Morgunblaðið - 17.05.1995, Page 33

Morgunblaðið - 17.05.1995, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ í I I I ( ( ( ( I ( ( \ ( ( I ( ( ( ( JOHANNES INGÓLFSSON + Jóhannes Ing- ólfsson skip- stjóri fæddist í Reykjavík 6. nóv- ember 1933. Hann veiktist nijög snögglega rétt að síðastliðnum pásk- um, var færður á gjörgæsludeild Borgarspítalans og átti ekki aftur- kvæmt þaðan en lést 6. maí. For- eldrar hans voru Ingólfur loft- skeytamaður og stöðvarstjóri í Gufunesi, f. 15. september 1903, d. 18. júní 1950, Matthíasson kennara, verslunarstjóra og alþingis- manns í Haukadal í Dýrafirði, Ólafssonar, og konu hans Unn- ar Sigríðar, f. 6. ágúst 1904, d. 26. febrúar 1976, Einars- dóttur bátasmiðs í Reykjavík, Einarssonar. Kona Jóhannesar er Gyða Sigfúsdóttir, þau gengu í hjónaband 1954. Börn þeirra eru: Ingólfur stýrimað- ur, Hulda Kristín, Jóhannes Ingólfur matsveinn og Sigrún lögfræðinemi. Útför Jóhannesar fer fram frá Dómkirlyunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. JÓHANNES tók farmannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1955 og síðar tók hann gagn- fræðapróf utan skóla. Hann réðst 1950 á skip Jökla hf., Vatnajökul, sem ég undirritaður stýrði. Var hann þar starfandi um ellefu ára skeið að frádregnum námstíma í Stýrimannaskólanum, fyrst messa- drengur, þá matsveinn að loknum námstíma hjá okkar ágæta bryta Bjarna Bjamasyni frá Vestmanna- eyjum, síðan háseti, bátsmaður, stýrimaður og skipstjóri í afleys- ingum skipstjóra á skipum félags- ins en var fastráðinn skipstjóri 1965-67. Lét hann þá af sigling- um er Jöklar hf. seldu skip sín úr landi til Kóreu, en héldu einu skipa sinna eftir í leigu Eimskipafélags íslands. Síðan leysti hann af sem hafn- sögumaður við Reykjavíkurhöfn til ársloka 1972. Var þá skipaður skipstjóri á dráttarbátnum Magna og var með hann til 1983 er hann var fastráðinn hafnsögumaður í Reykjavík og hélt því starfi uns fyrir um fjórum árum að hann réðst rekstrarstjóri Reykjavíkur- hafnar og var í því starfi til ævi- loka. Hann gekk í Skipstjórafélag Is- lands 1966, var varaformaður þar 1971-79 og varaformaður FFSÍ 1974-79. Jóhannes var ritstjóri fimmtíu ára afmælisrits Skip- stjórafélagsins 1985, er þetta 368 blaðsíðna rit með myndum og greinargerð um félagsmenn. Einar Ingólfsson vélfræðingur, bróðir Jóhannesar, myndskreytti ritið. Þau hjónin Jóhannes og Gyða reistu sér fallegt og glæsilegt heimili á Látraströnd 28 á Sel- tjarnarnesi og bjuggu þar með börnum sínum. Þau ráku blómabúð í Domus Medica-húsinu í allmörg ár. Um hver jól sendu þau mér fallega blómakörfu með kveðju sém gladdi. Blómabúðina seldu þau síðan og hófu veitingarekstur í Duushúsinu í félagi við son sinn Jóhannes Jökul. Jóhannes var vel á sig kominn andlega sem líkamlega, hár vexti og þéttur á velli og ljós yfirlitum. Litríkur persónuleiki er nú horfinn sjónum vorum. Sundlaugarfélagar okkar bera honum kveðju með eftirsjá. Jói, með þessum fáu orðum vil ég kveðja þig með kærri þökk fyrir allar okkar samverustundir. Missir og söknuður Gyðu og barnanna er mikill. Votta ég þeim mína dýpstu samúð. Minn- ingin lifir.^ Bogi Ólafsson. „Einstakur" er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjómast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur" á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur" er orðið sem best lýsir þér. (Teri Femandez.) Traustasti hlynurinn í lífi okkar er fallinn: Jóhannes Ingólfsson, tengdafaðir minn, er allur, langt um aldur fram. Hann bognaði ekki, en veiktist skyndilega af óvæntum sjúkdómi og tók skjótt af. Þannig kvaddi hann, eins og hann lifði, með karlmennsku og reisn. Dag- arnir í lífi okkar, sem þekktum hann best og áttum hann að, verða ekki samir. Fyrir sextán árum kynntist ég syni Jóhannesar, Jóhannesi Jökli. Jóhannes tók mér strax vel, og ekki hafði ég lengi vanið komur mínar í hús hans, þegar hann af- henti mér lykil og við hann var fest spjald með hlýlegum orðum. Þá var ég sextán ára. Eftir það var ég af hans húsi. Það eru ekki faguryrði í þessum kveðjuorðum, þegar ég segi, að hann hafí verið mér eins og faðir. Hann var það. Góðir feður eru umhyggjusamir, og þeir aga. Jóhannes, tengdafaðir minn, var „einstakur" í mínum augum og mínu lífi, en það þýðir hvorki, að við höfum alltaf verið sammála né að hann hafi verið fullkominn, enda á hið fornkveðna við, að „erat svo gott, að galli né fylgi“. Hann gat stundum verið snöggur upp á lag- ið, og oft hvessti. En hann var hreinlyndur og lét ekki litið efni vaxa í mein. Hann tók á hlutunum af einurð og drenglyndi, hvort sem þeir voru þægilegir eða ekki og hann kunni ekki að meta óhreina liti. Hans form voru hrein og eitt orð hans betra til efnda en löng loforð margra. Hann var alltaf þar, þegar við leituðum til hans. Með sinni traustu og hlýju hendi lék hann oft létt á nótur daganna, og þá var gott með honum að vera. Hann lét sér mjög annt um fjöl- skyldu sína og þótti gaman að vera afi. Það var nær því fastur liður að eyða sunnudagskvöldunum hjá honum og Gyðu á Látraströnd- inni, og samverustundirnar í sum- arbústaðnum í Biskupstungum eru ótaldar. Frá þessum stundum okk- ar og fleiru gæti ég margt sagt, en geymi það með mér. Jóhannes, tengdafaðir minn, kvaddi of fljótt, og hús hans verð- ur aldrei samt. Frá okkur öllum er mikið tekið, en mest eiginkonu han^ og besta vini, Gyðu Sigfús- dóttur. Henni sé líkn í þraut. Rannveig Steinunn Björnsdóttir. Á meðan Jöklar hf. voru og hétu fór ég nokkra túra yfir Atl- antshafið sem háseti á Langjökli, einu af mörgum skipum félagsins. Bátsmaður um borð var Hreggvið- ur Daníelsson, verkhygginn og dugandi sjómaður sem hafði mörg- um árum áður verið leiðbeinandi Jóhannesar, einskonar fóstri hans um borð í gamla Vatnajökli, fyrsta skipi Jökla. Jóhannes hóf þar frum- raun sína sem háseti 15 ára gam- MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ1995 33’ MINNINGAR all og leist fóstra hans strax vel á drenginn, taldi hann mikið efni í skipsráðanda, sem kom á daginn. Jóhannes var allan sinn farmanns- feril skipveiji á skipum Jökla hf. og hluthafi seinustu ár sín þar. Mér skilst að einn sonur hans beri nafnið Jökull, svo að sterkar taug- ar hafa bundið hann skipafélaginu.. Um hríð voru flest skip Jökla leigð útlendingi, þar á meðal far- kostur undirritaðs, Langjökull og glænýtt og fallegt skip sem bar nafnið Hofsjökull. Við sigldum eitt sinn úr Kattegatinu inn til Rand- ers á Jótlandi og fréttum að von væri á Hofsjökli úr gagnstæðri átt. Það er alltaf hátíðleg stund þegar skip frá sama félagi mæt- ast, menn raða sér upp og veifa hver til annars, eimpípur þandar samkvæmt reglum og menn skipt- ast á orðum ef unnt er. Skipstjór- inn í brúnni á þessu glæsilega skipi reyndist vera Jóhannes Ingólfsson og fyrsti vélstjóri var enginn annar en bróðir hans, Einar. Tveir bræð- ur æðstu menn um borð í sama skipinu. Sjaldgæft tilfelli á meðal farmanna. Barnungur missti Jóhannes föð- ur sinn á sviplegan hátt og haft er eftir ömmu hans, sem tók mik- inn þátt í uppeldi bamabarna sinna og bar honum fregnina, að þá hefði hann spurt sig: Hvað gerðum við núna, amma mín, hvernig förum við nú að? Hún hefði svarað hon- um, að öll myndu þau hjálpast að og leggjast á eitt til að tryggja framtíðina. Svo sannarlega gekk það eftir og Jóhannes kom göfug- lega fram og létti undir með móð- ur sinni, samhliða því að kosta eig- in skólagöngu. Núna snúa skyld mál að börnum og barnabörnum hans og það efar enginn að þau sýna sömu um- hyggjuna. Það er fyrst sem reynir á samheldni og styrkleika fjöl- skyldu þegar faðirinn, fyrirvinnan, fellur frá. Eitt er víst að eplið fell- ur ekki langt frá eikinni og tíminn læknar flest sár. , Að endingu vil ég og aldin móð- ir mín, Hlíf Matthíasdóttir, færa Gyðu, eftirlifandi konu Jóhannes- ar, og öllum aðstandendum öðrum, innilega samúð okkar beggja. Minning um góðan dreng máist seint út. Matthías Ólafsson. Með nokkrum orðum vil ég minnast góðs vinar, Jóhannesar Ingólfssonar, fyrrverandi skip- stjóra hjá Jöklum hf. Eg var svo lánsamur að fá að sigla með honum fyrir tæplega þijátíu árum. Við fylgdumSt meira og minna að um tveggja ára skeið. I þá tíð sigldu þijú af ijórum skip- um Jökla hf. að mestu erlendis og vorum við þá að heiman í fimm til átta mánuði í senn. í slíkum útilegum kynnast menn vel. Með okkur Jóhannesi tókst fljótlega góð vinátta og gagnkvæmt traust og nutum við þess að starfa saman. Skipstjórn var honum létt verk í hvívetna, aginn var góður og and- inn um borð léttur. Mönnum leið vel undir stjórn lians og virtu hann að verðleikum. Árið 1967 hætti Jóhannes sigl- ingum að mestu. Hann lagði gjörva hönd á margt eftir það sem ég læt öðrum eftir að rekja. Genginn er góður drengur, ótímabært og fyrirvaralítið eins og svo oft. Ég er mjög þakklátur fyr- ir að hafa kynst honum og að hafa æ síðan átt hann að vini þótt við hittumst alllof sjaldan í seinni tíð. Ég og fjölskylda mín biðjum honum guðs blessunar. Gyðu, börnum þeirra og allri fjölskyld- unni vottum við okkar innilegustu samúð. Ólafur Thorarensen. Ég og samstarfsfólk mitt hjá Kolaportinu vorum harmi slegin þegar við fréttum af fráfalli Jó- hannesar Ingólfssonar. Stutt var síðan við áttum ánægjuleg samtöl um samstarf okkar í sumar og Jóhannes var búinn að leggja drög að fjölda skemmtilegra viðburða við höfnina á næstu mánuðum. Ég kynntist Jóhannesi fyrst í ársbyrjun 1992, þegar Kolaportinu var falið að annast ákveðin verk- efni í sambandi við Hafnardag sem efnt var til þá um sumarið í tilefni af 75 ára afmæli Reykjavíkurhafn- ar. Þá þegar skynjaði ég að Jó- hannes var hugmyndaríkur og hreinskiptinn athafnamaður. Hann bar hag og orðstír Reykjavíkur- hafnar fyrir bijósti og var fastur fyrir í samningaviðræðum en þó ætíð sanngjarn. Jóhannes veitti okkur hrós fyrir störf okkar fyrir höfnina og okkur voru falin enn ábyrgðarmeiri verkefni. Á undanförnum árum hefur Jó- hannes margoft sýnt velvild til Kolaportsins í verki og mér liefur þótt ákaflega vænt um hversu mikið hann lagði sig fram um að hafa okkur með í ráðum og upp- lýsa okkur um hin margvíslegustu mál sem hann taldi að gætu gagn- ast okkur á einhvern hátt. Þegar Kolaportið fluttist í Tollhúsið fyrir ári efldist samstarfið enn meira og hefur verið ánægjulegt að vera næstu nágrannar við þá fjölbreyttu starfsemi sem Reykjavíkurhöfn hefur rekið á hinum glæsilega Miðbakka. Þar hefur Jóhannes átt ríkan þátt. Við vottum ástvinum Jóhannes- ar okkar innilegustu samúð. Jens Ingólfsson. Kveðja frá Hafnarstjórn Reykjavíkur Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit; mitt er hold til moldar hnigið máske fyr en af ég veit. (B. Halld.) Jóhannes Ingólfsson forstöðu- maður hafnarþjónustu Reykjavík- urhafnar er látinn langt um aldur fram eftir skammvinn veikindi. Jóhannes hóf ungur sjómennsku og var háseti á ms. Vatnajökli frá 1950-1957. Á þeim árum stundaði hann einnig nám við Stýrimanna- skólann í Reykjavík og lauk þaðan farmannaprófi árið 1955. Hann var síðan stýrimaður og skipstjóri á Jöklunum allt til ársins 1967 er hann fór í land og hóf eigin at- vinnurekstur. Jóhannes starfaði sem hafn- sögumaður í Reykjavík á sumrum frá árinu 1967 og þar til hann var skipaður skipstjóri á dráttarbátn- um Magna í ársbyijun 1972. Því starfi gegndi Jóhannes til hausts- ins 1983 er hann varð hafnsögu- maður og varðstjóri, en í febrúar 1990 var hann ráðinn til starfa á skrifstofu Reykjavíkurhafnar sem forstöðumaður hafnarþjónustunn- ar, en það var þá nýtt starf, sem hann gegndi allt til dauðadags. Jóhannes tók þátt í samstarfi með evrópskuin starfsbræðrum sínum og sat í stjórn samtaka þeirra. Á næsta ári er fyrirhuguð ráðstefna Evrópusamtakanna hér á landi og bar Jóhannes hitann og þungann af skipulagningu hennar. í hans anda verður þeirri vinnu fylgt eftir af hálfu Reykjavíkurhafnar. í hartnær 30 ár helgaði Jóhann- es Reykjavíkurhöfn starfskrafta sína. í forstöðumannsstarfinu, sem hann gegndi síðustu fimm árin, sameinuðust stjórnunar- og skipu- lagshæfileikar Jóhannesar skip- stjórnarkunnáttunni. Það hefur verið afar dýrmætt fyrir höfnina að njóta starfskrafta Jóhannesar og skarð hans verður sannarlega vandfyllt. Glaðvær og ljúf fram- koma ásamt áreiðanleika ein- kenndi samskiptin við Jóhannes. Það viðmót fundum við strax sem k'omum ný til starfa i hafnarstjórn á liðnu sumri. Fyrir hönd Hafnar- stjórnar Reykjavíkur vil ég þakka Jóhannesi áralangt heilladijúgt starf í þágu hafnarinnar og ein- staklega góð samskipti við hafnar- stjórn. Eftirlifandi eiginkonu Jóhannes- ar, Gyðu Ásdísi Sigfúsdóttur, börn- um þeirra fjórum og öðrum ætt- ingjum og vinum, flyt ég hugheilar samúðarkveðjur. Árni Þór Sigurðsson, formaður hafnar- stjórnar. Árið 1967 réðust tveir ungir menn til starfa hjá Reykjavíkur- höfn. Jóhannes Ingólfsson hóf störf sem hafnsögumaður eftir margra ára reynslu við millilanda- siglingar, en undirritaður var nýút- skrifaður verkfræðingur með tak- markaða starfsreynslu. Jóhannes var síðar ráðinn sem skipstjóri á Magna og vann við það í tíu ár. Á þeim tíma voru samskipti okkar Jóhannesar lítil en þau jukust þeg- ar hann tók aftur við starfi hafn- sögumanns og síðar varðstjóra í hafnsögu. Við skipulag hafnarsvæða og hönnun hafnarmannvirkja er mikilvægt að gott og náið sam- starf sé milli tæknimanna og skip- stjórnannanna. I slíku samstarfi var reynsla Jóhannesar mikilvæg, bæði sem hafnsögumanns og skip- stjóra Magna, en ekki síður reynsla hans af siglingum til erlendra hafna. Það átti síðan fyrir okkur að liggja að tengjast nánari bönd- um, því með stuttu millibili vorum við ráðnir til nýrra starfa hjá Reykjavíkurhöfn, hann sem for- stöðumaður hafnarþjónustu en ég sem hafnarstjóri. Það starf sem hann tók að sér var nýtt og mark- mið þess var að tengja saman og samræma þjónustu hafnarinnar við viðskiptavini til sjós og lands. Jóhannes tókst á við þetta verk- efni af krafti og áhuga og hefur með starfi sínu átt ríkan þátt í að breyta og bæta þjónustu Reykjavík- urhafnar á mörgum sviðum. Þá r hefur hann einnig stjórnað fram- kvæmd hafnardaga, sem á skömm- um tíma hafa tryggt sér sess í borgarlífi í Reykjavík og treyst bönd milli hafnarinnar og borgarbúa. Jóhannes vann mikið af öryggis- málum og stjórnaði m.a. nefnd sem hafði það verkefni að auka öryggi á hafnarsvæðinu og móta reglur um meðferð hættulegra efna og varnir gegn mengun. Margar til- lögur þeirrar nefndar hafa fengið framgang, og eru nú hluti af starfsreglu fjölda fyrirtækja. Jó- hannes tók virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi á sínu starfssviði í sam- tökunum European Harbour Mast- er Association. Á síðustu ráðstefnu samtakanna flutti hann tillögu um að ráðstefnan skyldi haldin í Reykjavík árið 1996. Mér er sagt að það hafi ekki síst verið fyrir framgöngu hans að Reykjavík varð fyrir valinu. Þessi ákvörðun gladdi Jóhannes mjög, enda hafði hann mikinn metnað fyrir hönd Reykja- víkurhafnar og sinnar stéttar. Jó- hannes hafði verið valinn ráð- stefnustjóri og í bréfi frá samtök- unum eftir andlát hans hvöttu for- ráðamenn þeirra til þess að ráð- stefnan verði haldin í minningu hans í viðurkenningar- og þakk- lætisskyni fyrir það starf sem hann vann fyrir samtökin. Við María þökkum þeim Jóhann- esi og Gyðu góðar samverustundir. Fyrir hönd Reykjavíkurhafnar votta ég Gyðu og fjölskyldu dýpstu samúð. Hannes Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.