Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 37 ' ÁSGEIR GUÐJÓNSSON + Ásgeir Guðjóns- son var fæddur á Arnarnúpi i Keldudal í Dýra- firði 25. september 1905. Hann lést á Hrafnistu 26. apríl sl. Ásgeir var sjötta barn Guðjóns Þor- geirssonar, f. 13. nóv. 1871, d. 22. maí 1957, og Elínborgar Guðmundsdóttur, f. 30. sept. 1875, d. 22. jan. 1959. Eftir lifa Daðína Matthildur, f. 30. des. 1903, og Elínborg, f. 7. nóv. 1914. Látin eru Guðbjörg Kristjana, f. 20. ág. 1897, d. 31. des. 1989, Guð- mundur Jón, f. 26. nóv. 1898, d. 17. mars 1920, Jóhanna Bjarney, f. 25. sept. 1900, d. 9. ágúst 1989, Bjarni Þorvaldur Stefán, f. 12. okt. 1901, d. 29. okt. 1929, Margrét Ingibjörg, f. 10. des. 1906, d. 27. des. 1970, Þorgeir, f. 18. apríl 1908, d. 27. janúar 1936, Guðmundur Örn, f. 3. janúar 1909, d. 29. júní 1910, Arnfríður Guðný, f. 17. 27. Kristján Jón f. 4. jan. 1913,/I. 16. des. 1938, og Ásta Krist- ín, f. 30. ágúst 1916, d. 13. apríl sl. Ás- geir kvæntist árið 1953, Sigríði Guð- rúnu Magnúsdóttur, f. 7. mars 1910, d. 7. okt 1980. Foreídr- ar Sigríðar voru séra Runólfur Magnús Jónsson prestur á Stað í Aðalvík og Guðný Benedikts- dóttir ljósmóðir. Ásgeir og Sig- ríður Guðrún eignuðust einn dreng, Runólf Magnús, við- skiptafræðing hjá Olíufélaginu hf., ESSO. Eiginkona hans er Rósamunda Guðmundsdóttir sjúkraliði og eiga þau þijú börn, Sigríði, f. 30. sept. 1983, Önnu, f. 4. okt. 1985, og Benedikt Kristján, f. 16. nóv. 1989. Ásgeir verður jarðsunginn frá Grafavogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. HANN afi á Hrafnistu er dáinn. Nú er enginn Svali til í litla ísskápn- um eða súkkulaðistykki í skúff- unni. Hann Geiri afi var alltaf svo góður og fangið hans var alltaf svo hlýtt og mjúkt. Þegar hann bjó hjá okkur var svo gott að sofna í rúm- inu hans þegar hann var búinn að lesa bók og fara með bænimar úr bænabók gamla biskupsins hans Sigurbjörns með okkur. Geiri afi fyrirgaf okur alltaf. Geiri keypti „reiknið" handa Siggu þegar vasa- tölvan hans pabba var í lífshættu og seinna dúkkurúm fyrir Önnu og bíl fyrir Benna. Afi varð reiður þeg- ar hann sá hvemig margföldunar- taflan sem við áttum að læra var sett upp á nútíma vísu. Hvemig áttu börnin að geta lært þetta? Af hverju mátti ekki nota gamla lagið? Nú er afi hjá Guði og þar er Sigga amma, sem við sáum aldrei en hann talaði svo oft um og sagði okkur sögur af þeim. Fyrir utan faðirvorið fór hann oftast með þessa bæn: Vertu Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. Sigríður, Anna og Benedikt Kristján. í dag er til moldar borinn hér í Reykjavík vinur minn og velgjörðar- maður, Ásgeir Guðjónsson, sem mig langar til að minnast með örfáum línum. Ég kynntist honum er hann kvæntist föðursystur minni, Sigríði Magnúsdóttur frá Stað í Aðalvík, árið 1953. Allt frá því er ég um tvítug að aldri fluttist til Reykjavík- ur utan af landi bjó ég meira og minna á heimili þeirra hjóna árum saman. Alltaf var ég velkomin þangað, hvort sem var að nóttu eða degi og reyndust þau mér eins og bestu foreldrar. Ástríkara hjóna- bandi en þeirra hef ég ekki kynnst um dagana. Mér er sérstaklega minnisstætt að ég hélt mín fyrstu jól utan foreldrahúsanna á heimili þeirra. Hvergi hef ég vitað minna tilstand fyrir jólin en þar, lítið sem ekkert jólaglingur og stúss, en hvergi hef ég fundið eins mikla jóla- helgi og einmitt þar. Mér er næst að halda að jólin hafi einfaldlega alltaf verið þarna innan dyra og ekkert þurft að gera nema að kveikja á einu kerti eða svo til að allt væri fullkomnað. Geiri var togarasjómaður mikinn hluta ævinnar, en hann var hættur til sjós þegar ég kynntist honum og farinn að vinna í landi. Ég kann að nefna nokkur skip, sem hann var á, en hann fór í sinn fyrsta róður með föður sínum tíu ára gam- all. Fimmtán ára gamall fór hann á skútuna Fortunu frá ísafírði og í tvö_ ár var hann á togaranum Otri frá ísafirði. Hann var í nokkur ár á togaranum Karlsefni frá Reykja- vík. Þegar heimsstyrjöldin síðari skall á, árið 1939, var hann á togaranum MINNINGAR Hilmi frá Reykjavík. Hann sigldi öll stríðsárin nánast hvern einasta túr með því skipi til Fleetwood á Englandi með aflann. Það hefur ekki verið fyrir neina liðleskjur að standa í slíku á þeim tíma, þegar ógn og skelfing beið nár.ast á hverri báru á þessari leið. En Ásgeir hreykti sér aldrei hátt né gortaði af einu né neinu. Hann var einstak- lega dagfarsprúður og traustur maður, sem gaf mér holl og góð ráð, enda leitaði ég einatt til hans í dagsins önn með ýmislegt sem ég tók mér fyrir hendur. Þau Sigríður eignuðust einn son, sem var skírður Runólfur Magnús og var eftirlæti okkar allra. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og er kvæntur Rósamundu Guðmunds- dóttur sjúkraliða, hinni mætustu konu, sem reyndist Ásgeiri mjög góð tengdadóttir. Eiginkonu sína missti Ásgeir árið 1980. Eftir það bjó hann hjá syni sínum og tengdadóttur, nema allra síðustu árin, sem hann dvaldi á Hrafnistu sökum heilsubrests. Mér virtist hann una hag sínum mjög vel þar, með veggina þakta mynd- um af ástkærri eiginkonu sinni og englunum sínum þremur, en svo nefndi hann sonarbörnin sín þijú. Ég votta Magnúsi frænda mínum og fjölskyldu hans mína innilegustu samúð og þakka guði fyrir að hafa átt mann eins og Ásgeir Guðjónsson að í lífinu, slíkt verður aldrei ofmet- ið né þakkað sem skyldi. Hvíl í friði, Geiri minn, og þökk fyrir allt og allt. Guðný Jónsdóttir. í dag er til moldar borinn Ásgeir Guðjónsson ættaður frá Arnamúpi í Keldudal í Dýrafirði. Með honum er genginn enn einn fulltrúi þeirra eldri kynslóða á íslandi sem lögðu grunninn að því velferðarþjóðfélagi sem við búum nú við. Tíu ára gam- all fór hann fyrst með föður sínum til róðra frá Hafnarnesi við Dýra- fjörð, en frá Arnarnúpi heimabæ Ásgeirs að Hafnamesi er tæplega tveggja tíma gangur. Þegar Ásgeir var 15 ára fór hann á skútur.a Fortúnu frá Dýrafirði, og sótti þá mið á Breiðafirði, undir Jökli og á Barðagrunni. Árið 1926 fór hann fyrst á togar- ann Otur frá ísafirði, tveim árum síðar lá leiðin til Reykjavíkur á tog- arann Karlsefni, svo á línuveiðarana Alta, Pétursey, Eldborgu og Fróða, en þar var skipstjóri sá kunni afla- m.aður Þorsteinn Eyfirðingur. Árið 1939 fór Ásgeir á togarann Hilmi, og sigldi alla heimsstyijöldina til Blackpool og Fleetwood, en 1945 fór hann í land. í landi starfaði hann við ýmsar stórframkvæmdir, m.a. byggingu fiskiðjuvers Bæjar- útgerðar Reykjavíkur og kyndi- stöðvarinnar við Elliðaár. Um 1950 hóf Ásgeir störf í Fiskbúðinni Sæ- björgu og starfaði þar í rúm tuttugu ár, en síðan starfaði hann í Hamp- iðjunni í önnur tuttugu, og lauk þar langri starfsævi sinni árið 1992, þá 87 ára gamall. Síðar það ár bauðst honum pláss á Hrafnistu í Laugar- ási, þar sem hann undi hag sínum mjög vel. Á Hrafnistu hitti hann m.a. æskuvin sinn Kristján Aðal- KRISTINN HELGASON + Kristinn Helga- son fæddist 28.8. 1905 og andaðist 9.4. 1995. Kristinn ólst upp í Keflavík, einn af fimmtán bömum hjónanna Helga Jenssonar sjómanns og Sigríðar Guðna- dóttur sem þar bjuggu. Kristinn kvæntist 14. desem- ber 1935 Málfríði Larsdóttur, f. 13. mars 1912 á Út- stekk, Helgu- staðahr., S-Múla- sýslu. Böra þeirra era: 1) Lárus Áraar, giftur Kristínu Rut Jó- hannsdóttur frá Hofsósi í Skaga- firði. Þau búa í Keflavík. 2) Þuríður, gift Arnóri Hvann- dal Hannessyni. Þau búa í Garðabæ. Upp- eldisdóttir Kristins og Málfríðar er Jakobina Bára Jóns- dóttir, gift Gunnari Ólafssyni. Þau búa í Njarðvík. Kristinn stundaði kaupmennsku og rak fiskbúð í Kefla- vík um áratuga skeið en síðustu árin starfaði hann hjá Keflavíkurbæ. Kristinn var jarðsunginn frá Keflavíkur- kirkju 15. apríl sl. NÚ þegar tengdafaðir minn og góður vinur hefur kvatt þessa heims tilveru langar mig að kveðja hann með nokkrum orðum. Ég minnist þess þegar ég kom fyrst inn á heimili þeirra hjóna Krist- ins og Málfríðar, ég hafði kynnst syni þeirra sem kynnti mig fyrir þeim sem tilvonandi eiginkonu sína. Strax frá fyrstu fundum okkar sýndu þau mér vinsemd og alúð, sem ung stúlka, flestum hér ókunnug, kunni vel að meta. Það leið öllum vel í návist tengdaföður míns, góðlátleg glettni hans og hógværð en þó létt- leiki skapaði góða stemmningu þar sem hann var. Hann var hjálpsamur og hans yndi var að aðstoða börn sín og einn- ig bamabömin eftir föngum. Allt fram á síðustu ár var hann áhuga- samur að finna út eitt og annað sem steinsson skipstjóra, en með þeim voru traust vinabönd í marga ára- tugi. Hann talaði oft um það hve starfsfólkið á Hrafnistu væri elsku- legt og duglegt í allri framkomu og umönnun við sig og aðra vist- menn, og ætti því miklar þakkir skilið. Við Ásgeir var skemmtilegt að ræða, hann fylgdist vel með allri þjóðmálaumræðu, leit gagnrýnum augum á umhverfíð, og þá hluti sem betur máttu fara. Dæmin sem hann tók máli sínu til stuðnings voru ein- föld og eftirminnileg. í sínu einka- lífí var Ásgeir gæfumaður. Fjöl- skylda hans var honum einstaklega góð, barnabörnin sóttust eftir ná- vist hans, enda naut hann þess að hafa þau hjá sér og fylgjast með þroska þeirra og uppvexti, passa þau og hjálpa við lestur og annað sem þau leituðu til hans með, á meðan aðstæður og heilsa leyfðu. Fyrir það munu þau ávallt minnast hans. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum iífsins degi. Hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þökkum vér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, . og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Davíð Stefánsson) Við Kristín vottum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúð. Að loknum löngum og giftudijúgum degi er gott að hvílast. Sveinbjörn Strandberg. komið gæti fjölskyldunni að gagni. Hann var lengst af heilsugóður og hélt fullri reisn og hressilegri fram- göngu þrátt fyrir háan aldur. Það eru nær 40 ár síðan kynni okkar hófust og alla tíð hefur fjöl- skyldan verið samhent; tekist sam- eiginlega á við vandamál og glaðst saman þegar tækifæri hefur gefist. Kristinn var maður trygglyndur og vildi öllum gott gera, framkoma hans var slík að erfitt er að gera sér í hugarlund að nokkur sem honum kynntist hafi hugsað kalt til hans. Góðmennska og hlýhugur voru hon- um eðlileg, hann var sú manngerð sem virkar mannbætandi á alla sem honum kynntust. Það er margs að minnast frá liðn- um árum sem ekki verður hér upp talið, en við sem áttum Kristin að sem fjölskylduföður og vin getum omað okkur við glóð minninganna, við minnumst manns sem átti þá hugsjón að veita öðrum allt sem hann orkaði og var ætíð reiðubúinn að leggja á sig ómælt erfíði öðmm til aðstoðar og ætlaðist ekki til þess að fá þakkir fyrir. Það fylgir blessun lífi og starfi manna eins og Kristins og megi blessun fylgja minningu hans er hann nú hverfur héðan. Ég vil votta Mál- fríði og öllum ættingjum og vinum hans mína dýpstu samúð. Hvíl þú í friði, þökk fyrir allt og allt. Tengdadóttir. KÁRI GUÐBRANDSSON + Kári Guð- brandsson fæddist á Lækjar- bakka í Ólafsfirði, 5.júní 1915. Hann lést á Grensásdeild Borgarspítalans hinn 27. apríl síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru Guð- brandur Randver Bergsson, sjómað- ur. f. 22. júní 1874 í Olafsfirði, d. 13. júlí 1936, og kona hans Halldóra Jónsdóttir, hús- móðir, f. 5. maí 1872 á Hóli í Siglufirði, d. 8. júlí 1939. Kári ólst upp með foreldrum sínum og systkinum, fyrst í Ólafs- firði, en síðan á Siglufirði og í Reykjavík, en þar átti hann lögheimili til dauða- dags. Kári lauk Mót- ornsk. I 1935, Mót- ornsk. II 1946 og síð- an viðbótarnsk. 1949. Hann var vélstjóri á ýmsum skipum og bátum, lengst af ms. Fanneyju RE 4. Hann starfaði hjá Landhelgisgæsl- unni, Síldarútvegs- nefnd og víðar, síð- ast hjá Vita- og hafnamálastj órn frá maí 1962, bæði sem vélstjóri á vs. Árvakri og sem starfsmaður í viðhalds- deild vitanna. Hann hætti störfum í árslok 1990. Hann var meðstj. í Mótorvélsljórafé- lagi íslands 1949-56 og síðan varaformaður uns félagið sam- einaðist Vélstjórafélaginu. Sambýliskona hans var Olga Jónsdóttir, en hún andaðist sumarið 1983. Kári var barn- laus. Útför Kára fer fram frá Fossvogskirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. MÓÐURBRÓÐIR minn, Kári Guð- brandsson vélstjóri, er látinn. Kári var yngstur níu systkina, þriggja bræðra og sex systra og var móðir mín, Guðbjörg, ein þeirra. Reyndist Kári ávallt traust- ur vinur og öruggur bakhjarl þeirra systkina. Minningar um hann tengjast gleði og gjöfum. Eina þeirra á ég frá því að Kári fór með félögum sínum til Svíþjóðar að sækja ms. Fanneyju. Þá mundi hann eftir systurbömum sínum heima. Ég man eftir rauðu pilsi með hjarta- laga vasa og hvítri blúndublússu sem hann færði mér og ég hopp- aði í út í vorið í það sinnið. Barn að aldri heyrði ég að Kári hefði af elju og þrautseigju aflað sér þekkingar og staðist próf sem veitti honum réttindi sem vélstjóri á skipum. Varð þetta mér að um- hugsunarefni og hvatti mig æ síð- an til að standast mín próf. Oft sat ég hjá honum á eldhúsgólfinu, þegar hann kom heim til foreldra minna. Hann kallaði mig þá stund- um Dóru „stóru“ og hann kenndi mér fyrstur málsháttinn „Margur er knár þótt hann sé smár“ sem átti svo vel við um hann og var stundum hafður um mig líka. Hann hlýddi mér yfír og lét mig þá gjarn- an endursegja sér kafla úr kristn- um fræðum, einn og einn í einu. Sumir þeirra urðu mér seinna ómetanlegt veganesti. Kári var á fullorðinsárum sæmd- ur heiðursmerki sjómannadagsins. Eitt kvöld fyrir 20 árum er ég kom heim til móður minnar var hann þar staddur. Ég gaf honum þá þau einu verðlaun sem ég gat veitt, fyrir vináttu við mig og fjölskyldu mína. Ég talaði þá við Kára, nokk- uð sem ég hafði ekki gert við nokk- urn mann lengi. Þetta gekk um- búðalaust og auðveldlega fyrir sig. Hann þurfti enga umbun, ekkert hrós fyrir að takast það sem öðrum tókst ekki og fagfólk hafði fyrir löngu gefist upp við. Seinna þegar móðir mín dó var það hans stuðn- ingur sem lagði grunn að nýju lífí mínu. En þegar við systurnar, Hulda og ég, komum arkandi í snjónum heim til hans á Hjarðarhagann á aðfangadag jóla, næstan eftir lát Olgu, sambýliskonu hans, og hugð- umst sýna honum smá þakklætis- vott með nýbökuðum kökum til jólanna, kom í ljós að fleiri báru hlýjan hug til Kára og vildu sýna honum þakkir í verki. Þau voru þó nokkur kökuboxin í eldhúsinu hans Kára þau jólin. Ég kveð þig, Kári, með þessum fáu þakklætisorðum. Við stöndum á vegamótum. Megi öðrum auðn- ast með þolgæði og þrautseigju það sama og þér, að vera sönn manneskja og standast próf guðs og manna. Halldóra Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.