Morgunblaðið - 17.05.1995, Síða 29
b
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 29
/EIR nýir þingmenn Sjálfstæðis-
>kks, Hjálmar Jónsson og Arnbjörg
einsdóttir, á leið inn á þingflokks-
fund.
mná
úngi
nefndum, þar á meðal utanríkismála-
nefnd. Einnig kemur til greina að
stjórnarndstöðuflokkamir hafi með
hendi forustu í einhveijum nefndum
um alþjóðleg samskipti.
Sjálfstæðisflokkurinn bauð stjórn-
arandstöðunni formennsku í sjávar-
útvegsnefnd og Framsóknarflokkur-
inn bauð formennsku í heilbrigðis- og
trygginganefnd. Stjórnarandstaðan
hafði hins vegar óskað eftir því að fá
formennsku í íjórum nefndum og sótti
í gær fast að fá að minnsta kosti þrjú
formannsembætti. Ekki lá fyrir í gær
hver niðurstaðan yrði, en stjórnarand-
staðan hefur óskað eftir fundi með
formönnum þingflokka stjórnarflokk-
anna í dag til að ræða málin nánar.
• Þiggi stjórnarandstaðan for-
mennsku í sjávarútvegsnefnd kemur
liún i hlut Alþýðubandalags og er
hefur flokkurinn tilnefnt Steingrím J.
Sigfússon í það embætti, en Stein-
grímur var varaformaður nefndarinn-
ar á síðasta þingi. Þá er rætt um að
Þjóðvaki fái formennsku í heilbrigðis-
og trygginganefnd og hefur nafn Astu
Ragnheiðar Jóhannesdóttur verið
nefnt í því sambandi.
Ekki liggur fyrir hvaða nefndum
stjórnarandstaðan fær varafor-
mennsku í, ef af verður.
ESB-tilskipanir um vinnuvernd og vernd barna og unglinga
ERFIÐISVINNA barna og unglinga er takmörkuð með tilskipun
ESB. Ekki er ljóst hvaða áhrif það hefur t.d. á fiskvinnu skóla-
krakka hér á landi.
Ekki bannað
að vinna
yfirvinnu
ASÍ og VSÍ leggjast ekki gegn tilskipunum ESB
um vinnuvernd og vernd barna og unglinga. Með
reglunum er yfirvinna ekki bönnuð, heldur er hún
háð samþykki launþega. Olafur Þ. Stephensen fjall-
ar um reglurnar og útskýrir að með því að hafna
þeim gæti EES-samningnum verið í hættu stefnt.
PÁLL Pétursson félagsmálaráð-
herra hefur lýst því yfír að
hann sé mjög ósáttur við
tvær tilskipanir Evrópusam-
bandsins um vinnuvernd og vernd
barna og unglinga, sem fyrirhugað
er að verði felldar inn í samninginn
um Evrópskt efnahagssvæði. Hvorki
Alþýðusambandið né Vinnuveitenda-
sambandið leggjast hins vegar gegn
tilskipununum. ASÍ og VSI hyggjast
semja um tilhögun annarrar þeirra,
um skipulag vinnutíma, sín á milli.
Hvað varðar hina tilskipunina, sem
fjallar um vinnu barna og unglinga,
verða Islendingar væntanlega að
semja við Evrópusambandið um und-
anþágur eða aðlögunartíma, vilji þeir
halda rýmri ákvæðum.
Tilskipanirnar, sem um ræðir, eru
hluti af löggjöf Evrópusambandsins
um innri markaðinn. Við gerð EES-
samningsins höfðu þær ekki verið
samþykktar á vettvangi Evrópusam-
bandsins, en vitað var að þær voru í
undirbúningi. Þær urðu því ekki hluti
af samningnum við samþykkt hans.
íslendingar létu við samningsgerðina
í ljósi þá skoðun sína að tilskipanirnar
féllu utan samningssviðsins. Evrópu-
sambandið hefur hins vegar haldið
fram annarri túlkun og fyrir rúmum
tvéimur mánuðum kvað framkvæmda-
stjórn ESB upp úr með það að tilskip-
anirnar tvær væru innan samnings-
sviðsins og því ætti, eftir umfjöllun
sameiginlegu EES-nefndarinnar, að
taka þær upp í EES-samninginn.
VSÍ skiptir um skoðun
Vinnuveitendasambandið lagðist
lengst af gegn því að tilskipanirnar
tvær yrðu teknar upp í EES-samning-
inn og giltu hér á landi, en VSI hefur
nú látið af andstöðu sinni, meðal ann-
ars vegna þrýstings frá norsku vinnu-
veitendasamtökunum. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins hefur
sendiherra íslands í Brussel, Hannes
Hafstein, greint frá því að íslenzk
stjórnvöld séu tilbúin að staðfesta til-
skipanirnar.
Tilskipunin um skipulag vinnutíma
(93/104/EB) er víðtæk og eru mark-
mið hennar að stuðla að bættu öryggi
og heilsu starfsmanna á vinnustöðum.
í henni er meðal annars kveðið á um
fyrirkomulag vaktavinnu, heilbrigðis-
eftirlit og læknisskoðanir, lágmarks-
hvíld starfsmanna á sólarhring og
rétt á launuðu orlofi.
Það ákvæði tilskipunarinnar, sem
félagsmálaráðherra vísar hins vegar
helzt til og segist óánægður með, er
svohljóðandi: „Meðalvinnustundafjöldi
fyrir sjö daga daga tímabil fari ekki
yfir 48 klukkustundir, að yfirvinnu
meðtalinni." Gert er ráð fyrir að jafna
megi yfirvinnu út yfir lengra tímabil.
Þetta segir Páll Pétursson að passi
ekki inn í íslenzkar þjóðfélagsaðstæð-
ur. í Morgunblaðinu í gær segir hann:
....ef við þyrftum að undirgangast
það að hafa ekki meiri yfirvinnu en
þetta þá finnst mér það alveg aug-
ljóst að fjölskyldurnar yrðu að fá
tekjutapið bætt í hærra kaupi þannig
að það myndi gjörbreyta launagerð-
inni í þjóðfélaginu.‘-‘
Málið virðist hins vegar ekki þann-
ig vaxið að óttast þurfi að það um-
bylti vinnumarkaðnum og iaunakerf-
inu. í tilskipuninni kemur í fyrsta lagi
fram að æskilegt sé að heimila ákveð-
inn sveigjanleika við beitingu ákvæða
tilskipunarinnar, enda sé tryggt að
farið sé að meginreglu um öryggis-
og heilsuvemd starfsmanna. Þá sé
nauðsynlegt að kveða á um að veita
megi undanþágu frá til-
teknum ákvæðum tilskipun-
arinnar, sem aðildarríkin
eða aðilar vinnumarkaðar-
ins veiti í hverju tilviki fyrir
sig, en þá fái starfsmenn
samsvarandi hvíldartíma á
móti.
Yfirvinna háð samþykki
starfsmanns
í öðru lagi — og það skiptir megin-
máli — er ekki verið að banna fólki
að vinna yfn-vinnu með tilskipuninni.
í 18. grein hennar kemur þvert á
móti fram að aðildarríki geti látið
vera að beita ofangreindu ákvæði um
hámarksvinnutíma, að því tilskildu að
meginregla um öryggi og heilsuvernd
sé virt og að tryggt sé að vinnuveit-
andi krefjist þess ekki af starfsmanni
að hann fari yfir 48 tíma markið á
viku að meðaítali, „nema liann hafi
fyrst hlotið samþykki starfsmannsins
til slíkrar vinnu“. Vinnuveitandinn
má heldur ekki láta starfsmann gjalda
þess að hann sé ekki reiðubúinn til
að samþykkja að inna slíka vinnu af
hendi.
Með öðrum orðum er yfirvinna
heimil, en vinnuveitandinn má ekki
láta starfsmann gjaida þess að vilja
ekki vinna yfir 48 tíma á viku. Þó er
vinnuveitandanum skylt að halda skrá
yfir þá, sem vinna meira, sem aðgengi-
leg skal vera yfirvöldum, sem geta
takmarkað möguleika starfsmanna til
yfirvinnu af öryggis- og/eða heilbrigð-
isástæðum.
Ekki vandamál
Ari Skúlason, framkvæmdastjóri
Alþýðusambandsins, bendir á að til-
skipunin taki aðeins til virks vinnu-
tíma, þ.e. að frátöldum kaffitímum
og öðrum hléum. Ari segir virkan
vinnutíma hér á landi u.þ.b. 37 tíma
á viku. Meðalvinnutími hjá t.d. iðnað-
armönnum og ófaglærðum körlum,
miðað við virkan vinnutímaj
sé um 47-48 stundir. „I
raun og veru er því ekkert
vandamál," segir Ari.
Hann segir ASÍ leggja
mikla áherzlu á að ákvæði
EES á sviði vinnumarkáðar öðlist gildi
hér á landi, ekki síður en t.d. ákvæði
um verzlun og viðskipti eða mennta-
mál. „Við förum inn í EES-samstarfið
á jafnréttisgrundvelli. Af hveiju finna
menn vandamálin þarna?“ spyr hann.
Ari segir að það sé fyrst og fremst
aðila vinnumarkaðarins að semja sín
á milli um innleiðingu tilskipunarinn-
ar. Málið hafi hins vegar ekki komizt
á það stig fyrr en nú, með því að
afstaða Vinnuveitendasambandsins
hafi breytzt.
Afstaða VSI kom fram í ræðu
Magnúsar Gunnarssonar, fráfarandi
formanns sambandsins, á aðalfundi
þess í gær. Magnús sagði að vissulega
væru vandkvæði á bókstafsfram-
kvæmd tilskipananna tveggja, eins og
félagsmálaráðherra hefði bent á, en á
móti kæmi að þær gæfu verulegt svig-
rúm til aðlögunar að sérstökum þörf-
um, m.a. með kjarasamningum aðila
vinnumarkaðarins.
Magnús benti á að vildi ísland hafna
reglunum gæti það kallað á óheppileg
viðbrögð gagnvart EFTA-ríkjunum,
íslandi og Noregi. „Norskum félögum
okkar stendur stuggur af þeirri til-
hugsun að neitun íslands á gildi vinnu-
tímareglna hliðstæðra þeim sem Norð-
menn búa við, gæti teflt framtíð EES-
samningsins í tvísýnu. Málið er því
alvarlegt og brýnt að finna lausn. Eg
kalla því eftir viðræðum við ASÍ, í
góðu samstarfi við félagsmálaráð-
herra, um að fundið verði form á regl-
um ESB, sem geri okkur fært að
standa að fullgildingu þeirra,“ sagði
Magnús.
Staða blaðburðarbarna óljós
Seinni tilskipunin, sem er til um-
ræðu (94/33/EB), fjallar
um vinnuvernd barna og
unglinga. Samkvæmt henni
ber aðildarríkjum ESB —
og væntanlega EES — að
tryggja að börn og ung-
menni, sem eru enn á skólaskyldu-
aldri samkvæmt landslögum, séu ekki
ráðin til vinnu, og_í engum tilvikum
yngri en 15 ára. í tilskipuninni eru
jafnframt settar hömlur á vinnutlma
barna og ungmenna.
Páll Pétursson sagði um þetta í
Morgunblaðinu í gær að þeir, sem
væru yngri en 15 ára, mættu sam-
kvæmt þessu ekki „bera út blöð, keyra
barnavagna, snúast í sveit eða grípa
í vinnu í frystihúsi og yfírleitt ekki
taka neina launaða vinnu nema við
listviðburði“.
Aftur er málið ef til vill ekki svona
klippt og skorið. Ýmsar undanþágur
eru í tilskipuninni, sem eru þó háðar
því skilyrði að vinna barna hafi ekki
skaðleg áhrif á skólagöngu þeirra.
Þannig geta aðildarríkin ákveðið að
tilskipunin gildi ekki um tilfallandi
vinnu eða vinnu, sem varir í skamman
tíma, að því er varðar heimilisaðstoð
á einkaheimilum og vinnu í fjölskyldu-
fyrirtæki, sem ekki telst skaðleg eða
hættuleg börnum. Þarna virðist a.m.k.
vera gert ráð fyrir að börn geti ýtt
barnavögnum og jafnvel snúizt í sveit.
Undantekningarnar snúa jafnframt
að „störfum af léttara tagi“, sem skil-
greind eru nánar í landslögum. Vænt-
anlega eru ákvæði af þessu tagi opin
fyrir túlkun. Það er þannig ekki ljóst
hvort t.d. blaðburðar- og blaðsölubörn
undir fimmtán ára aldri falla undir
undantekningarákvæðin. Sama er að
segja um börn og unglinga, sem grípas
I fískvinnslu. Jafnframt er það greini-
legur vandi að tilskipunin tekur til
barna og unglinga undir 18 ára, en
hér á landi miðast ákvæði kjarasamn-
inga um vinnu barna og unglinga yfir-
leitt við þá, sem eru yngri en 16 ára.
í hópi með frumstæðum ríkjum?
Vilji íslendingar undanþágur frá
tilskipuninni um vinnu barna og ungl-
inga eða aðlögunartíma að ákvæðum
hennar, verða þeir væntanlega að láta
reyna á ákvæði EES-samningsins um
samráð í sameiginlegu EES-nefnd-
inni. Ari Skúlason segist hafa trú á
að íslendingar hafi möguleika á að
koma sjónarmiðum sínum á framfæri
í þessu efni. Hann nefnir sem dæmi
að Danir hafi fundið lausn fyrir blað-
burðarbörn, sem séu hlutfallslega
fleiri í Danmörku en á Islandi og þurfi
að hefja vinnu fyrr á morgnana.
Ari segir að meginmálið sé vernd
barna og unglinga, að þeim sé til
dæmis ekki misboðið með of erfiðri
vinnu, eins og dæmi hafi verið um
hér á landi. Hann segir ljóst að fá
verði aðlögunartíma, til dæmis varð-
andi það að hækka viðmiðunaraldur-
inn í 18 ár. „Við lítum hins vegar á
innihaldið, að reyna að takmarka*
vinnu barna og unglinga, sem mjög
gott og jákvætt mál,“ segir hann.
Hann segist ekki sjá að tilskipunin
komi í veg fyrir vinnu unglinga í skóla-
leyfum.
Hannes G. Sigurðsson, hagfræðing-
ur VSÍ, tekur undir þetta og segir að
upptaka tilskipananna hafi enn ekki
gengið í gegnum samráðsferli EFTA
og ESB og hann hafi trú á að tekið
verði tillit til séraðstæðna á íslandi.
Hins vegar segist hann ekki viss um
að það sé jákvætt fyrir Islendinga að
leggja áherzlu á það á alþjóðavett-
vangi að efnahagslíf hér sé háð vinnu
barna og unglinga. Félagsmálaráð-
herra virðist líta á það sem mennin-
garpólitískt og uppeldislegt mál. „Ég
held hins vegar að umheimurinn
myndi flokka óskir okkar á sama hátt
og óskir frumstæðra ríkja, þar sem
ung börn eru látin sitja við vefstól-
ana,“ segir hann.
Samningnum stefnt
í hættu með neitun
Ef horft er á málið í víðara sam-
hengi er það gott dæmi um vanda-
mál, sem fylgja EES-samningnum og
áður hefur verið bent á. Annars vegar
innihalda báðar tilskipanirnar, sem
eru til umfjötlunar, fjöldann allan af
undanþáguákvæðum. Þessar undan-
þágur hafa verið sniðnar að þörfum
einstakra ESB-ríkja, en taka hins veg-
ar ekki tillit til aðstæðna í EFTA-ríkj- ■
unum vegna þess að þau voru ekki
við samningaborðið er þær
voru samdar. Því reynir hér
á samráð það milli EFTA
og ESB, sem kveðið er á
um í EES-samningnum, en
flestir eru sammála um að
það gefur ekki sömu möguieika til
áhrifa og aðildarríki ESB hafa.
Magnús Gunnarsson bendir jafn-
framt á það., sem nú reynir ef til vill á
í fyrsta sinn, að í raun geta EFTA-rík-
in ekki hafnað ESB-reglum, sem
framkvæmdastjórn ESB leggu]'
áherzlu á að verði teknar upp í EES-
samninginn. Með því væri grundvall-
arhugmynd samningsins; að búa til
eitt efnahagssvæði með sömu reglum,
í raun kollvarpað. Ef Páll Pétursson
— sem greiddi atkvæði gegn EES-
samningnum á Alþingi — stendur fast
á andstöðu sinni við hinar nýju regl-
ur, gæti framtíð samningsins því ver:
ið í hættu.
Undir þrýst-
ingi frá IMorð-
mönnum
Fjöldi undan-
þáguákvæða
í reglunum
i