Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVlK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ekki tókst að ná samkomulagi á fjögrirra landa fundi um stjórnun síldarstofnsins Viðræður við Færeyinga um einhliða kvóta hafnar Noregur bauð um 70.000 tonna kvóta en ísland vildi yfir 100.000 VIÐRÆÐUR íslendinga og Færey- inga, um að löndin tvö komi sér saman um að setja einhliða síldar- kvóta fyrir skip sín í Síldarsmug- unni, hófust í Reykjavík í gærkvöldi eftir að tveggja daga viðræðufundi með Rússum og Norðmönnum lauk án samkomulags. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að ís- land og Færeyjar muni, ef sam- komulag næst þeirra á milli, ákveða sér sanngjarnan kvóta og hugsan- lega gagnkvæmar veiðiheimildir innan fiskveiðilögsögu landanna. Mikið bar á milli Islands og Fær- eyja annars vegar og Norðmanna og Rússa hins vegar á fjögurra landa fundinum. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins gerði ís- lenzka viðræðunefndin í upphafi kröfu um yfir 150.000 tonna kvóta af síld, og mun hafa gert ljóst að íslendingar gætu ekki samþykkt minni kvóta en sem næmi eitthvað á- annað hundrað þúsunda tonna. Talið er að íslenzki flotinn hafí getu til að veiða allt að 200.000 tonn í Síidarsmugunni í sumar, ef miðað er við þær veiðar íslenzkra skipa sem þar fóru fram í fyrrasumar. Norðmenn og Rússar vildu hins vegar ekki samþykkja nema 70.000 tonn til handa íslandi. Norðmenn hafa ákveðið 650.000 tonna síldar- kvóta í norskri lögsögu á þessu ári og koma 100.000 tonn hans í hlut Rússa. Norðmenn hafa sjálfir veitt um 350.000 tonn af sínum kvóta. Meiri kröfur í endanlegum samningi Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið að niðurstaðan væri mikil vonbrigði. Norðmenn virtust líta svo á að síldarstofninn væri einkaeign þeirra, en í sögulegu Ijósi væri hann eign þjóðanna fjögurra. „Við vorum, þrátt fyrir þá afstöðu Norðmanna á undanförnum árum að neita um við- ræður, tilbúnir að gera bráðabirgða- samkomulag, sem á þessu ári hefði þýtt minni hlutdeild okkar en við hljótum að gera kröfu til í endanleg- um samningi/ sagði Þorsteinn og bætti við að Islendingar hefðu sýnt að þeir væru reiðubúnir að slaka á kröfum sínum. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði að enn sem komið væri hefðu engin tilmæli verið gefin til íslenzkra skipa, sem hygðu á veiðar í Síldarsmugunni, um að takmarka þær. Fundi landanna fjögurra væri lokið, og veiðamar héldu áfram. Það væri síðari tíma ákvörðun að ákveða hvort og með hvaða hætti veiðarnar yrðu takmarkaðar. Samráð við úthafsveiðinefnd Eftir að fjögurra landa fundinum lauk í gær átti íslenzka viðræðu- nefndin fund með sjávarútvegsráð- herra, utanríkisráðherra og úthafs- veiðinefnd ríkisstjómarinnar, en í henni sitja fulltrúar þingflokka og hagsmunasamtaka í sjávarútvegi. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar var talið mikilvægt að hafa samráð við nefndina, ekki sízt þar sem ný utan- ríkismálanefnd Alþingis hefur ekki verið kjörin. Geir H. Haarde, formaður úthafs- veiðinefndarinnar, sagði að á fund- inum hefði komið fram eindreginn stuðningur við stefnu ríkisstjórnar- innar í málinu og samhljómur verið með nefndarmönnum um framhald- ið, þ.e. viðræður við Færeyinga um fyrirkomulag áframhaldandi veiða í Síldarsmugunni. ■ Síldarviðræðum lauk/4 A annan tug skipa í Síldar- smugunni Á ANNAN tug skipa var við veiðar eða á leið til veiða í Síldarsmugunni í gærkvöldi. Reytingsafli hafði verið, að sögn skipverja á Berki NK, sem Morgunblaðið náði tali af í gær. Þá hafði Börkur fengið um 500 tonn af vænni síld, Hólmaborgin var einnig komin með talsverðan afla, sem og Júpíter sem sagður var á landieið. Skipin voru, að sögn skip- veqa, skammt utan við mörk færeysku lögsögunnar og voru aðstæður hentugar til veiða. Níu skip voru talin á svæðinu um hádegi en síð- degis í gær fréttist af fleiri skipum á leið á svæðið. Auk þeirra sem fyrr var getið var þar m.a. um að ræða Súluna EA, Jón Kjartansson og Guðrúnu Þorkelsdóttur SU og Höfrung AK. Virkur gos- hver verði innan borg- armarka STJÓRN veitustofnana hefur falið Hitaveitu Reykjavíkur að kanna möguleika á að opna virkan goshver í Reykjavík. Helgi Hjörvar, flutn- ingsmaður tillögunnar, segir að framhaldið ráðist af niðurstöðum verkfræðinga um hvernig hægt sé að framkvæma hugmyndina. Niður- stöður könnunarinnar skulu liggja fyrir eigi síðar en 1. júlí í sumar. Helgi sagði að tillagan væri ekki ný. Sigurður E. Guðmundsson, fyrr- verandi borgarfulltrúi, hefði fengið samþykki hennar í borgarstjórn fyr- ir um 10 árum. Eftir afgreiðslu málsins virtist hugmyndin hins veg- ar hafa gufað upp og ekkert hefði orðið úr framkvæmdum. „Eitt helsta stolt okkar Reykvík- inga er hitinn og hitaveitan. Við teljum verkþekkingu okkar í hita- véituframkvæmdum eitt af því sem við stöndum fremst í og getum selt öðrum þjóðum. Við höfum verið að selja verkþekkingu til Kina og til Austur-Evrópu svo eitthvað sé nefnt. Auðvitað hljótum við að sýna getu okkar í þvi,“ sagði Helgi. Tákn um nafn Reykjavíkur Hann nefnir, í greinargerð með tiliögunni, að ekki rjúki lengur í hverum á höfuðborgarsvæðinu eins og gert hafi á dögum Ingólfs. Reyk- víkingar aki tugi kílómetra til að sýna ferðamönnum heita hveri og séu þó möguleikar á virkum goshver- um í borholum innan borgarmark- anna, s.s. í Laugarnesi. „Nú þegar við höfum byggt hitaveitu okkar svo myndarlega upp er tímabært að leyfa einum goshver að njóta sín og minna á þá sýn sem blasti við Ing- ólfi og sem tákn um nafn borgarinn- ar, Reykjavík," segir í greinargerð- inni. Morgunblaðið/Kristinn EFLAUST eiga krakkarnir í sumarskólanum eftir að vera mikið í útileikjum í sumar. Hér eru félagarnir Þorsteinn Birgisson, Aron Bergsson, Krislján Hrafn Bergvinsson og Haraldur Guðbjörn Gunnarsson að viðra sig úti. Heilsdags sumarskóli fyrir 6 til 9 ára börn SKÓLAMÁLARÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að starfrækja heils- dags sumarskóla fyrir 6 til 9 ára börn í 6 tii 8 grunnskólum í höfuð- borginni í sumar. Gjald fyrir heils- dagsvistun verður 9.800 kr. og fyrir hálfsdagsvistun 6.500 kr. Léttur hádegisverður kostar ekki meira en 170 kr. og morgun og eftirmiðdags- hressing ekki meira en 70 kr. Júlíus Sigurbjörnsson, deildar- stjóri skólaþjónustudeildar Skóla- skrifstofu Reykjavíkur, sagði að til- raun hefði verið gerð með rekstur heilsdagsskóla í Olduselsskóla og Seljaskóla síðasta sumar. Nú væri ætlunin að bjóða hana í fleiri skólum og stefnan væri að hafa alla skóla opna allt árið. Júlíus sagði ekki tímabært að nefna hvaða skóla væri um að ræða 6 til 8 skólar opnir í sumar enda hefði enn ekki verið gengið frá samningum við alla skólana. Hins vegar væri áhersla lögð á að bjóða upp á vistun þar sem skóladagheim- ili hefðu verið sameinuð heilsdags- skóla. Hann sagði að innritunarblöð bærust foreldrum fljótlega og hefðu börn innan hvers skólahverfis for- gang um vistun. Eftir að þau hefðu verið tekin inn yrði hugað að því hvort hægt væri að bjóða börnum í öðrum hverfum upp á vistun. Reynt verður að bjóða þjónustuna á sem dreifðustu svæði. Börnin fái 4 vikna frí Hvað tímasetningar varðaði sagði Júlíus að gert væri ráð fyrir að heils- dagsskólinn yrði opinn í júní og ág- úst í flestum skólum. Ef sumarleyfis- þörf foreldra væri mjög á skjön yrði sú ákvörðun endurskoðuð. Engu að síður yrði reynt að tryggja að börn- in fengju a.m.k. fjögurra vikna sum- arfrí. Áætlanir gera ráð fýrir að skólarnir verði a.m.k. opnir frá klukkan korter fyrir átta á morgn- ana til klukkan korter yfir fimm á daginn. Ýmist verði börnin allan eða hálfan daginn í vistun og er gert ráð fyrir að þau hafi með sér nesti eða fái mat í skólanum. Starfsmenn heilsdagsskólans eru kennarar, leikskólakennarar og ófag- lært starfsfólk. Þeir gæta barnanna og sjá þeim fyrir fjölbreyttri og skap- andi dagskrá úti og inni í sumar. Má í því sambandi nefna íþróttir, vett- vangsheimsóknir, útileiki o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.