Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Attatíu ára afmæli Verkalýðsfélags Stykkishólms Morgunblaðið/Árni Helgason EINAR Karlsson, formaður Verkalýðsfélags Stykkishólms, en félagið heldur upp á 80 ára afmæli sitt um þessar mundir. Stofnunin fyrst rædd í landlegu Stykkishólmi - Verkalýðsfélag Stykkishólms er 80 ára um þess- ar mundir. Þess var minnst á 1. maí samkomu félagsins í fé- lagsheimilinu á Stykkishólmi. Það var á haustmánuðum árið 1914 að vermenn í Höskuldsey, er búsettir voru í Stykkishólmi, ræddu í landlegu um stofnun verkamannafélags í sinni heima- byggð. Þá höfðu verið stofnuð nokkur verkalýðsfélög á landinu og fréttist af baráttumálum þeirra. Þá var atvinna af skorn- um skammti og afkoma heimila slæm, en menn höfðu trú á að með samtakamætti væri hægt að tryggja betri afkomu. í árs- byrjun 1915 var boðað til stofn- fundar og verkamannafélagið Framsókn stofnað. Fyrsti for- maður var kjörinn Baldvin Bárdal. Fyrsta verkefni félags- ins var að semja við kaupmenn um kauptaxta. Samið var um 35 aura á tímann og 5 aurum lægra til þeirra sem fengu greitt í peningum. Þá tíðkaðist að fá greidd laun með vöruúttekt. Það tók nokkra áratugi að beijast fyrir því að laun væru greidd út í peningum. Þá var dagvinna frá kl. 6 að morgni til kl. 7 að kveldi. Síðan þetta var hefur orðið gjör- bylting, íslenska þjóðfélagið hefur breyst úr örbirgð til alls- nægta. Verkamannafélagið Framsókn starfaði til 1924, en stuttu síðar var Verkalýðsfélag Stykkishólms stofnað. Núver- andi formaður félagsins er Ein- ar Karlsson. Á 1. maí samkomunni nú flutti fyrrverandi formaður félagsins, Kristinn B. Gíslason, ræðu og rakti nokkur atriði úr sögu fé- lagsins. Guðrún Marta Áræls- dóttir las ljóð, leikfélagið Grímnir sá um skemmtiatriði og Lúðrasveit Stykkishólms spilaði. Að lokum var öllum boðið að njóta veglegra veitinga. Fjöl- menni sótti samkomuna. Yfir Langanes á vélsleðum Þórshöfn - Langanesið hefur löng- um haft aðdráttarafl. Þó sumum þyki það bæði grýtt og grátt heillar það til sín útivistarfólk á öllum árs- tímum. Slysvarnafólk er þar engin und- antekning og í byijun apríl sýndu félagar í björgunarsveitinni Hafliða þá riddaramennsku að bjóða kvennadeildinni í vélsleðaferð út á Langanes því útivera og þjálfun í vélsleðaakstri er björgunarsveita- fólki nauðsynleg. Veðrið sýndi ekki sínar bestu hliðar en sleðafærið var sæmilegt og sjö sleðakappar lögðu upp með jafnmargar konur fyrir aftan sig og mikið af góða skapinu. Tveir jeppar voru einnig í ferðinni en ekki voru mörg pund í dekkjum þeirra á leiðinni út eftir. Farið var yfir allt Nesið og göm- ul bæjarstæði og eyðibýli skoðuð en sumir höfðu aldrei komið þangað áður. Upp kom sú hugsun hvernig líf hefur verið þarna áður fyrr út við yzta haf í hálfgerðri einangrun, en þarna bjuggu forfeður margra Þórshafnarbúa. Breyttir lífshættir Líf gömlu Útnesinganna var í flesta staði frábrugðið lífi okkar nútímamanna og var sjálfsþurftar- búskapurinn allsráðandi og yfirleitt ekki farið í kaupstað nema tvisvar á ári. Hætt er við að einhveijum þætti það súrt í broti nú á dögum og víst er að ferðalangarnir myndu ekki láta sér það nægja. GÖMUL mynd af Langanesfontinum. Komið var við í neyðarskýlinu Albertsbúð úti á Skálum og var talstöðin prófuð. Allt var í bezta lagi svo haldið var að Skoruvíkur- vita og gengið út á Font, yzta hluta Langanessins en þokan byrgði sýn svo aðeins sást skammt út á grátt og úfið Atlantshafið. Skálað við Skoruvíkurvita Útvörður í Skoruvík Eins og einmanalegur útvörður gnæfði Skoruvíkurviti yfir ferða- fólkið sem fann þá fyrir smæð sinni. Hafliðadrengirnir voru ekki á því að láta kvennadeildina sína líða af minnimáttarkennd og töfruðu þeir að bragði fram kampavín og skenktu frúnum með pomp og pragt - en karlarnir fengu kaffi. Félag frímerkjasafnara Sýning ársins £) ^ CO (U Jt=r r-> o cr aj _ <v cu a> — oo — (U >=■ U~ & =r tv _ = /// £i£ C0 . ■’O J2± co t— /- tu a. > FRIMSVN 95 Safnaðarheimili Háteigskirkju föstudag 5. maí kl. 17-20, laugardag 6. maí kl. 11-20, sunnudag 7. maí kl. 11-20, mánudag 8. maí kl. 11-13 Z2T Z7 CO oæ <C LLf O*? CDO Námskeið í fjármálum heimilanna á Egilsstöðum Egilsstöðum - Búnaðarbanki Islands stóð fyrir námskeiði um fjármál heimilanna í Hót- el Valaskjálf á Egilsstöðum. Farið var ofan í mikilvægi þess að halda heimilsbókhald og gera áætlanir varðandi rekstur heimilisins. Ennfrem- ur var komið inn á húsnæðis- kaup, skattamál o.fl. Þátttak- endur voru 31 og leiðbeinandi var Ingimundur Sigurmunds- son, útibússtjóri á Selfossi. Fyrirhugað er að halda fleiri slík námskeið ef áhugi er fyr- ir hendi. Meiriháttar laugardagskynning á morgun í Tæknivali: Einstakt tilboð á laugardegi: Sound BLASTER i lö I tilefni dagsins bjóðum viö þér hið vinsæla Sound-Blaster 16 (value edition) hljóðkortá hreintfrábæru veröi, aðeins kr. 8.900 stgr. Gildir aðeins þennan eina laugardag! Við kynnum allt sem snýr að margmiðkm s.s. hin vinsælu hljóðfcort Sound-Blaster frá Creative Labs, geisladrif frá Sony, Mitsumi o.fl., hátalara og úrval geisladiska með leikjum, hugbúnaði og fræðsluefni. Missið ekki af meiriháttar laugardagskynningu G, á margmiðlun sem er að gera allt vitlaust í tölvuheiminum í dag! Hátækni til framfara Tæknival -'ovi • Geisladrif, 2ja og4ra hraða. • Hátalarar. • Sound-BIaster hljóðkortin vinsælu - allar gerðir. • Úrval hugbúnaðar fyrir margmiðlun. Allt það nýjasta á markaðinum í dag! Opió til 14.00 á laugardögum Skeifunni 17 • Simi 568-1665 • Fax 568-0664
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.