Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ ARIGÍSLASON + Ari Gíslason, kennari og ætt- fræðingur fæddist að Syðstu-Fossum í Andakílshreppi 1. desember 1907. Hann lést 10. maí sl. Foreldrar hans voru Gísli Arin- bjarnarson bóndi á Syðstu-Fossum og síðari kona hans Salvör Aradóttir. Hún var fædd og uppalin þar, en Gísli var fæddur að Höfðabrekku í Mýrdal og geðrist bóndi þar eystra. Hann var síðar við verslunarstörf á Eyrarbakka og í Þorlákshöfn, en flutti í Borgarfjörð vestra sem vega- vinnuverkstjóri upp úr alda- mótum. Hóf búskap á Syðstu- Fossum 1905, en flutti til Reykjavíkur árið 1921. Ari var einkabarn. Hann fór í Kennaraskóla Islands og lauk þar prófi 1928. Stundaði kennslu víða og síð- ast á Akranesi frá 1959-1965. Ari kvæntist eftirlif- andi konu sinni, Helgu Hólm Helga- dóttur, kennara, 1952, en hún er fædd að Geitagili í Örlygshöfn 4. júní 1928. Þau hafa undanfarin ár átt heima á Vestugötu 138 á Akranesi. Helga stundaði kennsu til skamms tíma. Þau Helga og Ari eignuðust tvær dætur. Þær eru: l)Salvör, f. 8. maí 1953. Hún er leikhúsfræðingur að mennt. Búsett í Kaupmanna- höfn og starfar hjá norrænu ráðherranefndinni. 2) Inga Guðmunda, f. 31. desember 1955. Hún er bókasafnsfræð- ingur og starfar í Reykjavík. Ari Gíslason verður jarð- sunginn frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14100. ARI stundaði kennslustörf til árs- ins 1965, en þá sneri hann sér alfarið að þeim störfum sem urðu önnur aðaluppistaðan í starfsævi hans, ættfræðirannsóknum og fræðimennsku. A því sviði varð hann þekktur og virtur, enda mjög afkastamikill. Munu um 30 bækur hafa komið út, sem hann vann einn eða í samstarfi við aðra. Má þar nefna Vesfirskar ættir I-IV með örðum, Ættarskrá Bajrna Hermannssonar, Isl. prentaratal 1530 - 1950 og kaflann um prent- > ara í Bókagerðarmenn 1976, Bæj- arætt 1972, Deildartunguætt I-II með örðum 1978, Borgfirskar æviskrár I-IX með öðrum og Æviskrár Akurnesina I-IV. Ekki má gleyma Niðjatali Hallgríms Péturssonar sálmaskálds 1989, sem Ari taldi sitt metnaðarfyllsta verk. Á árunum 1940-1964 safn- aði hann örnefnum á vegum Þjóð- minjasafns og Fornleifafélagsins. Sú staðþekking á landinu, er hann aflaði sér þá, nýttist honum vel í leiðsögumannsstörfum með ferða- hópum um landið vítt og breitt, er hann stundaði við miklar vin- sældir um áratuga skeið. Auk staðþekkingar var hann sögufróð- ur með afbrigðum og sagði vel frá. Hér á Akranesi varð til ferða- hópur undir hans forystu árið 1961 og starfar enn. Margir eiga ógleymanlegar minningar frá leið- sögn Ara þar. Enn er ógetið starfa Ara að félagsmálum. En þar ber hæst störf hans í KFUM og Góðtempl- arareglunni. Hann gekk til liðs við KFUM fljótlega eftir að hann kom til Reykjavíkur og taldi það eitt sitt mesta gæfuspor. Starfsvett- vangur innan hreyfingarinnar var einkum sumarstarfið í Vatnaskógi og drengjafundir á vetrum. Hann var m.a. í fyrsta hópnum sem dvaldi í Vatnaskógi sumarið 1923. í drengjastarfi KFUM varð hann þekktur og vinsæll sögumaður, þýddi eða endursagði og samdi sjálfur sögur. Fylgdi sú þjálfun er hann fékk þar honum alla tíð. Hann las ekki af bók eða blaði heldur sagði frá að hætti bestu sögumanna og hélt því athygli hlustandans vakandi; hvaða efni sem hann flutti. Árið 1928 gekk hann í Góð- templararegluna. Nánast fyrir til- viljun. Tók með sér vin, sem hann vildi bjarga frá Bakkusi. Taldi leið Reglunnar vænlega. Sjálfur var hann bindindismaður fyrir. En á Legsteinar Krossar ■Skildir___________ Málmsteypan kaplahraunis TTtJf T R l.£ 220 HAFNARFJÓRDUR nnjjL/i m. SÍMI 566 1022 FAX 565 1587 þeim vettvangi varð hann mikil- virkur liðsmaður alla tíð. Þar lágu leiðir okkar saman. Hvorugur þurfti á stuðningi reglunnar að halda vegna ótta við Bakkus; held- ur laðaði félagslegi þátturinn. Ari gekk f st. Akurblóm nr. 3 1959 og einnig Helga kona hans. Síð- ustu áratugina hafa þau hjón ver- ið í forystusveit templara á Akra- nesi við góðan orðstír. Ari var maður snarpur í fasi og snöggur að taka ákvarðanir. Þessari snerpu hélt hann fram á síðustu daga. Vann oft sárþjáður með hvíldum við að ljúka ýmsum hugðarefnum. Viljaþrekið var mikið og æðrulaus var hann þótt hann vissi að hveiju stefndi. Hann hafði ákveðið að láta af starfi æðstatemplara í stúk- unni á síðasta fundi vorsins 7. maí sl. Helga kona hans var þá kosin Æt. í hans stað. Vegna veik- inda hafði hann ekki getað mætt á fundi sl. vetur, en fylgst náið með störfum okkar. Hann átti sér þann draum að geta stjórnað síð- asta fundinum 7. maí, en nokkrum dögum fyrr var hann fluttur á spítalann, hvaðan hann átti ekki afturkvæmt. Nókkrir forystumenn úr I.O.G.T. mættu á þessum fundi og heimsóttu hann á sjúkrahúsið á eftir og mun hann hafa tekið kveðjum þeirra með fullri vitund. Sr. Björn Jónsson stórtemplar stjórnaði þessum umrædda fundi. Er hann ræddi um veikindi Ara og bað konu hans fyrir kveðju stú- kunnar til hans, sagðist hann vona að Ari mætti í þessum veikindum halda fullri reisn og kjarki til hins síðasta eins og alltaf heðfði ein- kennt hann. Svo varð, en engan grunaði að svo stutt væri í hans skapadægur. Fyrir hönd stúkunn- ar flyt ég Ara þakkir fyrir foryst- una, samstarfið og starfsgleðina og Helgu og dætrunum samúðar- kveðjur. Hannes Hjartarson, ritari st. Akurblóm nr. 3. „Eins og hvítur stormsveipur“ birtist hann mér — þykkt hárið á höfði hans vakti strax athygli mína, ásamt einbeittu svipmóti sem krafðist svara strax. Þannig hófust kynni okkar Ara Gíslasonar fyrir 30 árum þegar hann kom til mín í Prentverk Akraness í byijun árs 1965 og bað mig að annast prentun á „Ættarskrá Bjarna Her- mannssonar," sem hann hafði þá nýlokið við að semja. Hann lagði fram útgáfuáætlun um skil hand- rits, mynda og verkloka. Er skemmst frá því að segja að þessi áætlun hans stóðst fyllilega enda þótt tími væri skammur. Þessi fyrstu kynni okkar voru upphaf áratuga samstarfs og vin- áttu sem stóð á traustum grunni, og enda þótt stundum gustaði af vini mínum, þá hreinsaði þessi stormsveipur allt sem var í óvissu, og við gátum alltaf treyst hvor öðrum. Ari Gíslason var afkastamikill á ritvellinum sem sést best á því að eftir hann einan og í samvinnu við aðra hafa komið út nálega 30 ætt- fræðirit. Þau stærstu eru Vestfirsk- ar ættir, Borgfirskar æviskrár, Æviskrá Akumesinga, Deildar- tunguætt og Niðjatal séra Hall- gríms Péturssonar. Lykillinn að þessu mikla starfi er fyrst og fremst góð skipulagsgáfa og ein- stök vinnusemi. í upphafi hvers árs var Ari vanur að segja mér frá því hvernig hann hefði skipulegt starf ársins í stórum dráttum, þar sem ákveðið var hvaða verkefni væru unnin í hveijum mánuði. í fyrstu tók ég þessum áætlunum með fyr- irvara, þar sem mér þóttu þær stundum bera vott um of mikla bjartsýni. Fljótlega hætti ég að efast, því að undantekningarlítið stóðust þessar áætlanir hans. Við áttum margar skemmtileg- ar ferðir um Borgarfjörð, við söfn- un hans á efni og myndum í Borgf- irskum æviskrár. í þessum ferðum bar margt á góma, og var Ari óþijótandi sagnabrunnur um menn og málefni héraðsins. AIls staðar var hann boðinn velkominn og naut ég góðs af þeim traustu vin- áttuböndum, sem hann hafði bundið þar. Um þessar mundir hóf ég að skrá frásagnir af fólki og atburðum, sem birtust síðar í safn- ritinu „Borgfisk blanda“. Ógleymanlegar eru mér ferðirn- ar sem við fórum saman á vorin í Akrafjall í eggjaleit. Enda þótt nokkur aldursmunur væri á okkur sáust þess engin merki í fjall- göngunum. Selbrekkan reynist mörgum erfið þótt hún virðist ekki vera það við fyrstu sýn. Ari fór hana léttilega og taldi það próf- stein á ástand kyrrsetumannsins, „hvernig hann kæmi undan vetri“, eins og h'ann sagði sjálfur. Þegar upp var komið settumst við gjarn- an niður og virtum fyrir okkur fegurð landsins sem við okkur blasti. Skarðsheiðin og fjöllin á Snæfellsnesi böðuð geislum sólar- innar kölluðu fram ótal sögur af atburðum og örnefnum, sem Ari var óþreytandi að fræða mig um. Síðasta árið dvaldi hann lang- tímum á sjúkrahúsum vegna veik- inda sinna. En hann var ekkert á því að gefast upp. Enda þótt hon- um væri Ijóst að hveiju dró gerði hann stöðugt nýjar áætlanir um þau verkefni sem hann þyrfti að Ijúka, þegar hann kæmi heim af sjúkrahúsinu. Ættfræðistörf hans fyrir Vest- firðinga, Snæfellinga, Stranda- menn og raunar alla landsmenn, eru mikil, en við Borgfirðingar og Akurnesingar eigum honum stærstu skuld að gjalda á því sviði. Ari Gíslason ættfræðingur hef- ur lokið löngum og giftudijúgum ævidegi. Eiginkona hans Helga og dæturnar Sallý og Inga studdu hann dyggilega að hveiju sem hann gekk. Fyrir það var hann þeim óumræðilega þakklátur. Ég votta þeim innilega samúð og kveð kæran vin. Bragi Þórðarson. Eftir að ég hafði lagt mikinn tíma í að leita uppi ættingja móð- ur minnar, hafði þar stuðst við nokkuð frá henni sjálfri en þó meira eigin rannsóknir þegar hennar ekki naut lengur, hélt ég að ég væri svo langt kominn að ekki væri eftir að slægjast í öllu meira. Samt átti eftir að koma fleira í Ijós og ég freistast að segja frá hér. Eitthvað af systkinum afa míns og þar með hann sjálfur höfðu flust til Vesturheims um seinustu aldamót og ekki komið til baka og þar vestra átti ég eftir að rekja mikið. En þaðan kom svo fólk í heimsókn, sem taldi sig eiga hér ættingja og það marga og'þegar ég fór að rekja aftur í tímann, stansaði ég við konu, sem kennd var við bæ á Suðurlandi sem ég kannaðist ekki við þá að gæti átt sér stað, en þetta fann ég að mestu í bókum þeim sem voru þá nýútkomnar um Hallgrím Péturs- son og Guðríði Símonardóttur. Vitandi að rannsóknir úr þess- um gömlu heimildum geta oft ver- ið gloppóttar, datt mér í hug og meira þó upp á grín, að gera frek- ari athuganir. Og hvað lá þá betur við en spyija höfundinn sjálfan og næst þegar ég hitti Ara niðri á safni þá bar ég upp við hann þessa spurningu: Gæti átt sér stað að þú hafir rakið ranga kerlingu? Svo ósvífin spuming, að ég ekki segi aðdróttun, varð til þess að við sett- umst og skoðuðum málið nánar og ég fann að Ari tók á því með þeim hætti að hann vildi ekki rengja mig, en leita strax þess rétta. Hann bað vörðinn strax um einar tvær kirkjubækur frá öldinni sem leið og eftir aðeins smástund hafði þessi snillingur sýnt mér heimildir sínar og við víst báðir jafnfegnir að öll hans rök reynd- ust nákvæmlega rétt og hann klappaði-mér á öxlina og sagði: Þarna vorum við heppnir vinur. Það sannaði mér svo, að ekki vildi hann gera kröfu til að hafa haft á réttara að standa en ég, heldur heimfæra upp á heppni, en ég vissi að var engin tilviljun. Og ég hafði þar með eignast ættingjahóp sem gerði þá yfir fimmtíu manns. Annars lágu leiðir okkar Ara fyrst saman við stofnun Sögufé- lags Borgarfjarðar skömmu eftir 1960 og hann gerðist einn af aðal- höfundum þeirra merku rita sem ég ætla að nú séu komin á annan tug bóka: Borgfírskar æviskrár og Akurnesinga. Seinna kom hann stundum við hjá mér vestur á Snæfellsnesi og þá með ferða- mannahópa, alltaf gat hann tekið sér smástund og rabbað en hafði þó hratt á hæli. Eftir að ég hóf svo mína ættfræðiiðkun og þá mest hér á safninu, hittumst við þar alloft og seinast að mig minnir nú í vetur. Þó man ég nú ekki sérstaklega eftir seinasta sinni þar, hann kom stundum og stopp- aði stutt og vann alltaf hratt enda mikill ákafamaður og ekki hélt ég að væri á honum neitt fararsnið, en vissi þó vel um aldur hans og hann var orðinn langelstur þessa safnaðar, sem þama vann oftast á laugardagsmorgnum. En nú hefur hann lokið löngu og miklu starfi. Hann gaf mér strax þá reglu að taka aldrei mark á nema frumgögnum; það er að segja handskrifum prestanna og þó þau kunni að vera hæpin og stundum ekki par vönduð, þá eru þau trúverðugri en seinni tíma eftirskrif sem alltaf kynnu að blandast duttlungum þess tíma fólks. Meðan við mörg vorum með útskriftir úr tölvuprentara með- ferðis og fylltum út í, sýndist mér hann yfirleitt draga upp úr jakkavösum litla snepla sem hann notaði til að safna eftir og það sýnir hvílíkur starfsmaður hann var til síðasta dags og búinn með þeim aðferðum að draga saman til yfir þijátíu bóka. Eg nefndi fyrir nokkrum árum við hann hvort hann notaði ekki tölvu og var að segja honum frá forritinu Espólín, en hann hristi höfuðið og sagðist ekki nenna „að læra þetta héðan af“ eins og hann komst að orði. Og nú eigum við ekki eftir að hitta hann oftar. Ég hugsa samt að þessi þöguli hópur fastagesta eigi eftir að sakna hans, enda víst verið fleirum en mér að liði. „Hug- urinn sá yfir hlykkjóttum stafanna baugum hendur sem forðum var stjórnað af lifandi taugum." Það er eins og maður sé hálft í hvoru að ímynda sér að ef til vill sé maður, yfir þessum fornu skræðum og dýrgripum frá fyrri öidum, kominn nokkuð í bland við það löngu horfna fólk og mér finnst að andi Ara Gíslasonar eigi eftir að leiðbeina mér enn um krákustíga þeirra gagna, þann tíma sem ég kann að eiga þar eftir. Helgi Ormsson. Með Ara Gíslasyni er fallinn að foldu einn afkastmesti og merk- asti ættfræðingur þessa lands. Ari Gíslason var fræðimaður og ætt- fræðingur að upplagi og áhuga, hafði frábært minni og bjó yfir geysimiklum fróðleik og þekkingu á sviði ættfræði og persónusögu. Eftir Ara liggúr fjöldi ættfræði- rita. Þeirra hæst ber trúlega Niðja- tal sr. Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur, en í það verk lagði hann gífurlega vinnu og rannsóknir bæði hérlendis og erlendis. Ari var einn af stofnendum og brautryðjendum Sögufélags Borg- arfjarðar og vann félaginu ómetanlegt starf, sem aldrei verð- ur fullþakkað. Á þeim vettvangi kynntist ég vel störfum hans, er ég hafði með höndum fram- kvæmdastjórn fyrir félagið á árun- um 1977-1989. Á þessum árum komu meðal annars út Æviskrár Akurnesinga í fjórum bindum, sem Ari var einn höfundur að. Auk þess vann hann ötullega að saman- tekt Borgfirskra æviskráa ásamt tveimur öðrum ættfræðingum. Saman störfuðum við Ari meðal annars að samantekt og útgáfu íbúatals fyrir Borgarfjarðarhérað. Ég hlaut að dáðst að krafti og harðfylgi þessa aldraða en þó síunga fullhuga og áhugamanns. Stundum fannst mér afkastahrað- inn koma dálítið niður á vand- virkninni, en allt fór vel. Ari Gíslason var á margan hátt sérstæður og eftirminnilegur. Hann var að jafnaði skemmtilegur og gamansamur og gæddur góðri kímnigáfu. Hins vegar gat hann verið hvassyrtur og stórorður og lét ekki hlut sinn, ef því var að skipta. Auk afreksverka á sviði ætt- fræði vann Ari geysimikið og gott starf að örnefnasöfnun og skjala- söfnun fyrir Hérðasskjalasafn Borgarfjarðar. Starf Ara Gíslason- ar fyrir borgfirska menningu og mannfræði mun sjá stað og verða minnst í borgfirskri sögu og menn- ingu um langa framtíð. Sveigur þakkargjörðarinnar er lagður að minningu merks manns og braut- ryðjanda. Eiginkonu hans og dætrum votta ég einlæga samúð. Jón Einarsson, Saurbæ. Að bíða þess sem boðið er, hvort blitt svo er eða stritt, og hvað sem helst að höndum ber að hopa ei nema lítt, en standa eins og foldgnátt fjall í frerum alla stund, hve mörg sem á því skruggan skall - sú skyldi karlmanns lund. (Gísli Brynjúlfsson.) Ari Gíslason hefur lokið ævi- starfi sínu. Honum entist ekki dagurinn til að ljúka öllu því sem hann vildi koma í verk. Þó var vinnudagurinn orðinn lengri en hjá flestum okkar. Hann var á áttug- asta og áttunda aldursári þegar hann lést og að störfum fram undir andlátið. Hugur hans var enn ungur og virkur og brýn verk- efni biðu. Svo sagði hann mér í vor og gerði sér þá fulla grein fyrir því að dagar hans yrðu innan stundar taldir. En hann æðraðist ekki og sjálfsvorkunn varð aldrei hlutskipti hans. Sagnfræðingurinn Ari gerði sér ljóst að hvað hefur sinn tíma. Ættfræðingurinn vissi að „eina ævi og skamma eignast hver um sig“ eins og annar Borg- firðingur sagði í sígildu Ijóði. Og trúmaðurinn gat tekið undir með séra Friðrik: „Vér stöndum á bjargi sem bifast ei má.“ Ari Gíslason var fjölhæfur mað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.