Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tekin með 300 alsælutöflur, amfetamín og kókaín
Mesta magn alsælutafla
sem fundist hefur
MESTA magn alsælutafla, sem
fundist hefur hér á landi, fannst
þegar líkamsleit var gerð á 21 árs
gamalli stúlku í Leifsstöð fyrir síð-
ustu helgi. Stúlkan var að koma frá
Amstérdam og hafði, auk rúmlega
300 alsælutafla sem hún hafði falið
í leggöngum sínum, tæp 300
grömm af amfetamíni falin innan
klæða og eitt gramm af kókaíni.
Tollgæslan á Keflavikurflugvelli
leitaði á stúlkunni þegar hún kom
til landsins á föstudag og fann þá
289 grömm af amfetamíni og
gramm af kókaíni. Þá var stúlkan
skoðuð betur og fundust alsælutöfl-
umar í leggöngum hennar.
Annar farþegi í sömu vél, piltur
á sama aldri og stúlkan, var hand-
tekinn um leið og hún. Engin fíkni-
efni fundust við leit á honum. Sam-
kvæmt uppiýsingum lögreglu mun
hann hafa fjármagnað kaupin en
hún tekið að sér að flytja þau til
landsins, þ.e. vera svokallað burðar-
dýr.
Stúlkan og pilturinn voru úr-
skurðuð í gæsluvarðhald. Hénni var
HLUTI rúmlega 300 alsælu-
tafla, sem fundust við leit á
21 árs stúlku í Leifsstöð.
sleppt úr haldi á sunnudag og hon-
um á miðvikudagskvöld, þegar
málið var fullrannsakað. Hvorugt
þeirra hefur komið við sögu fíkni-
efnalögreglunnar áður.
Alsæla í tísku
Helsta efni í alsælutöflum er
amfetamín, sem blandað er með
LSD-sýru og verður neytandi efnis-
ins fljótt háður því. Kristján I.
Kristjánsson, lögreglufulltrúi,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að lögreglan hefði upplýsingar
um að neysla á alsælu hefði aukist
undanfarið. „Þetta virðist vera í
tísku núna,“ sagði hann. „Við höf-
um fundið töflur áður, en aldrei í
jafn miklu magni."
Neyslan vex hratt
Kristján sagði að hver tafla væri
einn skammtur og væri seld á 3.500
til 5.000 krónur. „Alsæla hefur
mismunandi áhrif á neytendur. Þeir
sem hafa neytt efnisins áður þurfa
meira næst, svo neyslan vex hröð-
um skrefum."
Kristján sagði að málið væri full-
rannsakað og yrði sent embætti rík-
issaksóknara á næstunni.
-í
I
Morgunblaðið/RAX
STARFSEMI Björgunar h.f. var í fullum gangi í gær. Fylliefni
er dælt úr skipinu.
t
Umsóknum um
malarnám hafnað
ingurinn af því verið nýttur.
Viðræður við Björgun
HAFNARSTJÓRN Reykjavíkur hef-
ur samþykkt að hafna að svo stöddu
nýjum umsóknum um malarnám í
sjó sé efnistaka ekki á vegum borg-
ar eða borgarfyrirtækja.
Hannes Valdimarsson, hafnar-
stjóri, sagði að samkvæmt 10 ára
gamalli könnun hefðu 12 milljónir
rúmmetra af nýtanlegu efni verið á
hafnarsvæðinu. Nú hefði um helm-
Hafnarstjórn hefur falið Hannesi
að taka upp viðræður við Björgun
h.f., sem hefur malarnámsheimild,
og sagðist Hannes myndu ræða við
fyrirtækið um nýtinguna, ástandið í
námunum og hugsanlega nýtingu
annars staðar.
Þorsteinn
Pálsson
Halldór
Ásgrimsson
Helgi
Agústsson
Síldarviðræðum
lauk í gær án
samkomulags
TVEGGJA daga viðræðum ís-
lands, Noregs, Rússlands og
Færeyja um stjórnun veiða úr
norsk-íslenzka síldarstofninum
og takmörkun veiða í Síldar-
smugunni lauk án árangurs í
Reykjavík í gær. Mikið bar á
milli um kvóta til handa Færey-
ingum og íslendingum, sem
hafa enn ekki fengið hlutdeild
í vexti stofnsins á undanförnum
árum.
Þorsteinn Pálsson
Vorum
tilbúnir að
slaka á
kröfum
ORSTEINN Pálsson sjávarút-
vegsráðherra segist harma að
ekki hafi náðst samkomulag á fjög-
urra landa fundinum um stjórnun
veiða úr norsk-íslenzka síldarstofn-
inum. Hann segir að íslendingar
hafi verið tilbúnir að slaka mjög á
kröfum sínum til að ná bráðabirgða-
samkomulagi.
Ekki einkaeign Norðmanna
„Mér fínnst Norðmenn með óskilj-
anlegum hætti líta svo á að stofninn
sé þeirra einkaeign. í ljósi sögulegr-
ar reynslu er hann eign fjögurra
þjóða og samningarnir hljóta að fara
fram á þeim grundvelli," sagði Þor-
steinn í samtali við Morgunblaðið.
„Við vorum, þrátt fyrir afstöðu
Norðmanna á undanförnum árum
að neita um viðræður, tilbúnir að
gera bráðabirgðasamkomulag, sem
á þessu ári hefði þýtt minni híut-
deild okkar en við hijótum að gera
kröfu til í endanlegum samningi.
Eigi að síður eru Norðmenn fjarri
því að nálgast okkur í þessu efni.
Við sýndum það á fundunum að við
vorum reiðubúnir að slaka talsvert
á okkar kröfum.“
Þorsteinn sagði að íslendingar
vildu stunda ábyrgar veiðar í Síldar-
smugunni og hefðu því ákveðið að
hefja samningaviðræður við Færey-
inga til að kanna hvort löndin gætu
sameiginlega samið um aflamark
fyrir skip sín. „Við myndum ákveða
okkur sanngjama hlutdeild og hugs-
anlega gagnkvæman rétt til veiða
innan landhelgi hvors annars. Þetta
yrði auðvitað bráðabirgðaráðstöfun,
en ég teldi mjög æskilegt að þessar
þjóðir næðu samstöðu í málinu,“
sagði Þorsteinn.
1-2 milljónir tonna i
Síldarsmugunni
Sjávarútvegsráðherra sagðist
vona að hægt yrði að koma á að
nýju viðræðum við Rússa og Norð-
menn um framtíðarnýtingu síldar-
stofnsins. Hann sagði að ljóst væri
að síldin gengi nú í Síldarsmuguna
í miklu magni, á milli ein og tvær
milljónir tonna af hrygningarstofn-
inum. „Það getur haft alvarlegar
afleiðingar fyrir framtíðarstjómun á
stofninum ef samkomulag næst
ekki. Mér fínnst Norðmenn ekki taka
nægilega mikið tillit til þeirra sam-
eiginlegu framtíðarhagsmuna,"
sagði Þorsteinn.
Stein Qwe
Samkomu-
lag hefði
orðið öðrum
fordæmi
STEIN Owe, formaður norsku
viðræðunefndarinnar í fjög-
urra landa viðræðum Noregs, Is-
lands, Rússlands og Færeyja um
stjórnun norsk-íslenzka síldar-
stofnsins, segir norsk stjórnvöld
hafa orðið fyrir vonbrigðum með
að ekki tókst að ná samningum.
„Veiðar á úthafinu og þróun
þeirra eru mikilvægt mál. Við höfð-
um vonazt til að það gæti tekizt
að komast að samkomulagi milli
strandríkjanna, þannig að koma
mætti á stjórnun eða ramma um
þær veiðar, sem þau gætu stundað,
og að einnig mætti hindra veiðar á
alþjóðlegu hafsvæði. Slíkt sam-
komulag hefði verið öðrum fordæmi
og hefði getað haft heppilegar af-
leiðingar bæði fýrir síldarstofninn
og löndin, sem nýttu hann.“
Owe sagði að ekki væri rétt að
taka svo til orða að slitnað hefði
upp úr viðræðunum. Samkomulag
hefði ekki náðst og nýr fundur hefði
ekki verið ákveðinn, en að tala um
viðræðuslit væri misvísandi.
Helzta ástæða þess að samkomu-
lag náðist ekki, hefði hins vegar
verið sú að langt hefði verið á milli
aðila um stærð á kvóta til handa
íslandi og Færeyjum.
Owe vildi ekki tjá sig um hugsan-
leg viðbrögð Norðmanna við því að
íslenzk skip hæfu nú veiðar í Síldar-
smugunni. „Við teljum mjög
óheppilegt, ef þessi skip hefja veið-
ar. Við höfum einmitt reynt að forð-
ast það ástand, sem nú stefnir í,“
sagði hann.
Aðspurður hvort orsök þess,
hvemig komið væri, væri ekki að
Norðmenn hefðu árum saman neit-
að að ræða við íslendinga um síldar-
stofninn, sagði Owe: „Mér finnst
að hefðu menn viijað ná samningi
nú, hefði það verið hægt þótt við
hefðum skamman tíma til stefnu.
Það var ekki of seint að funda nú.“
Halldór Ásgrímsson
Skammsýni
Norðmanna
kemur
okkur í koll
HALLDÓR Ásgrímsson utanrík-
isráðherra segir mikil von-
brigði að ekki hafi tekizt __ að ná
bráðabirgðasamkomulagi íslands,
Noregs, Rússlands og Færeyja um
stjórnun á síldarstofninum í Síldar-
smugunni. íslendingar hafi lagt sig
mjög fram um slíkt, en Norðmenn
sýnt mikla þvermóðsku.
Halldór segir að miklar væntingar
hafí verið hér á landi til síldveiða.
„Það var alveg Ijóst að við gátum
ekki gengið frá bráðabirgðasam-
komulagi nema það gæfi okkar skip-
um bærilegt svigrúm," sagði Hall-
dór. „Það virtist ekki vera vilji til
þess af hálfu Norðmanna og það eru
mikil vonbrigði. Ég tel að þessi nið-
urstaða skaði mjög framtíðarhags-
muni þjóðanna varðandi síldarstofn-
inn. Það er að koma í bakið á mönn-
um að það skuli aldrei hafa verið
efnt til raunverulegra viðræðna um
þetta mál fyrr en nú upp á síðkast-
ið. Ég var sjávarútvegsráðherra í
átta ár og það var talað um það við
Norðmenn á hveiju einasta ári að
það væri nauðsynlegt að setjast nið-
ur til samninga. Þeir sögðu að það
kæmi ekki til greina fyrr en síldi
gengi út á alþjóðlegt hafsvæði. Við
margvöruðum við því að það væri
alltof seint og undir það tóku Rúss-
ar, Færeyingar og aðrar þjóðir. Nú
er þessi skammsýni Norðmanna að
koma okkur öllum í koll.“
Engin tilmæli til skipanna
Halldór sagði að nú myndu veið-
ar íslenzkra skipa í Síldarsmugunni
fara fram, án bráðabirgðasam-
komulags við Noreg og Rússland.
„Við verðum að setjast niður ein-
hvern tímann á næstunni til að
halda áfram að reyna að ná samn-
ingum til lengri tíma, en samningar
til skemmri tíma eru í meiri fjar-
lægð í dag en fýrir tveimur dög-
um,“ sagði hann.
Halldór sagði að næsta skref af
hálfu íslendinga yrði að ræða við
Færeyinga um að löndin tvö kæmu
sér saman um fyrirkomulag veið-
anna. Hins vegar hefðu enn sem
komið væri engin tilmæli verið gef-
in til útgerðarmanna eða skipstjóra
um ,að takmarka veiðar í Síldar-
smugunni. „Nú er fundinum lokið
og þeir halda þá áfram við veiðam-
ar. Svo er það síðari tíma ákvörðun
hvort og með hvaða hætti veiðarnar
verða takmarkaðar," sagði utanrík-
isráðherra.
Helgi Agústsson
X-ÍELGI Ágústsson, formaður ís-
lenzku viðræðunefndarinnar á
fundinum um stjórnun síldarstofns-
ins, sagði er viðræðum hafði verið
hætt, að strandað hefði á því að
Rússar og Norðmenn hefðu ekki vilj-
að samþykkja kröfur íslendinga og
Færeyinga um kvóta. Hann vildi
hins vegar ekki nefna neinar tölur
í því sambandi.
„Við gerðum kröfu um sanngjarn-
an og hæfilegan kvóta fyrir Island
til veiða á þessu ári. Við teljum það
ekki vera neina áhættu að veiða úr
stofninum í ár. Það eru stórir ár-
gangar á leiðinni og í framtíðinni
mætti gefa sér betri tíma til að jafna
út þá veiði, sem yrði nú í sumar.
En það varð ekki samkomulag um
þetta, því miður,“ sagði Helgi.
Beðið um viðræður í áratugi
Hann sagði að nýr fundur hefði
ekki verið boðaður. Fyrsti fundur
landanna, sem haldinn var í Ósló í
seinustu viku, hefði að mati íslend-
inga verið haldinn á elleftu stundu.
„Við höfum í mörg ár, jafnvel ára-
tugi, reynt að fá Norðmenn að samn-
ingaborðinu um stjórnun og verndun
síldarstofnsins, en þeir hafa ekki
hlustað a okkur. Núna, þegar loksins
tekst að ná fundi, eru skipin á leið-
inni á rniðin," sagði Helgi.
Aðspurður hvort stirfni hefði gætt
í viðræðunum af hálfu Norðmanna
og Rússa, sagði Helgi: „Það er að
minnsta kosti óhætt að segja að
þeir hafi farið afar varlega.“
I' ormenn íslenzku og norsku
sendinefndanna voru sammála um
að hin óleysta deila Noregs og ís-
lands um veiðar í Smugunni í Bar-
entshafi hefði ekki haft áhrif á við-
ræðurnar um síldarstofninn.
Kröfur um
sanngjarn- i
an og hæfi- !
leg’an kvóta