Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 1
104SIÐURB/C/D wgmMtdtíb STOFNAÐ 1913 100.TBL.83.ARG. FOSTUDAGUR 5. MAI1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kosningabaráttan í Frakklandi harðnar á endasprettinum Ummæli Chiracs valdaókyrrð París. Reuter. VIÐUREIGN forsetaframbjóðend- anna í Frakklandi hefur harðnað síðustu daga og í gær olli Jacques Chirac ókyrrð á frönskum fjármála- markaði þegar hann kvaðst mundu krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanleg nýmæli innan Evrópu- sambandsins, ESB, að lokinni ríkja- ráðstefnunni á næsta ári. Einn nán- asti samstarfsmaður hans sagði, að bæri Lionel Jospin sigur úr býtum á sunnudag myndi það leiða til ít- alsks ástands í Prakklandi. Talið er, að Chirac hafi teflt nokkuð á tvær hættur með ummæl- um sínum um þjóðaratkvæða- greiðsluna en með þeim var hann einkum að höfða til þeirra 20% kjós- enda, sem enn hafa ekki gert upp hug sinn. Á hann við, að kosið verði um fyrirhugað myntbandalag ESB-~ ríkjanna en hann nefndi það einnig í nóvember sl. en dró þá í land með það fljótlega. Þá eins og nú ókyrrð- ist frankinn nokkuð. Jacques Delors, fyrrverandi for- seti framkvæmdastjórnar ESB og stuðningsmaður Jospins, sagði í gær, að með yfirlýsingu sinni hefði Chirac unnið gegn frönskum hags- munum og kynt undir efasemdum Stiknuðu risaeðlurn- ar lifandi? HIMINNINN var rauðglóandi um alla jörð og hitinn eins og í bakaraofni. Næstum allar plönt- ur brunnu til ösku og hver ein- asta skepna undir berum himni stiknaði lifandi. Þannig hljóðar kenning margra vísindamanna um dauða risaeðlanna og flestra annarra lífvera fyrir 65 milljún- um ára og hamfarirnar urðu þegar risastór loftsteinn rakst á jörðina. Nokkuð er um liðið síðan flest- ir vísindamenn féllust á, að loft- steinn hefði valdið aldauða margra tegunda á þessum tíma en það er fyrst nú, að það hefur verið skýrt hvernig það gerðist, að sögn dagblaðsins San Franc- isco Chronicle. Áður var talið, að mikið ryklag um alla jörð eftir áreksturinn hefði valdið myrkri og kulda en það, sem menn lærðu af halastjörnunni Shoemaker-Levy 9 og árekstri hennar við Júpíter á síðasta ári, hefur breytt því. Nú er talið, að við áreksturinn hafi gífurlega mikið af bergi beinlínis gufað upp og borist út fyrir gufuhvolf ið þar sem það þéttist aftur í smásteina eða sandkorn. Þegar allt þetta efnis- magn kom aftur inn í gufuhvolf- ið rauðhitnaði það og olli hálf- gerðum heimsendi á jörðu niðri. í öðrum ESB-ríkjum um heilindi Frakka. Þetta léti hann sér sæma í von um að ná atkvæðum þeirra, sem væru andvígir Maastricht-sam- komulaginu. Yfirlýsingar Alain Juppes utan- ríkisráðherra og líklegs forsætis- ráðherra Chiracs vöktu einnig at- hygli en hann sagði, að sigraði Chirac myndi stjórn hans tilkynna um skattahækkanir og niðurskurð fyrir júnílok. ¦ Öryggiogóánægja/21 Vilja synina frjálsa Reuter NOKKUR hópur kvenna í Seoul í Suður-Kóreu efndi til mótmæla í gær og krafðist þess, að synir þeirrá og aðrir, sem þær sögðu vera samviskufanga, yrðu látnir lausir úr fangelsi. Ýmis mannrétt- indasamtök, til dæmis Amnesty International, halda þvi fram, að hundruð pólil ískra fanga séu enn í s-kóreskum fangelsum. Serbar í hefnd- arhug Knin. Reuter. SERBNESKIR harðlínumenn í Bosníu og Króatíu hótuðu í gær að gera innrás í Vestur- Slavoníu, sem Króatar hafa náð á sitt vald, nema króatíski herinn færi þaðan. Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, og tveir af helstu samstarfsmönnum hans ræddu við leiðtoga Serba í Króatíu, þjóðernissinnann Milan Martic, um árásir króat- íska hersins á serbneskar her- sveitir. í sameiginlegri yfirlýs- irigu þeirra sagði að það væri skylda Sameinuðu þjóðanna að tryggja að króatíski herinn færi frá Vestur-Slavoníu, ella myndu Bosníu- og Króatíu- Serbar ráðast inn í héraðið. 200 serbneskir hermenn í Vestur-Slavoníu virtu að vett- ugi vopnahléssamkomulag sem náðist í fyrradag en gáf- ust upp í gær eftir harða bar- daga. ¦ Serbíuforseti/20 Við gröf vinar JESSE J. Cosens frá Manitöba í Kanada var einn af 4.000 Kanadamönnum, fyrrverandi hermönnum í síðari heimsstyrj- öld, sem tóku þátt í hátíðarhöld- um í Holten í Hollandi í gær þegar þess var minnst, að 50 ár eru frá því landið var frelsað úr klóm nasista. 1.400 Kanadamenn létu lífið í bardögunum í Hol- Iandi og hér er Cosens við gröf eins vinar síns. Verkamannaflokkurinn sigurvegari í kosningum í Englandi og Wales Stefndi í mikinn ósigur fyrir íhaldsflokkinn SAMKVÆMT fyrstu tölum úr sveit- arstjórnarkosningunum í Englandi og Wales stefndi í mikinn ósigur íhaldsflokksins að sögn BBC, breska ríkisútvarpsins. Bentu þær til, að íhaldsflokkurinn fengi 24% atkvæða, sem væri það minnsta frá upphafi, Verkamannaflokkurinn 49% og Frjálslyndi demókrataflokkurinn 23%. Gangi þetta eftir má búast við miklum umræðum innan íhalds- flokksins um stöðu Johns Major for- sætisráðherra sem leiðtoga flokksins. Tekist var á um 12.000 sæti í sveitarstjórnum og hefur íhalds- fiokkurinn haft þriðjung þeirra eða 4.000. Ýmsir frammámenn í Ihalds- flokknum voru búnir að búa sig und- ir að tapa allt ,að 1.500 og sögðu að töpuðust 2.000 myndi það kynda á ný undir umræðum um hæfileika Majors til að leiða flokkinn. BBC sagði hins vegar, að stæðust þessar fyrstu spár myndu íhaldsmenn tapa meira en helmingi sætanna 4.000. Besta útkoman í 30 ár Fái Verkamannaflokkurinn 49% atkvæða er það besti árangur hans í 30 ár og frjálslyndir geta einnig vel við sinn hlut unað. í kosningunum fyrir fjórum árum fékk íhaldsflokk- urinn 35% atkvæða, Verkamanna- flokkurinn 36% og frjálslyndir demó- kratar 21%. Fréttaskýrendur segja, að mið- stéttarfólk hafi snúið sér að Verka- mannaflokknum í stórum stíl í þess- um kosningum og boðar það ekki gott fyrir íhaldsflokkinn í næstu. þingkosningum. Niðurstaðan nú er líka mikill sigur fyrir Tony Blair, leiðtoga Verkamannaflokksins, sem hefur unnið að því að losa flokkinn við gamlar og úreltar kennisetningar. Snerist um landsmálin Sagt er, að kosningarnar í gær hafi fremur snúist um landsmálin en sérmál sveitarfélaganna og því eru úrslitin mikið áfall fyrir Major og ríkisstjórnina. Hún hefur orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru síðan hún sigraði naumlega í þingkosning- unum 1992. Hún hefur ekki staðið við loforð um að hækka ekki skatta, mikil innbyrðisátök hafa verið í flokknum út af Evrópumálunum og mörg hneykslismál hafa leikið hann grátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.