Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bankamenn felldu kjarasamningana
Þátttaka 90%
í kosningunum
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Humarlöndun í
V estmannaeyjum
Vestmannaeyjum, Morgunblaðið.
BANKAMENN felldu kjarasamn-
ing, sem undirritaður var 5. maí, í
skriflegri atkvæðagreiðslu sem
fram fór um miðja síðustu viku.
Talningu atkvæða lauk í gær og
reyndust 67% þeirra sem atkvæði
greiddu vera á móti samningnum
og 33% meðmælt. Félagsmenn eru
rösklega 3.000 og var kosninga-
þátttaka 90%.
Samningaumleitanir höfðu staðið
yfir frá áramótum og var það mat
samningamanna að ekki yrði lengra
komist án þess að boða til verkfalls
að sögn Vilhelms G. Kristinssonar
framkvæmdastjóra Sambands ís-
lenskra bankamanna.
Launakerfi þarfnast
róttækra endurbóta
Að hans sögn réðu þijú atriði úrslit-
um í atkvæðagreiðslu um samning-
inn. í fyrsta lagi telji félagsmenn
að hagræðing og spamaður sem
orðið hafí í bankakerfínu á síðustu
árum hafí ekki skilað sér til starfs-
manna. Bent sé á að á síðustu fímm
árum hafí starfsmönnum í bönkum
og sparisjóðum fækkað um 20% og
hafi starfsmenn tekið þátt í niður-
skurði í þeirri von að þeim yrði
umbunað með batnandi hag.
Á ALMENNUM borgarafundi í
Súðavík í gær kom það fram hjá
Jónasi Þórissyni, talsmanni
söfnunarinnar Samstaða í verki,
að 90 umsóknir hafí borist frá
íbúum Súðavíkur um fjárframlög
úr sjóðnum og að úthlutað hafi
verið til þeirra 188.708.447 krón-
um. Þá er óráðstafað 74 milljón-
um, en það kom einnig fram, að
sveitarstjórnin í Súðavík hefur far-
ið fram á að fá féð til ráðstöfunar
til greiðslu á væntanlegum gatna-
gerðargjöldum þeirra sem byggja
aftur í Súðavík.
Gatnagerðarframkvæmdir sem
áætlað er að kosti um 130 milljón-
ir hafa verið boðnar út og á að
„Álagið hefur aukist sem og
ábyrgðin án þess að sanngjamar
launabætur hafí komið á móti. Á
sama tíma hefur yfírvinna verið
lögð af og möguleikar til tekjuaukn-
ingar því engir. Einnig er það út-
breidd skoðun að launakerfið þarfn-
ist róttækra endurbóta og að efstu
flokkamir endurspegli ekki þau
laun sem greidd em. Loks má nefna
óánægju varðandi samkomulag um
lokun banka á aðfangadag sem
þýddi vissa tilslökun á orlofsrétti,"
segir Vilhelm.
Heimild endurnýjuð
Haldinn verður fundur stjómar
samninganefndar og formanna að-
ildarfélaga sambandsins í dag og
býst Vilhelm við þvi að heimild til
verkfallsboðunar verði endumýjuð.
„Hins vegar er það svo að verkföll
bankamanna ber að boða með 15
daga fyrirvara og fímm dögum áður
en verkfall hefst ber sáttasemjara
að leggja fram sáttatillögu. Farið
er með tillöguna í allsheijarat-
kvæðagreiðslu og þegar hún hefur
verið lögð fram getur sáttasemjari
frestað í 15 sólarhringa, þannig að
hámarksaðdragandi verkfalls er 30
dagar,“ segir Vilhelm að iokum.
opna tilboð í dag. Engir peningar
liggja enn fýrir til greiðslu fyrir
þennan verkþátt, sem áætlað er
að heija framkvæmdir við á næstu
vikum.
Nokkur órói vegna tafa
Nokkurs óróa gætti meðal fund-
armanna um að ef frekari tafir
yrðu á framkvæmdum mundi þeim
fækka sem myndu byggja.
Töluverðar ádeilur komu fram
á sveitarstjómina með hreinsun
braksins úr húsunum sem fóru í
snjóflóðinu, en ýmsir persónulegir
munir, svo sem leikföng, fatnaður
og bækur liggja eins og hráviði í
haugunum eftir því sem snjórinn
hlánar.
Humarvertíðm er hafin og
fyrsti humarinn barst á land í
Eyjum í gær en þá Iönduðu
Skúli fógeti, Aðalbjörg Þorkels-
dóttir og Álsey afla sínum.
Bátarnir hófu veiðarnar 20. maí
og voru í Háadýpinu rétt austur
af Heimaey. Veiði var þokka-
leg, svipuð og í upphafi vertíðar
í fyrra, og ágæt stærð á humr-
inum. Álsey landaði 1900 kíló-
um af slitnum humri, Skúli fóg-
eti 700 kílóum og Aðalbjörg 250
kilóum en auk þess voru bátam-
ir með eitthvert magn af fiski.
Humarvertíð hefur hins vegar
byijað afar illa á Höfn í Horna-
firði.
Á myndinni er Ómar Krist-
mannsson, skipstjóri á Skúla
fógeta, að handfjatla humar í
fyrstu löndun sumarsins.
■ Hefur aldrei verið/Bl
Frumvarp
fluttum
dómara-
fulltrúa
ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráð-
herra hefur lagt fram frumvarp á
Alþingi um breytingu á lögum um
aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds
í héraði. Frumvarpið felur í sér að
dómarafulltrúar verða skipaðir og
settir með sama hætti og dómarar,
en það þýðir að þeim verður ekki
vikið úr embætti nema með dómi.
Frumvarpið er fiutt í kjölfar hæsta-
réttardóms, sem fól í sér að dómara-
fulltrúum var gert ómögulegt að
dæma í málum.
Þorsteinn sagði að frumvarpið
fæli í sér bráðabirgðalausn. í byijun
næsta árs myndi réttarsfarsnefnd
skila af sér nýju frumvarpi til dóms-
stólalaga, en með því væri stefnt að
því að leggja grunn að framtíðar-
skipulagi dómstólaskipunar í land-
inu. Staða dómarafulltrúa væri eitt
þeirra atriða sem nefndin myndi taka
til athugunar.
----» ♦ ♦---
Urskurð-
aður hæfur
ÓLAFUR G. Einarsson, forseti Al-
þingis, úrskurðaði á þingfundi í gær
að Vilhjálmur Egilsson væri hæfur
til að stýra efnahags- og viðskipta-
nefnd þegar frumvarp um breytingar
á áfengislögum kemurtil umfjöllunar
nefndarinnar. Þingmenn sem efuðust
um hæfí Vilhjálms sögðust sætta sig
við úrskurð forseta, en hvöttu jafn-
framt til þess að settar yrðu almenn-
ar vanhæfisreglur um störf þing-
manna. Vilhjálmur lýsti því í útvarps-
samtali í gærkvöldi, að hann myndi
ekki víkja í málinu.
Ólafur G. Einarsson sagði að eng-
ar vanhæfisreglur væru til um lög-
gjafarvaldið líkt og giltu um dóm-
stóla og stjómsýsluna, ef undanskilin
væri sú lagaregla að þingmaður
mætti ekki greiða atkvæði með fjár-
veitingu til sjálfs síns.
„Alþingismenn eru í störfum sín-
um eingöngu bundnir við sannfær-
ingu sína og standa aðeins kjósend-
um reiknisskil gerða sinna. Þeir eru
ekki bundnir af hæfísreglum í störf-
um sínum og geta því tekið þátt í
meðferð og afgreiðslu allra mála á
þinginu.
Það er einmitt ein af grundvallar-
reglum í stjórnmálum lýðræðisríkja
að þingmenn taki ákvarðanir um
hvaða hagsmuni á að taka fram yfír
aðra. Séu þeir tengdir þeim með
mjög persónulegum hætti er þeim
auðvita í sjálfsvald sett af siðrænum
ástæðum að segja sig frá máli. Það
er þeirra ákvörðun og á þeirra
ábyrgð.
Forseti lítur svo á að afskipti
háttvirts þingmanns, Vilhjálms Eg-
ilssonar, af málefni áfengiseinkasöl-
unnar utan þings geti á engan hátt
haft áhrif á hæfí hans til að fjalla
um umrætt mál í efnahags- og við-
skiptanefnd, en telur að öðru leyti
eðlilegt að formleg ákvörðun um það
hvort háttvirtur þingmaður, Vil-
hjálmur Egilsson, stýrir fundum
nefndarinnar þegar málið er þar til
umfjöllunar sé í höndum nefndarinn-
ar sjálfrar.“
----»-♦-♦---
Eldur í Mögnu-
leikhúsi
LEIKARAR Möguleikhússins við
Laugaveg 105 voru á miðri æfingu
Leyndra drauma þegar þeir urðu
varir við talsverðan reyk rétt fýfir
miðnætti í fyrrakvöld.
I ljós kom að æfingagalli, sem
hengdur hafði verið upp á nagla í
þurrkherbergi, hafði dottið niður
af naglanum og ofan á Ijóskastara.
Við það kviknaði í gallanum.
Heilbrigðisráðherra segir að ófremdarástand muni ekki skapast á spítölum í sumar
Sumarlokanir á geðdeild-
um hafi sem minnst áhrif
INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðis- og trygg-
ingaráðherra segir að lokanir á deildum sjúkra-
húsanna verði svipaðar í sumar og undanfarin
sumur. Ófremdarástand muni ekki skapast af
þeim sökum. Hún segist hafa sérstakar áhyggj-
ur af því að biðlistar eftir mikilvægum aðgerð-
um séu að Iengjast.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingis-
maður Þjóðvaka, átti frumkvæði að umræðu á
Alþingi um sumarlokanir sjúkrahúsanna. Þing-
flokkur Þjóðvaka sendi í gær stjórnum stóru
sjúkrahúsanna í Reykjavík bréf þar sem óskað
er eftir mati þeirra á áhrifum sumarlokana,
raunsparnaði og öryggi sjúklinga.
Ásta Ragnheiður sagði ljóst að ekki yrði
gengið lengra í niðurskurði á sjúkrahúsunum.
Langvarandi niðurskurður á fjármagni til
sjúkrahúsanna hefði aukið álag á starfsfólk
og nú væri svo komið að menn hefðu áhyggjur
af því hvort þjónusta við sjúklinga væri réttu
megin við öryggismörk. Hún benti á að sam-
kvæmt upplýsingum frá landlækni hefðu bið-
listar eftir aðgerðum iengst um 10% frá miðju
ári 1994 til 15. janúar sl. Um 2.000 manns
biðu eftir aðgerðum á Borgarspítala.
220 miiljóna sparnaður áformaður
Heilbrigðisráðherra sagði að áformað hefði
verið að spara á sjúkrahúsunum um 220
milljónir á þessu ári. Ákvörðun hefði verið tek-
in um það í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar að
falla frá þessum sparnaði að hluta og nú væri
tryggt að sumarlokanir yrðu svipaðar í ár og
verið hefðu undanfarin ár.
Margir þingmenn vísuðu til fréttar í Morgun-
blaðinu um að til stæði að loka 4 af 8 geðdeild-
um á Landspítala.
„Ég mun sem ráðherra beita mér fyrir því að
sumarlokanir á geðdeildum komi sem allra
minnst niður á nauðsynlegri þjónustu og eftir-
meðferð við sjúklinga enda tel ég mig nú þeg-
ar hafa fengið fullnægjandi tryggingar fyrir
því frá forsvarsmönnum Ríkisspítalanna að svo
muni ekki verða,“ sagði Ingibjörg. Hún benti
á að engar lokanir yrðu á geðdeild á Borgar-
spítala í sumar.
Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalist-
ans, hvatti ráðherra til að tryggja að geðsjúk-
ir fengju áfram mannsæmandi þjónustu í sum-
ar. Hún sagði að hlé á meðferð geðsjúkra
gæti valdið óbætanlegu tjóni.
Súðvíkingar hafa
fengið 189 milljónir
74 milljónum króna enn óráðstafað