Morgunblaðið - 17.05.1995, Page 17

Morgunblaðið - 17.05.1995, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 17 ERLEIMT Reuter Reuter JAPANSKIR lögreglumenn beita hjólsög á stáldyr í höfuðstöðvum japanska sértrúarsafn- SHOKO Asahara ásamt eiginkonu sinni. aðarins til að handtaka leiðtoga hans, Shoko Asahara. Myndin var tekin fyrir nokkrum mánuðum. Japanska lögreglan handtekur leiðtoga safnaðarins „Æðsta sannleiks“ Fannst einn síns liðs við hugleiðslu í leyniherbergi JAPANSKA lögreglan handtók í fyrrinótt leiðtoga sértrúarsafnaðarins Aum Shinri Kyo (Æðsti Sannleikur), sem talinn er hafa staðið fyrir mannskæðasta hermdarverkinu í Japan eftir síð- ari heimsstyijöidina. Leiðtoginn, Shoko Asahara, var einn síns liðs við hugleiðslu í litlu leyniher- bergi í höfuðstöðvum safnaðarins þegar hann var handtekinn í einu umfangsmesta lögregluáhlaupi í sögu landsins. Asahara fannst í höfuðstöðvum safnaðarins í þorpinu Kamiku Isshiki við rætur Fuji-fjalls, um 100 km vestur af Tókýó. Lögreglan hafði leitað hans án árangurs í þijár klukkustundir þegar hún fann hann í leyniherbergi, en til þess þurfti hún að beita hjólsögum á nokkrar stáldyr. Leyniherbergið er aðeins metri á hæð, á milli annarrar og þriðju hæðar húss sem nefnist Sjötta Satían, en það merkir „sannleikur" á sanskrít. Asahara hafði falið sig á bak við planka og lög- reglan fjarlægði þá. Hann sagði við lögreglumenn- ina, sem handtóku hann, að hann hefði beðið þeirra þarna og hugleitt i tvo daga. „Gæti blindur maður gert slíkt?“ Asahara var með hvíta hettu og klæddur purp- uralitum víðum buxum, sem eru orðnar einkenn- andi fyrir hann. Hann er fertugur, alskeggjaður og hálfblindur. „Gæti blindur maður eins og ég hafa gert siíkt?" spurði Asahara þegar lögreglumennirnir lásu upp handtökuheimild vegna gruns um að hann hefði fyrirskipað fjöldamorð. „Allt í lagi. Ég skal fara,“ sagði hann og stóð upp. Þegar lögreglumennirnir ætluðu að færa Asa- hara til læknisskoðunar tók hann það ekki í mál. „Ég er heill heilsu. Ekki snerta mig. Jafnvel fylgismenn mínir fá ekki að snerta mig.“ Asahara veitti ekki mótspyrnu þegar hann var leiddur inn í lögreglubíl, sem ekið var í fylgd fjölda bíla til Tókýó. Fréttamenn fylgdust með bílalest- inni á þyrlum. Lögreglan handsamaði einnig 16 af 40 eftirlýst- um fylgismönnum Asahara. Þúsundir lögreglu- manna tóku þátt í áhlaupum á 130 byggingar víðs vegar um Japan. Aður höfðu um 200 fylgis- menn Asahara verið handteknir vegna ýmissa mála eftir gasárásina. Fylkisstjóra sýnt banatilræði Asahara er talinn hafa fyrirskipað taugagas- árás í neðanjarðarlest í Tókýó 20. mars. Tólf manns biðu þá bana og meira en 5.000 veiktust af völdum sarin-gass. Síðan hafa verið gerðar að minnsta kosti fjórar gasárárásir í Japan, auk þess em reynt hefur verið að myrða lögreglu- stjóra landsins. Nokkrum klukkustundum eftir handtöku Asa- hara sprakk bréfsprengja á skrifstofu Yukio Aos- hima, fylkisstjóra Tókýó. Aoshima varð ekki meint af en aðstoðarmaður hans missti vinstri höndina og þumalfingur hægri handar. Skömmu áður hafði fylkisstjórinn lýst því yfir að sértrúarsöfnuðurinn yrði leystur upp, en lög- reglan sagði að ekki væri víst að sprengjutilræð- ið tengdist handtöku Asahara. Löng málaferli framundan Saksóknarar fá nú þriggja vikna frest til að ákæra Asahara formlega. Japanska dómskerfið er mjög þungt í vöfum og nokkur ár gætu liðið þar til dómur verður kveðinn upp í málinu. Emb- ættismenn dómsmálaráðuneytisins sögðu mjög ólíklegt að Asahara yrði látinn laus gegn trygg- ingu. Söfnuðurinn hefur alltaf neitað sakargiftunum og svarað þeim með ásökunum um að bandaríski herinn, aðrir sértrúarsöfnuðir og Japansstjórn hafi gert taugagasárásir á félaga í söfnuðinum. „Handtaka hins heilaga læriföður okkar, Asa- hara, er ekkert annað en óréttlæti," sagði talsmað- ur safnaðarins. „Fylgismennirnir taka þessu með ró,“ bætti hann við og kvað þá hafa búist við því í nokkurn tíma að leiðtogi þeirra yrði handtekinn. Asahara hefur haldið því fram að hann hafi ferðast inn í framtíðina og rætt við fólk sem hafi lifað af kjarnorkustríð árið 1997. Fylgismenn hans segja að þeim sé ætlað að lifa stríðið af. Líflátinn í Louisiana THOMAS Lee Ward, 59 ára morðingi, var tekinn af lífi í ríkisfangelsinu í Angóla í Louisiana í gærmorgun með eitursprautu. Aftöku hans hafði verið frestað níu sinnum á 12 árum. Ward var dæmdur til dauða fyrir morð á konu sinni, stjúpföður og morðtil- raun við tengdamóður sína. Morðin framdi hann er hann var nýsloppinn úr fangelsi fyrir kynferðisafbrot gegn dóttur sinni. Ung*verjar reiðast um- fjöllun UNGVERSKA utanríkis- ráðuneytið vísaði í gær á bug fullyrðingu ferðamálarits bresku neytendasamtakanna þess efnis að Ungveijaland væri meðal hættulegustu landa heims heim að sækja. Þar kom fram að 5,9% ferða- manna yrðu líklega fyrir þjófnaðarárás. Það sögðu Ungveijar þvætting þar sem 21 milljón ferðamanna hefði komið til landsins í fyrra og ráðist hefði verið á eða stolið af 14.000 þeirra, eða aðeins 0,035%. Því væri land þeirra eitt það öruggasta heim að sækja. Árásir í Tsjetsjníju HERLIÐ Rússa I Tsjetsjníju hóf á ný stórskotaliðs- og eld- flaugaárásir á stöðvar upp- reisnarmanna í suðaustur- hluta héraðsins í gær til að reyna að hindra andstæðing- ana í að koma sér upp traust- um stöðvum í fjöllunum. Reykjarmökkur steig upp frá bænum Serzhen-Júrt, sem liggur við rætur fjalllendis, eftir árásina. Spilling í frönskum sljórnmálum Emmanuelli, Médecin og Tapie fá fangelsisdóma París, Lyon. Reuter. JACQUES Medecin, fyrrum borgar- stjóri Nice í Frakklandi, var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi og að auki gert að greiða 200 þúsund franka sekt. Var Medecin, sem gegndi borgarstjóraembættinu í 24 ár, fundinn sekur um að hafa svik- ið stórfé úr óperu borgarinnar á síðasta áratug. Hann er þriðji franski stjórnmálamaðurinn á tveimur dögum, sem lilýtur dóm vegna spillingarmála. Ilenri Emmanuelli, formaður franska Sósíalistaflokksins, var á mánudag dæmdur skilorðsbundið í eips árs fangelsi fyrir að hafa tekið á móti ólöglegum framlögum í kosningasjóð flokksins. Að auki var honum gert að greiða 30 þúsund franka sekt. Rannsókn á fjármálum flokksins leiddi í Ijós að Emmanuelli, sem sá um fjármál flokksins, hefði tekið við ólöglegum framlögum, sem m.a. voru notuð til að ijármagna kosn- ingabaráttu Francois Mitterrands forseta er hann barðist fyrir endur- kjöri árið 1988. Dómur féll einnig á mánudag í máli Bernards Tapies, sem gegndi ráðherraembætti í ríkisstjórn sósíal- ista. Tapie var dæmur í eins árs fangelsi, óskilorðsbundið og ár í viðbót skilorðsbundið, af dómstól í borginni Valenciennes, fyrir að hafa mútað leikmönnum knattspyrnu- liðsins Valenciennes til að tapa leik gegn liði sem Tapie átti, Olympique Marseille árið 1993. Iðrast einskis Tapie var lengi umsvifamikill í frönskum stjórnmálum og við- skiptalífi og um tíma eigandi Adid- as-fyrirtækisins. Fyrir nokkrum mánuðum var hann hins vegar úr- skurðaður gjaldþrota og hefur verið útilokaður frá stjórnmálaþátttöku í fimm ár. Tapie sagði í viðtali við dagblað- ið Libération í gær að hann iðraðist einskis og sagði að um væri að '•æða allsheijar samsæri dómara og , ’ ,'ískra andstæðinga gegn hon- um. „Þessi úrskurður þýðir að dóm- skerfið í heild sinni hefur tekið að sér það verkefni að útrýma mér,“ sagði Tapie. Þá hófust í Lyon á mánudag rétt- arhöld í máli Alains Carignons, fyrr- um samgönguráðherra í ríkisstjórn Edouards Balladurs. Carignon, sem jafnframt er borgarstjóri Grenoble, er sakaður um spillingu og um- fangsmikið fjármálamisferli. Á hann yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Carignon er m.a. sakaður um að hafa þegið gjafir að andvirði 21 milljón franka frá vatnsfyrirtækinu Lyonnaise des Eaux gegn því að umbuna fyrirtækinu er vatnsveita Grenoble var einkavædd. Carignon, sem var látinn laus gegn tryggingu fyrir tveimur vik- um, kveðst vera saklaus. Lögfræð- ingar hans krefjast þess að beðið verði með að rétta í máli hans þar til að hæstiréttur kemur saman enda sé það eini dómstóll landsins, er geti úrskurðað um irieint brot ráðherra í starfi. í gær ákvað dómarinn í málinu að fresta réttarhöldum í máli Ca- rignons um fjóra mánuði og eiga þau að hefjast á ný þann 25. sept- ember. Ramses í nýju ljósi GRAFHVELFING mikil hefur fundist við uppgröft í Konunga- dalnum í Egyptalandi. Talið er að þar sé um að ræða grafhvelf- ingu faraósins Ramsesar ann- ars sem grafinn var fyrir uin 3.000 árum. Hann var einn lit- ríkasti og valdamesti ráðamað- ur fyrri tíma og er talið að fundurinn verði til þess að varpa nýju ljósi á líf hans og annarra faraóa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.