Morgunblaðið - 05.05.1995, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ1995 25
LISTIR
PÉTIJR Eggerz í hlutverki sögumanns.
Síðasta sýning
á Ástarsögu úr
fjöllunum
MÖGULEIKHÚSIÐ hefur
undanfarið sýnt barnaleikritið
Astarsaga úr fjöllunum, en það
er unnið upp úr sögu Guðrúnar
Helgadóttur. Síðasta opinbera
sýningin á þessu leikári verður
í Möguleikhúsinu við Hlemm
laugardaginn 6. maí og hefst
kl. 14.
Efni Astarsögunnar segir frá
tröllskessunni Flumbru sem
verður yfir sig ástfangin af stór-
um og ljótum tröllkalli og eign-
ast átta litla tröllastráka.
Föstudagur 5. maí: JVæstsiðasta sjýning
Laugardagur ö.mat : Síðasta sýning
„Vorið eftir
stríð“ í MÍR
UM helgina verða tvær kvikmynda-
sýningar í bíósal MÍR, Vatnsstíg
19. Laugardaginn 6. maí kl. 17
verður sýnd heimildarkvikmyndin
„Vorið eftir stríð“, en hún fjallar
um upphaf uppbyggingarstarfsins
í þáverandi Sovétríkjum að loknu
stríði. Þetta er hálftíma mynd og
sýnd í tengslum við stríðslokasýn-
ingu þá sem nú er uppi í húsakynn-
um MIR, en það er sýning á vegg-
spjöldum og ljósmyndun o.fl. frá
síðari heimsstyijöldinni.
A sunnudag kl. 16 verður svo sýnd
kvikmyndin „Sigurinn", leikin
mynd byggð á samnefndri skáld-
sögu eftir Tsakovskíj um stríðslok-
in, samningamál leiðtoga banda-
manna, sigurvegaranna í styrjöld-
inni, og gangi mála í samskiptum
austurs og vesturs allt fram á átt-
unda áratuginn.
Aðgangur að kvikmyndasýning-
um MIR er ókeypis og öllum heimill.
EITT verka Valgarðs.
Valgarður sýnir
í Gallerí Borg
VALGARÐUR GUNNARSSON
opnar málverkasýningu í Gallerí
Borg á laugardaginn kemur. Þar
sýnir hann um 20 ný verk og eru
þau flest unnin með olíu á striga.
Valgarður er fæddur í Reykjavík
1952 og stundaði nám við Mynd-
lista- og handíðaskóla Islands
75-79. Hann hélt síðan til New
York þar sem hann nam við Empire
State College.
Sýningin er opin virka daga frá
kl. 12-18 og um helgar frá 14-18.
Sýningunni lýkur 21. maí.
---------------
Vínarsyrpa í
Víðistaðakirkju
V ORTÓNLEIKAR Kveldúlfskórs-
ins verða haldnir í Víðistaðakirkju
í Hafnarfirði á laugardag kl. 16.
A efnisskránni sem er kunnugleg
er m.a. Vínarsyrpa. Einsöngvarar
með kórnum eru Mariola Kow-
alczyk mezzosópran og Snorri
Hjálmarsson tenór. Undirleikari
með kórnum er Jerzy Tosik-
Warszawiak.
Aðgangseyrir er 1.000 kr., frítt
fyrir börn og ellilífeyrisþega.
Á
6 mánaða
ábyrgð er á
notuðum bílum
frá Jöfri og allir á
sumardekkjum
á notuðum
bílum
Vegna mikillar sölu á nýjum bílum
efnum við til útsölu á notuðum bílum.
Mikið úrval - góðir bílar.
Greiöslukjör:
• Lán til allt að 36 mánaða
• Fyrsta útborgun eftir 4-5 mánuði
• EURO-raðgreiðslur til 36 mánaða
• VISA-raðgreiðslur til 24 mánaða
NOTAÐIR BÍLAR
Skeljabrekka 4
sími 554 2610
Opið mánudaga - föstudaga 9-18 og laugardaga 12-16
S0S6W