Morgunblaðið - 05.05.1995, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.05.1995, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 19 FRÉTTIR: EVRÓPA FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins. SUZUK3 SWIFT GLSi Aflmikill, sparneytinn, lipur. Þaö eru góö kaup í Suzuki. Verð frá kr. 998.000 $ SUZUKI lW> —..... SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17 - SÍMI S68 5100 Tillögur framkvæmdastjórnar ESB vegna ríkjaráðstefnunnar á næsta ári ESB verður að styrkjast áður en það stækkar FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins telur að styrkja verði ákvarðanatöku innan sambandsins og auka skilvirkni og samheldni, áður en hægt sé að veita nýjum ríkjum inngöngu í ESB. Jafnframt verði að gera umbætur í lýðræðis- átt og vinna að nýju traust hins almenna borgara á ESB. Skortur á skilvirkni í stofnunum sambandsins býður heim þeirri hættu að hinn efnahagslegi ávinningur af innri markaðnum glatist. Þetta er kjarninn í skýrslu fram- kvæmdastjórnarinnar vegna ríkja- ráðstefnu ESB á næsta ári, að því er Svenska Dagbladet greindi frá í fyrradag. Blaðið segir að skýrslan verði gerð opinber 10. maí. Hún verður framlag framkvæmdastjórn- arinnar til vinnu „hugleiðingarhóps- ins“, vinnuhóps sem heija á störf 2. júní næstkomandi og undirbúa tillögur að breytingum á Rómar- sáttmálanum, sem gert er ráð fyrir að ríkjaráðstefnan fjalli um. Tillögur um róttækar breytingar Samkvæmt heimildum SvD voru framkvæmdastjórnarmenn að miklu leyti sammála um þær áherzl- ur, sem leggja skyldi í skýrslunni, er þeir ræddu hana á fundi 20. apríl síðastliðinn. Blaðið segir að framkvæmdastjórninni sé afar um- hugað að gera ekki sömu mistök og stjórn Jacques Delors gerði við samningu Maastricht-sáttmálans; að þekkja ekki sinn vitjunartíma og beita sér fyrir breytingum, sem urðu til þess að kastaðist í kekki með framkvæmdastjórninni og að- ildarríkjunum. Engu að síður segir blaðið að þær ályktanir, sem draga megi af skýrslu framkvæmdastjórnarinnar, bendi til róttækra breytinga á starfsháttum ESB. Lýðræðislegri og opnari starfshættir Framkvæmdastjórnin telur að gera verði starfshætti ESB lýðræð- islegri og opnari. Stofnanir ESB séu of fjarlægar borgurunum og hafi á sér yfirbragð ógagnsæs skrifstofu- veldis. Framkvæmdastjórnin telur að ákvarðanatökuferli innan sam- bandsins sé alltof flókið og órökrétt og eigi almenningur að geta skilið það, þurfi mikla einföldun til. Styrkja verði réttarfarslegt og fjár- hagslegt eftirlit með stofnunum sambandsins. Nálægðarreglan, sem kveðið var á um í Maastricht-sátt- málanum, sé enn sem komið er fyrst og fremst dauður bókstafur. í skýrslunni kemur fram að ráð- herraráðið, sem er helzta löggjafar- stofnun ESB, hafi orðið aðgengi- legra að undanförnu, en umræður þar séu þó ekki opnar almenningi nema þegar allir séu sammála. Átök milli andstæðra sjónarmiða, sem séu eðlileg í lýðræðislegu kerfi, fari fram fyrir luktum dyrum. Nýjar stoðir óskilvirkar Með Maastricht-sáttmálanum voru settar á fót tvær „stoðir" Evr- ópusambandsins, samhliða hinu gamla Evrópubandalagi. Önnur er samstarfið í dóms-, lögreglu- og innflytjendamálum og hin er sam- starfíð um öryggis- og utanríkis- stefnu. Báðar byggjast hins vegar á milliríkjasamstarfi, þar sem allar ákvarðanir verður að taka sam- hljóða, andstætt við hið yfirþjóðlega samstarf í Evrópubandalaginu. Framkvæmdastjórnin telur að þessi blanda milliríkjasamstarfs og yfirþjóðlegs valds sé óheppileg og grafi undan skilvirkni ESB, sérstak- lega í nýrri stoðunum tveimur, þar sem neitunarvald sérhvers aðildar- ríkis þvælist fyrir raunverulegum árangri. Grafið undan efna- hagssamstarfinu? í skýrslu framkvæmdastjórnar- innar koma fram þungar áhyggjur af því að vöntun á gagnsæi og lýð- ræðislegu lögmæti í augum borgar- anna, óskilvirkni og skortur á sam- heldni geti til lengri tíma litið graf- ið undan efnahagssamstarfi ESB- ríkjanna - og þar með sjálfum til- verurétti sambandsins. Þess vegna verði að grípa til aðgerða, áður en nýjum aðildarríkjum verði hleypt inn. ------» ♦ ♦ 86% vita ekki af ríkjaráð- stefnunni • NÝLEG skoðanakönnun á vegum framkvæmdastjórnar ESB leiðir i ljós að 86% af íbúum Evrópusambandsríkjanna hafa ekki hugmynd um að halda á ríkjaráðstefnu á næsta ári til að ákveða framtíðarskipulag stofn- ana sambandsins. Könnunin virð- ist sýna fram á að bæta verði aðferðir stjórnvalda við að upp- fræða almenning um starfsemi ESB. Stendur mikið til? Langtímalán til framkvœmda vib fasteignir Islandsbanki veitir langtímalán til allt ab 12 ára vegna viöamikilla framkvœmda á fasteignum svo sem til vibhalds á húsnœbi, viöbyggingar eöa annarra endurbóta. Þessi lán henta vel einstaklingum sem hyggja á slíkar framkvœmdir, • Lánin eru skuldabréfalán, tryggö meö veöi í fasteign • Upphceö láns og vaxtakjör taka miö af greiöslugetu umscekjanda, tryggingum og fyrirhuguöum framkvcemdum • Hámarkslánsfjárhœö er 3.000.000 kr. • Hámarkslánstími er 12 ár • Afborganir eru mánaöarlega Ábur en lán er tekiö abstobar starfsfólk bankans viöskiptavini vib ab gera sérgrein fyrir greibslubyröi lánsins og þeim kostnaöi sem lánsvibskiptum fylgja og bera saman vib greibslugetuna. Á þann hátt er metiö hvort lántakan er innan viörábanlegra marka. Láttu ekki skynsamlegar framkvœmdir stranda á fjármagninu. Langtímalán íslandsbanka er kostur sem vert er aö athuga. Kynntu þér möguleikana í ncesta útibúi bankans. ÍSLANDSBANKI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.