Morgunblaðið - 17.05.1995, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.05.1995, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI íbúar við utanverðan Eyjafjörð sjá fá merki um vorkomu JÓAKIM Guðlaugsson á gangi í Túngötu á Grenivík í gærmorgun. Morgunblaðið/Rúnar Þór „ÞAÐ hætti að minnsta kosti að snjóa þegar við fengum nýja rík- isstjórn," sagði Sveinn Sigur- björnsson, bóndi í Artúni í Höfða- hverfi, nokkuð bjartsýnn á köldu vori, en hann spáir því að ekki verði umtalsverðar breytingar á veðri fyrr en eftir 29. maí, þegar nýtt tungl kviknar. „Það er ekk- ert hægt að gera annað en dunda við rolluskjáturnar," sagði Sveinn og var ekki hrifinn af þeim töfum sem verða á vorverk- unum, kartöflugarðar hans liggja enn undir snjó. Stórhríðarspá Ólafur G. Vagnsson, ráðunaut- ur hjá Búnaðarsambandi Eyja- fjarðar, sagði nánast alla kart- öflugarða við utanverðan Eyja- fjörð enn vera undir snjó og tölu- vert í að bændur gætu farið að setja niður, en í vanalegu árferði væru hinir fyrstu að setja niður frá 15. til 20. maí. „Það kemur alltaf af og til afbrigðilegt vor og þá hafa menn verið að setja niður allt fram undir miðjan júní,“ sagði Ólafur sem í ljósi stórhríðarspár um komandi helgi var ekki bjartsýnn á að hægt yrði að huga að kartöflugörðum á næstu dögum. Verulega góðan hlýindakafla þyrfti til að breyting yrði á, en þó væri ekki loku fyrir það skot- ið að uppskeran yrði í meðallagi þó vorið væri kalt, en þá yrði sumarið vitanlega að vera gott. Ekki væri frost í jörðu og því Myndarlegir snjóskaflar yfir kartöflugörðunum KLAKADRÖNGLAR við Fnjóská. DJÚPIR skaflar á Grenivík og tæplega reiðhjólafæri. myndu garðar þorna fljótt ef fannir tæki upp. „Þetta ástand er óneitanlega afskaplega þreytandi fyrir bænd- ur og einkum kemur þetta illa niður þar sem sauðburður er að fara í fullan gang og víða er allt fé enn inni þar sem ekki finnast auðir blettir að hleypa því út á,“ sagði hann en slíkt ástand mega bændur á snjóþyngstu svæðum fjarðarins búa við, á Árskógs- strönd, Svarfaðardal og Höfða- hverfi. „Það er erfitt að kúldrast með lambfé inni um þetta leyti, langar innistöður og hreyfingar- leysi valda oft alls kyns sjúkdóm- um sem koma upp við þannig aðstæður,“ sagði Ólafur en benti á það lán í óláni að vegna skerð- inga á framleiðslurétti væru bændur með færra fé en á árum áður og húspláss því ríflegt. Býsna þreytandi „Ég man ekki eftir öðrum eins snjó hérna,“ sagði Jóakim Guð- laugsson sem var á gangi í Tún- götu á Grenivík í gærmorgun en þangað flutti hann árið 1972. Elstu menn við Eyjafjörð muna heldur ekki eftir svo miklum siyó á þessum árstíma, oft hafa vorin verið í kaldara lagi en þeim ekki fylgt svo mikið fannfergi. „Það er meiri snjór bæði hér í þorpinu og eins í Grenivíkur- fjalli og Kaldbak en ég man eftir áður,“ sagði Jóakim. Hann sagði veturinn hafa verið óvenju harðan, ófærðin mikil og iðulega hefðu menn vart komist út. „Eg myndi gjaman vilja að spjórinn færi að hverfa, þetta er orðið býsna þreytandi. Það þýðir samt ekki annað en taka þessu með jafnaðargeði, útlitið er ekki bjart, þeir spá norðanátt og kulda um helgina,“ sagði Jóakim. Svarfaðardalur Riða komið upp á fjór- um bæjum á rúmu ári BÆNDUR í Svarfaðardal munu væntanlega efna til fundar nú fljótlega eftir sauð- burð þar sem rætt verður um viðbrögð við riðuveiki sem komið hefur upp á fjórum bæjum í dalnum á rúmu ári. Olafur G. Vagnsson ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar sagði það mikið áfall að riða skyldi koma upp að nýju í Svarfaðardal, en allt fé var skorið niður þar haustið 1988. Á nokkrum bæjum, þar sem skorið var niður árinu á undan, var fé tekið aftur haustið 1989. Öllu fé fargað Á rúmu ári hefur riðuveiki komið upp á fjórum bæjum í dalnum, fyrst á Ingvörum, skammt utan Dalvíkur. Síð- asta haust greindist kind með riðuveiki á Þverá, sem er um miðjan vestanverðan dalinn, þá kom upp riða á Dæli í Skíðadal seinnipart síðasta vetrar og nú nýlega kom veik- in upp á Hofsá, sem er fyrir miðjum dal að austanverðu. Ollu fé á þessum bæjum hefur verið fargað, samtals milli 400 og 500 fjár. Ólafur sagði að ekki væri um að ræða samgang fjár á þessum bæjum, þannig að skýringanna væri að leita annars staðar. Þá hefði í öll- um tilvikum greinst riða í kindum sem fæddust á bæjun- um, engin þeirra kinda sem keyptar voru ýmist frá Árnes- hreppi á Ströndum eða úr Þistilfirði hefði veikst. „Bændur og fulltrúar frá Sauðfjárveikivörnum munu hittast einhvern tíma á næstu dögum til að fara yfir málin, skoða ítarlega hvernig staðið var að fjárskiptum og sótt- hreinsun og ræða viðbrögð við þessari stöðu sem upp er komin,“ sagði Ólafur. Dalvík Hjólreiða- dagur HJÓLREIÐADAGUR verður haldinn á Dalvík í dag, mið- vikudaginn 17. maí. Kiwanisklúbburinn Hrólfur afhendir af því tilefni nem- endum í 1. bekk reiðhjóla- hjálma og veifur að gjöf. Far- ið verður yfir helstu atriði í umferðinni og mun lögregla skoða reiðhjól nemenda. Umferðarkennsluvöllur við skólann verður opinn og efnt verður til hjólreiðakeppni 7. bekkjar við Gamla skóla en að henni lokinni verður öllum viðstöddum boðið upp á kakó og kringlur. Síðdegis eða kl. 17.30 verður hópreið hjól- hestamanna um bæinn og er lagt af stað frá Víkurröst með lögreglu í broddi fylkingar. Lörgreglan á Dalvík beinir þeim tilmælum til foreldra og forráðamenna að þeir fjalli um öryggismál við börn sín, mikill snjór er enn í bænum og víða nær ekkert útsýni við gatnamót þannig að mikil hætta er fyrir unga hjólreiða- menn að vera á ferðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.