Morgunblaðið - 17.05.1995, Side 49

Morgunblaðið - 17.05.1995, Side 49
f MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 49, FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞORUNN Lárusdóttir, Sólveig Jakobsdóttir, Þorgerður Hjálmarsdóttir og Svanhildur Th. Valdimarsdóttir. LEIKKONAN Alicia Silverstone, sem er átján ára, ætlar sér ekki að verða ein af kynbombum HoIIywood. „Ég hef engan áhuga á að vera stúlka sem æsir stráka," segir Silverstone. Þrátt fyrir það hefur hún tælt þessa sömu stráka upp úr skónum í þremur tónlist- armyndböndum Aerosmith og myndinni „The Crush“. „Ég hef enga löngun til að vera álitin kynþokkafull. Ég mun aldrei leika í nektaratriðum," segir Sil- , verstone. Hún ranghvolfir augun- um þegar minnst er á nektar- myndir Drew Barrymore í Play- boy. „Ég mun aldrei gera neitt af því tagi,“ segir hún. „Það kalla ég að selja sjálfa sig. Mér finnst kynlíf ofmetið hvort eð er.“ Þrauta- ganga Halle Berry LEIKKONAN Halle Berry er komin í hóp stærstu stjarna í Hollywood og hefur leikið í kvikmyndum á borð við Boomer- ang, Flints- tones og Jungle Fe- ver. Nú síðast fékk hún hlut- verk í kvik- myndinni „Los- ing Isaiah“ og þykir fara á kost- um. Lífið hefur þó ekki alltaf leikið við hana og fyrir aðeins sex árum bjó hún í at- livarfi heimilis- lausra í Los Angeles og þurfti að slást til að halda svefnplássi sínu. Þá var hún í storma- sömu sam- bandi árið 1991 og var barin svo illa af sambýlismanni sínum fyrir tökur á einu atr- iði myndarinnar „The Last Boy Scout“ að hljóðhimnan í vinstra eyra skaddaðist og hún hefur aðeins tultugu prósent heyrn á þvi eyra. Hún hefur þó aldrei fengist til að segja nafn þessa sambýlismanns síns opinberlega. Það eina sem hún hefur sagt er að hann sé áhrifamikill maður í HoIIywood. Ganga Halle Berry á toppinn í Hollywood hefur verið átaka- mikil og einkennst af málaferl- um, fátækt og þrautseigju. Enda sagði hún í nýlegu við- tali: „Ég á engin fleiri tár að fella, engin öskur til að öskra, enga reiði, ekkert til að ergja mig út af.“ BLAÐSINS MORGUN Brúbkaup í blíbu og stríbu Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 28. maí nk., fylgir blaðauki sem heitir Brúðkaup - í blíðu og stríðu. í þessum blaðauka verður fjallað um fatnað brúðhjóna, athöfnina sjálfa, undirbúninginn, veisluna og brúðkaupsferðir, bæði innanlands og utan. Rætt verður við hjón sem hafa verið gift Iengi og önnur sem eru nýgift eða á leið í hjónaband. Þá verður litið á giftingarhringa, brúðarmyndir og brúðarvendi, skreytingar og gjafir og vöngum velt yfir siðum og venjum sem skapast hafa í kringum brúðkaup. Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 17.00 föstudaginn 19. maí. Nánari upplýsingar veita Rakel Sveinsdóttir og Dóra Guðný Sigurðardóttir, sötufulltrúar í auglýsingadeild, í síma 569 1171 eða með símbréfi 569 1110. -kjarni málsins! Kynlíf ofmetið Fullveldis- vofa Nafn- lausa leik- hópsins SÍÐASTLIÐIÐ sunnudagskvöld frumsýndi Nafnlausi leikhópur- inn Fullveldisvofuna í Félags- heimili Kópavogs. Höfundur verksins, leikstjóri og jafnframt einn af leikurum sýningarinnar er Þórir Steingrímsson, en auk hans fara Erling Gíslason, Dóra Magnúsdóttir, Valdimar Lárus- son, Ingólfur Björn Sigurðsson, Guðbrandur Valdimarsson, Arn- hildur Jónsdóttir, Hólmfríður Þórhallsdóttir, Þorgeir Jónsson, Sigríður Sörens, Hjálmar Bjarna- son, Hans CLausen og Aðalsteinn Guðnason með hlutverk í sýning- unni. Verkið fjallar um ferðalag fólks af lýðveldishátíðinni á Þing- völlum 1944 og viðureign þess við fornar landvættir sem mæta þeim á leiðinni. JÓN Júlíus Þórisson, Eiríkur Sverrir Björnsson og Halldóra Norðdahl. DAGMAR Clausen, Helena B. Clausen, Freyja Jóhannsdóttir og Friðrik Á. Clausen. r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.