Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ1995 25 LISTIR PÉTIJR Eggerz í hlutverki sögumanns. Síðasta sýning á Ástarsögu úr fjöllunum MÖGULEIKHÚSIÐ hefur undanfarið sýnt barnaleikritið Astarsaga úr fjöllunum, en það er unnið upp úr sögu Guðrúnar Helgadóttur. Síðasta opinbera sýningin á þessu leikári verður í Möguleikhúsinu við Hlemm laugardaginn 6. maí og hefst kl. 14. Efni Astarsögunnar segir frá tröllskessunni Flumbru sem verður yfir sig ástfangin af stór- um og ljótum tröllkalli og eign- ast átta litla tröllastráka. Föstudagur 5. maí: JVæstsiðasta sjýning Laugardagur ö.mat : Síðasta sýning „Vorið eftir stríð“ í MÍR UM helgina verða tvær kvikmynda- sýningar í bíósal MÍR, Vatnsstíg 19. Laugardaginn 6. maí kl. 17 verður sýnd heimildarkvikmyndin „Vorið eftir stríð“, en hún fjallar um upphaf uppbyggingarstarfsins í þáverandi Sovétríkjum að loknu stríði. Þetta er hálftíma mynd og sýnd í tengslum við stríðslokasýn- ingu þá sem nú er uppi í húsakynn- um MIR, en það er sýning á vegg- spjöldum og ljósmyndun o.fl. frá síðari heimsstyijöldinni. A sunnudag kl. 16 verður svo sýnd kvikmyndin „Sigurinn", leikin mynd byggð á samnefndri skáld- sögu eftir Tsakovskíj um stríðslok- in, samningamál leiðtoga banda- manna, sigurvegaranna í styrjöld- inni, og gangi mála í samskiptum austurs og vesturs allt fram á átt- unda áratuginn. Aðgangur að kvikmyndasýning- um MIR er ókeypis og öllum heimill. EITT verka Valgarðs. Valgarður sýnir í Gallerí Borg VALGARÐUR GUNNARSSON opnar málverkasýningu í Gallerí Borg á laugardaginn kemur. Þar sýnir hann um 20 ný verk og eru þau flest unnin með olíu á striga. Valgarður er fæddur í Reykjavík 1952 og stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla Islands 75-79. Hann hélt síðan til New York þar sem hann nam við Empire State College. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-18 og um helgar frá 14-18. Sýningunni lýkur 21. maí. --------------- Vínarsyrpa í Víðistaðakirkju V ORTÓNLEIKAR Kveldúlfskórs- ins verða haldnir í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á laugardag kl. 16. A efnisskránni sem er kunnugleg er m.a. Vínarsyrpa. Einsöngvarar með kórnum eru Mariola Kow- alczyk mezzosópran og Snorri Hjálmarsson tenór. Undirleikari með kórnum er Jerzy Tosik- Warszawiak. Aðgangseyrir er 1.000 kr., frítt fyrir börn og ellilífeyrisþega. Á 6 mánaða ábyrgð er á notuðum bílum frá Jöfri og allir á sumardekkjum á notuðum bílum Vegna mikillar sölu á nýjum bílum efnum við til útsölu á notuðum bílum. Mikið úrval - góðir bílar. Greiöslukjör: • Lán til allt að 36 mánaða • Fyrsta útborgun eftir 4-5 mánuði • EURO-raðgreiðslur til 36 mánaða • VISA-raðgreiðslur til 24 mánaða NOTAÐIR BÍLAR Skeljabrekka 4 sími 554 2610 Opið mánudaga - föstudaga 9-18 og laugardaga 12-16 S0S6W
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.