Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 27 LISTIR Biðin MYNPLIST Gallcrí Fold MÁLVERK SOSSA - MARGRÉT SOFF- í A BJÖRNSDÓTTIR Opið mánud.-laugard.l0-18 og sunnud. 14-18 til 14. maí. Aðgangur ókeypis. MAÐURINN er hinn endanlegi mælikvarði alls, sem hann tekur sér fyrir hendur, hvort sem er á verklega eða andlega sviðinu. í myndlistinni hefur listasagan oft risið hæst þegar maðurinn hefur verið í brennidepli, og nægir þar á benda á gullöld grískra lista, endurreisnina, raunssæisstefnuna á síðustu öld og upphaf expressi- onismans á þessari sem dæmi um slík tímabil. Jafnvel þegar við- fangsefnin eru önnur, t.d. trúar- legs eðlis eða tengd landslagi og umhverfi, er maðurinn í bakgrunn- inum sem sú viðmiðun, sem öfl viðleitni listarinnar hverfist um. Það er stundum vert að minna sjálfan sig á þennan grunn listar- innar, þegar staðið er fyrir framan verk, sem sýna hann afdráttar- laust, án hliðarspora eða tilvísana í aðrar áttir — þar sem fólk er í fyrirrúmi. Viðfangsefni Sossu — Margrét- ar Soffíu Björnsdóttur — eru millil- iðalaust helguð manneskjunni. Listakonan á að baki dijúgt list- nám hér á landi, í Danmörku og Bandaríkjunum, en þar í landi lauk hún mastersgráðu í myndlist 1992, og hefur frá þeim tíma haldið nokkrar sýningar hér á landi. I málverkum hennar hér er nær ein- göngu að fínna fólk, ýmist eitt út af fyrir sig eða í samstöðu með öðrum, en flest eru þessi málverk frá þessu ári. í sumum myndanna bregður fyrir glettni og léttúð, eins hér má sjá í „Samspil" (nr. 2) og „Tví- söngur" (nr. 3), en almennt séð er inntak málverka Sossu öðru fremur biðin; fólkið í myndum hennar situr kyrrt og bíður þess sem verða vill, í stað þess að vera að framkvæma eitthvað, gera hlutina. Þetta þema snertir vissulega strengi hjá okkur flestum; við bíð- um í trausti þess að lífið og tilver- an séu á leiðinni með sína spennu, fjölbreytni og gleði. Þannig ein- kennist líf mannanna oft fremur af svörun en frumkvæði, bið frem- ur en áræðni — og þá er sú hugs- un skelfilegust, að ef til vill sé biðin tilgangslaus, því lífið sé farið framhjá, tækifærin glötuð. Hið síðastnefnda væri að líkind- um oftúlkun á verkum Sossu, því hið heita litaspjald hennar byggir fremur upp von og eftirvæntingu en vonleysi og eftirsjá. Rauðir, appelsínugulir og gulir litirl»yggja upp leikandi iðu í bakgrunni, þar sem stóllinn kemur einnig fyrir á stöku stað sem tákn biðarinnar eða þess sem vantar. Myndbygg- ingin býður einnig upp á vissa spennu, þar sem önnur hliðin er ráðandi þegar einstaklingar fylla myndina, en jafnvægið er komið þar sem tvær persónur (eða fleiri) birtast saman. Listakonan byggir verk sín mest á stílfærðum persónumynd- um, þar sem andlitin eru gjarna aðeins mótuð að hluta, þannig að málverkin viðhalda almennum til- vísunum einangrunar og svipleys- is, sem gjama eiga við okkur öll. Þannig má benda á myndina „Möguleikar“ (nr. 8) sem gott dæmi þessa; biðin er augljós, en um leið er flöturinn iðandi af lífi litarins, sem gæti brotist fram hvenær sem er. Sossa hefur einnig náð góðu valdi á því viðkvæma jafnvægi, sem þessi myndbygging krefst, og má benda á málverkin „Frátekið sæti“ (nr. 4) og „Hún prófaði flug- drekann ...“ (nr. 13) sem góð dæmi þessa. Oftast er það þó bið- in, sem öðru fremur einkennir myndefnið, og kemur jafnvel fram í titlum verkanna ekki síður en efnistökunum, eins og verk nr. 6, 11, og 17 bera með sér. Hér getur að líta persónulegan myndheim, sem er sterkur og gef- andi í einfaldleik sínum. Litaspilið er líflegt og ber með sér grósku vorsins, og skapar vissa eftirvænt- ingu í myndefninu, sem væri ósköp dauft án hennar. Hér hefur því tekist vel til, og er rétt að benda fólki á að líta inn á sýninguna áður en yfir lýkur. Eiríkur Þorláksson UNGUM rússneskum píanóleikara hefur verið veittur breskur ríkisborgararéttur fyrir tilstilli nokkurra áhrifamanna í lista- lífinu og tónlistarunnenda. Hefur þetta vak- ið hörð viðbrögð í Bretlandi enda hafa þúsundir manna beðið mun lengur en hann eftir því að öðlast ríkisborgararétt. Píanóleikarinn heitir Evgení Kissin og er 23 ára. Hefur verið fullyrt að hann sé besti ungi tónlistarmaður heims. Auk hans fá ríkisborgararétt foreldrar hans og systir auk píanókennara hans. Meðal þeirra sem unnu hvað harðast að því að útvega honum dvalarleyfi fljótt og vel, voru Gowrie lá- varður, sljórnarformaður Listaráðsins, og Kissin lávarður en hann og Rússinn eru fjarskyldir. Kissin var nýlega á tónleikaferð um Bret- Iand og fékk frábærar viðtökur. Mun hann snúa aftur í júní til að finna sér dvalar- stað. Hann hóf píanónám er hann var tveggja ára og hefur fyrst og fremst vakið athygli fyrir túlkun sína á Chopin, Rac- hmaninov og Liszt. Undanfarin sex ár hefur Kissin búið í New York en fyrir skömmu rann áritun Deilt um ríkis- borgararétt píanóleikara EVGENÍ Kissin er sagður einn fremsti píanóleikari heims af yngri kynslóð. föður hans og systur út. Hann þorir ekki að snúa aftur til Rússlands af ótta við að verða kvaddur í herinn. Óréttlæti Þeir sem barist hafa fyrir breytingum á lögum um innflytjendur eru afar ósáttir við málsmeðferð Kissins, sem þeir segja einna helst minna á þegar suður-afríska hlaupakonan Zola Budd fékk ríkisborgara- rétt í Bretlandi þrettán dögum eftir að hún sótti um og gat því keppt fyrir Bretland á ólympíuleikum 1984. Segja gagnrýnendur að margar fjölskyldur séu klofnar vegna hinna ströngu innflytjendalaga, bíði svo árum skipti eftir því að öðlast slíkan rétt. Stuðningsmenn Kissins segja hins vegar málið hafa verið brýnna en svo að hægt hafi verið að láta hann bíða jafn lengi eftir ríkisborgararétti og aðra. „Hér er um að ræða einstaka hæfileika og lífið er ekki réttlátt þegar það útdeilir snilligáfunni,“ sagði Gowrie lávarður og Kissin segir nafna sinn ótrúlega vel gefinn en að hann þurfi á stuðningi fjölskyldu sinnar að halda, því hann sé ekki veraldarvanur. Kona í nauðum KVIKMYNPIR Iláskólabíó Höfuð uppúr vatni „Hod- et over vannet" ★ ★ Leikstjóri: Nils Gaup. Aðal- hlutverk: Lene Elise Bergum, Sven Roger Karlsen og Morten Abel, Readar Sörensen. Film kameraterne. 1993. NORSKA spennumyndin Höfuð uppúr vatni eftir Nils Gaup (Leið- sögumaðurinn) er svört kómedía um unga stúlku á sumarleyfiseyju og karlmenn í 'lífi hennar sem ýmist detta niður dauðir, myrða eða eru myrtir í kringum hana. Mesti húmoristi spennumyndanna var Alfred Hitchcock og Gaup virðist ganga í smiðju hans með samblandi af spennu og dauðahú- mor en myndin hans verður aldrei neitt sérlega spennandi og svart- lituð gamansemin virkar fremur sem bitlaust góðlátlegt grín. Með svolítið safaríkara handriti og snöfurmannlegri leikstjórn hefði sjálfsagt mátt gera mynd sem kæmist a.m.k. þangað sem danska spennumyndin Næturvörðurinn hafði hælana. Lene Elise Bergum leikur kon- una ungu og er skandínavískt af- brigði af Demi Moore. Hremming- ar hennar byija er gamall kærasti kemur óvænt á eyjuna til hennar þegar eiginmaður og vinur hans eru í stuttu ferðalagi. Ekki vill betur til en svo að kærastinn læt- ur lífið undir morgun og þegar eiginmaðurinn mætir á svæðið les konan úr viðbrögðum hans að ekki sé allt eins og það sýnist og brátt hefst leikur kattarins að músinni. Þetta er ekki svo slæm hug- mynd. Hvað gerir fólk sem situr uppi með lík undir tvíræðum kringumstæðum? Tilkynnir það látið eða reynir það að fela líkið? Og hversu langt er það tilbúið að ganga svo það finnist ekki? Næg- ir að liggja undir grun? Af hverju? Þessu þarf myndin að svara á sannfærandi hátt strax í upphafi og á í nokkrum erfiðleikum með það. Gaup tókst betur að byggja upp spennu þegar hann gerði Leið- sögumanninn. Hér á hann nokkra góða spretti en einhvern veginn er undirbygging spennunnar ekki traust m.a. vegna spurninganna sem leita á hugann. Lýsingu er stundum ábótavant og Gaup hefði mátt keyra upp meiri hraða í frásögnina en honum tekst ágætlega að sá grunsemdum milli persónanna svo óvíst er hvar hver og einn stendur þegar nær dregur lokum og húmorinn verður æ kaldhæðnislegri. Boðskapurinn er a.m.k. mjög einfaldur fyrir þá sem lenda í svipaðri aðstöðu: Hringdu í lögguna og hættu þess- ari vitleysu. Arnaldur Indriðason Tvö íslensk verk frumflutt á norrænni tónlistarhátíð TVÖ íslensk tón- verk, eftir Þor- stein Hauksson og Þorkel Sigúr- björnsson, verða flutt á norrænni tónlistarhátíð í Gautaborg en þessi tónlist- arhátíð fer fram 3.-6. maí. Verk- ið eftir Þorstein heitir „Ever- changing Waves“ og var skrifað fyrir New Music Ensemble í Gautaborg og verður flutt af þeim hópi í Dómkirkjunni í Gautaborg 5. maí. Verkið eftir Þorkel Sigurbjöms- son heitir „För Þórs til Útgarða- loka“ og er það skrifað fyrir fjög- ur hljóðfæri og upplesara. Texta- höfundur er Snorri Sturluson. Þetta er hugsað sem „verk fyrir alla fjölskylduna" og í samræmi við það verður það flutt á tónleik- um á laugardagseftirmiðdegi. Fimm önnur verk eftir Islend- inga verða flutt á hátíðinni. Á opnunartónleikunum verður fluttur Flautukonsert Atla Heimis SveinssonaL og verður Kolbeinn Bjarnason eínleikari í honum. Atli Heimir hlaut á sínum tíma tón- listarverðlaun Norðurlandaráðs fyrir þetta verk. Ánnað verk eftir Atla Heimi sem flutt verður á hátíðinni er kór- verkið „Haust- myndir“. Verk eftir Þorstein Hauks- son verður flutt á tónleikum hel- guðum rafmagnstónlist. Það er verkið „Cho“, sem er fyrir flautu og segulband. Einleikari verður Kolbeinn Bjarnason. Tvö verk verða flutt eftir Jón Leifs, en verk hans njóta vaxandi virðingar og vinsælda á erlendri grund. Annars vegar er um að ræða hljómsveitarverkið „Þijú óhlutræn málverk“ flutt af Sin- fóníuhljómsveit Gautaborgar og hins vegar kórverkið „Requiem" sungið af Gösta Ohlins Vokalen- semble. Önnur verk sem flutt verða á hátíðinni eru m.a. eftir Sibelius, Per Norgárd, Arne Nordheim, Arne Mellnás og Steve Reich. í allt verða 18 tónleikar á hátíðinni, sem er mikilvægur vettvangur fyrir ís- lensk tónskáld til að koma list sinni á framfæri á erlendri grundu. Þorsteinn GUÐRÚN E. Ólafsdóttir opnar málverkasýningu í Listhúsinu Laugardal á morgun, laugardag. Olíumynd- ir í List- húsinu GUÐRÚN E. Ólafsdóttir opn- ar málverkasýningu í List- húsinu í Laugardal, á morg- un, laugardag, kl. 15. Á sýn- ingunni eru um 30 olíumynd- ir, flestar unnar á sl. tveimur árum Þetta er önnur einkasýning hennar, en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýning- um, m.a. á Kjarvalsstöðum og Gallerí Borg. Við opnunina leika gítar- leikararnir Rúnar Þórisson og Hinrik Bjarnason, öðru nafni Duo De Mano. Sýningin stendur til 21. maí og er opin mánudaga til laugardaga frá kl. 13-18 og sunnudaga frá kl. 14-18. Stakkaskipti frumsýnd ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýnir í kvöld nýtt íslenskt leikrit, Stakkaskipti eftir Guðmund Steinsson. Stakkaskipti fjallar um ís- lenska nútímafjölskyldu, þá sömu og sagt var frá í öðru leikriti Guðmundar, Stundar- friði, sem sýnt var í Þjóðleik- húsinu fyrir fimmtán árum. Stundarfriður naut á sínum tíma fádæma vinsælda og sáu yfir fjörutíu þúsund manns þá sýningu. Hvað hefur orðið um þessa fjölskyldu, hvernig hefur henni reitt af? Margt hefur breyst í samfélaginu á fimmt- án árum og heilmikið gerist í lífi einnar fjölskyldu á þeim tíma. Við fylgjumst með stakkaskiptum á högum þessa fólks og fer enginn kynslóð varhluta af harðn- andi tímum. Gráglettin og beinskeytt lýsing á nútímafólki á tímum samdráttar og breyttra lífs- gilda. Aðeins verða átta sýningar á verkinu nú í vor, en sýning- ar verða teknar upp að nýju í haust og er þetta síðasta frumsýning leikársins. „Norrænu landslagi“ lýkur SÝNINGU norska lista- mannsins Patricks Huse, „Norrænt landslag", sem nú stendur yfir í Hafnarborg, lýkur 8. maí næstkomandi. Á sýningunni eru olíumál- verk, verk unnin með bland- aðri tækni og nkkrar litógraf- íur. Sýningin verður opin frá kl. 12-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.