Morgunblaðið - 30.06.1995, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
■
Morgunblaðið/RAX
Hreppsnefndir Rangárvalla- og Djúpárhrepps um bréfin í Höfn-Þríhyrningi
Kauptilboði
SS hafnað
HREPPSNEFND Rangárvalla-
hrepps hefur hafnað tilboði Slátur-
félags Suðurlands í hlut hreppsins
í lqötvinnslunni Höfn-Þríhymingi
hf. Hreppsnefndin tók þessa
ákvörðun á fundi sl. miðvikudag.
Að sögn Guðmundar Inga Gunn-
laugssonar, sveitarstjóra Rangár-
vallahrepps, var þessi ákvörðun tek-
in þar sem framtíðaráform SS þóttu
ekki samrýmast áætlunum hrepps-
ins um fjölgun atvinnutækifæra
sem hefði verið markmið með kaup-
um á bréfunum á sínum tíma.
Guðmundur segir að þó að þessu
tilboði hafí verið hafnað komi fylli-
lega til greina af hálfu hreppsins
að selja hlut sinn í fyrirtækinu ef
fýsilegt tilboð berst.
Til viðræðu við alla
Rangárvallahreppur á tæplega
20% hlut I Höfn-Þríhyrningi en
Djúpárhreppur tæp 10%. Sláturfé-
lagið gerði formlegt kauptilboð í
hlut beggja hreppanna 2. júní sl.
jafnframt því sern tilkynnt var að
fyrirtækið væri til viðræðu við alla
hluthafa um kaup. Iíreppsnefnd
Djúpárhrepps hafnaði tilboði SS á
fundi á þriðjudag, að sögn Heimis
Hafsteinssonar, varaoddvita Djúp-
árhrepps.
Hugsanleg kaup skýrast síðar
Steinþór Skúlason, forstjóri Slát-
urfélags Suðurlands, segir þessa
niðurstöðu valda sér vonbrigðum
en hún komi sér þó ekki á óvart.
Sláturfélagið hafi boðið öðrum hlut-
höfum, sem eigi um 50% hlutfjár,
að kaupa á sömu kjörum og svör
við því tilboði séu þegar farin að
berast. Þeim sé hins vegar tekið
með fyrirvara um samþykki stjórn-
ar Hafnar-Þríhyrnings og hún hafi
tveggja. mánaða umþóttunartíma.
Þá eigi eftir að reyna á það hvort
forkaupsréttar verði neytt og því
verði ekki ljóst fyrr en að einhverj-
um tíma liðnum hvort SS fái ein-
hverja hluti keypta.
Loks sást
til sólar
SÓLIN skein loks á Reykvík-
inga í gær, eftir votviðrasaman
júnímánuð. Hitinn fór mest upp
í 12,3 stig og margir höfuðborg-
arbúar notuðu tækifærið og
sleiktu sólina í sundlaugunum,
eins og þessir glaðlegu krakkar
sem brugðu á leik í Arbæj-
arlauginni í Reykjavík. Búist er
við ágætu veðri um allt land um
helgina. Hæg norðvestanátt
verður ríkjandi og víðast hvar
verður léttskýjað.
Slösuðum ferðamanni bjargað af Víðidalstunguafrétti
Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar
FÉLAGAR úr Hjálparsveit skáta
á Blönduósi fóru aðfaranótt
fimmtudags inn á Víðidalstungu-
afrétt og sóttu slasaðan þýskan
ferðamann. Tveir ferðafélagar
hans gengu til byggða eftir hjálp.
Allir vegir inn á afréttinn eru
lokaðir umferð vegna bleytu.
Farið var á snjóbíl enda talið
ófært öðrum ökutækjum. Ferða-
langarnir voru kærðir á Blöndu-
ósi í gær fyrir að aka um lokaða
vegi.
Um hádegi á miðvikudag
komu ástralskur karl og þýsk
kona gangandi að bænum
Haukagili í Vatnsdal og létu vita
af því að eiginmaður konunnar
væri óferðafær í Fellaskála inni
á Víðidalstunguafrétti. Maðurinn
hafði dottið á mótorhjóli og var
meiddur á hné.
Fóru um lokaða vegi
Að sögn Þórs Gunnlaugssonar,
lögregluvarðstjóra á Blönduósi,
lögðu ferðalangarnir upp frá
Þingvöllum 21. júní á þremur
torfærumótorhjólum og óku um
iokaðan Kaldadalsveg í Húsafell.
Þaðan hélt fólkið ferð sinni
áfram inn í Surtshelli og síðan
norður um lokaða heiðarvegi.
Mikil bleyta er á heiðunum og
sukku hjólin í drulluna þannig
að víða varð að ýta þeim áfram
í forinni. Ferðin sóttist því seint.
Nálægt Fellaskála datt Þjóðverj-
inn af hjólinu, meiddi sig á hné
og var óferðafær eftir það.
Tryggingarnar borga
Frá Fellaskála að Haukagili
er um 35 km loftlína. „Þau lögðu
af stað á þriðjudagsmorgun,
gengu allan daginn, tjölduðu um
nóttinij pg héldu syo áfrajn á
„Hann var
feginn að
sjá okkur“
miðvikudagsmorgun þar til þau
komu um hádegið niður í
Haukagil," sagði Þór. „Hálendið
er bara drullufor og alls ekkert
fært,Þauypru drullugaipp að
Ráðningarsamningi
bæjarstjóra sagt upp
hnjám, höfðu gengið í forar-
drullu."
Leitað var til lögreglunnar á
Blönduósi um að bjarga mannin-
um. Þór segir að hinn slasaði
hafi verið tryggður hjá þýsku
tryggingafélagi og var haft sam-
band við það. Tryggingafélagið
gekk síðan frá ábyrðartryggingu
fyrir björgunarkostnaði. Hjálp-
arsveit skáta á Blönduósi var
fengin til að sækja hinn slasaða
á snjóbil, enda útilokað að fara
á fjallajeppa vegna færðarinnar.
Ókræsileg færð
Fjórir hjálparsveitarmenn
lögðu upp á snjóbílnum frá
Hrappsstöðum í Víðidal kl. 20.40 ■
á miðvikudagskvöld og komu
þangað aftur rétt fyrir hádegi á
fimmtudag. „Hann var feginn að
sjá okkur,“ sagði Sigurður Ing-
þórsson, ökumaður snjóbílsins,
um það þegar þeir hittu ferða-
manninn í skálanum. Þar var
höfð stutt viðdvöl meðan búið var
um manninn og mótorhjólin og
aðrar föggur ferðafólksins settar
i bilinn. Sigurður sagði ferðina
hafa sóst hægt. Það var úrhellis-
rigning og blindþoka á leiðinni
inn á heiðina en heldur glaðnaði
til undir morguninn. Færið var
frekar ókræsilegt að sögn Sig-
urðar og snjóbíllinn þunghlað-
inn. Leiðin bæði blaut og grýtt,
sem ekki er óskafæri fyrir
gúmmíbelti snjóbílsins. Þrjú
dekk sprungu og beltastífur
bognuðu.
- Hinn slasaði var fluttur til
Akureyrar til læknisskoðunar.
Lögreglan reiknaði með að hin
tvö færu frá Blönduósi í dag.
Fólkið var vel búið, hafði nóg
eldsneyti og mat.
MEIRIHLUTI bæjarráðs Hafnar-
fjarðar samþykkti í gær að segja
upp ráðningarsamningi við Magnús
Jón Árnason bæjarstjóra.
Ingvar Viktorsson, bæjarfulltrúi
Alþýðuflokksins, lagði fram tillögu
um uppsögn ráðningarsamnings
frá 1. júlí nk. Tillagan var sam-
þykkt með þremur atkvæðum
þeirra Ingvars, Valgerðar Guð-
mundsdóttur, bæjarfulltrúa Al-
þýðuflokks, og Jóhanns G. Berg-
þórssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæð-
isflokks. Magnús Jón og Magnús
Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðis-
flokks, sátu hjá.
Ráðinn af bæjarsljórn
Magnús Jón bókaði að hann
væri ráðinn af bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar og teldi því eðlilegt að tillög-
unni yrði vísað til bæjarstjórnar.
„Ég skil ekki hvað vaídr fyrir
þeim,“ sagði Magnús Jón. „Ég
hafði reiknað með að bæjarstjóm
segði mér upp á fundinum sem
verður á þriðjudag. Ingvar virðist
ernnig líta svo á þar sem hann seg-
ir mér ekki upp störfum heldur
segir upp ráðningarsamningnum."
Sagt upp fyrir mánaðamót
Jóhann G. Bergþórsson segir að
ráðningarsamningnum hafi fyrst
og fremst verið sagt upp til að
koma því á framfæri fyrir mánaða-
mót vegna biðlauna. „Það er þá
komið að þessu nýja yfirgnæfandi
hugtaki um siðferði í stjórnmálum,
hvernig hann hagar sér í því ljósi,“
sagði hann. Tillagan gæfi einnig
til kynna að alþýðuflokksmenn
ætluðu sér ekki að ganga til sam-
starfs við Alþýðubandalagið. Þeir
væru annars varla að segja samn-
ingnum upp.
■ Oddvitinn hafnaði/10
Bæjarstjórn um Nesstofu
Yegurinn að norðan
BÆJARSTJÓRN Seltjarnar-
ness samþykkti á fundi sínum
í fyrradag, að vegur yrði lagður
að norðanverðu að Nesstofu en
ekki að sunnan.
Jón Hákon Magnússon, ann-
ar maður á lista Sjálfstæðis-
flokks, studdi tillögu minnihlut-
ans um að vegurinn að lækn-
ingaminjasafninu í Nesstofu
yrði lagður norðanvert að hús-
inu. Meirihluti sjálfstæðis-
manna hafði lagt til að vegurinn
yrði að sunnan.