Morgunblaðið - 25.06.1995, Side 20
20 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
-4
y
VIDSKDTIAIVINNULÍF
Á SUNNUDEGI
► Guðni Tómasson er fæddur árið 1953 í Reykjavík. Eftir
að hafa lokið stúdentsprófi úr Menntaskólanum við Tjörnina,
fór hann í Garðyrkjuskóla ríkisins og útskrifaðist þaðan árið
1980. Hann stundaði síðan nám í garðyrkjutækni við Vilvorde
garðyrkjuskólann í Danmörku og lauk þaðan prófi árið 1982.
Eftir að námi lauk vann hann við Garðyrkjuskólann eða allt
þar til hann stofnaði eigið fyrirtæki.
► Björn Ágústsson er fæddur árið 1954 í Reykjavík. Eftir
gagnfræðanám við Vogaskóla stundaði hann nám við Iðnskól-
ann í Reykjavík. Hann fór síðan í Garðyrkjuskóla ríkisins og
lauk þaðan prófi árið 1980. Eftir nám starfaði hann fyrst sem
verkstjóri í garðyrkju iyá Reykjavíkurborg en hélt síðan utan
til Norgs þar sem hann vann við skrúðgarðyrkju í Osló í tvö
ár. Hann hafði verið með sjálfstæðan atvinnurekstur í eitt
ár áður en hann stofnaði fyrirtækið Björn & Guðni sf.
eftir Kristínu Marju Baldursdóttur
Ú VAR öldin að íslending-
ar byggðu vönduð hús og
íburðarmikil en höfðu litl-
ar áhyggjur af umhverf-
inu í kringum þau. Stétt var hrófl-
að niður þar sem umgangur var
mestur, lóðin tyrfð til að halda
mesta moldrykinu frá og gott þótti
ef stöku tré var stungið niður.
Fyrirtæki og stofnanir höfðu svip-
aða stefnu í umhverfísmálum og
létu oft mölina duga þegar að lóð-
arfrágangi kom.
En með tíðari ferðum íslendinga
til útlanda breyttist viðhorf þeirra
til umhverfisins, auk þess sem
ungir menn komu að utan frá
námi og störfum með nýjar hug-
myndir og kunnáttu í skrúðgarð-
yrkju.
Tveir þeirra, Bjöm Ágústsson
og Guðni Tómasson, stofnuðu
fyrirtæki sitt Bjöm & Guðni fyrir
tíu áram og má nú sjá handbragð
þeirra í miðbæ Reykjavíkur og
víðar.
Gott handverk
Bjöm og Guðni sjá um garð-
yrkjustörf bæði fyrir einstaklinga
og stofnanir og sjá um lóðarfram-
kvæmdir og umhirðu á lóðum.
Þeir leggja hellur, hlaða og reisa
gijótgarða, girða og planta. Verk-
þekking og hefðbundið handbragð
hefur einkennt vinnu þeirra og það
er eflaust ástæðan fyrir því að
þeim hafa verið falin verkefni sem
eiga að standast tímans tönn og
vera sem flestum til augnayndis.
„Við eigum nú orðið þó nokkuð í
miðbænum," segir Bjöm, og það
era orð að sönnu því að þeir félag-
ar sáu um meðal annars um frá-
gang á umhverfi Ráðhússins í
Reykjavík og Tjamarbakkanna,
Ingólfstorgi og gerðu endurbætur
á umhverfi Hljómskálagarðsins.
Handbragð þeirra má einnig sjá
í Húsdýragarðinum þar sem þeir
sáu um hleðslur, lagnir og lóð-
arfrágang, og í Viðey, þar sem
þeir fegraðu umhverfíð í kringum
Viðeyjarstofu. En þeir hafa komið
víðar við en í Reykjavík, og til
dæmis hellulögðu þeir alla Strand-
götuna í Hafnarfirði.
Ein nýjasta skrautfjöðrin er
Fornilundur, sýningarsvæði BM
Vallá, þar sem handbragð þeirra
í hellulögn og steinsmíði nýtur sín
einkar vel.
- Getur verið að listrænir hæfí-
leikar hafi átt einhvem þátt í því
að þið fenguð þessi stóra verkefni?
„Við höfum nú ekkert verið að
flíka þeim!“ segja þeir félagar,
hvor öðram rólegri. „Verkin hafa
öll verið unnin í útboðum, og við
höfum fengið mesta auglýsingu
út á handverkið og góðar lausnir.
Við leggjum mikið upp úr góðu
handverki og eyðum tíma í frá-
gang og smáatriði, þótt sú vinna
skili sér nú kannski ekki alltaf í
budduna. En við vonum að verkin
tali.“
Þótt þeir láti ekki mikið yfir list-
inni hefur hún þó aðeins komið
við sögu, því að Norræna mynd-
listarbandalagið leitaði til þeirra
og bað þá um að sjá um fram-
kvæmdir við torflistaverkið „Hola
á himinbotni“ eftir Gunilla Bandol-
in, sem nú stendur við Norræna
húsið.
Innblástur frá útlöndum
Fyrstu níu árin var fyrirtækið
með starfsemi sína í húsnæði við
Kaplahraun í Hafnarfírði. „Hús-
næðið þar var orðið of lítið og
þegar okkur bauðst lóðin hér við
Hestháls í Reykjavík, sem okkur
leist mjög vel á, fluttum við starf-
semi okkar hingað. Við erum núna
í 320 fermetra iðnaðarhúsnæði,
sem við erum raunar enn að
byggja upp.“
I húsnæðinu við Hestháls eru
nú vélageymsla, vélaverkstæði og
skrifstofa. Vinnan er árstíðabund-
in og því vinna um 10 manns hjá
fyrirtækinu allt árið um kring, en
um 30 manns yfír sumartímann.
Tveir garðyrkjumenn er starfandi
hjá Birni & Guðna og þrír lærling-
ar, auk fagmanna á verkstæði og
annarra starfsmanna. Samtals
hafa tólf lærlingar verið í verkn-
ámi hjá þeim og lokið prófí. „Það
er ekki síst góðum starfsmönnum
að þakka að reksturinn gengur
vel,“ segja þeir.
- En hvert er upphafið að sam-
vinnu ykkar?
„Við kynntumst á Garðyrkju-
skólanum og byrjuðum þar að
spjalla saman um framtíðina. Við
strákamir ætluðum jú allir að
verða stórir í faginu og stofna
fyrirtæki!" segir Guðni.
„Við komum síðan með inn-
blástur frá útlöndum og ákváðum
að stofna fyrirtækið Björn &
Guðni. Það má nú kannski segja
að nafn fyrirtækisins sé ekki mjög
framlegt og að það auglýsi starf-
semina ekki mikið. Við voram
lengi að þreifa fyrir okkur með
nafn sem hefði í sér orðið garð
eða lóð, og bróðir minn sem reyndi
að vera mjög hugmyndaríkur kom
með nafnið lóðarí. Við vorum nú
kannski ekki alveg nógu ánægðir
með það.“
„Nei, það hefði verið dálítið
neyðarlegt að borga reikninga fyr-
irtækis á því nafni,“ segir Bjöm,
„svo við enduðum með þetta ágæt-
is nafn, Björn & Guðni.“
„Það vilja nú oft verða árekstr-
ar þegar margir eru að stjórna,
en samvinna okkar hefur verið
með miklum ágætum og rekstur- j
inn verið auðveldari af því að við I
erum tveir með hann,“ segir
Guðni. „Við fóram rólega af stað
í byijun, en keyptum vélar strax
og það gerði gæfumuninn. Áður
vora hjólbörur að mestu við skrúð-
garðyrkju en nú, era komnar smá-
vélar sem auðvelda mönnum fram-
kvæmdir. Við gátum því fljótlega i
tekið að okkur þessi stærri verk-
efni.“
Björn segir að upphaflega hafi *|
starfsmenn verið þrír til fjórir. „En
þótt okkur hafi fjölgað eins og
raun ber vitni, höfum við Guðni
alltaf verið einir af vinnumönnun-
um.“
Steinsmíði á veturna
„Við byijuðum á að vinna við
frágang á einbýlishúsalóðum og
höfum unnið margar erfiðar og í
flóknar lóðir,“ segja þeir Björn og i
Guðni. „Síðan höfum við tekið '
jöfnum höndum verk fyrir ein-