Morgunblaðið - 30.06.1995, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 30.06.1995, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Islendingar í 7. sæti Æsispenn- andi loka- umferðir framundan Vilamoura. Morgnnblaðið. ÞÓTT íslenska liðið í opna flokkn- um á Evrópumótinu í brids dytti úr 5. í 7. sæti í gær hafa möguleik- ar liðsins á að ná einu af efstu sætunum frekar aukist. Þegar eftir eru fjórar umferðir á mótinu vantar liðið aðeins 6 stig upp í 4. sætið, þar sem Frakkar sitja. Staðan á toppnum er ótrúlega jöfn og spennandi en efstir eru ítalir með 488,5 stig. Næstir eru Hollendingar með 479,5 stig, þá Pólverjar með 470 stig. Frakkar hafa 461 stig, Svíar 460,5, Portúg- alir 457 og Islendingar 455 stig. ísraelsmenn hafa 454 og Grikkir 453 stig. íslendingar töpuðu fyrir Líban- onbúum 7-23, í fyrri leik gærdags- ins. Þetta voru eðlilega mikil von- brigði, enda unnu flestar hinar þjóð- imar í baráttusætunum leiki sína, en í síðari leiknum unnu íslending- ar sigur á Tyrkjum, 21-9, og á sama tíma töpuðu allar efstu þjóð- imar sínum leikjum nema Pólveijar og Frakkar. Því breyttist staða efstu þjóða lítið innbyrðis í gær. Þrír leikir verða spilaðir í dag en síðasti leikurinn á morgun, laugardag. í dag spilar ísland við Tékka, Austurríkismenn og Spán- vetja en síðasti leikurinn er gegn Svisslendingum. Það er íslending- um hagstætt að efstu þjóðirnar eiga nokkrar eftir að spila innbyrð- is í lokaumferðunum. Konur í 15. sæti Kvennaliðið tapaði 8-22 fyrir Þjóðveijum í fyrri leik gærdagsins en í síðari leiknum vann kvennalið- ið Hollendinga 18-12, í vel spiluð- um leik. Kvennaliðið er nú í 15. sæti með 268,5 stig og lýkur keppni í dag. Síðustu tveir leikir liðsins em gegn San Marino og Austurríki. Griðland á golfvellinum FUGLABÚSKAPURINN er með blómlegra móti í Eyjum um þessar mundir og hafa mófugl- arnir, til dæmis tjaldurinn og lóan, verið duglegir við að velja sér hreiðurstæði nærri mann- skepnunni. Segja kunnugir að þannig hafi fuglinn meiri frið fyrir skyldmennum sínum af ætt varga sem leiti bæði uppi egg og unga. Hvort smáfugiarnir eru jafnskarpir skal ósagt látið en hreiðri þúfutittlingsunganna hefur verið haganlega fyrir komið á golfvellinum inni i Herj- ólfsdal, nánar tiltekið á miðri fjórðu braut. Þar geta þeir ró- legir glennt upp sex litla gogga í von um eitthvert lítilræði frá mömmu. Fjármálaráðherra um fjárlagagerðina Niðurskurður verður verulegur RÍKISSTJÓRNIN fjallaði á fundi sín- get ekkert frekar tjáð mig um það um í gær um undirbúning fjáriaga fyrir árið 1996, og að sögn Friðriks Sophussonar, fjármálaráðherra, skiptu ráðherrar þar á sig verkum hvað varðar'vinnu við fjárlagagerð- ina. Friðrik sagði í samtali við Morg- unblaðið að búið væri að skipta niður á einstök ráðuneyti áætlunum um niðurskurð, en á þessu stigi vildi hann ekki nefna neinar tölur í því sambandi. „Það er alveg Ijóst að vöxtur er mikill í útgjöldum og þarna er um verulegan niðurskurð að ræða. Ég því það sést ekkert fyrr en í ágúst- mánuði hvert þetta stefnir," sagði Friðrik. Hann sagði að vinna við fjárlaga- undirbúninginn færi fram í ráðuneyt- unum í júlímánuði, en um miðjan ágúst myndu ráðþerrar í ríkisstjórn- inni hittast og bera saman bækur sínar. í fjárlögum ársins 1995 er gert ráð fyrir að hallinn verði 7,5 milljarð- ar króna og sagði Friðrik að horfur væru á að það yrði niðurstaðan þrátt fyrir útgjaldaauka, m.a. vegna kjara- samninga. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Talsverður munur á gengi við útreikninga á kortafærslum Getur valdið miklum auka- kostnaði Að minnsta kosti 5% munur getur veríð á milli greiðslukortafyrirtækj anna á gengi því sem miðað er við þegar fjárhæðir í erlendum gjaldmiðlum eru umreiknaðar yfír í íslenskar krónur. VIÐMIÐUNIN getur jafnvel verið breytileg eftir mánuðum, og þannig getur gengið verið lægra hjá Kredit- kortum hf. en Visa ísland einn mán- uð en hærra þann næsta, að sögn Gunnars Bæringssonar, fram- kvæmdastjóra Kreditkorta hf. Nýlega hafði Morgunblaðið spurn- ir af hjónum sem höfðu vérið á ferð í Danmörku og Þýskalandi fyrri helming júnímánuðar. Maðurinn _er handhafi greiðslukorts frá Vísa ís- landi en konan korts frá Kreditkort- um hf. Samanburður á greiðslukorta- reikningum þeirra hjóna eftir heiin- komuna leiddi í Ijós um 4% mun á gengi því sem miðað var við þegar fjárhæðir í dönskum og þýskum gjaldmiðlum voru umreiknaðar yfir í íslenskar krónur, og var viðmiðun- argengi Kreditkorta hærra. Greiðslukortareikningur eiginkon- unnar, sem notaði Eurocard, hefði verið um 6 þúsund krónum lægri ef hún hefði notað Visa-kort eins og eiginmaðurinn. Ekki á valdi fyrirtækjanna Gunnar Bæringsson segir ljóst að þessi gengismunur geti haft í för með sér verulegan kostnaðarmun milli korta, sé keypt fyrir háar fjár- hæðir. Ekki sé hins vegar á valdi kortafyrirtækjanna að samræma gengið eða leiðrétta þennan mun. „Við þessu er því miður ekkert að gera. Kreditkort hf. eiga við- skipti við skiptimiðstöð Eurocard í Brussel sem annast útreikninga í þessu sambandi, en Visa ísland við skiptimiðstöð f London. Skiptimið- stöðvarnar deila síðan út greiðslum og rukka öll fyrirtækin sem senda færslur þangað. Þar er öllum við- skiptum með greiðslukortum bland- að saman í einn hrærigraut gjald- miðla, þ.e. í nokkurs konar gengis- körfu, og síðan er færslunum skipt yfir í dollara og gengi hans þar ræður hverjar upphæðirnar eru sem við innheimtum. Fyrir kemur að mismunur myndast á milli skipti- stöðva og því stjórnar enginn, heldur veltur þetta á hvaða gengiskarfa er við lýði þegar þessum viðskiptum er breytt yfir í viðkomandi gjaldmiðil. Mikill munur Ég get nefnt sem dæmi að ég er bæði handhafi korta frá Eurocard og Visa og í maí var 5% gengismun- ur, Visa í óhag, en í þessum mánuði snýst þetta við. Munurinn getur því bæði verið hagstæður eða óhagstæð- ur og því miður lentum við röngum megin við strikið í þessum mánuði," segir Gunnar. Leifur Steinn Elísson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Visa íslands, kveðst þekkja til hlítar ástæður umrædds gengismunar, en tilvik sem þessi hafi áður komið til kasta fyrir- tækisins. Helstu ástæður kunni að vera þær að einhver munur sé á þeim tíma sem tekur mismunandi banka að meðhöndla færslur með annars vegar Visa-korti og hins veg- ar Eurocard, þótt þær séu gerðar samdægurs. Gengi gjaldmiðla geti breyst afar hratt og vinni bankinn sem með- höndlar Eurocard-færslu hraðar eða hægar en bankinn sem meðhöndlar Visa-færslu, kunni minnstu gengis- sveiflur að hafa umtalsverð áhrif. Einnig sé mögulegt að fyrirtæki ytra séu ekki beintengd banka sínum og skili inn greiðslukortanótum seint og um síðir, með þeim afleiðingum að dagsetning kaupanna segi ekki allan sannleikann um á hvaða gengi færslan er síðan reiknuð. Gunnar segir að reglulega berist fyrirspurnir frá korthöfum fyrirtæk- isins vegna þessa gengismunar við útreikninga, en þar sem greiðslu- kortafyrirtækin notfæri sér mismun- andi kerfi og gengi gjaldmiðla svei- flist til fyrirvaralítið, sé vonlítið að reyna að samræma viðmiðunina. „Mér finnst þetta mikill munur en kerfið er með þessum hætti og stundum er þetta viðskiptavinum okkar í óhag og stundum í hag, þannig að við höfum sætt okkur við þetta ástand." Forseti Islands Ráðgerð opinber heimsókn tilKína RÁÐGERT er að forseti ís- lands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, fari í opinbera heim- sókn til Kína áður en kvennaráð- stefna Sam- einuðu þjóð- anna hefst í Peking 4. september næstkomandi. í föruneyti for- setans verður m.a. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra. Frú Vigdís verður viðstödd upphaf kvennaráðstefnunnar, og mun hún flytja ræðu við setningu hennar. Á ráðstefn- unni verður jafnframt lögð fram skýrsla sem hún flutti á kvennaráðstefnu Evrópuráðs- ins í febrúar síðastliðnum, og verður hún framlag Evrópu- ráðsins á ráðstefnunni. Kiwanis- hreyfingin Eyjólfur Sigurðsson heimsforseti EYJÓLFUR Sigurðsson var kjörinn heimsforseti Kiwanis- hreyfingarinnar á alheimsráð- stefnu sam- takanna í Las Vegas 27. júní sl. Eyjólfur er fyrsti Evr- ópumaðurinn sem gegnir þessu embætti. Hann var umdæmisstjóri íslensku Kiw- anishreyfingarinnar á árunum 1974 og 1975, Evrópuforseti 1982-1983 og kjörinn fulltrúi i heimsstjórn hreyfingarinnar árið 1988. Eyjólfur tekur við embætti heimsforseta 1. október, en sl. ár hefur hann starfað sem verðandi-forseti. í heiminum eru starfandi 8.600 Kiwanisklúbbar í 77 þjóðlöndum og meðlimir eru samtals um 325 þúsund. Þess má geta að ísland státar af flestum meðlimum miðað við íbúafjölda. Varnarlið- inu hótað sprengju SPRENGJUHÓTUN barst herlögreglu varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli um klukk- an 12 á hádegi í gær. Að sögn Friðþórs Eydals, upplýsingafulltrúa vamarliðs- ins, gaf sá sem hringdi til kynna að um fleiri en einn stað, þar sem fólk safnast saman í hádeginu, gæti verið að ræða. Að sögn Friðþórs eru svona hótanir alltaf teknar alvarlega og strax var gripið til þess ráðs að rýma veitingastaði og mötuneyti. Árangurslaus sprengjuleit stóð til kl. 13.30. Ekkert er vitað um hver var að verki eða hvaðan hringing- in barst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.