænu blindrafélaganna, sem stendur til 7. maí, er fjallað um ýmis efni, þ.á m. hlut- verk almenningsbókasafna og blindrabókasafna. Gísli Helgason sagði að samkvæmt norskri könnun fjölgaði útlánum á bókasöfn- um ef þau byðu upp á hljóðbækur, því ýmsir nýttu sér þær þótt þeir væru ekki blindir, til dæmis þeir sem ættu við lestrarörðugleika að stríða eða vildu iyóta þess að hlusta á talað mál. „Eftir að við stofnuðum Hljóð- bókaklúbb Blindrafélagsins kom í Ijós að hér á landi er sama uppi á teningnum. Al- menningsbókasöfn hafa keypt hljóðbækur af okkur, til dæmis Borgarbókasafnið." RAGNAR R. Magnússon, formaður Blindrafélagsins, afhendir Haraldi Sveinssyni, framkvæmda- sljóra Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins og Ingvari Hjálmarssyni, umsjónarmanni tölvumála á Morgunblaðinu, viðurkenningu Blindrafélagsins fyrir útgáfu blaðsins á rafrænu formi. Þorskneysla í Bandaríkjunum hefur dregist saman um 36% ÞORSKNEYSLA í Bandaríkjunum dróst saman um 36% á Qögura ára tímabili, úr 192.000 tonnum árið 1989 í 120.000 tonn 1993. Inn- flutningur á þorskafurðum var 150.000 tonn 1979-1987 en er 60.000 tonn nú. Markaðshlutdeild sjávarafurða á bandarísk- um matvælamarkaði er 6% og er ársvelta markaðarins 650 milljarðar dala eða tæplega 41.000 milljarðar íslenskra króna. Þetta kom fram í erindi Magnúsar Gústafssonar forstjóra Coldwater Seafood Corporation á fundi Amer- ísk-íslenska verslunarráðsins í gær. Magnús sagði að fiskneytendur hefðu snúið sér í ríkara mæli að ýsu, steinbíti og Iaxi í stað þorsks, einkum vegna óreglulegs fram- boðs og verðhækkana. Þorskur var í fjórða sæti meðal sjávarrétta á borðum landsmanna árið 1989 en þriðja sæti árið 1993 og segir Magnús að botnfisktegundir séu 2% aðalrétta sem neytt er í Bandaríkjunum og mögulegt að sækja fram á kostnað annarra aðalrétta því leitt hefði verið í Ijós að landsmenn vildu ekki eyða hærra hlutfalli af ráðstöfunartekjum í matvæli, en það væri nú undir 14%. Fram kom að neysla á sjávarréttum hafi lítið breyst í áranna rás og á lista yfir tíu al- gengustu fæðutégundir á matseðlum Bándarí- skra veitingahúsa árið 1973, 1983 og 1993 hafi sjávarréttir ekki komist á blað. Vilji neytenda ráði Lagði Magnús til að reynt yrði að koma meira til móts við neytendur í stað þess að gera ráð fyrir að þeir þyrftu á vörunni að halda og gerði grein fyrir könnun sem gerð var þeirra á meðal og leiddi í ljós meðal ann- ars að fjórðungur þeirra vildi hollustufæði og 19% leggðu meiri áherslu á bragðgæði en holl- ustu. Sagði hann að niðurstaðan væri sú að þrátt fyrir mikla umfjöllun um hollustu væri meiri- hluti neytenda á þeirri skoðun að bragð og gæði væru mikilvægari en hollusta og nær- ingargildi. Þess vegna ætti markaðssókn fyrir fískafurðir að ganga út á það að um væri að ræða bragðgóðan mat sem jafnframt væri hollur, í stað þess að kynna hann sem hollan og jafnframt bragðgóðan. Magnús sagði jafnframt að söluaðilar afurð- anna leggðu mesta áherslu á stöðugt framboð og verðlag þar sem breytingar á matseðlum væru ekki mjög tíðar. Gengi sala eldisafurða vel meðal annars vegna þess að framboð og gæði væru stöðug. Loks sagði hann að íslenskar fiskafurðir hefðu engin séreinkenni í huga neytandans lengur. Verðlag væri á reiki og þeir þekktu ekki vöruna sem íslenska, þótt þeir könnuðust ef til vill við einstök vörumerki. Milljón til Tsjetsjníju RÍKISSTJÓRNIN hefur sam- þykkt tillögu Halldórs Ás- grímssonar, utanríkisráðherra, að veita 16.000 dollara eða um eina milljón króna, til neyðar- aðstoðar vegna flóttamanna- vandans í Tsjetsjníju. Samkvæmt upplýsingum Mannúðardeildar Sameinuðu þjóðanna hafa hundruð þús- unda íbúa Tsjetsjníju flosnað upp frá heimilum sínum vegna stríðsins þar. Hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna háfa tekið höndum saman um átak til aðstoðar þeim sem verst eru settir. Mannúðardeild Samein- uðu þjóðanna hefur yfirumsjón með hjálparstarfinu og sam- hæfir aðgerðir hjálparstofnana þeirra sem vinna að því að út- vega fólkinu húsaskjól, vatn, hreinlætisaðstöðu, fæði, klæði og Iyf og annast börnin í flótta- mannahópnum. Annasamt hjá lögreglunni á Sauðárkróki Sauðárkróki. Morgunblaðið. ANNASAMT hefur verið hjá lögreglunni á Sauðárkróki und- anfarið en aðfaranótt sl. þriðju- dags var brotist inn í félags- heimilið Miðgarð í Varmahlíð, unnar þar nokkrar skemmdir og stolið meðal annars sjón- varpi, stýrikerfi ljósabúnaðar ásamt ýmsum smærri tækjum og búnaði. Þá var aðfaranótt miðviku- dags brotist inn í sjö bíla á Sauðárkróki og stolið úr þeim útvörpum, geislaspilurum, rad- arvörum og myndavél og unnar skemmdir á bílunum. Að sögn lögreglunnar hafa allir þeir sem komu við sögu í báðum þessum málum verið handteknir og teljast þau að fullu upplýst. Tímakaup í ung- lingavinnunni Fá 90% af Dagsbrún- artaxta BORGARRÁÐ hefur samþykkt að 14 og 15 ára unglingar hjá Vinnuskóla Reykjavíkur fái 90% tímakaups unglingataxta Dagsbrúnar að launum í sum- ar. Tillagan kom frá stjórn skól- ans og þýðir að 14 ára fá 182,40 krónur á tímann og 15 ára 206,72 krónur. Erþað 8,6% hækkun frá fyrra ári. Hefur þessi viðmiðun verið notuð hjá skólanum um langt árabil. Tívolí á Miðbakka JÖRUNDUR Guðmundsson hefur fengið leyfi til að reka Tívolí á Miðbakka við Reykja- víkurhöfn 8.-23. júlí. Samþykkti hafnarstjórn um- sókn Jörundar í lok apríl en gerði meðal annars að skilmál- um að hávaði frá starfseminni stríddi ekki gegn mengunar- varnareglugerð. Fjallað var um málið í borgarráði og áhersla lögð á að eftirlit yrði haft með starfseminni og leyfi afturkall- að ef hávaðamörk yrðu ekki virt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.