Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 31 >nar um veiðigjald Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson dtöku igt væru þeir að Arni gerði ráð fyrir að um varanleg- an veiðirétt verði að ræða en ekki væri t.d. ljóst hvort kvóti einstakra út- gerða ætti að aukast ef aukið yrði við heildarkvót- ann. „Ef þetta er fast hlutfall af heildarkvóta yrði óvissa meðal fyrir- tækja um hvað þau gætu veitt mörg tonn á næstu árum og jafnframt vaknar sú spuming hvort um þjóðareign yrði að ræða eða ekki ef þessi leið yrði farin,“ sagði hann. „Mér sýnist mjög lík- legt að umræða um fisk- veiðistjórnunina verði mjög mikil á næstu misss- erum og því er gott að fá fram ýmsar hugmyndir. Þetta er bara ein hug- mynd af mörgum sem verður rædd,“ sagði Snjólfur. í samræmi við tillögur margra hagfræðinga Þórólfur G. Matthías- son lektor er staddur í Osló um þessar mundir en kvaðst hafa_ fengið fréttir af ræðu Árna og sagði sér virtust hug- myndir hans í grundvall- aratriðum í samræmi við tillögur margra hagfræð- inga. „Mér sýnist að þarna sé á ferðinni sú gamla hugmynd að eigandi auð- iindarinnar fái eitthvað fyrir sinn snúð, þegar hann leyfir öðrum að nota hana og það eru margs- konar rök sem hníga að því. Eg hef sett fram þá skoðun að þeir sem eiga mestra hagsmuna að gæta í útgerðinni hljóti að sjá að ein- hverskonar greiðsla þurfi að koma til, vegna þess að öðrum kosti eiga þeir á hættu-að Alþingi taki notkunar- heimildina einhvern tímann af þeim,“ sagði Þórólfur. Hann sagði einnig að sú hugmynd Árna Vilhjálmssonar, að unnt yrði síðar að taka veiðiréttinn eignarnámi, ef forsendur breyttust og kæmu þá fullar bætur fyrir, væri nýtt sjónar- mið í þessari umræðu. Benti hann á að aðstæður og umgengni við auðlind- ina gætu breyst og Árni Vilhjálmsson virtist hafa áhyggjur af því hvernig þeir sem hafa notkunarréttinn núna stæðu þegar svo væri komið. ur G. isson. Lonar f að Ifur son. I sem vert Kostnaður við HM 95 á þriðja hundrað milljónir Búist er við að á bilinu '2-3.000 útlendingar komi hingað til lands vegna HM 95 sem hefst næstkomandi sunnudag og stendur til 21. maí. Kostnaður af því að halda keppnina hérlendis er á þriðja hundrað milljónir kr., eins og fram kemur í samantekt Guðjóns Guðmundssonar. For- svarsmenn HM 95 segja að miðasala hafí tekið mikinn kipp undanfama daga og hún aukist á hverjum degi. Á fímmtu- dag var búið að selja miða fyrir 25 milljónir kr. 23 keppnislið koma til landsins vegna HM. STEFÁN Konráðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri ÍSÍ og mótsstjóri HM 95, kveðst efast um að nokkurt stór- mót á alþjóðlegan mælikvarða hafi þurft að ganga í gegnum jafnmikla píslargöngu og HM 95, ekki bara hvað varðaði deilur um mannvirki heldur einnig fjármögnun. Fram- kvæmdanefndin HM 95 greiddi RUV 45 milljónir kr. fyrir fram- leiðslu á sjónvarpsefni, dunið hafa yfir verkfallshótanir og er reyndar ekki enn séð fyrir endann á kjara- deilu rútubílstjóra í verkalýðsfélag- inu Sleipni. Mismunandi matarhefðir Hvað fjárhagshlið HM 95 varðar segir Stefán að það verði túlkað sem stór sigur fyrir framkvæmdaaðilana komi keppnin út á sléttu og kveðst hann fremur bjartsýnn á að það takist í ljósi góðrar miðasölu undan- farna daga. Hann kveðst hins vegar óttast að miðasala detti niður kom- ist íslenska liðið ekki upp úr sínum riðli. Þegar keppni í riðlunum lýkur þarf að koma tveimur þátttökuþjóð- um úr hvetjum riðli til síns heima og jafnframt flytja lið til Akureyrar eða frá Akureyri til höfuðborgar- svæðisins í 16 liða úrslitin ásamt dómurum og fylgil- iði. Stefán segir að flogið verði milli Reykjavíkur og Akur- eyrar en einnig mun hvert iið hafa einn rútubíl til umráða. Ákveðin áætlun verður í gangi milli Hótel Sögu, þar sem démararnir gista, og keppnisstaða og þar verða einnig staðsettir 15 fólksbílar sem Ingvar Helgason hf. hefur lánað til HM 95. HM 95 sér keppendum og öðrum opinberum gestum keppninnar, tæp- lega 1.000 manns, fyrir fæði og gistingu. Gróflega áætlað skilar gistingin ein og sér um 10 milljónum kr. til þjónustuaðila á því sviði. Keppnisliðin fá morgunmat, hádeg- ismat, kaffi og kvöldmat og mikil vinna er að samræma matseðlana því matarhefðir þátttökuþjóðanna eru afar mismunandi. Bera þarf matseðla fyrir hvern dag undir for- svarsmenn liðanna til samþykktar. íslenska landsliðið gistir fyrstu vikuna á Hótel Örk í Hveragerði en komist það áfram upp úr riðlinum færir það sig á Hótel Sögu þar sem allir dómarar keppninnar hér syðra gista. Sex landslið gista á Hótel Esju, sjö lið á Scandic Hótel Loftleið- um, fjögur lið á Hótel íslandi og eitt lið á Hótel Óðali. Tvö lið verða á Hótel KEA auk allra dómaranna sem dæma leikina nyrðra og þrjú lið verða á Hótel Hörpu. Lyfjapróf í Ósló Utbúa þarf aðgangskort fyrir alla keppendur, dómara, blaðamenn, en alls eru 528 blaðamenn skráðir til keppninnar, skipulagsnefndir allra keppnisstaða, opinbera gesti og sjálfboðaliða og nú þegar hafa verið gerð 2.100 slík kort. Stefán segir að meira framboð sé af sjálfboðaliðum til starfa við HM 95 en þörf er á. 1.500 sjálfboða- liðar verða við störf á mótinu. Athygli hf. annast alla þjónustu fyrir fjölmiðla og segir Guðjón Arn- grimsson hjá Athygli hf. að fyrir- tækið líti svo á að besta landkynningin gagnvart erlendum fréttamönnum sé fólgin í því að veita þeim þá þjónustu sem vera ber á handboltamóti. Sam- starf er við Hewlett Pack- ard um tölvuvinnslu úr leikjunum jafnóðum og þeir eiga sér stað og er „statistíkinni" dreift strax til blaðamanna. Athygli hf. skapar blaðamönnum góða vinnuaðstöðu og stöðugtflæði upplýsinga um allt sem viðkemur HM 95. 60-70 manns verða eingöngu í því að sinna þörfum blaðamanna. „Besta landkynningin felst í því að skapa þeim sem besta aðstöðu þannig að fréttir þeirra verði já- kvæðar og enginn leiðindatónn í skrifum þeirra,“ sagði Guðjón. Einn- ig er blaðamönnum boðið upp á ferð- ir til helstu ferðamannastaða í ná- grenni borgarinnar. Þá verður gefið út dagblað á ensku með upplýsing- um um mótið. Meira f ram- boð af sjálf- boðaliðum en þörf er á Allt verður að fara fram sam- kvæmt reglum Alþjóðahandknatt- leikssambandsins, IHF, þar á meðal strangt lyfjaeftirlit. Lyfjanefnd ÍSÍ sér um þessi mál í samvinnu við lyfjanefnd IHF en ráðgert er að 200 lyfjapróf verði tekin. Hvert lyfjapróf kostar 22 þúsund kr. Niðurstaða lyfjaprófa verður að vera komin daginn eftir að þau eru tekin. Þvag- sýni eru tekin á keppnisstað og þau flutt til Keflavíkurflugvallar þar sem þau eru sett um borð í Flugleiðavél og flogið með þau til Fornebu-flug- vallar í Osló. Þaðan fara þvagsýnin á Akers-sjúkrahúsið þar sem þau eru greind á innan við 24 klst. Niður- stöðurnar eru sendar á faxtæki í lokuðu herbergi í stjórnstöð HM 95. Kostnaður við lyfjaeftirlitið verður um 4,5 milljónir kr. Markaðshliðin Siguijón A. Friðjónsson er mark- aðsstjóri HM 95 og hans hlutverk er m.a. að skapa HM 95 tekjur af styrktaraðilum og miðasölu. Hann segir að í keppninni verði heims- frumsýning á svonefndum fletti- skiltum inni á handboltavelli. Alls verða 42 metrar af slikum _________ skiltum í íþróttahúsunum íjórum, Laugardalshöll, Smáranum í Kópavogi, íþróttahúsinu Kaplakrika og íþróttahöllinni á Akur- eyri. Á þessum skiltum auglýsa eingöngu erlend fyrirtæki, þ. á m. þýsku stórfyrirtækin War- steiner, Ruhr-gas, Rheinfelds, Isost- ar, Lotto-pool, Intersport og leik- fangaframleiðandinn FHscher. Tekj- ur af þessum auglýsingum renna til svissneska sjónvarpsrétthafans CWL. Fjöldi erlendra og íslenskra styrktaraðila koma við sögu keppn- innar, eða á milli 200 og 300. Opin- berir styrktaraðilar auglýsa á föst- um skiltum aftan við mörkin. Tekjur af þessum auglýsingum renna til HM 95 og nema þær um 10 milljón- um kr. Stóru íslensku styrktaraðil- arnar eru ALP-bílaleigan, Eimskip, Flugleiðir, Hewlett Packard, Ingvar Helgason hf., Nýherji, Prentsmiðjan Dæmi um að menn kaupi miða fyrir 20-30 þúsuad Oddi, Póstur og Sími og Vífilfell. Þessir aðilar leggja fram á þriðja tug milljóna kr. í beinhörðum pen- ingum, þjónustu eða tækjabúnaði. Gerðir hafa verið annars konar styrktarsamningar við íslensk fýrir- tæki. Seldir hafa verið límmiðar í glugga fyrirtækja, svokallaðir styrktarmiðar, og kostar hver þeirra 25 þúsund kr. Yfir 200 fyrirtæki hafa keypt miða og nema tekjurnar um 5 milljónum kr. Sigurjón segir að stöðug eftirspurn sé hjá fyrir- tækjum að komast að sem styrkta- raðilar. Einkum eru það samkeppn- isaðilar þeirra fyrirtækja sem þegar' hafa gerst styrktaraðilar sem vilja nú vera með. Boltar fyrir 2,5 milljónir kr. Þá verður sala á minjagripum í tengslum við keppnina, treflum, húfum, bolum, handklæðum, penn- um, reglustikum og fleiru. Varning- urinn er að miklu leyti framleiddur innanlands. Minjagripasalan á að skila 2-3 milljónum kr. í tekjur. Seldir hafa verið 97 HM boltar og var 97. boltinn sleginn áhöfninni á Guðbjörgu ÍS á 60.000 kr. Tekjur --------- af boltasölunni eru 2,5 milljónir kr. Miðasalan var lengi að fara af stað og þótti sum- um sem lítill áhugi væri ______ fyrir keppninni, innan- lands sem erlendis. Iitlar upplýsingar hafa reyndar fengist utn hve margir miðar hafi verið seldir útleadingum. Siguijón segir að miðasala innanlands gangi nú mjög vel, það sé að verða uppselt í sæti á opnunarhátíðina og á ís- land-Sviss en dreifingin sé jöfn á alla leiki. Hann segir að það sé uppörvandi að heimsækja miðasöl- urnar og dæmi um að menn kaupi þar miða fyrir 20-30 þúsund kr. í einu. Miði í sæti á leiki í riðlunum kostar 3.300 kr. og gildir hann á alla þtjá leikina þann leikdaginn, og er sama verð fyrir börn. Þannig kostar það fjögurra manna fjöl- skyldu 13.200 kr. að fylgjast með frá einutn til þremur leikjum í sama riðli sama leikdaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.