Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Maðurinn minn og faðir okkar,
GUÐMUNDUR LÁRUSSON,
Eyri,
verður jarðsunginn frá Bæ í Bæjarsveit laugardaginn 6. maí
kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Sigrfður Skarphéðinsdóttir
og börn.
t
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar,
amma og langamma,
SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR,
Hurðarbaki,
Reykholtsdal,
sem lést í Sjúkrahúsi Akraness 30. apríl
sl., verður jarðsungin frá Reykholts-
kirkju laugardaginn 6. maí nk. kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er
bent á Barnaspítala Hringsins.
Bjarni Þorsteinsson,
Gunnar Bjarnason, Ásthildur Thorsteinsson,
Þóra Bjarnadóttir, Einar Sigurjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGURBJÖRG RUNÓLFSDÓTTIR,
HátúnilO,
verður jarðsungin frá Garðakirkju laugardaginn 6. maí kl. 11.00.
Símon Hannesson,
Páll Birgir Simonarson,
Kjartan Símonarson, Herdfs Debes,
Arnheiður Símonardóttir, Jónas Guðbjörnsson,
Emil Ragnars, Björg Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, dóttir, stjúpdóttir og systir,
ÞÓRDÍS
KRISTJÁNSDÓTTIR,
Trönuhjalla 1,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju
laugardaginn 6. maí kl. 13.30.
Valgerður Dís Valdimarsdóttir, Benedikt Karl Valdimarsson,
Valgerður Einarsdóttir, Haraldur Gíslason
og systkini.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug vegna andláts
föður okkar og tengdaföður,
DIÐRIKS SIGURÐSSONAR
fyrrum bónda
á Kanastöðum,
Austur-Landeyjum.
Stefán Vigfússon,
Helen Diðriksson,
Jón Svavarsson,
Viðar Hjartarson,
Hlöðver Ólafsson.
Hlöðver Diðriksson,
Áslaug Diðriksdóttir,
Guðmundur Diðriksson,
Hildur Diðriksdóttir,
Kristfn Lilja Diðriksdóttir,
Sigrún Diðriksdóttir,
t
Þökkum auðsýnda samúð vegna and-
láts hjartkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
EINARS G. JÓNSSONAR,
Grandavegi 47.
Guðlaug Einarsdóttir.
Agnar Smári Einarsson, Guðrún Halldórsdóttir,
Guðjón Ármann Einarsson, Elfn Guðmundsdóttir,
Jón Ingi Einarsson, Olga Björnsdóttir,
Einar Dagur Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
ANNA
JÓNSDÓTTIR
+ Anna Jónsdótt-
ir var fædd á
Lækjarósi við
Dýrafjörð 14. apríl
1907. Hún lést á
heimili sínu í
Reykjavík hinn 28.
apríl síðastliðinn.
Anna var dóttir
Jóns Þórarinsson-
ar búfræðings, frá
Sigluvík á Sval-
barðsströnd og
konu hans, Helgu
Kristjánsdóttur
frá Végeirsstöðum
í Fnjóskadal. Þau
buggu í Hléskógum í Höfða-
hverfi og víðar við austanverð-
an Eyjafjörð, en fluttust til
Dýrafjarðar skömmu eftir
aldamótin og bjuggu lengst af
í Hvammi í Þingeyrarhreppi.
Þau hjón eignuðust 11 börn og
kveður Anna síðust þeirra.
Anna giftist Kristjáni V. Ein-
arssyni frá Múla í Isafirði 15.
desember 1928. Þau bjuggu
fyrstu árin á
ísafirði og í
Hvammi í Dýrafirði,
en fluttust til
Reykjavíkur 1937.
Anna og Kristján
eignuðust fimm
börn. Þau eru: 1)
Sigurður, kvæntur
Guðrúnu Eiríks-
dóttur, 2) Valgerður
Kristín, gift Sigþóri
Sigurðssyni, 3) Jón
Þór, kvæntur Guð-
mundu K. Þor-
steinsdóttur, 4)
Helga, gift Kristjáni
Siguijónssyni og 5) Kolbrún,
gift Jóni F. Sigurðssyni. Af-
komendur Önnu eru orðnir 76.
Anna og Kristján slitu samvist-
um. Anna giftist öðru sinni
Birni L. Þorsteinssyni hús-
gagnasmíðameistara 1948.
Hann Iést 4. apríl 1984.
Útför Önnu fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.00.
AMMA mín, Anna Jónsdóttir, er
látin 88 ára að aldri. Samskipti
okkar voru ætíð góð og hin síðari
ár hittumst við svo til daglega og
skapaðist á milli okkar djúp vinátta.
Fráfall hennar kom mér á óvart
enda þótt hún hafi hin síðari ár átt
við ýmis heilsufarsleg vandamál að
stríða. Amma var röskleg kona í
allri framgöngu og sagði hug sinn
ætíð allan þegar eftir var Ieitað.
Viðhorf hennar til manna og mál-
efna voru skýr og þurfti enginn að
velkjast í vafa um skoðanir hennar.
Það er margs að minnast en efst
eru mér þó í huga síðustu stundirn-
ar er við áttum saman. Fimmtudag-
inn 27. aprfl höfðum við ákveðið
að fara í verslunarleiðangur og sótti
ég ömmu skömmu eftir hádegi.
Áttum við saman skemmtilegan
dag og keypti amma m.a. fallega
peysu sem hún hlakkaði til að fara
í og hentaði vel nú þegar vorið var
loksins komið.
Amma .lést í svefni snemma á
föstudagsmorgun og er það þakkar-
vert að kona með hennar skapgerð
og lífsviðhorf fékk að kveðja með
fullri reisn. Ég mun minnast hennar
eins og hún var sínar síðustu stund-
ir, glöð og ánægð gangandi mót
vorinu og hækkandi sól.
Ég kveð Önnu Jónsdóttur, ömmu
mína, með þakklæti og söknuði en
þó fullviss þess að nú líði henni vel
í faðmi drottins.
Blessuð sé minning hennar.
Anna K. Sigþórsdóttir.
í dag kveðjum við elskulega
ömmu okkar hinstu kveðju. í seinni
tíð hafði amma orð á því að nú
væri hún orðin aldurhnigin og skiln-
aðarstundin ekki langt undan. Þess-
um orðum hennar reyndum við
ætíð að bægja frá okkur því við
fráfall hennar misstum við góða
ömmu sem allt vildi fyrir alla gera.
Þrátt fyrir rúman sextíu ára aldurs-
mun milli okkar og ömmu var hægt
að tala við hana um allt milli him-
ins og jarðar. Viðhorf hennar mark-
aðist ekki af þröngsýni né sleggju-
dómum, heldur víðsýni, þroskuð af
lestri bóka, ferðalögum og lífs-
reynslu.
Einnig var ömmu margt til lista
lagt. Hún var góð saumakona og
saumaði iðulega á okkur systkinin
þegar við vorum yngri, jólaföt sem
og annað. Góðar og kærkomnar
voru lopapeysumar, vettlingamir
og sokkamir. Það sem alltaf mun
lifa í hugskoti okkar systkina var
ljómi augna hennar þegar hún tal-
aði við okkur sem lítil böm. Amma
var einstaklega bamgóð kona og
mjög lagin við að laða börn að sér.
Þrátt fyrir háan aldur gat hún hopp-
að og skoppað, grett sig og skælt,
þegar lítil börn voru nálæg.
Skemmtilegur talandi hennar og
frásagnarmáti heillaði böm og sátu
þau andaktug í návist hennar fram
á síðasta lífdag.
Okkur systkinunum þótti sem
börnum óskaplega gaman að fara
til hennar og borða rúgbrauð með
smjöri og drekka kók, Hjá ömmu
var þessi matur það besta sem
hægt var að fá. Rúgbrauð var ekki
rúgbrauð nema hjá ömmu. Elsku
amma okkar, við munum ætíð
minnast þín.
Svandís Jónsdóttir,
Rakel Jónsdóttir,
Guðmundur Jónsson.
Elskuleg móðursystur mín, Anna
Jónsdóttir, er látin. Hún var komin
vel á efri ár, en hafði verið við
sæmilega heilsu svo kallið kom
óvænt. Eftir sitja bömin hennar
fimm og fjölskyldur þeirra, frænd-
fólk og vinir með tómarúm I hjarta
sem erfitt er að fylla.
Anna er sú síðasta í stómm
systkinahópi til að yfirgefa þennan
heim. Hún ólst upp hjá foreldrum
sínum sem lengst af bjuggu í
Hvammi í Dýrafirði en þau voru
bæði aðflutt frá Suður-Þingeyjar-
sýslu. Systumar vom sjö, Sigur-
veig, Kristbjörg, Valgerður, Lísbet,
sem dó aðeins 27 ára, Anna, Helga
og Vilborg og bræður tveir sem
komust til fullorðinsára, Gunnar og
Jóhann. Afi og amma ólu einnig
upp son Gunnars sem aldrei var
kallaður annað en Óli bróðir, mikið
uppáhald föðursystkina sinna og
sem sér nú á eftir síðasta hlekknum
í þessari grein fjölskyldunnar. Flest
bjuggu systkinin á höfuðborgar-
svæðinu reyndar öll nema Gunnar
sem bjó lengst af á Akureyri og
Sigurveig sem bjó á Nauteyri við
Isaíjarðardjúp og seinna á Isafirði.
Systkinin vom mjög samhent og
mikill samgangur á milli. Þau vom
söngelsk og tóku oft lagið þegar
þau hittust. Mér þóttu þau hafa
heimsins fegurstu raddir og enn
óma þær þannig í hugarfylgsnum
mínum.
Anna var glæsileg kona, bar sig
vel, dökkhærð með stór og falleg
augu, há kinnbein og bjart bros.
Hún var hörkuduglég, gekk að öll-
um verkum með sömu vandvirkn-
inni og þrautseigjunni og einkenndi
öll hennar ættmenni. Eg minnist
þess sem barn að alltaf fékk ég að
koma með mömmu að heimsækja
systumar. Þær áttu allar börn á
mínu reki sem hægt var að leika
sér við meðan þær deildu saman
sorgum sínum og gleði. Oftast kom
ég til Önnu. Ef til vill vegna þess
að yngsta dóttir hennar, Kolbrún
og ég lékum okkur mikið saman,
ef til vill vegna þess að alltaf var
hægt að leita til Önnu ef eitthvað
bjátaði á. Hún var alltaf hlý og
góð, réttsýn og úrræðagóð. Ég var
svo lánsöm að fá að hitta hana af
og til eftir að Kolbrún dóttir hennar
fluttist hingað norður. Þær mæðgur
voru óvenju samrýndar og létu aldr-
ei hjá líða að líta inn hjá mér. í
hvert sinn sem hún kom fann ég
svo vel fyrir andblæ æskuáranna
og hve gott er að vera svolítill part-
ur af stórri fjölskyldu.
Elsku Anna mín. Hafðu hjartans
þökk fyrir alla elskuna sem þú gafst
mér.
Gunnar og ég sendum bömum
Önnu og fjölskyldum þeirra okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Margrét Kristinsdóttir.
Anna Jónsdóttir kjólameistari er
látin, 88 ára að aldri. Kynni okkar
hófust 1967 er ég kynntist eigin-
konu minni og nöfnu hennar, Önnu.
Samskipti okkar voru ætíð góð og
var alltaf gott að koma á heimili
hennar og Björns í Hörðalandi.
í fyrstu var ég ekki alveg viss
um hvemig ætti að taka þessari
ákveðnu konu sem hafði mjög
ákveðna og skýra lífssýn og skoðun
á flestu sem mannlegt var. Eftir
því sem árin liðu fékk ég þó æ
betur greint þá manneskju sem að
baki bjó og hlýjan hug hennar og
umhyggju til fjölskyldu og vina.
Anna var af þeirri kynslóð íslend-
inga sem fæddist á tímum kreppu
og fátæktar í sveitum landsins, flutt-
ist í þéttbýlið og upplifði síðan allar
þær breytingar sem orðið hafa fram
til þessa dags. Hún vann alla tíð
mikið og af dugnaði við iðn sína sem
kjólameistari. Dugnaður og vinnu-
semi vom henni í blóð borin og sömu
kröfur gerði hún til annarra. Hin
seinni ár var það eitt meginkapps-
mál hennar að vera ekki bömum
sínum til byrði og geta lifað eðlilegu
lífi í íbúð sinni í Hörðalandi. Mér er
í þessu sambandi minnisstætt þegar
hún fyrir nokkmm ámm hringdi til
okkar snemma á jóladagsmorgun
og kvaðst vera með mikla verki fyr-
ir bijósti. í snarhasti ókum við í
Hörðalandið og eftir að hafa hitt
Önnu pöntuðum við sjúkrabíl sem
flutti hana á Landakot. Eftir um það
bil klukkustundar bið kom Ásgeir
hjartalæknir fram og tilkynnti okkur
að við mættum líta inn til Önnu en
tjáði okkur jafnframt að um krans-
æðatilfelli væri að ræða. Er við kom-
um inn á stofu til gömlu konunnar
var hún hress eftir atvikum, leit á
okkur hvössu augnaráði og sagðist
ekki geta lýst því hvað hún væri
fegin að hafa ekki verið að ónáða
okkur á jóladagsmorgun fyrir ekki
neitt.
Anna hafði gaman af að hitta
fólk og var alltaf aufúsugestur á
heimili okkar því hún var fróð og
vel lesin, og skemmtileg viðræðu.
Að gleðjast á góðri stundu og dreypa
á góðu víni fannst henni gaman en
var þó mikil hófsmanneskja.
Fráfall hennar var óvænt og
snerti mig illa en þó held ég að
einmitt svona hefði hún kosið að
fá að fara. Hún kvaddi þennan heim
áður en elli kerling náði af nokk-
urri alvöru til hennar og hélt fullum
andlegum kröftum til síðasta dags.
Allt til síðustu stundar fór hún allra
sinna ferða og var yndislegt að hún
skyldi lifa það að sjá vorið koma
og geta gengið út í vordaginn eftir
harðan og erfíðan vetur sem haml-
aði því að hún gæti gengið úti sem
hún hefði kosið. Með Önnu er geng-
in mikil sómakona sem hveijum var
sæmd af að kynnast.
Blessuð sé minning Önnu Jóns-
dóttur.
Einar Sigfússon.
Handrit afmælia- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélritúð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta-
skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word-
perfect eru einnig auðveld ( úrvinnslu.
Senda má greinar til blaðsins á netfang
þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs-
ingar þar um má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamieg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina og hálfa örk
A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega
línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.