Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Upphaf og þró-
un bandaríska
söngleiksins
Bandaríska sópransöngkonan Ellen Lang
mun koma fram á tónleikum í Gerðubergi
í kvöld en á efnisskránni eru vinsæl lög
úr Broadway - söngleikjum. Orri Páll
Ormarsson ræddi við söngkonuna sem
hefur meðal annars sungið með Sinfóníu-
hljómsveit íslands.
Morgunblaðið/Kristinn
ELLEN Lang og Nicholas Mastripolito
leika og syngja á tónleikum í Gerðubergi
í kvöld og efna til námskeiðs á sama stað
um næstu helgi.
„ÉG ÓLST upp við að hlusta á
dægurlög í útvarpi og heyrði
ekki klassíska tónlist fyrr en í
háskóla. South Pacifíc heillaði
mig upp úr skónum þegar ég var
bam að aldri og hafa söngleikir
æ síðan verið snar þáttur í lífí
mínu,“ segir bandaríska sópran-
söngkonan Ellen Lang sem mun
ásamt píanóleikaranum Nicholas
Mastripolito kynna íslendingum
upphaf og þróun bandaríska
söngleiksins í tali og tónum í
Gerðubergi í kvöld. Sérstakur
gestur á tónleikunum verður
Bergþór Pálsson söngvari og
mun hann taka lagið með söng-
konunni.
Lang er búsett í New York og
kennir söng við Westminster
Choir College í Princeton, New
Jersey. Það orð fer af henni að.
hún sé afar §ölhæf söngkona -
jafnvíg á óperu, kammertónlist,
ljóð og söngleiki.
Söngkonan er íslendingum
reyndar að góðu kunn en hún
kom fram með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands á tónleikum í Há-
skólabíói vorið 1986. Hún kveðst
hafa skemmt sér konunglega þá
og sakir þess hafi hana langað
að koma aftur. „Reykjavík hefur
stækkað mikið á þessum níu
árum. Það er kominn alþjóðlegri
blær á borgina; hún er farin að
minna á New York.“ Lang gerir
stutt hlé á máli sínu. „Nei, það
eru sennilega ýkjur.“
Ferðast víða um heim
Samstarf Langs og Mastri-
politos hófst fyrir tilviljun þegar
þau voru beðin að flytja nokkur
vinsæl lög og slá þannig botninn
í einleikaratónleika fyrir nokkr-
um árum. Listamennimir þekkt-
ust ekki og fengu því nokkrar
mínútur til að bera saman bækur
sínar. Að því búnu stigu þeir á
svið og uppgötvuðu að þeim var
í lófa lagið að skapa Broadway-
stemmningu af bestu gerð. Dúett
var settur á laggimar og síðan
hafa þau Lang og Mastripolito
ferðast víða um
heim með lög úr
söngleikjum í far-
teskinu.
Á efnisskránni í
kvöld em vinsæl lög
úr söngleikjum eftir
Herbert, Romberg,
Kem, Rodgers,
Gershwin, Berlin,
Porter og fleiri
nafntoguð tónskáld.
Lang segir að allir
þessir menn hafa
lagt sitt af mörkum
til að festa söngleik-
inn í sessi á fyrri
hluta aldarinnar.
Margir þeirra hafí
verið innflytjendur
sem hafí flutt inn
nýjar víddir í tónlist
sem síðar hafí þró-
ast yfír í listform
sem Bandaríkja-
menn líti stoltir á
sem sitt framlag til
tónlistarsögu
heimsins ásamt
jazzinum.
„Öll lögin á efnis-
skránni em í miklu
uppáhaldi hjá mér,“
segir Lang. „Þau gera miklar
kröfur til manns enda em þau
samin með ákveðnar persónur í
söngleikjunum í huga. Það er því
síður en svo hlaupið að því að
slíta þau úr samhengi. Það mgla
margir dægurtónlist og söng-
leikjum saman. Á þessu er hins
vegar mikill munur; ég myndi til
dæmis aldrei flytja lag úr söng-
leik í næturklúbbi. Það er einfald-
lega ekki við hæfí.“
Lang segir að laglínan sé ekki
það eina sem geri þessa tónlist
sérstaka; textamir beri snilligáfu
höfundanna einnig vitni. Áheyr-
endur sem hafí gott vald á enskri
tungu ættu því að leggja vel við
hlustir. „Textamir em oft
hnyttnir og skeleggir enda hafa
höfundamir svo gott vald á mál-
inu að þeir koma manni sífellt á
óvart. Sumir em þó snjallari en
aðrir.“
Mikill áhugi á söngleikjum
Áhugi á söngleikjum hefur færst
í vöxt hér á landi að undanförnu.
Til marks um það má nefna fjöl-
margar uppfærslur á slíkum
verkum sem era ýmist að baki
eða standa fyrir dymm. Ruth
Magnússon tónlistarkennari sá
sér því leik á borði og bað Lang
og Mastripolito um að efna til
námskeiðs um bandaríska söng-
leiki meðan á dvöl þeirra hér á
landi stendur. Hugnaðist lista-
fólkinu hugmyndin.
„Við verðum að nýta okkur
krafta þessa fólks fyrst við höf-
um tækifæri til,“ segir Ruth og
bætir við að mikill áhugi sé fyrir
námskeiðinu sem verður haldið í
tvígang í Gerðubergi, föstudag-
inn 26. maí og laugardaginn 27.
maí. Námskeiðið er ætlað söngv-
umm, píanóleikumm og öllu
áhugafólki um söngleiki en við-
fangsefnið er Broadway-söng-
leikir og önnur vinsæl verk eftir
Andrew Lloyd Webber og Claude
Michel Schönberg.
Heimsókn Langs og Mastri-
politos er liður í menningarsam-
skiptum íslands og Bandaríkj-
anna. Næsti liðurinn í þeim sam-
skiptum em tónleikar Sigrúnar
Hjálmtýsdóttur og Jónasar Ingi-
mundarsonar með íslenskum lög-
um í sumarskóla Westminster
Choir College í júlí næstkomandi.
Norður og niður
Lífiðí
leikhúsinu
Snæfellinga-
kórinn í Laug-
arneskirkju
SNÆFELLINGAKÓRINN í
Reykjavík heldur sína árlegu vor-
tónleika í Laugaraeskirkju á
fimmtudag 25. maí kl. 17.
Á efnisskránni eru íslensk lög
og erlend. Helgina eftir heldur
kórinn vestur á Snæfelisnes og
syngur í Stykkishólmskirkju á
laugardag kl. 14 og í kirkjunni á
Staðarstað kl. 17 sama dag.
Stjóraandi kórsins er Friðrik
Kristinsson.
VINKLAR A TRÉ
HVERGI LÆGRI VERÐ
ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR
OG KAMBSAUMUR
ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI
riMVAi í iji oAn
£8 Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640
KVIKMYNPIR
Rcgnboginn
NORÐUR(NORTH) ★
Leikstjóri Rob Reiner. Aðalleikendur
Elijah Wood, Bmce Willis, Dan
Aykroyd, Jon Lovitz, Kathy Bates,
Graham Greene, Alan Arkin, John
Ritter, Reba McEntyre. Bandarísk.
Castle Rock 1994.
AF myndavalinu undanfarnar
vikur mætti ætla að í Regnbogan-
um stæði yfír kvikmynda-„hátíðin
Axarsköft úrvalsleikstjóra. Þau
eru Pret-A- Porter eftir Robert
Altman, Leiðin til Wellville eftir
Alan Parker og nú birtast á tjald-
inu enn ein afglöpin þar sem allt
stefnir norður og niður, North,
nýjasta afurð Robs Reiners. Hún
er, einsog hinar tvær, byggð á
tómum glappaskotum. Reiner er
þó enginn aukvisi frekar en þeir
Altman og Parker. Mistök era ekki
ný bóla á fallvöltum ferli Altmans,
öðra máli gegnir með Parker og
Reiner hefur átt hverja metaðsókn-
armyndina á fætur annarri.
Skemmst að minnast Svefnvana í
Seattle.
Það eina skondna við þessar
myndir er að þær skuli allar stinga
upp kollinum í beðju í sama kvik-
myndahúsinu hér norður í Dumbs-
hafí. Þetta væri álitinn kvikmynda-
legur heimsviðburður ef næsta
mynd bíósins væri Exit to Edenl
Ein ástæðan er öragglega sú að
nú standa yfír gagngerar breyting-
ar á kvikmyndahúsinu og verið að
moka flórinn. Af North er það
helst að segja að hún er vond mis-
tök. Hundleiðiniegur samsetningur
um strák (Wood) sem býr við slíkt
eftirtektarleysi heima fyrir að hann
lögsækir foreldra sína og fær að
leita nýrra. Ferðast vítt og breitt
og endar svo vitaskuld á upphafs-
reit.
Það er því miður ekki hægt að
sjá ljósan punkt þrátt fyrir mann-
val framan sem aftan við tökuvél-
arnar. Handritið er gjörsneytt allri
kímnigáfu svo þokkalegur leikhóp-
ur hefur ekkert bitastætt að segja.
Því fer sem fer.
Sæbjörn Valdimarsson
KVIKMYNPIR
Rcgnboginn
KÚLNAHRÍÐ ÁBROAD-
WAY „BULLETS OVER
BROADWAY"
★ ★ ★ V4
Leikstjóri: Woody Allen. Handrit:
Allen og Douglas McGrath. Aðal-
hlutverk: Jim Broadbent, John
Cusack, Harvey Fierstein, Chazz
Palimenteri, Mary-Louise Parker,
Jennifer Tilly, Tracy Ullman, Jack
Warden og Diane Wiest. Miramax
Films. 1994.
NÝJASTA mynd Woody Allens,
Kúlnahríð á Broadway eða „Bullets
Over Broadway“, er sprenghlægi-
legur farsi úr leikhúslífinu á Broad-
way á þriðja áratugnum. Hann not-
ar það fyrir baksvið í kaldhæðnis-
legri úttekt á náttúmlegum hæfi-
leikum til listsköpunar og náttúm-
leysi þeirra sem hafa litla hæfíleika,
þurfa sífellt að rembast eins og rjúp-
an við staurinn og skapa samt að-
eins eitthvað miðlungsgott. Myndin
er um málamiðlanirnar sem listasp-
íran er sífellt tilbúin að gera og
málamiðlanirnar sem sannir lista-
menn geta aldrei samþykkt.
Þetta er fyndnasta og frískleg-
asta mynd Woodys Allens í árarað-
ir. Hér smellur allt saman sem ein-
kennir bestu myndir hans. Hann
hefur tekið sköpunargleði sína á ný
og vefur saman ekta fínan leikhús-
húmor við alvarlegri og áleitnari
spumingar um listina og listsköpun-
ina í næstum flekklausri framsetn-
ingu. „Kúlnahríðin" er alfarið laus
við Bergmansdrungann, sem ein-
kennt hafa tilraunir hans til að
skapa „alvarlega“ list, en í staðinn
er komin áhersla á líflega og spaugi-
lega persónusköpun og brandara og
gamanmál, sem fær mann til að
skella uppúr af hjartans lyst. Þetta
er sannarlega besta gamanmyndin
í bænum.
Snjallt handritið eftir þá Allen
og Douglas McGrath kynnir til sögu
margar erkitýpur leikhússins, sem
fá eftirminnilega meðferð hjá kræsi-
legum -leikhópi. John Cusack er
unga upprennandi skáldið, sem er
sífellt að fallast á málamiðlanir í
leit að viðurkenningu. Diane Wiest
er frábær prímadonna sem má
muna fífíl sinn fegri, þolir ekki ást-
atjátningar en kann enn að snúa
ístöðulausum, ungum höfundum á
sitt band. Jim Broadbent stelur sen-
unni í hvert skipti sem hann birtist
í hlutverki aðalleikarans, sem tútnar
út í óstöðvandi matargræðgi þegar
fmmsýningarskjálftinn fer að segja
til sín. Jennifer Tilly er hæfileika-
leysið uppmálað sem mafíudúkka
er getur ekki leikið frekar en feiti
mafíósinn hennar, sem dekrar við
hana með því að borga uppfærsl-
una. Jack Wamer er framleiðandinn
og Chazz Palimenteri er leigumorð-
ingi og lífvörður mafíósans, sem á
að gæta þess að enginn fækki setn-
ingum dúkkunnar í stykkinu og vill
svo til að skynjar dramatík betur
en nokkur annar og er reyndar
fæddur til að skrifa leikrit.
Allen teflir snillinni gegn meðal-
mennskunni og með myndinni er
hann kannski að segja að sköpun-
argáfuna sé aldrei hægt að sjá fyr-
ir og hana sé að fínna á ólíklegustu
stöðum og ef þú ert sannur lista-
maður gerir þú hvað sem er til
bjargar sköpunarverkinu. Fáir gætu
sett það fram á eins skemmtilegan
máta. Allen hefur enn einu sinni
sýnt að það er enginn skortur á
sköpunargáfu þegar hann er annars
vegar.
Arnaldur Indriðason