Morgunblaðið - 17.05.1995, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.05.1995, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Siðanefnd Sambands auglýsingastofa Auglýsing um til- tilvísanakerfi sam- rýmist ekki reglum í Mbl. frá 28. mars sl. í texta henn- ar segir: „Tilvísunarskyidan gerir þér erfitt að fara til þess læknis sem þú treystir best - nema þú komir fyrst við á heilsugæslustöðinni og borgir þar 600 kr. fyrir tilvísun. Læknarnir telja skilaboðin skýr . á heilsugæslustöð fyrirfínnst enginn læknir sem nýtur mest trausts og gefíð er í skyn að heim- sókn þangað sé ómerkileg viðkoma á vegferð þinni til lækna sem njóta mests trausts. Öll uppsetning aug- lýsingarinnar gefur í skyn að aug- lýsandinn hýsi hinn eina rétta sann- leika, þar sem hann notar orðin rétt og rangt innan ramma auglýs- ingarinnar á mjög áberandi hátt og eykur síðan vægi fullyrðinganna með nöfnum margra virtra sér- greinalækna," segir S erindi lækn- anna til siðanefndarinnar. Brot á læknalögum ekki útilokað Fyrirspurn Iæknanna, í fimm lið- um, var tekin fyrir á fundi siða- nefndar 12. maí sl. Nefndin telur texta auglýsingarinnar brot á 7. gr. siðareglna um auglýsingar um last, þar sem í honum sé lítið gert úr heilsugæslulæknum og textinn sé til þess fallinn að kasta rýrð á störf þeirra og starfsemi á heilsu- gæslustöðvum almennt. Engin gögn hafi verið lögð fyrir siðanefnd- ina um að nöfn læknanna, sem birt séu í auglýsingunni, séu notuð í heimildarleysi. Eins og auglýsingin blasi við lesendum verði því að telja þá, sem nafngreindir eru þar, bera fulla ábyrgð á efni hennar sem auglýsendur. Nefndin telur að ekkert hafi kom- ið fram sem bendi til þess að Morg- unblaðið hafi ekki gætt hæfílegrar varúðar við birtingu auglýsingar- innar. Siðanefnd telur ekki hægt að fullyrða að umrædd auglýsing geti ekki verið brot á læknalögum. Með broti á læknalögum skuli fara að hætti opinberra mála. suivííín I hFRB SIIVI/VNUIVIER W588 55 30 SIÐANEFND Sambands íslenskra auglýsingastofa telur að auglýsing, undirrituð af nokkrum sérfræði- læknum, með fullyrðingum um rétt og rangt tengt tilvísanakerfi í heil- brigðisþjónustunni, samræmist ekki þeim grundvallarhugmyndum siða- reglna um auglýsingar að allar aug- lýsingar skuli verða löglegar, sið- legar og heiðarlegar. Sex heilsugæslulæknar í Hafnar- firði óskuðu eftir áliti nefndarinnar og hafa þeir afhent formanni Félags íslenskra heimilislækna niðurstöð- una. Niðurstaðan verður rædd á fundi FÍH á laugardag. Sexmenningarnir telja að mjög sé vegið að heilsugæslulæknum í röð auglýsinga með fullyrðingum um rétt og rangt tengt tilvísana- kerfínu og sérstaklega í auglýsingu Baröi Kópur^ Bjargtangar Hafís fyrir ' y. Vestfjörðum 4" 15. maí 1995 Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SÝN, fór í eftirlits og ís- könnunarflug í mánudag á mióin norðvestur af Vestfjörðum. Veður til ískönnunar var ágætt, NNA gola og skyggni 20-40 km. Hafís var næst landinu 20 sjómílur NNV af Kögri og víða lágu gisnar ísdreifar út fí'á megin-ísjaðrinum. 21150-21370 LÁRUS Þ. VALDIMARSS0N, framkvæmdastjori KRISTJAN KRISTJANSS0N, loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Ný eign - hagkvæm skipti Nýtt og mjög gott parhús um 100 fm auk bílskúrs á útsýnisstað í Mosfellsbæ. Bein sala eða skipti á minni eign. Tilboð óskast. Lítið timburhús í Vesturborginni Ný endurbyggt stálklætt með 3ja herb. íbúö. Gott lán fylgir. Tilboð óskast. Góð íbúð í Vogunum - lækkað verð I þríbýlishúsi rúmgóö kjíb., 2ja herb. Sérinng. Laus fljótl. Vinsæll stað- ur. Tilboð óskast. í Seljahverfi - hagkvæm skipti Leitum að góðri 4ra-5 herb. ibúð með bilskúr eða bílgeymslu í skipt- um fyrir 2ja herb. úrvalsíb. í suðurenda. Sérþvhús. Góður bílskúr. Traustur kaupandi. Sumarhús á Stokkseyri Timburhús rúmir 70 fm auk sólskála. Hitaveita. Lóð um 1.100 frn. Vinsæll staður í þorpinu. Hentar einnig til ársdvalar. Tilboð óskast. Sumarhús á Vatnsleysuströnd Nýlegt og gott timburhús á 6.000 fm eignarlandi. Uppsátur fyrir bát í fjöru. Gott vegasamband. Ýmiskonar skipti. í nágrenni Menntaskólans við Sund óskast gott einbýlis-eða raðhús ________ með rúmgóðum bflskúr. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 AIMENNA FASTEIGNASALAK FRÉTTIR Akraness Víkingnr og Höfrungnr komu með fyrstu síldina til Akraness á föstudag, Víkingur 1280 tonn og Höfrungur 880. Á annarri myndinni er Víkingnr að leggj- ast að bryggju og á hinni hampa kátir sjómenn silfri hafsins. i 1 i t Yíða brotist inn í borginni LÖGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt um fjölda innbrota síðustu tvo daga, flest í bíla en einnig í fyrirtæki og íbúðir. Á mánudagsmorgun var tilkynnt um að brotist hefði verið inn í versl- unina Skjólakjör við Sörlaskjól og þaðan stolið 5.000 krónum í pening- um, níu sígarettulengjum og pen- ingakassa. Brotist var inn í bíl við Tryggvagötu, úr Orkuvirki við Fuiiahöfða var stolið tölvubúnaði, úr bíl við Engjasel var stolið út- varpi og tölvuprentara, geislaspil- ara var stolið úr bíl við Álftamýri, tveimur hátölurum úr bíl við Vatna- sel, hlutum úr bíl við Sörlaskjól, geislaspilara og geisladiskum úr bíl við Dvergabakka, talsvert miklu var stolið úr húsi við Blöndubakka, þ.á m. peningum, bæði íslenskum og útlendum, farið var í geymslu við Jórufell og þaðan stolið verkfær- um, sjónvarpi var stolið úr skóla í Breiðholti og skiptimynt og happa- drættismiðum úr söluturni við Hraunberg. í gærmorgun var tilkynnt um innbrot í bíl við Úthlíð þaðan sem stolið var geislaspilara, -úr bíl við Hátún var stolið útvarpi og geisla- spilara, skiptimynt og kökum var stolið úr bakaríi við Skipholt, pen- ingum var stolið úr verslun við Laugaveg og hljómflutningstækjum úr bíl við Mávahlíð. Innbrotsþjófar hafa því verið iðn- ir við kolann í nokkrum hverfum t borgarinnar sl. nætur. 60 fengu áminningu | í fyrrakvöld fengu 60 bílstjórar áminningu í Reykjavík, flestir fyrir að aka á nagladekkjum. í sameigin- legu umferðarátaki lögreglunnar á Suðvesturlandi nú í maí verður sér- staklega hugað að því hvort bílar séu enn á nagladekkjum. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu er sekt við því að aka á nagladekkj- } um á þessum árstíma 1.000 krónur K á hvert dekk. Vilja refsa fyrir i veiðar í Síldarsmueii \ Ósló. Morgunblaðið. ^ * SÓSÍALÍSKI vinstriflokkurinn og Miðflokkurinn í Noregi vilja refsa útgerðum skipa frá ríkjum Evrópu- sambandsins (ESB), sem veiða sfld í Sfldarsmugunni. Hægriflokkurinn hótar útvíkkun fiskveiðilögsögu Nor- egs. Innrásin í Sfldarsmuguna hefur hins vegar enn ekki átt sér stað. Norska strandgæslan hefur reyndar ekki látið fljúga yfir Síldarsmuguna seinustu daga, en ekki hefur heldur verið tilkynnt um neina veiði. Þótt rólegt hafí verið í Síldarsmug- unni að undanfómu, líta norskir stjómmálamenn ekki svo á að það beri vott um að átökum um sfldar- stofninn sé lokið. Allir eru sammála um að Norðmenn neyðist til að gera samning um stjómun á vorgotssfld- inni. Spumingin er hvernig best sé að fá önnur lönd að samningaborð- inu. Og þar eru stjómmálamenn ós- ámmála. „Hefði sjávarútvegsráðherrann farið að tillögum mínum í fýrra og látið íslendingum í té þorskkvóta í Smugunni [alþjóðlegt hafssvæði í Barentshafi] þá stæðum við ekki frammi fyrir þessu vandamáli," segir Hægriflokksmaðurinn Svein Ludvig- sen formaður atvinnumálanefndar Stórþingsins. „Þvílík röksemd," svarar Mið- flokksmaðurinn Peter Angelsen, sam- nefndarmaður Ludvigsens. Hvorki hann né Reidar Johansen, fulltrúi Sósíalíska vinstriflokksins, telja að íslendingar hefðu verið meðfærilegri í sfldarviðræðunum þó Norðmenn hefðu brotið gegn eigin stefnu og látið þeim í té þorskkvóta, sem norsk stjómvöld telja þá ekki eiga neinn rétt á. Hefja þarf hótunaraðgerðir Sósíalíski vinstriflokkurinn, Mið- flokkurinn og Hægriflokkurinn eru sammála um, að Norðmenn verði að helja hótunaraðgerðir til þess að knýja á um stjóm veiða í Sfldarsmug- unni. Flokkamir vilja hins vegar fara mismunandi leiðir. Flokksþing Hægriflokksins sam- þykkti á sunnudag yfírlýsingu þar sem kveðið er á um útvíkkun norsku fískveiðilögsögu út fyrir 200 sjómflur - dragist úthafsveiðiráðstefna Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) á langinn. Ætlað er að ráðstefnunni ljúki í sum- ar og í samtali við Aftenposten segir Ludvigsen að ekki megi bíða lengi með aðgerðir eftir að sumri lýkur. Takmarkið með úthafsráðstefnu SÞ ’er að koma stjórn á veiðar á al- þjóða siglingaleiðum. Koma verði stjórná sfldveiðamar með samningum milli íslendinga, Færeyninga, Norð- manna og Rússa. Vandinn sé að ís- lendingar hafí nýlega slitið samninga- viðræðunum þar sem þeim hafí þótt kröfur Norðmanna úr hófi fram. Það er skoðun Ludvigsens að Normenn hafí ekki ótakmarkaðan tíma til að ná samkomulagi af því tagi. „Ég er að tala um nokkrar vikur, ekki mánuði. Eigi samningaviðræður sér ekki stað og sjómenn frá fleiri löndum halda áfram síldveiðunum, getum við ekki haldið norskum skip frá svæðinu," segir Ludvigsen. Með öðrum orðum þýðir það, að hann úti- L lokar ekki að Norðmenn opni fyrir það sem þeir hafa hingað til nefnt 9 rányrkju. ^ Biðja um skynsemi Angelsen og Johansen efast um rétt- mæti slíkra ráðstafana. Afstaða þeirra kemur heim og saman við stefnu Jan Henry T. Olsens sjávarút- vegsráðherra og biðja þeir menn um að sýna skynsemi, sérstaklega þó íslendinga. Talsmenn bæði Sósíalíska vinstri- | flokksins og Miðflokksins viljá hins 1 vegar, að til að byija með verði sjó- k mönnum frá ESB-ríkjum, sem w stunda síldveiðar í Síldarsmugunni, hótað refsiaðgerðum. Angelsen vill að Norðmenn kippi að sér höndum í árlegum samningaviðræðum um sjávarútvegsmál og skeri niður þann kvóta sem sambandið hefur þar feng- ið. Bendir Johansen á, að margir bátanna sem komi til með að stunda síldveiðamar, hafí heimild til físk- I veiða í norskri lögsögu. „Það leyfi | getum við tekið frá þeim, stundi w þeir stjómlausar síldveiðar,“ segir * Johansen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.