Morgunblaðið - 17.05.1995, Side 43

Morgunblaðið - 17.05.1995, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 43 Hjúkrunar- forstjórar halda vorfund DEILD hjúkrunarforstjóra og hjúkrunarframkvæmdastjóra sjúkrahúsa heldur vorfund fimmtudaginn 18. maí í fræðslusal á 1. hæð á Hjúkr- unarheimilinu Eir. Dagskráin hefst kl. 10.30 og lýkur kl. 16. Reynir Karls- son, framkvæmdastjóri Hag- vangs, heldur erindi um markaðssetningu hjúkrunar- stjórnenda og dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, dós- ent, heldur erindi um ímynd hjúkrunarstjórnenda og kvennapólitík. Tónleikar á Kringlukránni ÞÓRIR Baldursson og félagar leika á Kringlukránni mið- vikudaginn 17. maí. Með Þóri leika Gunnlaugur Briem, trommuleikari, Gunn- ar Hrafnsson, bassaleikari, og Björn Thoroddsen, gítar- leikari. Þeir félagar leika hefðbundna djasstónlist m.a. eftir Chick Corea, C. Parker ásamt nýjum ópusum eftir þá sjálfa. Tónlistarflutning- urinn hefst kl. 22 og stendur fram yfir miðnætti. „Stríðsárablús“ hjá FÍH í Rauðagerði NEMENDUR söngdeildar ásamt níu manna hljómsveit Tónlistarskóla FÍH efna til söngskemmtunar fimmtudag- inn 18. maí kl. 21 í sal skól- ans að Rauðagerði 27. Þar verður flutt tónlist seinni stríðsára ásamt lögum eftir Jón Múla Árnason en allir textar laganna eru eftir Jónas Árnason. Lögin eru í útsetningum Jóhanns G. Jó- hannssonar og Árna Schev- ing. Nesstofa Nesstofa opnuð eftir vetrarlokun NESSTOFUSAFN verður opnað eftir vetrarlokun um miðjan maí. Eftir 15. maí og fram í miðjan september verð- ur safnið opið á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13-17. Nesstofusafn er sérsafn á sviði lækningaminja. Í safninu er sýnt ýmislegt sem tengist sögu heilbrigðismála á íslandi síðustu aldirnar, þar á meðal tæki og áhöld til lækninga. Safnið er til húsa í Nesstofu á Seltjarnarnesi. Nesstofan var reist á árunum 1761- 1763 fyrir fyrsta landlækni íslendinga, Bjarna Pálsson. Þá var fyrsta apótekið sem starfrækt var á íslandi til húsa í Nesstofu. FRÉTTIR & 13E BARNADEiLD 2 DOLt House LION SKLÚBBURINN Þór fræði Barnaspítala Hringsins fjölda gjafa síðasta vetrardag. Félagar í Lionsklúbbnum Þór hafa árvisst um margra ára skeið komið og fært börnum spitalans leikföng að gjöf. Lionsfélagar gáfu að þessu sinni leikföng af öllum stærðum og gerðum og við hæfi mismun- FRÁ afhendingu leikfangagjafanna. Barnaspítali Hringsins fær leikföng að gjöf andi aldursflokka. Gjafir Lionsklúbbsins Þórs sem og stuðningur annarra ein- staklinga, félagasamtaka og fyrirtækja eru starfsemi spítal- ans mikiívæg. Leikföngin eru sjúkum börnum og Barnaspít- ala Hringsins til mikillar ánægju og starfsfólkinu hvatn- ing, segir í frétt frá Hringnum. SAA gefur út fræðslurit fyrir for- eldra um vímuefnaneyslu unglinga í ÞESSARI viku sendir SÁÁ nýtt fræðslurit um vímuefnaneyslu unglinga inn á tæplega 30 þúsund heimili um allt land. Ritið er sent foreldrum barna á aldrinum 9 til 15 ára, svo og félögum og styrkt- arfélögum SÁÁ. Fræðsluritið ber nafnið: Ungl- ingar og vímuefni: Hvað geta for- eldrar gert? Því er ætlað að fræða foreldra um ástæður þess að vímu- efnaneysla unglinga er óæskileg og hvað hægt sé að gera innan veggja heimilanna til að stemma stigu við henni. I fræðsluritinu er farið yfir hvað foreldrar geta gert til að koma í veg fyrir áfengis- og fíkniefna- neyslu barna sinna og hvað þeir geta gert ef slík neysla verður að vandamáli. Skýrt er frá því hversu algeng vímuefnaneysla unglinga er og í Ungliuyar oy viuuu'lni Hvað geta foreldrar gert? viðauka er fjallað um vímuefnin og ýmsar aðferðir við forvarnir. Utgáfa og dreifing fræðslurits SÁÁ er árangur af viðamiklum undirbúningi forvarnarstarfs gagnvart unglingum á vegum samtakanna. Þetta forvarnastarf beinist jafnt að unglingum og for- eldrum þeirra. I könnunum sem fræðslu- og forvarnardeild SÁÁ gerði í vetur kom berlega í ljós að mikið vantaði upp á þekkingu foreldra á vímuefnavanda ungl- inga. í framhaldi af því var ákveð- ið að efna til fræðslufunda fyrir foreldra og gefa út þetta rit. Grunnur forvarnarstarfs SÁÁ byggist á hagnaði sem varð af Álfasölunni í fyrra. Þessi árlega ijáröflun SÁÁ verður aftur nú um næstu helgi og er ætlunin að veija hagnaðinum áfram til forvarnar- starfs fyrir unga fólkið. Vilhjálmur Jens Árnason, for- varna- og fræðslufulltrúi SÁÁ, er ritstjóri hins nýútkomna fræðslu- rits samtakanna. Námskeið um mat á náttúru- hamförum NÁMSKEIÐ um mat á nátt- úruhamförum verður haldið hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands dagana 22. og 23. maí. Fyrirlesari verður David McClung, prófessor við jarð- og verkfræðideild Uni- versity of British Columbia í Vancouver í Kanada, en hann er sérfræðingur á sviði snjó- flóða og aurskriða og hefur um langt árabil stýrt rannsóknum á því sviði í heimalandi sínu og víðar. Fyrri dag námskeiðsins verður fjallað um náttúru- hamfarir, s.s. aurskriður, snjó- flóð, eldgos, jarðskjálfta og flóð, ásættanlega áhættu við mat á slíkum hamförum og ýmsa mannlega, félagslega og umhverfislega þætti. Sú um- fjöllun ætti m.a. að höfða til bæjar- og sveitarstjómar- manna og almannavarna- nefnda. Síðari dag námskeiðsins verður sérhæfðari umfjöllun sem byggir á stærðfræðilegum aðferðum og höfðar einkum til verkfræðinga, jarðfræðinga og annarra raunvísindamanna. Fjallað verður um tölfræðileg líkindi á snjóflóðum og aur- skriðum, leiðir til að spá fyrir um hreyfingar og hraða, skipt- ingu landsvæða í áhættu- flokka, forsendur mannvirkja- hönnunar á hættusvæðum og hönnun varna, áhættumat og kortlagningu á hamfarasvæð- um. Hægt er að skrá sig á fyrri daginn eingöngu eða á báða dagana. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Endurmenntun- arstofnun. ■ / TILEFNI 5 ára afmælis hljóðfæraverslunarinnar Sam- spils hf. verða haldnir afmæl- istónleikar þann 18. maí í Þjóðleikhúskjallaranum und- ir slagorðinu Samspil ’95. Með- al þeirra sem koma fram eru Gulli Briem, Einar Valur Scheving, Oli Hólm, Birgir Bragason, J.J. Soul, Páll Óskar, Eyþór Gunnarsson, Jói Ásmunds, Matthías Hemstock, Tregasveitin o.fl. Húsið verður opnað kl. 22 fyr- ir almenning og er miðaverð 500 kr. En tónleikarnir hefjast kl. 23. Háskólafyrirlestur byg’gður á rann- sóknum í S-Afríku DR. ANN Schlyter, arkitekt, flytur föstudaginn 19. maí opinberan fyrirlestur í boði félagsvísindadeildar, Rannsóknastofu í kvennafræðum og landfræðiskorar. Fyrirlesturinn nefnist „Urbanization and Changing Gender Relations" og byggir á rannsóknum Ann Schlyter í Suður-Afr- íku. Ann Schlyter lauk prófi í arki- tektúr frá háskólanum í Lundi árið 1970 og doktorsprófí'í grein- ingu á notkun rýmis í byggingum (Building Function Analysis) frá sama háskóla 1984. Undanfarin ár hefur Schlyter verið dósent við Lundúnarháskóla og vísindamaður við norrænu Afríku-stofnunina í Uppsölum (The Nordic Institute of African Studies). Rannsóknir hennar hafa aðal- lega beinst að því hvernig fólk notar rými og endurbætir húsnæði í Zambíu og Zimbabwe. Schlyter bar m.a. ábyrgð á rannsóknar- verkefni sem ber yfirskriftina: „Urban Housing Strategies and Women Headed Households" og hefur hún unnið við mörg önnur verkefni sem- tengjast skipulagi húsnæðis' í Afríku. Eftir Ann Schlyter hafa birst bæði bækur og einnig ótal greinar í bókum og tímaritum. Árið 1993 kom t.d. út eftir hana og Anitu Larsson bókin Gender Contracts and Housing Conflicts in Southern Africa og væntanleg er bók sem hún ritstýrir ásamt öðrum Gender Research on Urbanization, Plann- ing, Housing and Everyday Life in Southern Africa. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Odda og hefst kl. 17.15. Allur eru velkomnir. Útivistarskólinn í Holti. Utivistarskóli fyrir börn í Holti í Onundarfirði ÚTIVISTARSKÓLI í Holti í Önund- arfirði verður starfræktur í sumar fyrir börn á aldrinum 10-14 ára. Boðið er upp á 10 daga nám- skeið og er hámarksfjöldi á hvert námskeið 10 börn. Á námskeiðun- um verður börnunum m.a. boðið upp á heimsóknir á bóndabæi og þátt- töku í sveitastörfum, hestaferðir, sjóferð með veiðistöng, útilega og margt fleira. íþróttir, leikir og sam- vera verða fastir liðir í dagskránni. Starfsmenn Útivistarskólans eru hjónin Rósa Björg Þorsteinsdóttir og Kjell Hymer en þau hafa starfað við grunnskólann í Holti sl. ár. Heimamenn í Önundarfirði munu einnig standa að starfsemi skólans við einstök verkefni. *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.