Morgunblaðið - 23.06.1995, Page 32

Morgunblaðið - 23.06.1995, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ • • HORÐURH. BJARNASON + Hörður H. Bjarnason, fæddist 29. júlí 1928. Hann lést á Landakotsspítala 15. júní sl. Foreldr- ar Harðar voru Hjálmar Bjarna- son, bankaritari í Reykjavík, og El- ísabet Jónsdóttir, húsmóðir. Systkini hans voru Gunn- hildur, f. 1921, býr í Reykjavik; Jón Haukur, f. 1923, d. 1977, bjó í Paris; Emil Nicolai, f. 1925, býr í Astralíu, og Sigríð- ur, f. 1926, býr í Reykjavík. Hörður kvæntist Bryndísi Bjarnason, f. 1926, 1949. Börn þeirra eru 1) Camilla, f. 1949, húsmóðir og stud theol., gift Garðari Sverrissyni vélaverk- fræðingi og býr í Garðabæ. Börn þeirra eru Hrönn, f. 1970, Bryndís, f. 1974 og Hörður, f. 1979. 2) Pétur, f. 1951, fram- kvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudisksframleiðenda, kvæntur Herdísi S. Gunnlaugs- dóttur menntaskólakennara. Þau búa á Akureyri. Börn þeirra eru Heiðrún, f. 1985, og Katrín, f. 1986. 3) Elísabet, f. 1953, starfsmaður sambýlisins Tjaldanesi, gift Inga Bjarnari Guðmundssyni starfsmanni Vífilfells hf. Þau búa í Mos- fellsbæ. Börn þeirra eru Brynja, f. 1974, Ema, f. 1976, Camilla, f. 1978, Bjarki, f. 1981, Baldur, f. 1985, og Eyþór, f. 1986. 4) Bryndís, f. 1957, kenn- ari á Isafirði, gift Þórði Skúla- syni, rafvirkja hjá Orkubúi Vestfjarða. Börn þeirra eru Ottó, f. 1975, og Skúli, f. 1981. Ottó er í sambúð með Sigur- björgu Benediktsdóttur og þeirra barn er ívar Þór, f. 1994. 5) Hild- ur, f. 1962, B.A. í sálfræði, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Jean Posocco, graf- iskum hönnuði. Börn þeirra eru Ari Sylvain, f. 1987, Egill Fabian, f. 1990, og Hrafn Olivier, f. 1995. 6) Hörður, f. 1964, íþróttafræðingur í Garðabæ, kvæntur Kristínu Rögnu Pálsdóttur íþrótta- fræðingi. Barn þeirra er Sara, f. 1993. Hörður lærði símvirkjun og starfaði á sjálfvirku símstöð- inni í Reykjavík til 1966 er hann gerðist símstöðvarstjóri í Vest- mannaeyjum. Arið 1973 gerðist hann umdæmisstjóri Pósts og síma á Vestfjörðum með aðsetri á Isafirði en 1974 fór hann aft- ur til starfa í Reykjavík sem deildarsljóri og hafði umsjón með sjálfvirku símstöðvunum í Reykjavík og á Reykjanesi. Hörður fór á eftirlaun hjá Pósti og síma árið 1986 og starfaði eftir það til dauðadags sem húsvörður í Flataskóla i Garðabæ. Hörður var virkur í starfi hjá Oddfellow-hreyfing- unni og Kiwanis-hreyfingunni. Hann starfaði um tíma innan Sjálfstæðisflokksins og var for- maður flokksfélagsins í Vest- mannaeyjum um skeið. Þá tók hann þátt í félagsstarfi síma- manna og var ritari og síðar varaformaður Félags islenskra símamanna um nokkurra ára bil. Hörður H. Bjarnason verður jarðsunginn frá Vídalinskirkju í Garðabæ í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. ÞAÐ ER erfitt að vera stuttorð þegar frá svo mörgu er að segja. Afi var tekinn frá okkur svo snögg- lega að það var sem heimurinn færi á hvolf. Ég átti því láni að fagna að hafa búið hjá ömmu og afa um nokkurt skeið og er ég lít til baka þá verð ég að segja að þetta var einn besti tími lífs míns til þessa. Það var aldr- ei neitt fok yfir hlutunum. Ef eitt- hvað fór úrskeiðis, eins og oft vill fara með ungling á heimilinu, var því alltaf mætt með umburðar- lyndi. Þegar þörf var á ákúrum voru þær veittar með umhyggju og hlýju og á sama hátt var afi alltaf fyrstur til að hrósa fyrir vel unnin verk. Það var auðvelt að láta sér þykja vænt um afa. Blíðlegt viðmót og sterkur persónuleiki hans gerðu það að verkum að gott var að leita til hans og njóta nærveru hans. Vin- konur mínar öfunduðu mig af ömmu og afa. Eitt sinn varð einni á orði að hann væri svona ekta afalegur, sem hann og var. Við höfum öll misst mikið og víst er að það er sárt en við megum vera þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með honum. Höfum fast í huga, eins og afi sagði, síðasta sumar á Reykhólum, hversu mikinn fjársjóð við eigum hvert í öðru. Brynja. Það hefur verið höggið skarð í Bjamason fjölskylduna. Einn mátt- arstólpa hennar hefur verið kallaður burt til frekari verkefna í öðrum heimi. Það verður skrítið að fara „uppeftir" til afa og ömmu og sjá ekki afa koma á móti sér eða heyra hann kalla „hæ, hæ“ innan úr stofu. Núna er jarðvist hans lokið og eftir lifa minningar. En við getum víst öll verið sammála um að af þeim eigum við nóg. í mínum huga er afi alltaf tengdur einhveiju gleði- legu, s.s. jólum, áramótum og ekki síst ferðalögum. Það eru örugglega fáir sem hafa verið jafn duglegir að ferðast í gegnum tíðina og afi og amma, hvort sem það er innan- lands eða utan. Góða skapið var aldrei langt und- an hjá afa. Það var undantekninga- laust hægt að fara uppeftir, ef eitt- hvað bjátaði á og fara þaðan hress- ari í bragði. Þeir eru sjálfsagt fáir ef einhveijir, sem muna afa öðru- vísi en í góðu skapi. Mig langar til að þakka afa mín- um samfylgdina og allt það góða sem hann, á sinn hægláta hátt, kenndi mér. Elsiu amma, þú hefur misst mest af okkur öllum, en ef þú lítur í kringum þig, sérðu að hann lifir í öllu sem í kringum okkur er. Hann unni landinu sem nú er í blóma, hann unni okkur öllum, börnunum sínum og afabörnunum, og við erum öll hjá þér. „Glaðlyndi líkist eldingu sem brýst í gegnum dimm ský og gleðin lýsir upp hugann." (Joseph Addi- son.) Guð gefi okkur styrk til að vinna úr og læra að lifa með sorginni. Bryndís Garðarsdóttir. Ég sá Hörð fyrst fyrir um 32 árum. Sex árum síðar hagaði for- sjónin því þannig að hann varð tengdafaðir minn, er ég kvæntist Camillu, elstu dóttur hans og Binnu. Heimili konu minnar var öllu fjöl- mennara en ég átti að venjast, en þau systkinin eru sex talsins. Þegar okkur tengdabörnunum fjölgaði jókst erillinn á heimilinu, því ætíð hefur verið gott þau heim að sækja. Mér var strax þannig tekið á heim- ili tengdaforeldra minna að mér fannst sem ég væri eitt af börnun- um þeirra. Hef ég æ síðan notið hinna sterku fjölskyldu- og tryggðabanda sem eru svo sterk í fjölskyldu Harðar og Binnú. Það hefur verið siður í fjölskyld- MINNINGAR unni að fara saman í útilegur og hafa þau hjón ávallt verið mið- punkturinn í þeim ferðum. Fjölskylduferð án þeirra hefur verið óhugsandi, enda hver haft sínu hlut- verki að gegna. Heimili Harðar og Binnu hefur alltaf staðið opið öllum vinum barna þeirra og hafa margir þeirra bundist tryggðaböndum við þau hjón. Það má því segja að fátt hafi verið aðhafst í fjölskyldunni án þess að Hörður og Binna væru í innsta hring. Samheldni fjölskyld- unnar hefur þannig verið alveg ein- stök og gefið mér ómetanlegar minningar. Hörður varð stöðvarstjóri Pósts og síma í Vestmannaeyjum árið 1966 og bjó þar uns gosið varð. Síðan fluttist ljölskyldan til ísa- íjarðar um eins árs skeið, en frá árinu 1974 hafa þau búið í Garðabæ. Við hjónin fluttum nokkr- um árum síðar í næsta nágrenni við tengdaforeldra mína og urðu þá samskipti okkar enn nánari. Hefur okkur reynst ákaflega gott að geta leitað til þeirra og ósjaldan höfum við Hörður glímt við hin ýmsu vandamál líðandi stundar, ekki hvað síst þau „mekanísku“ . Hörður hafði mjög gott lag á að halda farartækjum heimilanna gangandi, þó svo að þau væru ekki alltaf af nýjustu gerð. Oft var því litið í „vélasal" bílanna eins og hann sjálfur orðaði það. Árið 1984 stofnuðum við Hörður ásamt einum vina okkar lítið fyrir- tæki sem varð tómstundagaman okkar í nokkur ár. Starfsemin var þess eðlis að oft þurfti mikla þolin- mæði og útsjónarsemi til að fram- kvæma það sem þurfti. Þá komu eiginleikar Harðar vel fram, því þolinmæðina og jafnaðargeðið hafði hann fengið í vöggugjöf. Við félag- arnir nutum þessara stunda vel og oft var glatt á hjalla á loftinu hjá okkur. Hörður lærði símvirkjun og starf- aði í um 42ja ára skeið hjá Pósti og síma. Hann var aðeins 58 ára að aldri er hann fór á eftirlaun eft- ir þágildandi reglum. Þá fékk hann starf sem húsvörður í Flataskóla í Garðabæ. Þótti honum mjög vænt um þetta starf, því bæði þótti hon- um gott að vera innan um börnin og starfsmenn skólans, en ekki síst þar sem í starfinu fékk hann útrás fyrir þá þörf sína að „dytta að“ eins og hann kallaði það. Hörður var heilsuhraustur allt fram til þess að fyrir fáum vikum kenndi hann þess meins sem bar hann ofurliði. Síðan hefur atburða- rásin verið mjög hröð og enn sann- ast hve alvarlegur sjúkdómur krabbamein er. Binna mín, það er sárt að horfa á eftir góðum félaga og vini og verður hans sárt saknað af okkur öllum. Bið ég Guð að styrkja þig í sorg þinni. Megi Hörður Bjarnason hvíla í friði. Garðar Það er mikið lán að alast upp í stórri og samheldinni fjölskyldu, innan um yndislegar manneskjur. Við höfum átt margar ómetanlegar stundir saman, svo sem fjölskyldu- ferðalögin á sumrin, öll jólaboðin, afmælisboðin og aðrar samveru- stundir af hinum ýmsu tilefnum. Gleði og glaðværð hefur einkennt þessar samkomur okkar. Því var það ákaflega undarleg tilfínning að vera nú samankomin af tilefni sem ekki var gleðiefni heldur mikill missir og sár sorg, fráfall afa míns Harðar Bjarnasonar. Afi var stór hluti af okkar fjölskyldu og nú blasir við tómarúm sem erfitt verður að venj- ast. Minningamar reika um hugann ein af annarri frá hinum ýmsu stöð- um og tímum. Fastast sækir þó á minning um þá væntumþykju, vin- áttu og kærleik sem alltaf fylgdi afa, því sú minning fylgir öllum hin- um. Afi og amma eignuðust sex börn, sex tengdabörn, sautján barnabörn og eitt barnabarnabarn. Þetta er stór og myndarlegur hópur, en afi átti hlýtt og rúmgott hjarta sem við rúmuðumst öll vel í. Hann fylgdist ávallt með því sem við vorum að gera hveiju sinni af áhuga og hlut- deild. Það var alltaf gott og ánægju- ríkt að fara til ömmu og afa og ræða hvaðeina sem á döfinni var. Þau voru hvetjandi þátttakendur í lífi okkar allra og umfram allt ómet- anlegir vinir sem gott var að leita til. Umvafið sorginni brýst nú fram þakklæti, gleði og stolt yfir því að hafa átt þennan einstaka og yndis- lega mann að, bæði sem afa og góðan vin. Elsku amma mín, mér þykir ósegjanlega mikið vænt um þig og ég bið þess að Drottinn leiði þig í þínum mikla missi. Hrönn Garðarsdóttir. Fyrstu kynni okkar Harðar Bjarnasonar urðu sumarið 1949, þegar hann kom vestur með frænku minni Bryndísi og Camillu dóttur þeirra. Það man ég bezt frá þeirri heimsókn, að farið var inn á Skip- eyri og hafði Hörður með sér nýstár- legan búnað. Þótti mér það göídrum líkast, að hægt væri að að slá golf- kúlu af þvílíku afli, að hún færi samt í rétta átt og lenti að lokum þar sem til var ætlast. Því rifja ég þetta atvik upp, að þannig finnst mér Hörður hafa gengið að hveiju verki, af festu, öryggi og lagni. Én það var jafnlyndið og kímnin, sem einkenndi hann umfram allt annað og hann var hvers manns hugljúfi. Leiðir fjölskyldna okkar lágu síð- ar náið saman, þegar Hörður tók við stöðu umdæmisstjóra Pósts og síma í Vestmannaeyjum og áfram eftir að hingað suður var komið. Elsku frænka. Við Ájlaug og fjöl- skyldan öll sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur, þökkum allar ánægjustundirnar, sem við höfum átt með ykkur og fyrir það, að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi, að hafa fengið að eiga Hörð Bjarnason að vini. Eftir lifir minningin um góðan, grandvaran og farsælan mann. Orn Bjarnason. Það er skammt milli lífs og dauða. Skyndilegt fráfall Harðar Bjarnason minnti óþyrmilega á þá staðreynd. Hörður, sem aldrei var frá vinnu vegna veikinda, sýktist fyrir rúmum mánuði af lungnabólgu. Þegar á veikindin leið kom í Ijós að hann þjáðist af lungnakrabba. Skyndilega er þessi stóri myndar- legi maður allur og við vinnufélag- amir erum harmi slegnir. Söknuður okkar er sár en sárastur er missir eiginkonunnar Bryndísar sem var honum svo nátengd og kær og barnahópsins stóra sem ávallt var nálægur þeim hjónum. Leiðir okkar Harðar lágu saman fyrir rétt tæpum áratug þegar hann tók við starfi húsvarðar við Flata- Skóla í Garðabæ. Þessi hávaxni, vörpulegi maður sómdi sér vel á fjöl- mennum vinnustað fimm hundruð bama og rúmlega fimmtíu fullorð- inna starfsmanna. Hörður ávann sér traust og virðingu allra með fram- komu sinni og ytra Sem innra at- gervi. Samskipti mín, sem skólastjóra, við Hörð voru mikil og ekki síst fyrir þá sök hvaða mann hann hafði að geyma. Þegar húsnæðismálin voru til umfjöllunar við ýmsa aðila utan skóla var gott og jafnframt ánægjulegt að njóta samstarfs við Hörð. Það ríkti heldur engin logn- molla hjá okkur í þeim málum því stöðugt var eitthvað í gangi, ný- byggingar, viðbyggingar eða end- urbætur á húsnæði skólans. Við Hörður áttum einnig samleið í stjórnmálunum. Hann átti sæti í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og eftir að ég tók sæti í bæjarstjórn þá ræddum við gjarnan málin og oftast var það í gamansöm- um tón. Hörður var félagssinnaður maður. Hann var meðlimur í Kiwan- is- og Oddfellow-reglunum, einnig var hann virkur í Starfsmannafélagi Garðabæjar. Það var gaman að ræða við Hörð um menn og málefni því hann var sérstaklega áhugasam- ur og vel að sér um ættir og upp- runa manna. Hann var áberandi fróður bæði um landið og atburði þjóðfélagsins. Hugurinn var opinn einnig fyrir listum, hann sótti gjam- an leiksýningar og var ungur í anda. Hann hafði ákveðnar skoðanir en bjó yfir þeim hæfileika að sýna létt- leika þótt undirtóninn væri alvara. Á litla bílnum sínum ferðuðust þau hjón um allt land og lögðu mikla rækt við börnin og fjölskyldur þeirra. Heimilið í Holtsbúðinni stóð þeim öllum opið enda voru dvalar- gestir þar tíðir. Á brúðkaupsafmæl- inu færðu börnin þeim bók sem inni- hélt lífshlaup þeirra hjóna í máli og myndum. Það var stoltur ættfaðir sem sýndi mér gjöfina góðu. Við skólaslitin í vor flutti ungur nemandi nokkur kveðjuorð til skól- ans og í þeim orðum talaði hann um Hörð allsheijarreddara, sem lýs- ir svolítið hvar hann stóð í hugum barnanna. Sterkur persónuleiki hans gaf stofnuninni óneitanlega sinn svip. Ég vil þakka Herði fyrir sam- fylgdina, samvinnuna og ekki síst fyrir vináttuna. Ástvinum hans, Bryndísi og afkomendum öllum votta ég dýpstu samúð. Sigrún Gísladóttir. Hörður er látinn, horfinn yfir móðuna miklu. Hann hafði kennt sér meins um tíma í vor, reyndi að harka af sér og stunda starf sitt, en varð að lokum að lúta í lægra haldi fyrir skæðum sjúkdómi. Hörður Bjarnason gegndi 'störf- um húsvarðar í Flataskóla undan- farin níu ár. Við fyrstu kynni leyndi sér ekki að þar fór mikill mann- kostamaður, sem betur kom í ljós við nánari kynni og samstarf. Hörður var maður mikill á velli. Hann var gæddur góðum gáfum og skapgerð. Aldrei sást hann skipta skapi, þótt greinilega væri hann skapríkur, og fast stóð hann á skoð- unum sínum, en virti jafnframt skoðanir annarra. Gamansamur var hann og tíðum með glens á vör. En á bak við gamanyrði var grunnt á alvörumanninum, sem ljúft var að ræða við um lífið og tilveruna. Móð- urmálið bar hann fyrir bijósti og vildi sem mestan veg þess og virð- ingu. Hjálpsemi, greiðvikni og hlýja voru ríkir þættir í eðli hans, svo rík- ir að helst virtist sem þá nyti hann sín best, er hann gat lagt öðrum sem mest lið. Um hann gilti sannarlega þessi forna mannlýsing: „Hann var vitur maður og góðgjarn." Það er mikill sjónarsviptir að Herði. Við söknum góðs samstarfs- manns og vinar. Sár harmur er nú kveðinn að eiginkonu hans og fjöl- skyldu. Þeim vottum við öllum dýpstu samúð. Blessuð sé minning Harðar. Starfsfólk í Flataskóla. Nokkuð óvænt er fallinn frá góð- ur félagi og vinur, Hörður Bjarna- son. Hann var stofnfélagi að Kiwan- isklúbbnum Setbergi í Garðabæ og annar forseti hans. Hörður starfaði í klúbbnum í ein 17-18 ár og setti mark sitt á starfsemina, sérstaklega í byijun, enda var hann sá eini af stofnfélögunum, sem áður hafði starfað í Kiwanishreyfingunni. Nú þegar þessi trausti og góði félagi er skyndilega horfinn af okk- ar jarðneska tilverusviði, þá er margs að minnast úr allt að tveggja áratuga samstarfi. Ávallt verður þó efst í huga minningin um traustan félaga og vin, sem með lagni og kunnáttu var fær um að vísa klúbbn- um okkar leið á mótunarárum hans. Þótt Hörður væri fyrir nokkru hætt- ur beinni þátttöku í Kiwanisstarfi, þá breytti það litlu í samskiptum hans og félaga í Setbergi. í okkar augum var hann áfram þessi góði, gamli og trausti vinur, sem ávallt var jafn ánægjulegt að hitta og eiga orðastað við. Nú þegar leiðir skilja, um sinn að minnsta kosti, þá kveðjum við, Kiwanismenn í Garðabæ, Hörð með söknuði og þökkum traust og ánægjuleg kynni. Aðstandendum Harðar vottum við samúð og send- um okkar bestu kveðjur. Setbergsfélagar, Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.