Morgunblaðið - 30.06.1995, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.06.1995, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ L VIÐSKIPTI Köfunarveiki í eldislúðu Sífellt fleiri fyrirtæki og sveitarfélög afia flár á skammtímamarkaði Avöxtun skamm- tímavíxla íhámarki VISINDAMENN hjá fiskeldisstöð í Skotlandi hafa uppgötvað köf- unarveiki í lúðum sem notaðar hafa verið til eldis í stöðinni. Þetta kom í ljós þegar leitað var skýringa á blindu hjá lúðunum. Orsök köfunarveikinnar virðist vera að finna í veiðiaðferðum, en lúðan er veidd í net á miklu dýpi undan ströndum íslands og Fær- eyja. Ef hún er dregin of hratt um þá myndast loftbólur í blóði hennar, líkt og hendir kafara sem fara of hratt upp á yfirborðið af miklu dýpi. Að sögn Björns Björnssonar, hjá Hafrannsóknastofnun, hafa menn ekki orðið varir við þetta vandamál í lúðueldi hér á landi. Þetta sé þó þekkt vandamál í fisk- eldi og séu t.d. þorskur og karfi mjög viðkvæmir fyrir þessu. Þannig sé varla hægt að ná karfa lifandi til eldis vegna þessa. Björn Halldórsson, hjá Fiskeldi Eyjafjarðar, sagði að þar á bæ hefðu menn ekki heldur orðið varir við þetta vandamál. Þar hefðu lúður sem notaðar eru til eldis verið veiddar á árunum 1987-88 og þó að einhver afföll hefðu orðið hefði mátt rekja þau til sára sem þær hlutu er þær voru veiddar. Bjöm segir að lúðu- eldið gangi vel og þar vonist menn til þess að geta fljótlega hafið fjöldaframleiðslu, en eldið sé þó enn á tilraunastigi. SVEITARFÉLÖG og fyrirtæki hafa í vaxandi mæli aflað skamm- tímafjármagns með sölu skamm- tímavíxla á verðbréfamarkaði, enda getur verið um hagstæða skammtímafjármögnun að ræða fyrir viðkomandi. Eftirspurn hefur að sama skapi verið mikil vegna þeirrar óvissu sem ríkir nú um þróun vaxta á langtímamarkaði. Þetta kemur fram í Kauphallar- vísi Landsbréfa. Þar segir að þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir skamm- tímaverðbréfum hafi vextir á þess- um markaði þokast upp vegna væntinga um hærri verðbólgu í kjölfar kjarasamninga. Þær vænt- ingar hafi hins vegar ekki gengið eftir og raunávöxtun víxla því verið mjög há undanfarna mánuði. Ávöxtun skammtímavíxla fyrir- tækja og sveitarfélaga er nú að meðaltali 8,25% samanborið við 6,3% ávöxtun fyrir 12 mánuðum. Ávöxtun hefur að mati Landsbréfa væntanlega náð hámarki og gæti lækkað á næstu mánuðum eftir því sem trú fjárfesta á stöðugleika eykst. Miðað við fyrirliggjandi spá um hækkun lánskjaravísitölu ætti ávöxtun á skammtímamarkaði að geta lækkað um 1-1,5% á næstu mánuðum. Tilboðsverð Steinsteyp- unnar ekki gefið upp NÝJA steypustöðin í Hafnarfirði, Steinsteypan hf., býður til loka júlí sérstakt kynningarverð á steypu. Skúli Jónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að tilboðinu hafi verið vel tekið og viðbrögð við aug- lýsingu verið feiknarlega mikil. Hins vegar sé ekki unnt að nefna ákveðið verð því það fari eftir greiðslukjörum, tegund af steypu og magni. Þá kvaðst hann ekki geta upplýst hve mikla lækkun kynning- arverðið feli í sér frá því sem hafi verið í boði hjá samkeppnisaðilum. Viðskiptavinum væri gefið upp verð miðað við forsendur hverju sinni. Að sögn Halldórs Jónssonar, for- stjóra Steypustöðvarinnar hf., hefur tilboð Steinsteypunnar engin áhrif haft á verð þar. Hann vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um málið. Opnum í dag Opnunar tilboð Barnabílstóll fyrir 0-18 kg. Verð kr. 8.980 staögreiðsluverð Ungbamabílstóll fyrir 0-10 kg. Verð kr. 7.980 staðgreiðsluverð BARNAVÖRUVERSLUN G L Æ S I B Æ * Metframleiðsla hjá Islenska álfélaginu hf. í fyrra Hagnaður ísal einn milljarður HAGNAÐUR af rekstri íslenska álfélagsins hf. á síðasta ári var 966,8 milljónir króna fyrir skatt, samkvæmt niðurstöðu ársupp- gjörs sem var samþykkt á aðal- fundi félagins á miðvikudag. Framleiðslugjald íslenska ál- félagsins á síðasta ári var 245,1 milljón og var hagnaður ársins 1994 eftir skatt því 721,7 milljón- ir samkvæmt því sem fram kem- ur í fréttatilkynningu frá félag- inu. Á aðalfundi íslenska álfélags- ins, sem haldinn var í Zurich í Sviss, var tilkynnt að íslenska ríkisstjórnin hefði skipað Magn- ús Óskarsson til áframhaldandi setu í stjórn ísal. Auk þess var Valdimar K. Jónsson, prófessor í verkfræði, skipaður í stjórn félagsins í stað Ingvars Viktors- sonar. Fulltrúar ríkisstjórnarinn- ar eru skipaðir til aðalfundar 1996. Engar aðrar mannabreyt- ingar urðu á stjórn félagsins. Árið 1994 var metframleiðsla Morgunblaðið/Golli í kerskálum hjÁ ísal fjórða árið í röð, og nam álframleiðslan alls 98.595 tonnum. í fréttatilkynn- ingunni frá félaginu kemur fram að í ár er stefnt að því að rjúfa 100.000 tonna múrinn í fram- leiðslunni. Nehoiú^ asko mssm ,osturbo nilfisk emide cc ZD H- LL. > co 'ZD JZ Q FÖNIX AUGLÝSIR cz ~o "D < o —I $ —J LU HÖFUM OPNAÐ NÝJA GLÆSILEGA DEILD MEÐ DANSKAR m> r~ < LL. ELDHÚS- OG BAÐINNRÉTTINGAR OG FATASKÁPA. DD < o ZD —D CD Nú bjóðum við allt sem þig vantar O 3 fy- INNRÉTTINGAR OG RAFTÆKI r~ ■O í eldhúsið, baðherbergið, þvottahúsið og að auki fataskápa í 33 03 CC O svefnherbergið, barnaherbergið og anddyrið. D# / £ Œ u CQ => —1 1 LU SOLUSYNING Ö 33 33 5 m cc KYNNINGARVERÐ Á INNRÉTTINGUM 33 > 33 <C Z LL_ o TILBOÐSVERÐ Á RAFTÆKJUM GO' cn £ QC < Velkomin í Fönix. Heitt á könnunni og ís fyrir börnin. 'LU > Þeir sem versla fyrir kr. 10.000,- eða meira, geta tekið þátt í 33 <c Q l laufléttri Fönix-getraun og unnið Nilfisk-ryksugu að verðmæti -< LU cc kr. 31.600,- eða einhvern 5 aukavinninga. c o cz í 1 'LU cc z z imm m^nud. - föstud. laugard. 10-16 hátúni 6A reykjavík sími 552 4420 33 cn >' ?Pi 2 EMIDE NILFISK OTURBO Srw (<ASKO NettO EJS selur hugbún- að til Hong Kong EJS International, dótturfyrirtæki Einars J. Skúlasonar hf., hefur gert stóran samning um sölu á vörustýr- ingarhugbúnaði og ráðgjöf tii 7-Ele- ven verslunarkeðjunnar í Hong Kong. 7-eleven rekur um 320 verslanir í Hong Kong. I raun er um tvo samninga að ræða og gæti verðmæti þeirra numið allt að eitt hundrað milljónum króna samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins. Annars vegar er um að ræða sölusamning á vörustýringarhugbún- aðinum, MMDS, (Merchandise Mana- gement Database System), og hins vegar verksamning um aðlögun og uppsetningu á hugbúnaðinum. Að sögn Olgeirs Kristjónssonar, framkvæmdastjóra Einars J. Skúla- sonar, hófst vinna við ráðgjöf og hönnun breytinga vegna samning- anna í janúar en formlega var geng- ið frá kaupunum í síðasta mánuði. 7-Eleven rekur 320 verslanir í Hong Kong og eru þær opnar allan sólarhringinn alla daga ársins. Að sögn Olgeirs hafa þær 75% hlutdeild á „Convenience" markaðnum, þ.e. þeim verslunum sem eru opnar leng- ur en aðrar verslanir og jafnvel allan sólarhringinn. Talið er að 20 milljón- ir viðskiptavina komi í verslanir 7-ele- ven í hvetjum mánuði. MMDS hugbúnaðurinn er liður í alláhetjar endurskipulagningu tölvu- og upplýsingamála keðjunnar. Bún- aðurinn mun tengjast hinu banda- ríska DALLAS-vöruhúsa- og dreif- ingarkerfi og Oracle Financial bók- halds- og upplýsingakerfinu. Um leið og 7-Eleven keðjan tekur þennan búnað í notkun mun hún hverfa frá gamla stórtölvuumhverfinu og setja upp strikamerkjakerfi og Olivetti tölvukassa, sem munu síðan smám saman tengjast MMDS-kerfinu. Áætlað er að þessu stóra verkefni Ijúki haustið 1996 og munu fimm til sjö starfsmenn EJS International vinna við það að jafnaði. Þeir munu að verulegu leyti vinna starf sitt hér heima og nota Internetið til prófana og samskipta við 7-eleven og aðra samstarfsaðila. Einn starfsmaður EJS International dvelur nú í Hong Kong við ráðgjöf og eftirlit við upp- setningu hinna nýju tölvukerfa hjá keðjunni. Þetta er annar samningurinn sem EJS International gerir erlendis um sölu og ráðgjöf vegna MMDS-kerfis- ins en síðla árs 1993 var hugbúnað- urinn seldur til Danska kaupfélaga- sambandsins, FDB. Olgeir segir að búnaðurinn sé nú þegar notaður í fimmtíu af um 900 verslunum sam- bandsins og uppsetning sé fyrirhug- uð í 600 verslunum til viðbótar á næstu tólf mánuðum. í I i > i h i i t- i- i l \ i I i i i i i i i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.