Morgunblaðið - 23.06.1995, Síða 46
46 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
HASKOLABIO
SÍMI 552.2140
Háskólabíó
STÆRSTA BÍÓIÐ.
ALLIR SALIR ERU
FYRSTA FLOKKS.
HÁSKÓLABÍÓ ÖG BÖRGARBÍÓ AKUREYRI
KYNNÁ HLÁTURPOKA SUMARSINS
NR 11 ' ;
BRETLANDÍ
var að gifiast, með
C I < I f MltÍÍ □
AKUREYKI
muRiei
2 Dulúðug og
kyngimögnuð
mynd frá
kanadíska leik-
stjóranum Atom
Egoyan, sem
hlaut alþjóðlegu
gagnrýnendav-
erðlaunin í
Cannes.
★★★ DV (
★★★ RÚV \
★★★ Morgúnp
Jessica m
Bþur Bergmund;
Sýnd kl. 9.10. Síð. sýn. | Sýnd kl. 4.50, 7, 9 og 11. | Sýnd kl. 5. Síð. sýn.
Þér er boðið í ómótstæðilegustu veislu ársins, á frábæra
gamanmynd sem setið hefur i efsta sætinu í Bretiandi undanfarnar vikur.
Veislan stendur eins lengi og gestir standa í lapprinar af hlátri!!!
Sýnd kl. 4.50, 7, 9 og 11.15.
Brúðkaup Muriel og næsta grín: Tommy Boy
í bíókynningartímanum kl. 19.55 í Sjónvarpinu um helgina.
MIKIÐ kapp var í boðhlaupi yngri kynslóðarinnar. Liðinu var
skipt í tvær sveitir og stjórnuðu Reynir Sigurðsson (t.h.), fyrr-
um formaður IR, og Atli Steinarsson hlaupinu.
LEIFUR Eiríksson, íslendingafé-
lagið á Orlandósvæðinu í Flórída,
efndi til „splæspartís og sveita-
balls“ á þjóðhátíðardaginn 17.
júní. Að sjálfsögðu var Atli Stein-
arsson, fréttaritari Morgunblaðs-
ins, á staðnum.
Samkoman var haldin í Moss
Park, fallegum garði skammt frá
flugvellinum í Orlando, þar sem
er ákjósanleg aðstaða til sam-
komuhalds. Rétt um eitt hundrað
íslendingar og vinir þeirra komu
á samkomuna.
HÉR ERU fjórir samkomugestir frá Deltona, rétt norðan við
Orlando. Frá vinstri: Grettir Pálsson, Jónas Helgason, Ragnar
Kristjánsson og Shirley Kristjánsson.
„Kokkinn", „Ef leiðist mér
heima...“ og ýmis önnur róman-
tísk og vinsæl danslög, jafnvel
allt frá stríðsárunum.
Stuttur aðalfundur félagsins
var haldinn. Anna Bjarnason var
kjörin forseti félagsins sjötta
árið í röð og einnig Stefán Jó-
hannsson og Atli Steinarsson.
Aðrir í stjórn eru nú Árni Árna-
son, Rósa Thorsteinson, Gerður
Thorberg, Birna Fawset, Hafdís
Sigurðsson og Kristjana Bull-
man.
„Samskotin" fólust í því að
flestir þátttakendur lögðu eitt-
hvað matarkyns á hlaðborð há-
tíðarinnar, en síðan settust gestir
að borðum og gerðu krásunum
góð skil. Seldar voru pylsur frá
Islandi, „bæjarins bestu með
öllu“ og rann allt söluandvirðið
Þjóðhátíð og „sveitaball“
hjá íslendingum í Flórída
til styrktar íþróttasambandi fatl-
aðra vegna þátttöku í alþjóðleg-
um íþróttamótum. Einnig fór
yngri kynslóðin í ýmsa leiki, eins
og til dæmis boðhlaup.
Þá mætti þriggja manna
bandarísk danshljómsveit á stað-
inn. Gestir stigu dans og sungu
Nýstirni í
kvikmynda-
heiminum
ALICIA Silver-
stone er rísandi
stjarna í Holly-
wood. Margir
muna eftir henni
úr spennumynd-
inni „The Crush“
og þremur tón-
listarmyndbanda
hljómsveitarinn-
ar Aerosmith.
Hún fékk MTV-
verðlaunin á síð-
asta ári fyrir
tímamóta-
frammistöðu í
„The Crush“ og
bar þar sigurorð
af engum öðrum en Ralph Fiennes
sem tilnefndur var til sömu verð-
launa fyrir leik sinn í Lista Schindl-
ers.
Alicia er greinilega óvön glans-
veröldinni í Hollywood. „Það sem
sumir skrifa um mig! Um daginn
var á allra vörum að ég væri kær-
asta Leonardos DiCaprios, en það
er allsendis ósatt! Hvernig getur
þetta fólk hegðað sér svona?“ Hún
á augljóslega margt ólært um
Hollywood, þar sem sannleikurinn
er ekki alltaf í hávegum hafður.
Morgunblaðið/Halldór
ÞAÐ gustaði af Vavn síðast-
liðið miðvikudagskvöld.
U2 dans-
mær á
Islandi
SÍÐASTLIÐIÐ miðvikudags-
kvöld var árshátíð Kaffibarsins
haldin. Meðal skemmtiatriða
var magadans hinnar þekktu
magadansmeyjar Vavn, sem
meðal annars dansaði með írsku
hljómsveitinni U2 á Zooropa
tónleikaferð þeirra. Næsta
hljómsveit sem Vavn dansar
með verður SSSól, en hún
skemmtir með þeim á sveita-
balli í Njálsbúð annað kvöld.
WOLFGANG Míiller, Karola Schlegelmilch,
Berlínarbjörninn og Akiko Hada.
Berlínar-
björninn hul-
inn sjónum
ÞANN 17. júní síðastliðinn, á þjóð-
hátíðardegi íslendinga, hóf mynd-
listarmaðurinn Christo að pakka inn
þinghúsinu í Berlín. Sama dag voru
hér staddir þrír listamenn frá Berl-
ín, Wolfgang Miiller, Karola Schleg-
elmilch og Akiko Hada.
Listamennirnir pökkuðu inn
bronsstyttu af Berlínarbirninum á
Sóleyjargötu, en hann er tákn um
vináttusamband Reykjavíkur og
Berlínar. Athöfnin vakti athygli
vegfarenda, sem létu sumir taka
mynd af sér standandi við hlið lista-
verksins.