Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 19 FRÉTTIR: EVRÓPA FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins. SUZUK3 SWIFT GLSi Aflmikill, sparneytinn, lipur. Þaö eru góö kaup í Suzuki. Verð frá kr. 998.000 $ SUZUKI lW> —..... SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17 - SÍMI S68 5100 Tillögur framkvæmdastjórnar ESB vegna ríkjaráðstefnunnar á næsta ári ESB verður að styrkjast áður en það stækkar FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins telur að styrkja verði ákvarðanatöku innan sambandsins og auka skilvirkni og samheldni, áður en hægt sé að veita nýjum ríkjum inngöngu í ESB. Jafnframt verði að gera umbætur í lýðræðis- átt og vinna að nýju traust hins almenna borgara á ESB. Skortur á skilvirkni í stofnunum sambandsins býður heim þeirri hættu að hinn efnahagslegi ávinningur af innri markaðnum glatist. Þetta er kjarninn í skýrslu fram- kvæmdastjórnarinnar vegna ríkja- ráðstefnu ESB á næsta ári, að því er Svenska Dagbladet greindi frá í fyrradag. Blaðið segir að skýrslan verði gerð opinber 10. maí. Hún verður framlag framkvæmdastjórn- arinnar til vinnu „hugleiðingarhóps- ins“, vinnuhóps sem heija á störf 2. júní næstkomandi og undirbúa tillögur að breytingum á Rómar- sáttmálanum, sem gert er ráð fyrir að ríkjaráðstefnan fjalli um. Tillögur um róttækar breytingar Samkvæmt heimildum SvD voru framkvæmdastjórnarmenn að miklu leyti sammála um þær áherzl- ur, sem leggja skyldi í skýrslunni, er þeir ræddu hana á fundi 20. apríl síðastliðinn. Blaðið segir að framkvæmdastjórninni sé afar um- hugað að gera ekki sömu mistök og stjórn Jacques Delors gerði við samningu Maastricht-sáttmálans; að þekkja ekki sinn vitjunartíma og beita sér fyrir breytingum, sem urðu til þess að kastaðist í kekki með framkvæmdastjórninni og að- ildarríkjunum. Engu að síður segir blaðið að þær ályktanir, sem draga megi af skýrslu framkvæmdastjórnarinnar, bendi til róttækra breytinga á starfsháttum ESB. Lýðræðislegri og opnari starfshættir Framkvæmdastjórnin telur að gera verði starfshætti ESB lýðræð- islegri og opnari. Stofnanir ESB séu of fjarlægar borgurunum og hafi á sér yfirbragð ógagnsæs skrifstofu- veldis. Framkvæmdastjórnin telur að ákvarðanatökuferli innan sam- bandsins sé alltof flókið og órökrétt og eigi almenningur að geta skilið það, þurfi mikla einföldun til. Styrkja verði réttarfarslegt og fjár- hagslegt eftirlit með stofnunum sambandsins. Nálægðarreglan, sem kveðið var á um í Maastricht-sátt- málanum, sé enn sem komið er fyrst og fremst dauður bókstafur. í skýrslunni kemur fram að ráð- herraráðið, sem er helzta löggjafar- stofnun ESB, hafi orðið aðgengi- legra að undanförnu, en umræður þar séu þó ekki opnar almenningi nema þegar allir séu sammála. Átök milli andstæðra sjónarmiða, sem séu eðlileg í lýðræðislegu kerfi, fari fram fyrir luktum dyrum. Nýjar stoðir óskilvirkar Með Maastricht-sáttmálanum voru settar á fót tvær „stoðir" Evr- ópusambandsins, samhliða hinu gamla Evrópubandalagi. Önnur er samstarfið í dóms-, lögreglu- og innflytjendamálum og hin er sam- starfíð um öryggis- og utanríkis- stefnu. Báðar byggjast hins vegar á milliríkjasamstarfi, þar sem allar ákvarðanir verður að taka sam- hljóða, andstætt við hið yfirþjóðlega samstarf í Evrópubandalaginu. Framkvæmdastjórnin telur að þessi blanda milliríkjasamstarfs og yfirþjóðlegs valds sé óheppileg og grafi undan skilvirkni ESB, sérstak- lega í nýrri stoðunum tveimur, þar sem neitunarvald sérhvers aðildar- ríkis þvælist fyrir raunverulegum árangri. Grafið undan efna- hagssamstarfinu? í skýrslu framkvæmdastjórnar- innar koma fram þungar áhyggjur af því að vöntun á gagnsæi og lýð- ræðislegu lögmæti í augum borgar- anna, óskilvirkni og skortur á sam- heldni geti til lengri tíma litið graf- ið undan efnahagssamstarfi ESB- ríkjanna - og þar með sjálfum til- verurétti sambandsins. Þess vegna verði að grípa til aðgerða, áður en nýjum aðildarríkjum verði hleypt inn. ------» ♦ ♦ 86% vita ekki af ríkjaráð- stefnunni • NÝLEG skoðanakönnun á vegum framkvæmdastjórnar ESB leiðir i ljós að 86% af íbúum Evrópusambandsríkjanna hafa ekki hugmynd um að halda á ríkjaráðstefnu á næsta ári til að ákveða framtíðarskipulag stofn- ana sambandsins. Könnunin virð- ist sýna fram á að bæta verði aðferðir stjórnvalda við að upp- fræða almenning um starfsemi ESB. Stendur mikið til? Langtímalán til framkvœmda vib fasteignir Islandsbanki veitir langtímalán til allt ab 12 ára vegna viöamikilla framkvœmda á fasteignum svo sem til vibhalds á húsnœbi, viöbyggingar eöa annarra endurbóta. Þessi lán henta vel einstaklingum sem hyggja á slíkar framkvœmdir, • Lánin eru skuldabréfalán, tryggö meö veöi í fasteign • Upphceö láns og vaxtakjör taka miö af greiöslugetu umscekjanda, tryggingum og fyrirhuguöum framkvcemdum • Hámarkslánsfjárhœö er 3.000.000 kr. • Hámarkslánstími er 12 ár • Afborganir eru mánaöarlega Ábur en lán er tekiö abstobar starfsfólk bankans viöskiptavini vib ab gera sérgrein fyrir greibslubyröi lánsins og þeim kostnaöi sem lánsvibskiptum fylgja og bera saman vib greibslugetuna. Á þann hátt er metiö hvort lántakan er innan viörábanlegra marka. Láttu ekki skynsamlegar framkvœmdir stranda á fjármagninu. Langtímalán íslandsbanka er kostur sem vert er aö athuga. Kynntu þér möguleikana í ncesta útibúi bankans. ÍSLANDSBANKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.