Morgunblaðið - 05.05.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.05.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 21 Forsetakosningarnar í Frakklandi Óöryg'gi og óánægja ýtir undir öfgar París. Morgunblaðið. MORÐIÐ á ungum manni af marokkóskum upp- runa sl. mánudag hefur sett sterkan svip á um- ræðuna síðustu dagana fyrir frönsku forsetakosningarnar. Brahim Bou- arram var myrtur af hópi skallabulla og fleygt í Signu skömmu fyrir fund hægri öfgamannsins Jean-Marie Le Pen og þó að margir forystumenn og stuðningsmenn Þjóðarfylkingar Le Pens hafi fordæmt ódæðið er ljóst að í hugum meirihluta Frakka er beint samband á milli harkalegra árása Le Pens á innflytjendur og morðsins á Bouarram. A annan tug þúsunda París- arbúa komu saman á mið- vikudag til að votta ættingj- um hans samúð sína og jafn- framt andmæla fyrirlitningu á kynþáttahatri. Mikillar reiði gætti meðal fundargesta og margir felldu tár. „Eg vildi að Le Pen væri dauður. Ef ég ætti eina ósk myndi ég óska þess að jörðin gleypti hann,“ sagði æst eldri kona. „Le Pen morðingi, Le Pen morðingi," hrópaði mannfjöldinn aftur og aftur. Meðal viðstaddra á samkomunni í kringum Par- ísaróperuna voru fulltrúar beggja forsetaframbjóðend- anna og Fran?ois Mitterrand Frakklandsforseti fleygði blómvendi í Signu á þeim stað sem ódæðisverk- ið var framið. Mitterrand hefur á forsetaferli sín- um margsinnis sýnt hug sinn í verki með táknrænum aðgerðum af þessu tagi. í upphafi forsetaferils síns fór hann í líkhús Parísar til að sýna andstyggð sína á morðinu á tyrk- neskum verkamanni. í desember 1986 heimsótti hann fjölskyldu ungs araba sem lét lífið í átökum skóla- fólks við lögreglu. Þá eru nær ná- kvæmlega fimm ár liðin frá því að hann tók þátt í mótmælafundi við Bastilluna eftir að skemmdarverk voru framin á kirkjugarði gyðinga í Carpentras. Af þessari upptalningu má ljóst vera að ofbeldi í tengslum við kynþáttadeilur er ekki nýtt vandamál í Frakklandi. Vandinn er sá að það fer vaxandi og engin lausn virðist í sjónmáli. Kynþáttahatrið er til marks um djúpstæða óánægju í frönsku samfélagi, sem stundum tek- ur á sig óhugnanlega mynd. Frakkar ósáttir við hefðbundin stjórninálaöfl Stór hluti frönsku þjóðarinnar er greinilega ósáttur við hlutskipti sitt og telur hin hefðbundnu stjórnmála- öfl ekki lengur endurspegla lífsvið- horf sín og áhyggjur. Þetta sést greinilega, þegar niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninga undan- farna tvo áratugi eru skoðaðar. Árið 1974 hlutu þeir þrír fram- bjóðendur, sem áttu raunhæfan möguleika á að komast áfram í síð- ari umferð kosninganna, samtals 90% atkvæða. Árið 1981 72%, árið 1988 70% en 1995 einungis rétt rúm- lega 60%. Við þetta bætist að tíu milljónir Frakka eða 22,58% neyttu ekki kosningaréttar síns og þijár milljónir Frakka á kosningaaldri höfðu ekki skráð sig á kjörskrá. Af þessum tölum má því greina að 40% þeirra sem neyttu atkvæða- réttar síns kusu að greiða flokkum yst til hægri og vinstri atkvæði sitt en jafnframt að álíka margir studdu þá Jacques Chirac og Lionel Jospin og neyttu ekki atkvæðaréttar síns! Mesta athygli vekur hið mikla fylgi Jean-Marie Le Pens, sem hlaut alls 15,07% atkvæða í fyrri umferð kosn- inganna. Er það nokkur aukning frá árinu 1988, er hann hlaut 14,4% atkvæða. Þetta er mesta fylgi, sem frambjóðandi hægri öfgaflokks hefur hlotið í Frakklandi frá stofnun fimmta lýðveldisins árið 1958 og að sama skapi meira fylgi en nokkur hægriöfgamaður hefur hlotið í Vest- ur-Evrópu frá stríðslokum. Stuðningsmenn Le Pens fögnuðu sigri er úrslitin lágu fyrir og töldu margir hveijir að ef ekki hefði kom- ið til framboð þjóðemissinnans Philippe de Villers (sem hlaut 4,74% atkvæða) hefði Le Pen komist áfram í síðari umferð kosninganna. Það er þó vafasamt að sú hefði orðið raunin. Greining á þeim hópum, sem annars vegar studdu framboð Le Pens og hins vegar de Villiers, leiðir í ljós að um gjörólíka þjóð- félagshópa er að ræða. Kjósendur þeirra er einnig að finna í ólíkum landshlutum. Stuðningsmenn de Villiers er aðal- lega að finna á strangkaþólskum svæðum í vesturhluta landsins og á velmegandi svæðum þar sem flokkur nýgaullista (RPR) hefur jafnan getað gengið að kjósendum vísum. í lang- flestum tilvikum er um fólk í ágætum efnum að ræða og má færa sterk rök fyrir því að sá sem hafi tapað mestu fýlgi á framboði de Villiers hafí ekki verið Le Pen heldur Edouard Balladur forsætis- ráðherra og að einhveiju leyti Chirac. Láglaunafólk styður Le Pen Kjósendur Le Pens er aftur á móti aðallega að fínna á iðnaðarsvæðum í norðaustur- hluta landsins og í stórborg- um á borð við Mulhouse, Marseille og Toulon. Mest hefur fýlgisaukning hans orð- ið meðal verkamanna og lág- launafólks þar sem mikið er um innflytjendur. Þessi þróun sést greinilega þegar kosningahegðun fran- skra verkamanna í síðustu tveimur forsetakosningum er skoðuð. Árið 1988 kusu 42% verkamanna frambjóðanda sósíalista í fyrri umferð kosninganna en einungis 21% að þessu ári. Á sama tíma jókst hlutfall þeirra er kusu Le Pen úr 16% í 27%. Ennfremur hafa hin hefðbundnu stjórnmálaöfl enga lausn á vandan- um. Þrátt fyrir harðorðar yfirlýsing- ar manna á borð við Charles Pasqua innanríkisráðherra halda um 100 þúsund innflytjendur áfram að streyma til Frakklands á ári. Hefur verið trassað að skipuleggja mark- vissa stefnu í innflytjendamálum. Sem dæmi má nefna að margir inn- flytjendanna kom í von um að fá tímabundna vinnu t.d. i landbúnaði. Lítið hefur verið gert til að letja at- vinnurekendur í því að ráða ólöglegt vinnuafl. Engin umræða hefur átt sér stað um það hvað er raunhæft og hvað ekki. Sú umræða er brýnni en nokkru sinni því Ijóst er að ’menn á borð við Le Pen munu ekki finna lausn á vandanum. Lausn verður hins vegar að mati sérfróðra manna að fínnast sem fyrst og móta verður stefnu því ekki mun draga úr inn- flytjendastraumnum frá Norður-Afr- íku. Hvað gerist til dæmis þegar og ef heittrúamenn ná völdum í Alsír? JEAN-Marie Le Pen á útifundi í París 1. maí, undir veggmynd af Jóhönnu af Ork. Rússar og Tsjetsjen- ar beijast í Grosní Grosní. Reuter. RÚSSNESKIR hermenn börðust í gær við tsjetsjenska uppreisnarmenn í Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju. Rúss- ar sögðu að Tsjetsjenar hygðust hefja miklar árásir í Kákasushéraðinu þeg- ar leiðtogar um 50 ríkja koma saman í Moskvu 9. maí til að minnast 50 ára afmælis Ioka síðari heimsstyij- aldarinnar í Evrópu. Alexander Karev, yfírmaður rúss- nesku hersveitanna í Grosní, sagði að bardagar hefðu blossað ^upp í fyrrinótt í úthverfmu Lenínskíj. Hann sagði að um 30 Tsjetsjenar hefðu fallið en enginn rússneskur hermaður hefði særst alvarlega. Mannfallstölur Rússa hafa þó hingað til reynst óá- reiðanlegar. Rússar náðu Grosní á sitt vald í febrúar eftir nokkurra vikna bardaga en tsjetsjenskir uppreisnarmenn hafa snúið þangað aftur. Að sögn frétta- stofunnar Interfax hefur rússneska stjórnin ákveðið að senda þangað hermenn, sem hafa fengið sérstaka þjálfun í bardögum við skæruliða. Áfall fyrir Jeltsín Bardagarnir eru áfall fyrir Borís Jeltsín Rússlandsforseta, sem hafði gert sér vonir um að ekki yrði barist í Tsjetsjníju meðan hátíðahöldin í Moskvu standa yfír. Jeltsín lýsti yfír einhliða vopnahléi 28. apríl, en tals- menn hersveitanna í Grosní segja að Tsjetsjenar hafi síðan ráðist 92 sinn- um á þær, drepið níu hermenn og sært 33. Interfax sagði að Tsjetsjenar væru að undirbúa þijá „hefndardaga“ frá 8. til 10. maí. í Grosní. Fréttastofan hafði eftir talsmönnum hersins að Aslan Maskhadov, yfírmaður tsjetsj- enska hersins, hefði boðað miklar árásir á 50 ára afmæli stríðslokanna. Rússneska dagblaðið Sevodnja sagði að vopnahlésyfirlýsing Jeltsíns hefði aðeins verið ætluð vestrænum leiðtogum, sem hafa gagnrýnt hem- aðaraðgerðir Rússa í Tsjetsjníju. Markmið hans hefði ekki verið að friða Tsjetsjena. Blaðið sagði litlar líkur á friði í héraðinu og að rúss- neski herinn færi þaðan í bráð. HELGAR TILB0Ð Eldhúshorn Bekkur, 2 stólar og borð Núi -9.ÍÍJ kr. Skrifborð _______rrteð hillum Fallegt skrifborð með hillum. Breidd 110, hæð 142 og dýpt 48 sm. Aðeins: -JHijU kf. Hvftar bókahillur Hæð 175, breidd 68 og dýpt 24 sm. Aðeins: Straubretti Nú: Sæng og koddi Aðeins: Kælibox Úr sterku og höggþéttu plasti með traustu loki. 20 lítrar_____ Aðeins: 1490 kr. Kæliflöskur 2 stk. aðeins: 2M kr. Gestarúm Hægt að fella saman. Létt og fyrirferðarlítið. Aðeins: I Barnakerra ö Bólstrað sæti með öryggisól. Hægt að leggja saman. Tvö mynstur.______ Aðeins: 2990 kr I Ho«agórðum Skelfunni 13 Roykjarvíkurvegl 72 Noröurtanga3 | Reykjavfk Reykjavík Hafnarfirði Akureyn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.