Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT '
STUTT
Kennir
lögreglu
um uppþot
GERRY Adams, leiðtogi Sinn
Fein, kenndi í gær lögreglu
um það að engu munaði að
til uppþota kæmi í London-
derry á Norður-írlandi í fyrra-
dag. Það varð til þess að John
Major, forsætisráðherra Bret-
lands, hætti við að koma til
borgarinnar auk þess sem það
stefndi friðarviðræðum á
Norður-írlandi í voða. Krafð-
ist Major afsökunar á uppá-
komunni en Adams tók það
ekki í mál.
Kínversk
risarotta
TVEIR kínverskir hermenn
fönguðu fyrir skömmu risa-
rottu sem vóg 3,5 kg og var
60 sm löng með hala. Dýrinu
er lýst svo að það hafí loppur
líkt og köttur og 20 sm hala
eins þykkan og-þumalfíngur
manns. Rottunni, sem fannst
í útjarði Peking, verður lógað
eftir að dýrafræðingur hefur
litið á hana.
Minni
hagvöxtur
vegna stöðu
marksins
SLÆMAR efnahagsspár og
atvinnuleysi eru merki þess
að ris marksins hefur sett sitt
mark á þýskt efnahagslíf, að
sögn hagfræðinga. Hafa
stjómvöld loks viðurkennt að
viðvaranir stjómenda þýskra
stórfyrirtækja hafí verið á
rökum reistar en þeir vöruðu
við því að draga myndi úr
efnahagsbatanum vegna
styrkrar stöðu marksins. Gera
stjómvöld ráð fyrir því að
hagvöxtur verði undir þremur
prósentum á þessu ári.
Meiri mengun
í Norðursjó
en talið var
OLÍULINDIR menga Norð-
ursjó mun meira en áður var
talið. Veldur olía sem fer til
spillis dauða físka og annarra
sjávardýra, að því er fram
kemur í nýrri skýrslu um
ástand sjávar. Að sögn Johns
Gray, sjávarlíffræðings við
Óslóarháskóla hefur komið í
ljós að í nokkurra kílómetra
radíus frá norsku olíuborpöll-
unum í Norðursjó hefur allt
líf þurrkast út. Segir Gray, í
samtali við The New Scient-
ist, að ástandið sé líklega enn
verra í kringum olíuborpalla
Breta.
Reynt að koma á samningafundi Króata og Krajina-Serba
Serbíuforseti á móti
nýju strídi við Króata
Reuter
KRÓATÍSKIR hermenn og óbreyttir borgarar í líkfylgd Zoravnos
Malnars, lögreglumanns sem féll í bardaga við Króatíu-Serba í
þorpinu Okuciani í fyrradag. Franjo Tudjman Króatíuforseti
hefur hótað að gripa til hernaðar á ný ef Serbar geri fleiri eld-
flaugaárásir á Zagreb.
Genf, Zagreb. Reuter.
ALÞJÓÐLEGIR sáttasemjarar
sögðu í gær að leiðtogar Króatíu-
Serba í Krajina-héraði og forystu-
menn Króata hefðu samþykkt að
ræða saman í Genf en fundurinn
yrði þó ekki í þessari viku. Reynt
væri að ná sáttum um fundardag.
Króatar náðu með skyndiáhlaupi
að leggja undir sig mikilvægt
svæði Króatíu-Serba fyrr í vik-
unni. Talið er að þjóðemissinnaðir
harðlínumenn í Krajina muni fara
halloka vegna sigra Króata og tals-
menn málamiðlana í deilunum við
stjórnvöld í Zagreb eflast.
Umrætt svæði í vesturhluta Sla-
voníu hafði verið undir yfírráðum
Króatíu-Serba frá 1991 er Serbía
og Króatía áttu í stríði sem lyktaði
með ósigri hins síðamefnda. Harð-
línumaðurinn Milan Martic, forseti
hins svonefnda Krajina-lýðveldis
þjóðarbrots Serba í Króatíu, er
sagður hafa gefíð Króatíuher
ágæta afsökun fyrir því að hefja
vopnaviðskipti með að banna í einn
sólarhring umferð um mikilvægan
þjóðveg Króatíu, E-70, er liggur
um svæðið og hóta að honum yrði
endanlega lokað.
Hlynntur samningum
Forsætisráðherra Krajina, Bor-
islav Mikelic, er öndvert Martic
hlynntur samningum við Króata
og tókst í desember að semja um
eðlileg viðskipti og samgöngur við
þá. Ætlunin var að samkomulagið
yrði upphaf að endanlegum friðar-
samningi. Martic reyndi að fá þing-
ið til að víkja Mikelic en það mis-
tókst.
Fordæma eldflaugaárás
Mikelic var að sögn heimildar-
manna á leið til Zagreb á þriðjudag
til að semja um vopnahlé er gerð
var eldflaugaárás á borgina sem
Serbum var kennt um. Talið er að
Martic og menn hans kunni að
hafa staðið fyrir árásinni en Mi-
kelic fordæmdi hana og sagði
stjóm sína ekki hafa átt neinn
þátt í henni.
Stjórn Slobodans Milosevic
Serbíuforseta hefur hætt hem-
aðarstuðningi við þjóðbræðurna í
Bosníu til að fá aflétt viðskipta-
banni Sameinuðu þjóðanna og full-
yrt er að Martic og yfirmaður hers
Krajinu-Serba, Milan Celeketic,
njóti lítils stuðnings hjá Milosevic
vegna harðlínustefnu sinnar.
Martic gæti nú orðið að lúta í
lægra haldi í valdabaráttunni gegn
Mikelic vegna ósigursins gegn
Króatíuher í Slavoníu.
Reuter
Keðjugengi
til vegavinnu
MEÐLIMIR nefndar Sameinuðu
þjóðanna um pyntingar lýstu í
gær furðu sinni á því að keðju-
gengi svokölluð hefðu verið tekin
upp að nýju í Alabama. Keðju-
gengi eru hópar refsifanga sem
hlekkjaðir eru saman á fótum og
vinna utan fangelsismúranna.
Hyggst nefndin kanna hvort að
keðjugengin gangi í berhögg við
alþjóðlegar reglugerðir. Var-
formaður hennar, Peter Burns,
sagði að þrátt fyrir að svo virtist
sem að ekki væri um pyntingar
að ræða, væri þessi refsiaðferð
niðurlægjandi auk þess sem að
hún væri stórt stökk aftur á bak.
Á myndinni halda tvö keðjugengi
til vinnu við hraðbraut nærri
Huntsville í Alabama.
-----» ♦ ♦
I fangelsi fyrir
að neita að
moka snjó
Middlesex Borough, New Jersey. Reuter.
DÓMARI í New Jersey hefur dæmt
81 árs gamian og veikan mann til
tveggja daga fangelsisvistar fyrir
að neita að moka snjó af gangstétt-
inni fyrir framan húsið hans.
Joseph Verebly, sem gengur við
staf og er á lyfjum við sjúkleika
af ýmsu tagi, var fundinn sekur um
að óhlýðnast lögum þar sem hann
mokaði ekki snjó af gangstétt eftir
óveður í febrúar sl.
„Ég get ekki mokað sjálfur og
ég ætla ekki að borga einhveijum
krakka 25 dollara fyrir að gera
það. Ég borga há gjöld til borgar-
innar, hún getur sjálf séð um snjó-
moksturinn, sagði gamli maður-
inn.“
F
ili
A1 ÞIÓÐA
LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ